Bóluefnið á leið til breskra sjúkrahúsa

Heimsbyggðin mun fylgjast grannt með þegar allsherjar bólusetning bresku þjóðarinnar hefst á þriðjudag. Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn COVID-19 eru á leið til fimmtíu breskra sjúkrahúsa.

Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer og BioNtech hafa verið framleiddir á rannsóknarstofu í Belgíu.
Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer og BioNtech hafa verið framleiddir á rannsóknarstofu í Belgíu.
Auglýsing

Bólu­efni banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfizer og þýska líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins BioNTech var flutt í frysti­gámum til sjúkra­húsa víðs vegar um Bret­land í dag. Tveir dagar eru þangað til að umfangs­mesta bólu­setn­ing Breta hefst. Heims­byggðin fylgist náið með því um er að ræða fyrstu almennu bólu­setn­ing­una gegn COVID-19 á heims­vís­u.  Um 800 þús­und skammtar af bólu­efn­inu verða til taks þegar bólu­setn­ingin hefst á fimm­tíu heil­brigð­is­stofn­unum í Englandi, Skotlandi, Wales og Norð­ur­-Ír­land­i á þriðju­dag. „Þrátt fyrir margar flækjur munu sjúkra­hús hefja fyrsta áfanga stærstu bólu­setn­ing­ar­her­ferðar í sögu lands­ins á þeim deg­i,“ hefur AP-frétta­stofan eftir Stephen Powis, for­stjóra ensku rík­is­sjúkra­hús­anna, NHS.  Bret­land varð í síð­ustu viku fyrsta ríkið í heim­inum til að heim­ila bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfiz­er-BioNtech. Próf­anir á efn­inu þykja sýna að það veiti allt að 95 pró­sentum fólks vörn gegn því að sýkj­ast af kór­ónu­veirunni.AuglýsingStjórn­völd og heil­brigð­is­yf­ir­völd víða um heim munu fylgj­ast náið með gangi mála og reyna að læra af reynslu Breta, bæði því sem vel tekst og því sem aflaga mun fara.Breska lyfja­stofn­unin er einnig að yfir­fara umsókn lyfja­fram­leið­end­anna Boderna og Astra Zeneca sem segj­ast líka til­búnir með sín bólu­efni.Dauðs­föll af völdum COVID-19 eru komin yfir 61 þús­und í Bret­landi.­Sjúk­lingar sem eru átt­ræðir eða eldri og þurfa að sækja sér þjón­ustu göngu­deilda verða meðal þeirra fyrstu sem fá bólu­efnið í Bret­landi. Einnig munu þeir sem eru að útskrif­ast af sjúkra­húsi verða í for­gangs­hópi.Þá munu sjúkra­hús almennt byrja á því að bjóða fólki sem er eldra en átt­rætt að fá bólu­setn­ingu sem og starfs­fólki á öldr­un­ar­heim­il­um.Tvo skammta af bólu­efni Pfizer þarf til að ná ónæmi og þrjár vikur þurfa að líða á milli spraut­anna.Bresk stjórn­völd hafa tryggt sér með samn­ingum 40 millj­ónir skammta af bólu­efni Pfiz­er-BioNtech sem duga þá til að bólu­setja 20 millj­ónir manna. Í frétt AP kemur fram að aðeins sextán ára og eldri verði bólu­settir og því þarf að bólu­setja um 55 millj­ónir fólks í land­inu.

Frá Belgíu til Bret­landsBólu­efnið er fram­leidd í Belgíu og var flutt þaðan til Bret­lands. Sér­fræð­ingar munu þurfa að rann­saka farm­inn þegar hann er kom­inn á leið­ar­enda til að ganga úr skugga um að bólu­efnið hafi ekki spillst en það þarf að geyma í yfir 70 stiga frosti.Þegar kemur að því að nota efnið þarf fyrst að þýða það í nokkrar klukku­stundir áður en því er sprautað í fólk. Sér­stökum bólu­setn­ing­ar­stöðvum verður komið upp, m.a. í ráð­stefnu- og íþrótta­húsum til að anna eft­ir­spurn eftir bólu­efni þegar búið verður að fram­leiða meira magni af því og dreifa.

Sýnataka mun fara fram í sérútbúnum sjúkrabílum við sjúkrahús í Bretlandi áður en að bólusetningu kemur. Mynd: EPAÞegar fram líða stundir munu heilsu­gæslu­stöðvar og stofur heim­il­is­lækna einnig fá bólu­efnið til að gefa skjól­stæð­ingum sín­um. Þá munu apó­tek einnig geta bólu­sett fólk, rétt eins og þau bjóða upp á inflú­ensu­bólu­setn­ingar á hverju ári.Von­ast er til að bólu­setn­ing muni hefj­ast í Banda­ríkj­unum í þessum mán­uði. Rússar hafa þegar hafið bólu­setn­ingar með bólu­efni sínu Sputnik V. Það efni var aðeins prófað á fáum ein­stak­ling­um, segir í frétt AP.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent