Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar

Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti á fundi sínum í morgun að grípa til frek­ari efna­hags­að­gerða vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. tekju­falls­styrkir verða útvíkk­aðir og greiddir verða svo­kall­aðir við­spyrnu­styrkir sem eiga að styðja við rekstur fyr­ir­tækja á kom­andi mán­uð­um. Þá var rætt um að að halda hluta­bóta­leið­inni, sem rennur að óbreyttu sitt skeið um kom­andi ára­mót, áfram í virkn­i. 

Í nýjasta pakk­an­um, sem ræddur var sam­hliða hertum tak­mörk­unum vegna útbreiðslu far­ald­urs­ins, er lagt til að tekju­falls­styrkir, sem rík­is­stjórnin sam­þykkti fyrr í þessum mán­uði að leggja fram á Alþingi, verði útvíkk­aðir áður en að frum­varp um þá verður afgreitt. Þeim er meðal ann­­ars ætlað að styðja minni rekstr­­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­­ar- og list­­grein­um, ferða­­leið­­sög­u­­menn og aðra minni aðila í rekstri sem hafa orðið fyrir veru­legu tekju­falli frá byrjun apríl og fram til dags­ins í dag. 

Auglýsing
Sú breyt­ing verður gerð á úrræð­inu að fallið er frá skil­yrðum um hámarks­fjölda starfs­manna, hann var þrír sam­kvæmt frum­varp­inu. Í stað­inn er lagt til að styrkir verði veittir fyrir allt að fimm stöðu­gildi. Ef tekju­fall við­kom­andi er á bil­inu 40 til 70 pró­sent er hægt að fá styrk upp á 400 þús­und krónur á mán­uði fyrir hvert stöðu­gildi og ef það er 70 til 100 pró­sent er hægt að fá 500 þús­und króna styrk á stöðu­gildi á mán­uði á meðan að úrræðið er í gildi. Í frum­varp­inu var gert ráð fyrir að allir sem hefðu orðið fyrir 50 pró­sent eða meira tekju­falli gætu fengið allt að 400 þús­und krónur í styrk á hvert stöðu­gildi.

Þá er tíma­bilið sem úrræðið gildir fyrir lengt úr sex mán­uðum í sjö, frá 1. apríl og út októ­ber. Hámarks­styrkur sam­kvæmt þessu verður 17,5 millj­ónir króna á hvern rekstr­ar­að­ila.

Þá mun Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, leggja fram frum­varp sem nú er í und­ir­bún­ingi um nýtt úrræði, við­spyrnu­styrki, sem gert er ráð fyrir að verði veittir í fram­haldi af tekju­fall­styrkjum og fram á næsta ár. 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að úrræð­inu sé ætlað tryggja að fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir tekju­falli vegna kór­óna­veiru­far­ald­urs­ins geti við­haldið nauð­syn­legri lág­marks­starf­semi á meðan áhrifa far­ald­urs­ins gæt­ir, varð­veitt við­skipta­sam­bönd og tryggt við­búnað þegar úr ræt­ist. „Um við­spyrnu­styrki munu gilda sam­bæri­leg skil­yrði og eiga við um tekju­falls­styrki og verða þeir veittir með reglu­legum greiðslum yfir a.m.k. sex mán­aða tíma­bil eða allt fram á mitt næsta ár.“

Þá ræddi rík­is­stjórnin í morgun um mögu­lega fram­leng­ingu hluta­bóta­leið­ar­innar sem rennur út nú um ára­mót. Þegar er til með­ferðar á Alþingi frum­varp um fram­hald á svoköll­uðum lok­un­ar­styrkj­um. Þeir yrðu greiddir til fyr­ir­tækja sem eru skylduð til þess að loka dyrum sínum núna í þriðju bylgju far­ald­­ur­s­ins vegna sótt­varna­reglna. Slík fyr­ir­tæki munu geta sótt um 600 þús­und krónur í lok­un­­ar­­styrk með hverjum starfs­­manni á mán­að­­ar­grund­velli. Alls geta styrkirnir numið 120 millj­­ónum króna að hámarki á hvert fyr­ir­tæki. Það þýðir að stór fyr­ir­tæki á borð við lík­­ams­­rækt­­­ar­keðjur sem hafa þurft að loka dyrum sínum vegna sótt­­varn­­ar­ráð­staf­ana geta fengið mikið tjón bætt.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent