Sjálfstæðisflokkurinn mælist tvisvar sinnum stærri en Samfylkingin

Stærsti flokkur landsins mælist nú yfir kjörfylgi. Hinir tveir flokkarnir sem sitja með honum í ríkisstjórn myndu bíða afhroð ef kosið yrði í dag. Flokkur fólksins er á skriði og Sósíalistaflokkur Íslands næði inn á þing.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, getur verið ánægður með nýjustu könnun MMR.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, getur verið ánægður með nýjustu könnun MMR.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir vel við sig á milli mán­aða í könnun MMR, en fylgi flokks­ins mælist nú 27,1 pró­sent. Það er næst mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu. Eina skiptið sem MMR mældi hann stærri var í mars síð­ast­liðn­um, í fyrstu könnun eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á Íslandi, þar sem fylgið mæld­ist 27,4 pró­sent. Yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bæta við sig næstum tveimur pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum 2017.

Sam­fylk­ingin tapar að sama skapi fylgi milli mán­aða og mælist nú með 13,8 pró­sent fylgi. Það er næstum þremur pró­sentu­stigum minna fylgi en hún mæld­ist með fyrir um mán­uði og ein­ungis 1,7 pró­sentu­stigi yfir því sem flokk­ur­inn fékk upp úr kjör­köss­unum fyrir rúmum þremur árum. 

Auglýsing
Píratar mæl­ast jafn stór og Sam­fylk­ing en tapa samt hálfu pró­sentu­stigi milli mán­aða. Við­reisn bætir við sig frá síð­ustu könnun og mælist nú með 9,5 pró­sent stuðn­ing.

Hinir stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, eru ekki í góðri stöðu. Þeir mæl­ast báðir með 7,6 pró­sent fylg­i.Það er 2,3 pró­sentu­stigum minna en Fram­sókn mæld­ist með fyrir mán­uði en nán­ast það sama og í nóv­em­ber. Saman hafa flokk­arnir tapað 12,4 pró­sentu­stigum af fylgi á kjör­tíma­bil­inu, á sama tíma og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur bætt við sig 1,9 pró­sentu­stig­i. 

Níu flokkar næðu inn

Líkt og vana­lega þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig þá skreppur Mið­flokk­ur­inn saman milli kann­ana. Hann mæld­ist með 9,1 pró­sent fylgi í nóv­em­ber en nú segj­ast sjö pró­sent kjós­enda styðja Mið­flokk­inn. Það er lægsta fylgi flokks­ins í könn­unum MMR frá því að fyr­ir­tækið hóf að mæla flokk­inn, ef frá eru taldir þeir þrír mán­uðir sem fylgdu í kjöl­far Klaust­urs­máls­ins svo­kall­aða í lok árs 2018 og byrjun árs 2019.

Flokkur fólks­ins hress­ist veru­lega milli mán­aða og mælist nú með 6,2 pró­sent stuðn­ing. Það er mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með hjá MMR í heilt ár. Sós­í­alista­flokkur Íslands bætir sömu­leiðis við sig pró­sentu­stigi milli mán­aða og mælist með fimm pró­sent fylgi. Það myndi lík­ast til duga honum inn á þing og gera það að verkum að fá atkvæði myndu detta niður dauð, en ein­ungis 2,34 pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla að kjósa önnur fram­boð en þau níu sem nefnd eru hér að ofan. 

Könn­unin var fram­kvæmd 26. nóv­em­ber - 3. des­em­ber 2020 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 944 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent