Bóluefnið á leið til breskra sjúkrahúsa

Heimsbyggðin mun fylgjast grannt með þegar allsherjar bólusetning bresku þjóðarinnar hefst á þriðjudag. Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn COVID-19 eru á leið til fimmtíu breskra sjúkrahúsa.

Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer og BioNtech hafa verið framleiddir á rannsóknarstofu í Belgíu.
Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer og BioNtech hafa verið framleiddir á rannsóknarstofu í Belgíu.
Auglýsing

Bólu­efni banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfizer og þýska líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins BioNTech var flutt í frysti­gámum til sjúkra­húsa víðs vegar um Bret­land í dag. Tveir dagar eru þangað til að umfangs­mesta bólu­setn­ing Breta hefst. Heims­byggðin fylgist náið með því um er að ræða fyrstu almennu bólu­setn­ing­una gegn COVID-19 á heims­vís­u.  Um 800 þús­und skammtar af bólu­efn­inu verða til taks þegar bólu­setn­ingin hefst á fimm­tíu heil­brigð­is­stofn­unum í Englandi, Skotlandi, Wales og Norð­ur­-Ír­land­i á þriðju­dag. „Þrátt fyrir margar flækjur munu sjúkra­hús hefja fyrsta áfanga stærstu bólu­setn­ing­ar­her­ferðar í sögu lands­ins á þeim deg­i,“ hefur AP-frétta­stofan eftir Stephen Powis, for­stjóra ensku rík­is­sjúkra­hús­anna, NHS.  Bret­land varð í síð­ustu viku fyrsta ríkið í heim­inum til að heim­ila bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfiz­er-BioNtech. Próf­anir á efn­inu þykja sýna að það veiti allt að 95 pró­sentum fólks vörn gegn því að sýkj­ast af kór­ónu­veirunni.AuglýsingStjórn­völd og heil­brigð­is­yf­ir­völd víða um heim munu fylgj­ast náið með gangi mála og reyna að læra af reynslu Breta, bæði því sem vel tekst og því sem aflaga mun fara.Breska lyfja­stofn­unin er einnig að yfir­fara umsókn lyfja­fram­leið­end­anna Boderna og Astra Zeneca sem segj­ast líka til­búnir með sín bólu­efni.Dauðs­föll af völdum COVID-19 eru komin yfir 61 þús­und í Bret­landi.­Sjúk­lingar sem eru átt­ræðir eða eldri og þurfa að sækja sér þjón­ustu göngu­deilda verða meðal þeirra fyrstu sem fá bólu­efnið í Bret­landi. Einnig munu þeir sem eru að útskrif­ast af sjúkra­húsi verða í for­gangs­hópi.Þá munu sjúkra­hús almennt byrja á því að bjóða fólki sem er eldra en átt­rætt að fá bólu­setn­ingu sem og starfs­fólki á öldr­un­ar­heim­il­um.Tvo skammta af bólu­efni Pfizer þarf til að ná ónæmi og þrjár vikur þurfa að líða á milli spraut­anna.Bresk stjórn­völd hafa tryggt sér með samn­ingum 40 millj­ónir skammta af bólu­efni Pfiz­er-BioNtech sem duga þá til að bólu­setja 20 millj­ónir manna. Í frétt AP kemur fram að aðeins sextán ára og eldri verði bólu­settir og því þarf að bólu­setja um 55 millj­ónir fólks í land­inu.

Frá Belgíu til Bret­landsBólu­efnið er fram­leidd í Belgíu og var flutt þaðan til Bret­lands. Sér­fræð­ingar munu þurfa að rann­saka farm­inn þegar hann er kom­inn á leið­ar­enda til að ganga úr skugga um að bólu­efnið hafi ekki spillst en það þarf að geyma í yfir 70 stiga frosti.Þegar kemur að því að nota efnið þarf fyrst að þýða það í nokkrar klukku­stundir áður en því er sprautað í fólk. Sér­stökum bólu­setn­ing­ar­stöðvum verður komið upp, m.a. í ráð­stefnu- og íþrótta­húsum til að anna eft­ir­spurn eftir bólu­efni þegar búið verður að fram­leiða meira magni af því og dreifa.

Sýnataka mun fara fram í sérútbúnum sjúkrabílum við sjúkrahús í Bretlandi áður en að bólusetningu kemur. Mynd: EPAÞegar fram líða stundir munu heilsu­gæslu­stöðvar og stofur heim­il­is­lækna einnig fá bólu­efnið til að gefa skjól­stæð­ingum sín­um. Þá munu apó­tek einnig geta bólu­sett fólk, rétt eins og þau bjóða upp á inflú­ensu­bólu­setn­ingar á hverju ári.Von­ast er til að bólu­setn­ing muni hefj­ast í Banda­ríkj­unum í þessum mán­uði. Rússar hafa þegar hafið bólu­setn­ingar með bólu­efni sínu Sputnik V. Það efni var aðeins prófað á fáum ein­stak­ling­um, segir í frétt AP.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent