Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19

Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.

Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Auglýsing

Í sam­an­burði við margar stór­þjóðir treysta Íslend­ingar fjöl­miðlum vel fyrir því að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og COVID-19, sam­kvæmt könn­unum sem Mask­ína fram­kvæmdi fyrir vinnu­hóp þjóðar­ör­ygg­is­ráðs um upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19. Þetta kemur fram í skýrslu sem vinnu­hóp­ur­inn, sem skip­aður var í apr­íl, birti síð­degis í dag.

Yfir 82 pró­sent aðspurðra í tveimur könn­unum sem fram­kvæmdar voru í júní og ágúst sögð­ust treysta inn­lendum fjöl­miðlum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn COVID-19, en í könnun sem Reuters Institute við Oxfor­d-há­skóla í Bret­landi gerði mæld­ist traust til fjöl­miðla 60 pró­sent í Bret­landi, 52 pró­sent í Banda­ríkj­un­um, 58 pró­sent í Þýska­landi, 51 pró­sent á Spáni, 67 pró­sent í Suð­ur­-Kóreu og 63 pró­sent í Argent­ínu.

Íslend­ingar telja sig líka vel upp­lýsta um veiruna og sjúk­dóm­inn sem hún veld­ur, en um og yfir 80 pró­sent sögð­ust telja sig vel upp­lýsta í könn­unum Mask­ínu, en í sam­an­burði sögð­ust 58 pró­sent Banda­ríkja­manna vera vel upp­lýstir um kór­ónu­veiruna í könnum sem Gallup fram­kvæmdi þar í landi. Þó ber að hafa í huga við þann sam­an­burð að banda­ríska könn­unin var gerð í apríl og þá var veiran búin að vera á flugi í styttri tíma en þegar þetta var kannað hér á landi.

Gríð­ar­legt traust til þrí­eyk­is­ins og ann­arra við­bragðs­að­ila

Traust til sér­fróðra aðila, þrí­eyk­is­ins og inn­lendra við­bragðs­að­ila gnæfir þó yfir allt í könn­unum Mask­ínu, en á bil­inu 94-96 pró­sent aðspurðra sögð­ust treysta Þórólfi sótt­varna­lækni, Ölmu land­lækni og Víði yfir­lög­reglu­þjóni og öðrum inn­lendum við­bragðs­að­ilum eins og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, emb­ætti land­læknis og Land­spít­ala fyrir miðlun áreið­an­legra upp­lýs­inga um veiruna.Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.

Um 80 pró­sent sögð­ust treysta upp­lýs­ingum frá alþjóða­stofn­unum á borð við Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ina (WHO), rúm 77 pró­sent sögð­ust treysta Vís­inda­vef Háskóla Íslands (sem hefur einmitt verið í sér­stöku sam­starfi við upp­lýs­inga­óreiðu­hóp Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs um miðlun upp­lýs­inga um COVID-19) á meðan að á bil­inu 64-68 pró­sent segja treysta rík­is­stjórn­inni fyrir miðlun áreið­an­legra upp­lýs­inga um veiruna.

Auglýsing

Lít­ill hluti sagð­ist treysta ein­staka stjórn­mála­mönnum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um veiruna, eða 15,5 pró­sent í könnun Mask­ínu í júní og tæp 20 pró­sent í könn­un­inni í ágúst, en þá var meira um smit í sam­fé­lag­inu. Enn færri sögð­ust treysta sam­fé­lags­miðlum fyrir því að veita sér áreið­an­legar upp­lýs­ingar um veiruna, eða á milli 9 og 10 pró­sent. Svo treysti nán­ast ekki nokkur maður ókunn­ugu fólki, eða á bil­inu 2-4 pró­sent.

Minni­hluti upp­lifir að hafa séð mikið af rang­indum um veiruna

Rösk­lega fjórð­ungur aðspurðra í könn­unum Mask­ínu sagð­ist hafa séð mjög mikið eða fremur mikið magn rangra upp­lýs­inga um veiruna þegar spurt var um það í könn­unum tveim­ur.

Flest­ir, eða sam­tals um og yfir 60 pró­sent aðspurðra, sögð­ust hafa séð fremur lítið eða „í með­al­lagi“ mikið magn af röngum upp­lýs­ing­um, en ein­ungis 6-9 pró­sent sögð­ust hafa séð mjög lítið eða ekk­ert af röngum eða mis­vísandi upp­lýs­ingum um veiruna. Flestir Íslendingar leita til hefðbundinna innlendra fjölmiðla eftir upplýsingum um veiruna. Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.Í íslensku könn­un­unum mæld­ist traust á sam­fé­lags­miðlum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn lítið sem áður segir og miðað við nokkur erlend ríki sem tóku þátt í könnun Reuters Institute er það lítið til hér á land­i.  Sú könnun var gerð í mars og apríl og sögð­ust þá 14 pró­sent svar­enda í Bret­landi treysta sam­fé­lags­miðl­um, 25 pró­sent í Banda­ríkj­un­um, 15 pró­sent í Þýska­landi, 23 pró­sent á Spáni, 40 pró­sent í Suð­ur­-Kóreu og 40 pró­sent í Argent­ínu.

„Miðað við þessar tölur virð­ast íslenskir svar­endur treysta inn­lendum fjöl­miðlum vel til að miðla upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn COVID-19 en treysta sam­fé­lags­miðlum mun síður til þess og eru töl­urnar um traust til sam­fé­lags­miðla lægri á Íslandi en í ríkj­unum sex sem tóku þátt í könnun Reuters Institute við Oxfor­d-há­skóla,“ segir í skýrslu vinnu­hóps­ins.

Beina ábend­ingum til stjórn­valda

Vinnu­hóp­ur­inn, sem skip­aður var í apr­íl, kemur með ábend­ingar til stjórn­valda í skýrslu sinni og lúta þær meðal ann­ars að mik­il­vægi tím­an­legrar og áreið­an­legrar upp­lýs­inga­miðl­unar af hálfa stjórn­valda, að starfs­reglur tækni­fyr­ir­tækja sem mið­ast við að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu nái einnig til starf­semi þeirra hér á landi, að sett verði sam­ræmd stefna um miðla­læsi sem nær til allra hópa sam­fé­lags­ins, að byggja þurfi upp þekk­ingu og auka sam­starf um grein­ingu á mis­notk­un­ar­tækni í sam­fé­lags- eða fjöl­miðla­um­ræðu og að gerðar verði reglu­legar kann­anir af því tagi sem vinnu­hóp­ur­inn stóð fyrir á meðan COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir.

Vinnu­hóp­inn skip­uðu þau: Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, Kjartan Hreinn Njáls­son frá emb­ætti land­lækn­is, Jón Gunnar Ólafs­son, doktor í fjöl­miðla­fræði, Anna Lísa Björns­dóttir sam­skipta­miðla­fræð­ing­ur, Guð­rún Hálf­dán­ar­dóttir blaða­mað­ur, Þor­geir Ólafs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, Sig­urður Emil Páls­son frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, María Mjöll Jóns­dóttir og Ólöf Hrefna Krist­jáns­dóttir frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, leiddi starf hóps­ins.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent