Bóluefnið á leið til breskra sjúkrahúsa

Heimsbyggðin mun fylgjast grannt með þegar allsherjar bólusetning bresku þjóðarinnar hefst á þriðjudag. Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn COVID-19 eru á leið til fimmtíu breskra sjúkrahúsa.

Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer og BioNtech hafa verið framleiddir á rannsóknarstofu í Belgíu.
Fyrstu skammtarnir af bóluefni Pfizer og BioNtech hafa verið framleiddir á rannsóknarstofu í Belgíu.
Auglýsing

Bólu­efni banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfizer og þýska líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins BioNTech var flutt í frysti­gámum til sjúkra­húsa víðs vegar um Bret­land í dag. Tveir dagar eru þangað til að umfangs­mesta bólu­setn­ing Breta hefst. Heims­byggðin fylgist náið með því um er að ræða fyrstu almennu bólu­setn­ing­una gegn COVID-19 á heims­vís­u.  Um 800 þús­und skammtar af bólu­efn­inu verða til taks þegar bólu­setn­ingin hefst á fimm­tíu heil­brigð­is­stofn­unum í Englandi, Skotlandi, Wales og Norð­ur­-Ír­land­i á þriðju­dag. „Þrátt fyrir margar flækjur munu sjúkra­hús hefja fyrsta áfanga stærstu bólu­setn­ing­ar­her­ferðar í sögu lands­ins á þeim deg­i,“ hefur AP-frétta­stofan eftir Stephen Powis, for­stjóra ensku rík­is­sjúkra­hús­anna, NHS.  Bret­land varð í síð­ustu viku fyrsta ríkið í heim­inum til að heim­ila bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfiz­er-BioNtech. Próf­anir á efn­inu þykja sýna að það veiti allt að 95 pró­sentum fólks vörn gegn því að sýkj­ast af kór­ónu­veirunni.AuglýsingStjórn­völd og heil­brigð­is­yf­ir­völd víða um heim munu fylgj­ast náið með gangi mála og reyna að læra af reynslu Breta, bæði því sem vel tekst og því sem aflaga mun fara.Breska lyfja­stofn­unin er einnig að yfir­fara umsókn lyfja­fram­leið­end­anna Boderna og Astra Zeneca sem segj­ast líka til­búnir með sín bólu­efni.Dauðs­föll af völdum COVID-19 eru komin yfir 61 þús­und í Bret­landi.­Sjúk­lingar sem eru átt­ræðir eða eldri og þurfa að sækja sér þjón­ustu göngu­deilda verða meðal þeirra fyrstu sem fá bólu­efnið í Bret­landi. Einnig munu þeir sem eru að útskrif­ast af sjúkra­húsi verða í for­gangs­hópi.Þá munu sjúkra­hús almennt byrja á því að bjóða fólki sem er eldra en átt­rætt að fá bólu­setn­ingu sem og starfs­fólki á öldr­un­ar­heim­il­um.Tvo skammta af bólu­efni Pfizer þarf til að ná ónæmi og þrjár vikur þurfa að líða á milli spraut­anna.Bresk stjórn­völd hafa tryggt sér með samn­ingum 40 millj­ónir skammta af bólu­efni Pfiz­er-BioNtech sem duga þá til að bólu­setja 20 millj­ónir manna. Í frétt AP kemur fram að aðeins sextán ára og eldri verði bólu­settir og því þarf að bólu­setja um 55 millj­ónir fólks í land­inu.

Frá Belgíu til Bret­landsBólu­efnið er fram­leidd í Belgíu og var flutt þaðan til Bret­lands. Sér­fræð­ingar munu þurfa að rann­saka farm­inn þegar hann er kom­inn á leið­ar­enda til að ganga úr skugga um að bólu­efnið hafi ekki spillst en það þarf að geyma í yfir 70 stiga frosti.Þegar kemur að því að nota efnið þarf fyrst að þýða það í nokkrar klukku­stundir áður en því er sprautað í fólk. Sér­stökum bólu­setn­ing­ar­stöðvum verður komið upp, m.a. í ráð­stefnu- og íþrótta­húsum til að anna eft­ir­spurn eftir bólu­efni þegar búið verður að fram­leiða meira magni af því og dreifa.

Sýnataka mun fara fram í sérútbúnum sjúkrabílum við sjúkrahús í Bretlandi áður en að bólusetningu kemur. Mynd: EPAÞegar fram líða stundir munu heilsu­gæslu­stöðvar og stofur heim­il­is­lækna einnig fá bólu­efnið til að gefa skjól­stæð­ingum sín­um. Þá munu apó­tek einnig geta bólu­sett fólk, rétt eins og þau bjóða upp á inflú­ensu­bólu­setn­ingar á hverju ári.Von­ast er til að bólu­setn­ing muni hefj­ast í Banda­ríkj­unum í þessum mán­uði. Rússar hafa þegar hafið bólu­setn­ingar með bólu­efni sínu Sputnik V. Það efni var aðeins prófað á fáum ein­stak­ling­um, segir í frétt AP.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent