Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar

Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti á fundi sínum í morgun að grípa til frek­ari efna­hags­að­gerða vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. tekju­falls­styrkir verða útvíkk­aðir og greiddir verða svo­kall­aðir við­spyrnu­styrkir sem eiga að styðja við rekstur fyr­ir­tækja á kom­andi mán­uð­um. Þá var rætt um að að halda hluta­bóta­leið­inni, sem rennur að óbreyttu sitt skeið um kom­andi ára­mót, áfram í virkn­i. 

Í nýjasta pakk­an­um, sem ræddur var sam­hliða hertum tak­mörk­unum vegna útbreiðslu far­ald­urs­ins, er lagt til að tekju­falls­styrkir, sem rík­is­stjórnin sam­þykkti fyrr í þessum mán­uði að leggja fram á Alþingi, verði útvíkk­aðir áður en að frum­varp um þá verður afgreitt. Þeim er meðal ann­­ars ætlað að styðja minni rekstr­­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­­ar- og list­­grein­um, ferða­­leið­­sög­u­­menn og aðra minni aðila í rekstri sem hafa orðið fyrir veru­legu tekju­falli frá byrjun apríl og fram til dags­ins í dag. 

Auglýsing
Sú breyt­ing verður gerð á úrræð­inu að fallið er frá skil­yrðum um hámarks­fjölda starfs­manna, hann var þrír sam­kvæmt frum­varp­inu. Í stað­inn er lagt til að styrkir verði veittir fyrir allt að fimm stöðu­gildi. Ef tekju­fall við­kom­andi er á bil­inu 40 til 70 pró­sent er hægt að fá styrk upp á 400 þús­und krónur á mán­uði fyrir hvert stöðu­gildi og ef það er 70 til 100 pró­sent er hægt að fá 500 þús­und króna styrk á stöðu­gildi á mán­uði á meðan að úrræðið er í gildi. Í frum­varp­inu var gert ráð fyrir að allir sem hefðu orðið fyrir 50 pró­sent eða meira tekju­falli gætu fengið allt að 400 þús­und krónur í styrk á hvert stöðu­gildi.

Þá er tíma­bilið sem úrræðið gildir fyrir lengt úr sex mán­uðum í sjö, frá 1. apríl og út októ­ber. Hámarks­styrkur sam­kvæmt þessu verður 17,5 millj­ónir króna á hvern rekstr­ar­að­ila.

Þá mun Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, leggja fram frum­varp sem nú er í und­ir­bún­ingi um nýtt úrræði, við­spyrnu­styrki, sem gert er ráð fyrir að verði veittir í fram­haldi af tekju­fall­styrkjum og fram á næsta ár. 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að úrræð­inu sé ætlað tryggja að fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyrir tekju­falli vegna kór­óna­veiru­far­ald­urs­ins geti við­haldið nauð­syn­legri lág­marks­starf­semi á meðan áhrifa far­ald­urs­ins gæt­ir, varð­veitt við­skipta­sam­bönd og tryggt við­búnað þegar úr ræt­ist. „Um við­spyrnu­styrki munu gilda sam­bæri­leg skil­yrði og eiga við um tekju­falls­styrki og verða þeir veittir með reglu­legum greiðslum yfir a.m.k. sex mán­aða tíma­bil eða allt fram á mitt næsta ár.“

Þá ræddi rík­is­stjórnin í morgun um mögu­lega fram­leng­ingu hluta­bóta­leið­ar­innar sem rennur út nú um ára­mót. Þegar er til með­ferðar á Alþingi frum­varp um fram­hald á svoköll­uðum lok­un­ar­styrkj­um. Þeir yrðu greiddir til fyr­ir­tækja sem eru skylduð til þess að loka dyrum sínum núna í þriðju bylgju far­ald­­ur­s­ins vegna sótt­varna­reglna. Slík fyr­ir­tæki munu geta sótt um 600 þús­und krónur í lok­un­­ar­­styrk með hverjum starfs­­manni á mán­að­­ar­grund­velli. Alls geta styrkirnir numið 120 millj­­ónum króna að hámarki á hvert fyr­ir­tæki. Það þýðir að stór fyr­ir­tæki á borð við lík­­ams­­rækt­­­ar­keðjur sem hafa þurft að loka dyrum sínum vegna sótt­­varn­­ar­ráð­staf­ana geta fengið mikið tjón bætt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent