Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19

Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.

Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Auglýsing

Í samanburði við margar stórþjóðir treysta Íslendingar fjölmiðlum vel fyrir því að miðla áreiðanlegum upplýsingum um kórónuveiruna og COVID-19, samkvæmt könnunum sem Maskína framkvæmdi fyrir vinnuhóp þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19. Þetta kemur fram í skýrslu sem vinnuhópurinn, sem skipaður var í apríl, birti síðdegis í dag.

Yfir 82 prósent aðspurðra í tveimur könnunum sem framkvæmdar voru í júní og ágúst sögðust treysta innlendum fjölmiðlum til að miðla áreiðanlegum upplýsingum um kórónuveiruna og sjúkdóminn COVID-19, en í könnun sem Reuters Institute við Oxford-háskóla í Bretlandi gerði mældist traust til fjölmiðla 60 prósent í Bretlandi, 52 prósent í Bandaríkjunum, 58 prósent í Þýskalandi, 51 prósent á Spáni, 67 prósent í Suður-Kóreu og 63 prósent í Argentínu.

Íslendingar telja sig líka vel upplýsta um veiruna og sjúkdóminn sem hún veldur, en um og yfir 80 prósent sögðust telja sig vel upplýsta í könnunum Maskínu, en í samanburði sögðust 58 prósent Bandaríkjamanna vera vel upplýstir um kórónuveiruna í könnum sem Gallup framkvæmdi þar í landi. Þó ber að hafa í huga við þann samanburð að bandaríska könnunin var gerð í apríl og þá var veiran búin að vera á flugi í styttri tíma en þegar þetta var kannað hér á landi.

Gríðarlegt traust til þríeykisins og annarra viðbragðsaðila

Traust til sérfróðra aðila, þríeykisins og innlendra viðbragðsaðila gnæfir þó yfir allt í könnunum Maskínu, en á bilinu 94-96 prósent aðspurðra sögðust treysta Þórólfi sóttvarnalækni, Ölmu landlækni og Víði yfirlögregluþjóni og öðrum innlendum viðbragðsaðilum eins og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítala fyrir miðlun áreiðanlegra upplýsinga um veiruna.


Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.

Um 80 prósent sögðust treysta upplýsingum frá alþjóðastofnunum á borð við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), rúm 77 prósent sögðust treysta Vísindavef Háskóla Íslands (sem hefur einmitt verið í sérstöku samstarfi við upplýsingaóreiðuhóp Þjóðaröryggisráðs um miðlun upplýsinga um COVID-19) á meðan að á bilinu 64-68 prósent segja treysta ríkisstjórninni fyrir miðlun áreiðanlegra upplýsinga um veiruna.

Auglýsing

Lítill hluti sagðist treysta einstaka stjórnmálamönnum til að miðla áreiðanlegum upplýsingum um veiruna, eða 15,5 prósent í könnun Maskínu í júní og tæp 20 prósent í könnuninni í ágúst, en þá var meira um smit í samfélaginu. Enn færri sögðust treysta samfélagsmiðlum fyrir því að veita sér áreiðanlegar upplýsingar um veiruna, eða á milli 9 og 10 prósent. Svo treysti nánast ekki nokkur maður ókunnugu fólki, eða á bilinu 2-4 prósent.

Minnihluti upplifir að hafa séð mikið af rangindum um veiruna

Rösklega fjórðungur aðspurðra í könnunum Maskínu sagðist hafa séð mjög mikið eða fremur mikið magn rangra upplýsinga um veiruna þegar spurt var um það í könnunum tveimur.

Flestir, eða samtals um og yfir 60 prósent aðspurðra, sögðust hafa séð fremur lítið eða „í meðallagi“ mikið magn af röngum upplýsingum, en einungis 6-9 prósent sögðust hafa séð mjög lítið eða ekkert af röngum eða misvísandi upplýsingum um veiruna. 


Flestir Íslendingar leita til hefðbundinna innlendra fjölmiðla eftir upplýsingum um veiruna. Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.


Í íslensku könnununum mældist traust á samfélagsmiðlum til að miðla áreiðanlegum upplýsingum um kórónuveiruna og sjúkdóminn lítið sem áður segir og miðað við nokkur erlend ríki sem tóku þátt í könnun Reuters Institute er það lítið til hér á landi.  Sú könnun var gerð í mars og apríl og sögðust þá 14 prósent svarenda í Bretlandi treysta samfélagsmiðlum, 25 prósent í Bandaríkjunum, 15 prósent í Þýskalandi, 23 prósent á Spáni, 40 prósent í Suður-Kóreu og 40 prósent í Argentínu.

„Miðað við þessar tölur virðast íslenskir svarendur treysta innlendum fjölmiðlum vel til að miðla upplýsingum um kórónuveiruna og sjúkdóminn COVID-19 en treysta samfélagsmiðlum mun síður til þess og eru tölurnar um traust til samfélagsmiðla lægri á Íslandi en í ríkjunum sex sem tóku þátt í könnun Reuters Institute við Oxford-háskóla,“ segir í skýrslu vinnuhópsins.

Beina ábendingum til stjórnvalda

Vinnuhópurinn, sem skipaður var í apríl, kemur með ábendingar til stjórnvalda í skýrslu sinni og lúta þær meðal annars að mikilvægi tímanlegrar og áreiðanlegrar upplýsingamiðlunar af hálfa stjórnvalda, að starfsreglur tæknifyrirtækja sem miðast við að sporna gegn upplýsingaóreiðu nái einnig til starfsemi þeirra hér á landi, að sett verði samræmd stefna um miðlalæsi sem nær til allra hópa samfélagsins, að byggja þurfi upp þekkingu og auka samstarf um greiningu á misnotkunartækni í samfélags- eða fjölmiðlaumræðu og að gerðar verði reglulegar kannanir af því tagi sem vinnuhópurinn stóð fyrir á meðan COVID-19 faraldurinn stendur yfir.

Vinnuhópinn skipuðu þau: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Kjartan Hreinn Njálsson frá embætti landlæknis, Jón Gunnar Ólafsson, doktor í fjölmiðlafræði, Anna Lísa Björnsdóttir samskiptamiðlafræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, María Mjöll Jónsdóttir og Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs, leiddi starf hópsins.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent