Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19

Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.

Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Auglýsing

Í sam­an­burði við margar stór­þjóðir treysta Íslend­ingar fjöl­miðlum vel fyrir því að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og COVID-19, sam­kvæmt könn­unum sem Mask­ína fram­kvæmdi fyrir vinnu­hóp þjóðar­ör­ygg­is­ráðs um upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19. Þetta kemur fram í skýrslu sem vinnu­hóp­ur­inn, sem skip­aður var í apr­íl, birti síð­degis í dag.

Yfir 82 pró­sent aðspurðra í tveimur könn­unum sem fram­kvæmdar voru í júní og ágúst sögð­ust treysta inn­lendum fjöl­miðlum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn COVID-19, en í könnun sem Reuters Institute við Oxfor­d-há­skóla í Bret­landi gerði mæld­ist traust til fjöl­miðla 60 pró­sent í Bret­landi, 52 pró­sent í Banda­ríkj­un­um, 58 pró­sent í Þýska­landi, 51 pró­sent á Spáni, 67 pró­sent í Suð­ur­-Kóreu og 63 pró­sent í Argent­ínu.

Íslend­ingar telja sig líka vel upp­lýsta um veiruna og sjúk­dóm­inn sem hún veld­ur, en um og yfir 80 pró­sent sögð­ust telja sig vel upp­lýsta í könn­unum Mask­ínu, en í sam­an­burði sögð­ust 58 pró­sent Banda­ríkja­manna vera vel upp­lýstir um kór­ónu­veiruna í könnum sem Gallup fram­kvæmdi þar í landi. Þó ber að hafa í huga við þann sam­an­burð að banda­ríska könn­unin var gerð í apríl og þá var veiran búin að vera á flugi í styttri tíma en þegar þetta var kannað hér á landi.

Gríð­ar­legt traust til þrí­eyk­is­ins og ann­arra við­bragðs­að­ila

Traust til sér­fróðra aðila, þrí­eyk­is­ins og inn­lendra við­bragðs­að­ila gnæfir þó yfir allt í könn­unum Mask­ínu, en á bil­inu 94-96 pró­sent aðspurðra sögð­ust treysta Þórólfi sótt­varna­lækni, Ölmu land­lækni og Víði yfir­lög­reglu­þjóni og öðrum inn­lendum við­bragðs­að­ilum eins og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, emb­ætti land­læknis og Land­spít­ala fyrir miðlun áreið­an­legra upp­lýs­inga um veiruna.Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.

Um 80 pró­sent sögð­ust treysta upp­lýs­ingum frá alþjóða­stofn­unum á borð við Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ina (WHO), rúm 77 pró­sent sögð­ust treysta Vís­inda­vef Háskóla Íslands (sem hefur einmitt verið í sér­stöku sam­starfi við upp­lýs­inga­óreiðu­hóp Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs um miðlun upp­lýs­inga um COVID-19) á meðan að á bil­inu 64-68 pró­sent segja treysta rík­is­stjórn­inni fyrir miðlun áreið­an­legra upp­lýs­inga um veiruna.

Auglýsing

Lít­ill hluti sagð­ist treysta ein­staka stjórn­mála­mönnum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um veiruna, eða 15,5 pró­sent í könnun Mask­ínu í júní og tæp 20 pró­sent í könn­un­inni í ágúst, en þá var meira um smit í sam­fé­lag­inu. Enn færri sögð­ust treysta sam­fé­lags­miðlum fyrir því að veita sér áreið­an­legar upp­lýs­ingar um veiruna, eða á milli 9 og 10 pró­sent. Svo treysti nán­ast ekki nokkur maður ókunn­ugu fólki, eða á bil­inu 2-4 pró­sent.

Minni­hluti upp­lifir að hafa séð mikið af rang­indum um veiruna

Rösk­lega fjórð­ungur aðspurðra í könn­unum Mask­ínu sagð­ist hafa séð mjög mikið eða fremur mikið magn rangra upp­lýs­inga um veiruna þegar spurt var um það í könn­unum tveim­ur.

Flest­ir, eða sam­tals um og yfir 60 pró­sent aðspurðra, sögð­ust hafa séð fremur lítið eða „í með­al­lagi“ mikið magn af röngum upp­lýs­ing­um, en ein­ungis 6-9 pró­sent sögð­ust hafa séð mjög lítið eða ekk­ert af röngum eða mis­vísandi upp­lýs­ingum um veiruna. Flestir Íslendingar leita til hefðbundinna innlendra fjölmiðla eftir upplýsingum um veiruna. Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.Í íslensku könn­un­unum mæld­ist traust á sam­fé­lags­miðlum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn lítið sem áður segir og miðað við nokkur erlend ríki sem tóku þátt í könnun Reuters Institute er það lítið til hér á land­i.  Sú könnun var gerð í mars og apríl og sögð­ust þá 14 pró­sent svar­enda í Bret­landi treysta sam­fé­lags­miðl­um, 25 pró­sent í Banda­ríkj­un­um, 15 pró­sent í Þýska­landi, 23 pró­sent á Spáni, 40 pró­sent í Suð­ur­-Kóreu og 40 pró­sent í Argent­ínu.

„Miðað við þessar tölur virð­ast íslenskir svar­endur treysta inn­lendum fjöl­miðlum vel til að miðla upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn COVID-19 en treysta sam­fé­lags­miðlum mun síður til þess og eru töl­urnar um traust til sam­fé­lags­miðla lægri á Íslandi en í ríkj­unum sex sem tóku þátt í könnun Reuters Institute við Oxfor­d-há­skóla,“ segir í skýrslu vinnu­hóps­ins.

Beina ábend­ingum til stjórn­valda

Vinnu­hóp­ur­inn, sem skip­aður var í apr­íl, kemur með ábend­ingar til stjórn­valda í skýrslu sinni og lúta þær meðal ann­ars að mik­il­vægi tím­an­legrar og áreið­an­legrar upp­lýs­inga­miðl­unar af hálfa stjórn­valda, að starfs­reglur tækni­fyr­ir­tækja sem mið­ast við að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu nái einnig til starf­semi þeirra hér á landi, að sett verði sam­ræmd stefna um miðla­læsi sem nær til allra hópa sam­fé­lags­ins, að byggja þurfi upp þekk­ingu og auka sam­starf um grein­ingu á mis­notk­un­ar­tækni í sam­fé­lags- eða fjöl­miðla­um­ræðu og að gerðar verði reglu­legar kann­anir af því tagi sem vinnu­hóp­ur­inn stóð fyrir á meðan COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir.

Vinnu­hóp­inn skip­uðu þau: Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, Kjartan Hreinn Njáls­son frá emb­ætti land­lækn­is, Jón Gunnar Ólafs­son, doktor í fjöl­miðla­fræði, Anna Lísa Björns­dóttir sam­skipta­miðla­fræð­ing­ur, Guð­rún Hálf­dán­ar­dóttir blaða­mað­ur, Þor­geir Ólafs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, Sig­urður Emil Páls­son frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, María Mjöll Jóns­dóttir og Ólöf Hrefna Krist­jáns­dóttir frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, leiddi starf hóps­ins.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent