DNB gæti fengið 5,7 milljarða króna sekt vegna slakra varna gegn peningaþvætti

Stærsti banki Noregs, sem er grunaður um að hafa hjálpað Samherja að koma fjármunum sínum í skattaskjól, gæti þurft að greiða 5,7 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að halda ekki uppi nógu góðum vörnum gegn peningaþvætti.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit Nor­egs hefur varað norska bank­ann DNB við sekt upp á 5,7 millj­arða íslenskra króna ef vegna lélegra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Rík­is­sak­sókn­ari Nor­egs rann­sakar nú bank­ann vegna gruns um að hafa komið fjár­munum Sam­herja í skatta­skjól.

DNB greindi sjálfur frá aðvör­un­inni í til­kynn­ingu sem barst kaup­höll­inni í Osló í dag. Sam­kvæmt henni fram­kvæmdi fjár­mála­eft­ir­lit Nor­egs reglu­bundna grein­ingu á vörnum bank­ans og birti á dög­unum skýrslu byggða á henni. Sam­kvæmt skýrsl­unni á bank­inn í hættu á að greiða 400 millj­ónir norskra króna í sekt, breyti það ekki vörnum sín­um, en það gildir 5,7 millj­örðum íslenskra króna. 

Bank­inn til­tekur að hann sé ekki grun­aður um hvít­þvætti, heldur hafi fjár­mála­eft­ir­litið gagn­rýnt hann fyrir að halda ekki uppi nægum vörnum til þess að fram­fylgja þar­lendum lögum sem koma eigi í veg fyrir pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Auglýsing

 Enn fremur tekur DNB fram að hann muni ganga að skil­yrðum sem til­greind eru í skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Hins vegar greinir bank­inn ekki nánar frá því hver þessi skil­yrði eru, en sam­kvæmt honum er ekki hægt að til­kynna inni­hald skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits­ins frekar, þar sem rann­sókn hennar á bank­anum sé ekki lok­ið. 

Rann­sókn vegna Sam­herj­a­máls­ins

Form­leg rann­sókn stendur nú yfir hjá rík­is­sak­sókn­ara Nor­egs vegna við­skipta­hátta DNB við Sam­herja. Sam­kvæmt umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera var hluti þeirra pen­inga sem Sam­herji færði inn á reikn­inga DNB skráður í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­u­m. 

DNB lok­aði á reikn­inga Sam­herja á árinu 2018 vegna gruns um að þeir væru not­aðir til að stunda pen­inga­þvætti. Í kjöl­farið hóf bank­inn inn­an­hús­rann­sókn á mál­inu og til­kynnti hann nið­ur­stöður hennar svo til norsku efna­hags­brota­lög­regl­unn­ar, Økokrim, í lok nóv­em­ber­mán­aðar í fyrra. 

Kjarn­inn greindi svo frá því í haust að æðsti yfir­maður Økokrim hafði lýst sig van­hæfan til þess að fjalla um málið vegna fyrri starfa sinna í lög­mennsku. Málið var í kjöl­farið fært frá efna­hags­brota­lög­regl­unni til rík­is­sak­sókn­ara, sem hefur það nú á sínu borði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent