Sjálfstæðisflokkurinn mælist tvisvar sinnum stærri en Samfylkingin

Stærsti flokkur landsins mælist nú yfir kjörfylgi. Hinir tveir flokkarnir sem sitja með honum í ríkisstjórn myndu bíða afhroð ef kosið yrði í dag. Flokkur fólksins er á skriði og Sósíalistaflokkur Íslands næði inn á þing.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, getur verið ánægður með nýjustu könnun MMR.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, getur verið ánægður með nýjustu könnun MMR.
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn bætir vel við sig á milli mánaða í könnun MMR, en fylgi flokksins mælist nú 27,1 prósent. Það er næst mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með á kjörtímabilinu. Eina skiptið sem MMR mældi hann stærri var í mars síðastliðnum, í fyrstu könnun eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Íslandi, þar sem fylgið mældist 27,4 prósent. Yrði þetta niðurstaða kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig næstum tveimur prósentustigum frá kosningunum 2017.

Samfylkingin tapar að sama skapi fylgi milli mánaða og mælist nú með 13,8 prósent fylgi. Það er næstum þremur prósentustigum minna fylgi en hún mældist með fyrir um mánuði og einungis 1,7 prósentustigi yfir því sem flokkurinn fékk upp úr kjörkössunum fyrir rúmum þremur árum. 

Auglýsing
Píratar mælast jafn stór og Samfylking en tapa samt hálfu prósentustigi milli mánaða. Viðreisn bætir við sig frá síðustu könnun og mælist nú með 9,5 prósent stuðning.

Hinir stjórnarflokkarnir tveir, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn, eru ekki í góðri stöðu. Þeir mælast báðir með 7,6 prósent fylgi.Það er 2,3 prósentustigum minna en Framsókn mældist með fyrir mánuði en nánast það sama og í nóvember. Saman hafa flokkarnir tapað 12,4 prósentustigum af fylgi á kjörtímabilinu, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig 1,9 prósentustigi. 

Níu flokkar næðu inn

Líkt og vanalega þegar Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig þá skreppur Miðflokkurinn saman milli kannana. Hann mældist með 9,1 prósent fylgi í nóvember en nú segjast sjö prósent kjósenda styðja Miðflokkinn. Það er lægsta fylgi flokksins í könnunum MMR frá því að fyrirtækið hóf að mæla flokkinn, ef frá eru taldir þeir þrír mánuðir sem fylgdu í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða í lok árs 2018 og byrjun árs 2019.

Flokkur fólksins hressist verulega milli mánaða og mælist nú með 6,2 prósent stuðning. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá MMR í heilt ár. Sósíalistaflokkur Íslands bætir sömuleiðis við sig prósentustigi milli mánaða og mælist með fimm prósent fylgi. Það myndi líkast til duga honum inn á þing og gera það að verkum að fá atkvæði myndu detta niður dauð, en einungis 2,34 prósent aðspurðra sögðust ætla að kjósa önnur framboð en þau níu sem nefnd eru hér að ofan. 

Könnunin var framkvæmd 26. nóvember - 3. desember 2020 og var heildarfjöldi svarenda 944 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent