Forsætisráðherra segir að greina þurfi hverjir hafi hagnast á kórónuveirukreppunni

Eðlilegt er að fara yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem séu fyrir hendi fyrir ríkið þegar búið er að greina hverjir hafi hagnast á yfirstandandi kreppu, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til lengri tíma þurfi að skoða hugmyndir um að skattleggja þá sem hafa í raun hagnast á kórónuveirukreppunni. „Það er að greina það í fyrsta lagi hverjir hafa hagnast á þessari stöðu. Síðan finnst mér að sjálfsögðu eðlilegt að farið verði yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem þar eru fyrir hendi.“

Þetta kom fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust vegna þeirra efnahagsaðstæðna sem sköpuðust í kórónuveirufaraldrinum greiði tímabundinn skatt, nokkurs konar samstöðuskatt, til að vinna gegn ójöfnuði sem af þeirri þróun hlýst. Sá ójöfnuður felur í sér að þær takmarkanir sem ráðist hefur verið í til að hemja faraldurinn hafa bitnað mest á yngra fólki og lágtekjufólki, sem hafa fyrir vikið setið eftir í kaupmætti á meðan að fjöldi einstaklinga sem hafa haldið vinnu hafa aukið sinn kaupmátt og fyrirtæki sem hafa ekki þurft að loka hagnast vel á aðstæðunum. 

„Of margir sem hafa það skítt“

Logi sagði í fyrirspurn sinni að ráðherrar neituðu að horfast í augu við veruleikann sem við blasi hérlendis þegar þeir væru sífellt að vitna í meðaltöl um auknar ráðstöfunartekjur. Þar benti hann sérstaklega á orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í viðtölum þar sem hann talaði um hærri ráðstöfunartekjur heimila.

Auglýsing
Það gefi að mati Loga skakka mynd af vanda dagsins þar sem um 25 þúsund einstaklingar glími við atvinnuleysi, að stærstum hluta ungt fólk og fólk á lágum tekjum. Þessi vísvitandi bjögun á veruleikanum sé síðan endurtekin í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára. „Það eru of margir sem hafa það skítt,“ sagði Logi.

Fjármálaráð birti umsögn um þá áætlun nýverið og í henni var sérstaklega bent á hættuna á því að lesa of mikið úr meðaltölum. „Sumar afleiðingar samdráttarins koma niður á flestum heimilum, s.s. hækkandi almennt verðlag, en atvinnuleysi kemur einungis niður á þeim sem fyrir því verða. Í framlagðri fjármálaáætlun er ítarleg umfjöllun um stöðu heimilanna þar sem byggt er á meðaltölum. Meðaltöl segja þó lítið þegar frávikin eru stór,“ segir í umsögn Fjármálaráðs. 

Logi sagði að aðgerð eins og samstöðuskattar ætti að geta fallið vel í kramið hjá flokkum sem vilja berjast gegn ójöfnuði og spurði í kjölfarið hvort að Katrín áformaði að ráðast í einhverjar slíkar aðgerðir eða „hvort hún telji það kannski pólitískt ómögulegt í núverandi ríkisstjórn.“

Katrín svaraði því til að hugmyndir um að skattleggja þá sem hefðu hagnast á kreppunni væri eitthvað sem hún teldi að þyrfti að skoða til lengri tíma. Þegar greint hefði verið hverjir hefðu hagnast á stöðunni væri „að sjálfsögðu eðlilegt að farið verði yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem þar eru fyrir hendi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent