Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19

Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.

Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Auglýsing

Í sam­an­burði við margar stór­þjóðir treysta Íslend­ingar fjöl­miðlum vel fyrir því að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og COVID-19, sam­kvæmt könn­unum sem Mask­ína fram­kvæmdi fyrir vinnu­hóp þjóðar­ör­ygg­is­ráðs um upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19. Þetta kemur fram í skýrslu sem vinnu­hóp­ur­inn, sem skip­aður var í apr­íl, birti síð­degis í dag.

Yfir 82 pró­sent aðspurðra í tveimur könn­unum sem fram­kvæmdar voru í júní og ágúst sögð­ust treysta inn­lendum fjöl­miðlum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn COVID-19, en í könnun sem Reuters Institute við Oxfor­d-há­skóla í Bret­landi gerði mæld­ist traust til fjöl­miðla 60 pró­sent í Bret­landi, 52 pró­sent í Banda­ríkj­un­um, 58 pró­sent í Þýska­landi, 51 pró­sent á Spáni, 67 pró­sent í Suð­ur­-Kóreu og 63 pró­sent í Argent­ínu.

Íslend­ingar telja sig líka vel upp­lýsta um veiruna og sjúk­dóm­inn sem hún veld­ur, en um og yfir 80 pró­sent sögð­ust telja sig vel upp­lýsta í könn­unum Mask­ínu, en í sam­an­burði sögð­ust 58 pró­sent Banda­ríkja­manna vera vel upp­lýstir um kór­ónu­veiruna í könnum sem Gallup fram­kvæmdi þar í landi. Þó ber að hafa í huga við þann sam­an­burð að banda­ríska könn­unin var gerð í apríl og þá var veiran búin að vera á flugi í styttri tíma en þegar þetta var kannað hér á landi.

Gríð­ar­legt traust til þrí­eyk­is­ins og ann­arra við­bragðs­að­ila

Traust til sér­fróðra aðila, þrí­eyk­is­ins og inn­lendra við­bragðs­að­ila gnæfir þó yfir allt í könn­unum Mask­ínu, en á bil­inu 94-96 pró­sent aðspurðra sögð­ust treysta Þórólfi sótt­varna­lækni, Ölmu land­lækni og Víði yfir­lög­reglu­þjóni og öðrum inn­lendum við­bragðs­að­ilum eins og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, emb­ætti land­læknis og Land­spít­ala fyrir miðlun áreið­an­legra upp­lýs­inga um veiruna.Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.

Um 80 pró­sent sögð­ust treysta upp­lýs­ingum frá alþjóða­stofn­unum á borð við Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ina (WHO), rúm 77 pró­sent sögð­ust treysta Vís­inda­vef Háskóla Íslands (sem hefur einmitt verið í sér­stöku sam­starfi við upp­lýs­inga­óreiðu­hóp Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs um miðlun upp­lýs­inga um COVID-19) á meðan að á bil­inu 64-68 pró­sent segja treysta rík­is­stjórn­inni fyrir miðlun áreið­an­legra upp­lýs­inga um veiruna.

Auglýsing

Lít­ill hluti sagð­ist treysta ein­staka stjórn­mála­mönnum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um veiruna, eða 15,5 pró­sent í könnun Mask­ínu í júní og tæp 20 pró­sent í könn­un­inni í ágúst, en þá var meira um smit í sam­fé­lag­inu. Enn færri sögð­ust treysta sam­fé­lags­miðlum fyrir því að veita sér áreið­an­legar upp­lýs­ingar um veiruna, eða á milli 9 og 10 pró­sent. Svo treysti nán­ast ekki nokkur maður ókunn­ugu fólki, eða á bil­inu 2-4 pró­sent.

Minni­hluti upp­lifir að hafa séð mikið af rang­indum um veiruna

Rösk­lega fjórð­ungur aðspurðra í könn­unum Mask­ínu sagð­ist hafa séð mjög mikið eða fremur mikið magn rangra upp­lýs­inga um veiruna þegar spurt var um það í könn­unum tveim­ur.

Flest­ir, eða sam­tals um og yfir 60 pró­sent aðspurðra, sögð­ust hafa séð fremur lítið eða „í með­al­lagi“ mikið magn af röngum upp­lýs­ing­um, en ein­ungis 6-9 pró­sent sögð­ust hafa séð mjög lítið eða ekk­ert af röngum eða mis­vísandi upp­lýs­ingum um veiruna. Flestir Íslendingar leita til hefðbundinna innlendra fjölmiðla eftir upplýsingum um veiruna. Mynd: Úr skýrslu vinnuhópsins.Í íslensku könn­un­unum mæld­ist traust á sam­fé­lags­miðlum til að miðla áreið­an­legum upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn lítið sem áður segir og miðað við nokkur erlend ríki sem tóku þátt í könnun Reuters Institute er það lítið til hér á land­i.  Sú könnun var gerð í mars og apríl og sögð­ust þá 14 pró­sent svar­enda í Bret­landi treysta sam­fé­lags­miðl­um, 25 pró­sent í Banda­ríkj­un­um, 15 pró­sent í Þýska­landi, 23 pró­sent á Spáni, 40 pró­sent í Suð­ur­-Kóreu og 40 pró­sent í Argent­ínu.

„Miðað við þessar tölur virð­ast íslenskir svar­endur treysta inn­lendum fjöl­miðlum vel til að miðla upp­lýs­ingum um kór­ónu­veiruna og sjúk­dóm­inn COVID-19 en treysta sam­fé­lags­miðlum mun síður til þess og eru töl­urnar um traust til sam­fé­lags­miðla lægri á Íslandi en í ríkj­unum sex sem tóku þátt í könnun Reuters Institute við Oxfor­d-há­skóla,“ segir í skýrslu vinnu­hóps­ins.

Beina ábend­ingum til stjórn­valda

Vinnu­hóp­ur­inn, sem skip­aður var í apr­íl, kemur með ábend­ingar til stjórn­valda í skýrslu sinni og lúta þær meðal ann­ars að mik­il­vægi tím­an­legrar og áreið­an­legrar upp­lýs­inga­miðl­unar af hálfa stjórn­valda, að starfs­reglur tækni­fyr­ir­tækja sem mið­ast við að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu nái einnig til starf­semi þeirra hér á landi, að sett verði sam­ræmd stefna um miðla­læsi sem nær til allra hópa sam­fé­lags­ins, að byggja þurfi upp þekk­ingu og auka sam­starf um grein­ingu á mis­notk­un­ar­tækni í sam­fé­lags- eða fjöl­miðla­um­ræðu og að gerðar verði reglu­legar kann­anir af því tagi sem vinnu­hóp­ur­inn stóð fyrir á meðan COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir.

Vinnu­hóp­inn skip­uðu þau: Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, Kjartan Hreinn Njáls­son frá emb­ætti land­lækn­is, Jón Gunnar Ólafs­son, doktor í fjöl­miðla­fræði, Anna Lísa Björns­dóttir sam­skipta­miðla­fræð­ing­ur, Guð­rún Hálf­dán­ar­dóttir blaða­mað­ur, Þor­geir Ólafs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu, Sig­urður Emil Páls­son frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, María Mjöll Jóns­dóttir og Ólöf Hrefna Krist­jáns­dóttir frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, leiddi starf hóps­ins.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent