Forsætisráðherra segir að greina þurfi hverjir hafi hagnast á kórónuveirukreppunni

Eðlilegt er að fara yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem séu fyrir hendi fyrir ríkið þegar búið er að greina hverjir hafi hagnast á yfirstandandi kreppu, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til lengri tíma þurfi að skoða hugmyndir um að skattleggja þá sem hafa í raun hagnast á kórónuveirukreppunni. „Það er að greina það í fyrsta lagi hverjir hafa hagnast á þessari stöðu. Síðan finnst mér að sjálfsögðu eðlilegt að farið verði yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem þar eru fyrir hendi.“

Þetta kom fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust vegna þeirra efnahagsaðstæðna sem sköpuðust í kórónuveirufaraldrinum greiði tímabundinn skatt, nokkurs konar samstöðuskatt, til að vinna gegn ójöfnuði sem af þeirri þróun hlýst. Sá ójöfnuður felur í sér að þær takmarkanir sem ráðist hefur verið í til að hemja faraldurinn hafa bitnað mest á yngra fólki og lágtekjufólki, sem hafa fyrir vikið setið eftir í kaupmætti á meðan að fjöldi einstaklinga sem hafa haldið vinnu hafa aukið sinn kaupmátt og fyrirtæki sem hafa ekki þurft að loka hagnast vel á aðstæðunum. 

„Of margir sem hafa það skítt“

Logi sagði í fyrirspurn sinni að ráðherrar neituðu að horfast í augu við veruleikann sem við blasi hérlendis þegar þeir væru sífellt að vitna í meðaltöl um auknar ráðstöfunartekjur. Þar benti hann sérstaklega á orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í viðtölum þar sem hann talaði um hærri ráðstöfunartekjur heimila.

Auglýsing
Það gefi að mati Loga skakka mynd af vanda dagsins þar sem um 25 þúsund einstaklingar glími við atvinnuleysi, að stærstum hluta ungt fólk og fólk á lágum tekjum. Þessi vísvitandi bjögun á veruleikanum sé síðan endurtekin í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára. „Það eru of margir sem hafa það skítt,“ sagði Logi.

Fjármálaráð birti umsögn um þá áætlun nýverið og í henni var sérstaklega bent á hættuna á því að lesa of mikið úr meðaltölum. „Sumar afleiðingar samdráttarins koma niður á flestum heimilum, s.s. hækkandi almennt verðlag, en atvinnuleysi kemur einungis niður á þeim sem fyrir því verða. Í framlagðri fjármálaáætlun er ítarleg umfjöllun um stöðu heimilanna þar sem byggt er á meðaltölum. Meðaltöl segja þó lítið þegar frávikin eru stór,“ segir í umsögn Fjármálaráðs. 

Logi sagði að aðgerð eins og samstöðuskattar ætti að geta fallið vel í kramið hjá flokkum sem vilja berjast gegn ójöfnuði og spurði í kjölfarið hvort að Katrín áformaði að ráðast í einhverjar slíkar aðgerðir eða „hvort hún telji það kannski pólitískt ómögulegt í núverandi ríkisstjórn.“

Katrín svaraði því til að hugmyndir um að skattleggja þá sem hefðu hagnast á kreppunni væri eitthvað sem hún teldi að þyrfti að skoða til lengri tíma. Þegar greint hefði verið hverjir hefðu hagnast á stöðunni væri „að sjálfsögðu eðlilegt að farið verði yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem þar eru fyrir hendi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent