Þeim sem hafa verið án atvinnu í meira en ár hefur fjölgað um fjögur þúsund milli ára

Atvinnuleysi dróst lítillega saman í síðasta mánuði og Vinnumálastofnun spáir að það muni halda áfram að minnka í apríl vegna árstíðasveiflu og sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda. Langtímaatvinnuleysi heldur þó áfram að aukast.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Atvinnuleysi á Íslandi dróst lítillega saman í marsmánuði og mældist heilt yfir 12,1 prósent. Þar af var almennt atvinnuleysi, sem mælir þá sem voru að öllu leyti án atvinnu, alls ellefu prósent sem þýðir að 21.019 manns voru atvinnulausir í lok síðasta mánaðar. Það minnkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða. Til viðbótar voru svo 4.186 á hlutabótum sem bætti 1,1 prósentustigi við heildaratvinnuleysið. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum um vinnumarkaðinn á Íslandi sem Vinnumálastofnun birti í gær. 

Þar kom enn fremur fram að alls höfðu 6.207 almennir atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en eitt ár í lok síðasta mánaðar. Þeim fjölgaði um 1.488 milli mánaða og hefur fjölgað um 4.009 frá því í mars í fyrra. 

Þegar hópurinn sem hefur verið atvinnulaus í hálft ár eða meira er skoðaður þá taldi hann 13.647 um síðustu mánaðamót. Alls fjölgaði í þeim hópi um 886 milli mánaða. 

Markmiðið að skapa sjö þúsund störf

Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi minnki áfram í apríl meðal annars vegna árstíðasveiflu og sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og verði á bilinu 9,8 til 10,2 prósent. 

Rík­is­stjórnin setti í síðasta mánuði af stað sér­stakt atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið er að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­fyr­ir­tækj­um, félaga­sam­tökum og hinu opin­bera. Áætl­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­arðar króna.

Auglýsing
Með aðgerðunum voru svokallaðir ráðningarstyrkir víkkaðir út þannig að lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­menn, geta sótt um ráðn­ing­ar­styrki til þess að ráða starfs­menn sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár. Þannig myndast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Hverjum nýjum starfs­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5 prósent fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­ing­ar­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að af þeim 1.583 nýjum störfum sem  voru auglýst í vinnumiðlun Vinnumálastofnunar í mars væru 88 prósent þeirra komin til vegna aðgerða stjórnvalda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent