Þórólfur: Algjört lykilatriði að sem flestir fari í bólusetningu

Enn er ekki komin dagsetning á hvenær bóluefni gegn COVID-19 kemur til landsins og hversu mikið magn kemur í fyrstu sendingum. Sóttvarnalæknir segir að bólusetning verði ekki skylda og verði gjaldfrjáls.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Við þjá­umst öll saman í þeim upp­lýs­inga­skort­i,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir um stöðu á leyf­is­veit­ingum evr­ópsku lyfja­stofn­unar á bólu­efn­unum sem nú er beðið eft­ir. „En það er algjört lyk­il­at­riði að sem flestir fari í bólu­setn­ing­u,“ sagði hann á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Bólu­setja þurfi að  minnsta kosti 60-70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, til að bæla far­ald­ur­inn almenni­lega nið­ur. „Ef við náum því hlut­falli þá munum við enn geta fengið litlar hóp­sýk­ing­ar. Þannig að það er algjör­lega lyk­il­at­riði að sem flestir taki þátt og við munum auð­vitað leggja áherslu á það. En það er erfitt að ræða um það á þess­ari stundu þegar við vitum ekki allar nið­ur­stöður á rann­sóknum á bólu­efn­un­um.“Þórólfur sagði að helgin hefði verið nokkuð góð hvað nýgrein­ingar á COVID-19 varð­ar. Aðeins sjö greindust inn­an­lands í gær og allir voru þeir ein­stak­lingar í sótt­kví. „Þró­unin er jákvæð en það er rétt að minna á að það voru færri sýni tekin um helg­ina en dag­ana á und­an,“ sagði hann að tölur næstu daga myndu skýra betur stöðu far­ald­urs­ins.

Auglýsing„Það er held ég ljóst að þó að þró­unin sé jákvæð þarf lítið að ger­ast svo að við fáum aft­ur­kipp,“ var­aði hann við. „Ég vil þannig áfram hvetja alla sem finna fyrir minnstu ein­kennum að fara í sýna­töku – það er þunga­miðjan í því að sjá hvað er að ger­ast í far­aldr­in­um.“Rað­grein­ingar á veiru­sýnum síð­ustu daga sýna að franska veiran svo­kall­aða, sem kom hingað til lands með frönskum ferða­mönnum í ágúst, er enn sá stofn sem er að grein­ast helst þessa dag­ana. „Við héldum á tíma­bili að hann væri að deyja út en hann virð­ist aftur hafa náð sér á strik,“ sagði Þórólf­ur.Nú­ver­andi tak­mark­anir á sam­komum og starf­semi gilda til og með mið­viku­dags og mun sótt­varna­læknir senda heil­brigð­is­ráð­herra nýjar til­lögur í dag eða á morgun sem þá munu taka gildi á fimmtu­dag, fari ráð­herra að hans ráð­legg­ing­um. Hann sagði að taka þyrfti marga þætti til greina þegar ákvörðun um tak­mark­anir er tek­in. Nýgengi smita inn­an­lands og hversu margir eru að grein­ast utan sótt­kvíar eru t.d. atriði sem taka þarf til greina. Þá verður einnig að taka til­lit til ástands­ins á sjúkra­hús­unum og hvaða stefnu far­ald­ur­inn er að taka erlend­is. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar til­slak­an­ir,“ sagði Þórólfur sem vildi ekki fjalla um mögu­legar til­lögur á þessum tíma­punkti. „Við verðum að virða áfram allar sótt­varna­reglur – við þurfum að vera til­búin að halda lág­stemmda aðventu, jól og ára­mót í ár. Þar sem við þurfum að vera að til­búin að hitta aðeins okkar nán­asta fólk og virða ein­stak­lings­bundnar sótt­varn­ir. Það eru þessi atriði sem hafa skilað okkur góðum árangri og við þurfum áfram að við­hafa til að við­halda árangri.“Hvað varðar sam­komur helg­ar­inn­ar, þar sem sumir komu saman til að skera út laufa­brauð og baka, svo dæmi séu tek­in, sagði Þórólfur að allir yrði að fara var­lega og halda sig innan „sinnar búbblu“ – þ.e. ekki stofna til margra sam­koma með fólki úr ólíkum átt­um.Stytt­ist í bólu­efni en biðin ekki á endaEnn er ekki ljóst hvenær bólu­efni mun koma hingað til lands og hversu mikið magn við munum fá í fyrstu. „Við erum enn að und­ir­búa komu þess og hvernig staðið verður að bólu­setn­ingu þegar þar að kem­ur. Við Vitum ekki hvenær það kemur eða hversu mikið við fáum í hverri send­ingu. Þetta skýrist vænt­an­lega þegar lengra líður á mán­uð­inn.“Hann sagð­ist ekki sjá ástæðu til að bólu­setja fólk sem hefur fengið COVID-19. Hins vegar þurfi það fólk ekki að ótt­ast að bólu­setn­ingin myndi valda frek­ari auka­verk­un­um. Spurður hvort að fólk sem grunar að það hafi fengið sjúk­dóm­inn ætti að fara í mótefna­mæl­ingu áður en að bólu­setn­ingu kemur segir Þórólfur það koma sterk­lega til greina. Það sé þó undir hverjum og einum kom­ið.Þórólfur ítrek­aði að bólu­setn­ing verður ekki skylda og að hún verði gjald­frjáls.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent