Þegar bóluefnið lendir mun enn þurfa að sannfæra marga

Breskir ráðamenn stíga nú fram og segjast tilbúnir að láta bólusetja sig í beinni útsendingu til að auka tiltrú á bóluefnum. Ný dönsk samanburðarrannsókn sýnir mismikinn bólusetningarvilja á milli ríkja og að traust í garð yfirvalda ráði miklu þar um.

Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Bóluefni Pfizer og BioNTech fer í dreifingu í Bretlandi í næstu viku. Risastór áfangi. En munu nægilega margir vilja láta bólusetja sig?
Auglýsing

Þær óvæntu fregnir bár­ust frá Bret­landi í gær að heim­ild hefði verið veitt til þess að byrja að sprauta fyrstu skömmt­unum af bólu­efn­inu frá Pfizer og BioNTech í fólk. Ráða­menn lýstu því yfir að bólu­setn­ingar for­gangs­hópa gætu haf­ist strax í næstu viku.

Bret­land verður því að lík­indum fyrsta landið á Vest­ur­löndum sem byrjar að gefa þegnum sínum bólu­efni gegn kór­ónu­veirunn­i. Lyfja­stofnun Evr­ópu hefur gefið út að nið­ur­stöðu varð­andi bólu­efni Pfizer sé að vænta fyrir lok árs, en bólu­setn­ingar á Íslandi eru háðar sam­þykki það­an, enda Ísland í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu varð­andi kaup og dreif­ingu bólu­efna.

Það virð­ist bjart­ara framundan í glímunni við veiruna vegna þeirra fregna sem hafa borist af bólu­efna­þróun und­an­farnar vik­ur, en þó gæti van­traust almenn­ings gagn­vart bólu­efnum reynst mikil þraut. Nýlegar rann­sóknir hafa sýnt fram á að þjóðir heims eru afar mis­mót­tæki­legar fyrir því að láta bólu­setja sig gegn COVID-19.

sam­an­burð­ar­rann­sókn sem unnin var við Árósa­há­skóla í Dan­mörku sýnir að um 79 pró­sent Dana myndu nær örugg­lega eða vafa­laust þiggja bólu­efni gegn COVID-19 yrði þeim boðið það, en sam­an­burður rann­sak­enda við önnur vest­ræn ríki varpar þó ljósi á að vilj­inn er ekki alls staðar svona mik­ill.

Auglýsing

Nið­ur­stöður dönsku rann­sókn­ar­inn­ar, sem rétt er að taka fram að eru alveg glæ­nýjar og hafa ekki enn verið rit­rýnd­ar, sýna fram á að hlut­fall þeirra sem segj­ast ekki vilj­ugir til þess að þiggja bólu­setn­ingu er víð­ast hvar yfir 10 pró­sent og sum­staðar tölu­vert hærra.

Ónægur vilji til að hægt væri að ná hjarð­ó­næmi í sumum ríkjum

Spurn­ingin sem lögð var fyrir þátt­tak­endur í þess­ari rann­sókn til þess að mæla vilja þeirra til bólu­setn­ingar var eft­ir­far­andi: „Ef heil­brigð­is­yf­ir­völd ráð­leggja fólki eins og mér að þiggja sam­þykkt bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni, mun ég fara að þeirra ráð­um.“ 

Fólk gat svo valið um hvort það væri sam­mála eða ósam­mála þess­ari full­yrð­ingu, á skal­anum 1-5, þar sem 1 þýddi mjög ósam­mála og 5 þýddi mjög sam­mála. 

Í ljós kom að ein­ungis um 38 pró­sent Ung­verja gáfu til kynna vilja til þess að láta bólu­setja sig gegn COVID-19, 41 pró­sent Frakka og 48,5 pró­sent Banda­ríkja­manna.

Hlut­fallið slef­aði síðan yfir 50 pró­sent í Sví­þjóð og var 54 pró­sent í bæði Þýska­landi og á Ítal­íu. Í Bret­landi var hlut­fallið 65 pró­sent, sam­kvæmt dönsku rann­sókn­inni, sem not­að­ist við sam­ræmdar spurn­inga­listak­ann­anir í þessum átta lönd­um. Kann­an­irnar voru fram­kvæmdar á tíma­bil­inu frá sept­em­ber og fram í nóv­em­ber.

Danir voru viljugastir til þess að láta bólusetja sig af þeim átta þjóðum sem voru til skoðunar í samanburðarrannsókninni.

Það verk­efni virð­ist því bíða yfir­valda víða að reyna að auka traust þeirra sem í dag eru með efa­semdir um bólu­efni og fá þau inn í þann hóp sem seg­ist næstum viss eða alveg viss um að vilja láta bólu­setja sig gagn­vart COVID-19, verði mælt með því. 

Hlut­fall ónæmra þar enda að vera tölu­vert hærra en það hlut­fall sem seg­ist vilja láta bólu­setja sig í þessum löndum til að hjarð­ó­næmi mynd­ist og veiran hætti að valda ama. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur bent á að um 60 pró­sent íbúa á Íslandi þyrftu að vera ónæmir fyrir veirunni til að hjarð­ó­næmi næð­ist. Það að ein­ungis rúm 40 pró­sent Frakka seg­ist vera til­búin að láta bólu­setja sig er því vanda­mál.

Bólu­setn­ingar í beinni?

Matt Hancock, heil­brigð­is­ráð­herra Bret­lands, mætti í við­tal í morg­un­þátt­inn Good Morn­ing Britain til þeirra Piers Morgan og Sus­anne Reid í gær­morg­un, skömmu eftir frétt­irnar af sam­þykki Pfiz­er-­bólu­efn­is­ins í Bret­landi höfðu borist fólki til vit­und­ar.

Í við­tal­inu spurði Piers Morgan, sem er einn þekkt­asti sjón­varps­maður Breta, heil­brigð­is­ráð­herr­ann að því hvort hann væri reiðu­bú­inn að láta bólu­setja sig í beinni útsend­ingu í þætt­inum í næstu viku. Þótt­ist Morgan þess full­viss að bólu­setn­ing heil­brigð­is­ráð­herr­ans í beinni myndi hafa „mikil áhrif“ og senda rétt skila­boð út í sam­fé­lag­ið.

„Við þyrftum að fá þetta sam­þykkt, því það er auð­vitað for­gangs­raðað eftir lækn­is­fræði­legri þörf og sem betur fer ert þú sem heil­brigður mið­aldra maður ekki efstur á lista. En ef við fáum þetta sam­þykkt og fólki finnst þetta ásætt­an­legt þá er ég til í þetta. [...] Ef það getur sann­fært ein­hvern annan um að sann­færa ein­hveja um þeir ættu að láta bólu­setja sig þá tel ég það þess virð­i,“ sagði heil­brigð­is­ráð­herr­ann.Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands og leið­togi Skoska þjóð­ar­flokks­ins, sagði einnig frá því á blaða­manna­fundi í gær að hún væri til í að láta bólu­setja sig í sjón­varps­út­send­ingu, ef talið væri að það myndi fá fleiri til að und­ir­gang­ast bólu­setn­ingu. Blaða­full­trúi Boris John­sons for­sæt­is­ráð­herra steig einnig fram í þess­ari umræðu í Bret­landi í gær og lét hafa eftir sér að ekki væri ekki úti­lokað að Boris væri til í að láta bólu­setja sig í sjón­varp­inu.

Það hljómar kannski und­ar­lega að þetta sé í umræð­unni í Bret­landi nú, en spurn­ing er hvort nán­asta fram­tíð hér á landi beri það í skauti sér að lands­þekkt fólk úr fram­lín­unni eins og Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra eða Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir muni mæta til Gísla Mart­eins eitt­hvert föstu­dags­kvöldið og láta bólu­setja sig í beinni, til þess að auka til­trú þjóð­ar­inn­ar. 

Traust er nefni­lega lyk­il­at­riði þegar kemur að því hvort fólk vilji láta bólu­setja sig eður ei.

Nið­ur­stöður dönsku rann­sókn­ar­innar gefa til kynna að hjá þeim sem skorti vilja til þess að láta bólu­setja sig gegn COVID-19 séu þrír þættir helst ein­kenn­andi; lítið traust til yfir­valda, trú á sam­sær­is­kenn­ingar og litlar áhyggjur af sjúk­dómnum sjálf­um. Þetta eru meg­in­stef­in, þrátt fyrir að ein­hverjar breytur hafi mis­mikið vægi á milli landa. 

Hvað með Ísland?

Ísland kemur vel út þegar horft er til þess­ara þriggja þátta sem danska rann­sóknin dregur fram. Hér á landi hefur traust til heil­brigð­is­yf­ir­valda verið í hæstu hæðum nær allt frá því að veiran fór að láta á sér kræla, trú á sam­sær­is­kenn­ingar er lítt útbreidd og ein­ungis lít­ill hluti almenn­ings telur of mikið gert úr heilsu­fars­legum afleið­ingum veirunn­ar.

Traust á yfirvöldum er lykilþáttur þegar kemur að bólusetningarvilja, samkvæmt dönsku rannsókninni. Íslendingar hafa treyst þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu vel í þessum faraldri. Mynd: Almannavarnir.

Þetta, auk þess að að rann­sóknir und­an­far­innar ára hafa sýnt fram á að nær allir hér á landi hafi trú að bólu­setn­ingar séu áhrifa­ríkar til að koma í veg fyrir sjúk­dóma, sýnir að ef til vill verður lítil þörf á því að ráð­herrar eða læknar láti bólu­setja sig í beinni hjá Gísla Mart­eini, svo að við hin öðl­umst trú og traust.

Þó kom fram í rann­sókn sem alþjóð­lega fyr­ir­tækið Wellcome Trust lét gera árið 2018 að um 40 pró­sent aðspurðra Íslend­inga væru í ein­hverjum vafa um öryggi bólu­efna. Sótt­varna­læknir sagði við það tæki­færi, í til­kynn­ingu á vef land­lækn­is, að þörf væri á betri upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings um öryggi bólu­efna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar