Þórólfur: Algjört lykilatriði að sem flestir fari í bólusetningu

Enn er ekki komin dagsetning á hvenær bóluefni gegn COVID-19 kemur til landsins og hversu mikið magn kemur í fyrstu sendingum. Sóttvarnalæknir segir að bólusetning verði ekki skylda og verði gjaldfrjáls.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Við þjá­umst öll saman í þeim upp­lýs­inga­skort­i,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir um stöðu á leyf­is­veit­ingum evr­ópsku lyfja­stofn­unar á bólu­efn­unum sem nú er beðið eft­ir. „En það er algjört lyk­il­at­riði að sem flestir fari í bólu­setn­ing­u,“ sagði hann á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Bólu­setja þurfi að  minnsta kosti 60-70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, til að bæla far­ald­ur­inn almenni­lega nið­ur. „Ef við náum því hlut­falli þá munum við enn geta fengið litlar hóp­sýk­ing­ar. Þannig að það er algjör­lega lyk­il­at­riði að sem flestir taki þátt og við munum auð­vitað leggja áherslu á það. En það er erfitt að ræða um það á þess­ari stundu þegar við vitum ekki allar nið­ur­stöður á rann­sóknum á bólu­efn­un­um.“Þórólfur sagði að helgin hefði verið nokkuð góð hvað nýgrein­ingar á COVID-19 varð­ar. Aðeins sjö greindust inn­an­lands í gær og allir voru þeir ein­stak­lingar í sótt­kví. „Þró­unin er jákvæð en það er rétt að minna á að það voru færri sýni tekin um helg­ina en dag­ana á und­an,“ sagði hann að tölur næstu daga myndu skýra betur stöðu far­ald­urs­ins.

Auglýsing„Það er held ég ljóst að þó að þró­unin sé jákvæð þarf lítið að ger­ast svo að við fáum aft­ur­kipp,“ var­aði hann við. „Ég vil þannig áfram hvetja alla sem finna fyrir minnstu ein­kennum að fara í sýna­töku – það er þunga­miðjan í því að sjá hvað er að ger­ast í far­aldr­in­um.“Rað­grein­ingar á veiru­sýnum síð­ustu daga sýna að franska veiran svo­kall­aða, sem kom hingað til lands með frönskum ferða­mönnum í ágúst, er enn sá stofn sem er að grein­ast helst þessa dag­ana. „Við héldum á tíma­bili að hann væri að deyja út en hann virð­ist aftur hafa náð sér á strik,“ sagði Þórólf­ur.Nú­ver­andi tak­mark­anir á sam­komum og starf­semi gilda til og með mið­viku­dags og mun sótt­varna­læknir senda heil­brigð­is­ráð­herra nýjar til­lögur í dag eða á morgun sem þá munu taka gildi á fimmtu­dag, fari ráð­herra að hans ráð­legg­ing­um. Hann sagði að taka þyrfti marga þætti til greina þegar ákvörðun um tak­mark­anir er tek­in. Nýgengi smita inn­an­lands og hversu margir eru að grein­ast utan sótt­kvíar eru t.d. atriði sem taka þarf til greina. Þá verður einnig að taka til­lit til ástands­ins á sjúkra­hús­unum og hvaða stefnu far­ald­ur­inn er að taka erlend­is. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar til­slak­an­ir,“ sagði Þórólfur sem vildi ekki fjalla um mögu­legar til­lögur á þessum tíma­punkti. „Við verðum að virða áfram allar sótt­varna­reglur – við þurfum að vera til­búin að halda lág­stemmda aðventu, jól og ára­mót í ár. Þar sem við þurfum að vera að til­búin að hitta aðeins okkar nán­asta fólk og virða ein­stak­lings­bundnar sótt­varn­ir. Það eru þessi atriði sem hafa skilað okkur góðum árangri og við þurfum áfram að við­hafa til að við­halda árangri.“Hvað varðar sam­komur helg­ar­inn­ar, þar sem sumir komu saman til að skera út laufa­brauð og baka, svo dæmi séu tek­in, sagði Þórólfur að allir yrði að fara var­lega og halda sig innan „sinnar búbblu“ – þ.e. ekki stofna til margra sam­koma með fólki úr ólíkum átt­um.Stytt­ist í bólu­efni en biðin ekki á endaEnn er ekki ljóst hvenær bólu­efni mun koma hingað til lands og hversu mikið magn við munum fá í fyrstu. „Við erum enn að und­ir­búa komu þess og hvernig staðið verður að bólu­setn­ingu þegar þar að kem­ur. Við Vitum ekki hvenær það kemur eða hversu mikið við fáum í hverri send­ingu. Þetta skýrist vænt­an­lega þegar lengra líður á mán­uð­inn.“Hann sagð­ist ekki sjá ástæðu til að bólu­setja fólk sem hefur fengið COVID-19. Hins vegar þurfi það fólk ekki að ótt­ast að bólu­setn­ingin myndi valda frek­ari auka­verk­un­um. Spurður hvort að fólk sem grunar að það hafi fengið sjúk­dóm­inn ætti að fara í mótefna­mæl­ingu áður en að bólu­setn­ingu kemur segir Þórólfur það koma sterk­lega til greina. Það sé þó undir hverjum og einum kom­ið.Þórólfur ítrek­aði að bólu­setn­ing verður ekki skylda og að hún verði gjald­frjáls.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent