Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar

Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Auglýsing

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. tekjufallsstyrkir verða útvíkkaðir og greiddir verða svokallaðir viðspyrnustyrkir sem eiga að styðja við rekstur fyrirtækja á komandi mánuðum. Þá var rætt um að að halda hlutabótaleiðinni, sem rennur að óbreyttu sitt skeið um komandi áramót, áfram í virkni. 

Í nýjasta pakkanum, sem ræddur var samhliða hertum takmörkunum vegna útbreiðslu faraldursins, er lagt til að tekjufallsstyrkir, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrr í þessum mánuði að leggja fram á Alþingi, verði útvíkkaðir áður en að frumvarp um þá verður afgreitt. Þeim er meðal ann­ars ætlað að styðja minni rekstr­ar­að­ila sem starfa í menn­ing­ar- og list­grein­um, ferða­leið­sögu­menn og aðra minni aðila í rekstri sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli frá byrjun apríl og fram til dagsins í dag. 

Auglýsing
Sú breyting verður gerð á úrræðinu að fallið er frá skilyrðum um hámarksfjölda starfsmanna, hann var þrír samkvæmt frumvarpinu. Í staðinn er lagt til að styrkir verði veittir fyrir allt að fimm stöðugildi. Ef tekjufall viðkomandi er á bilinu 40 til 70 prósent er hægt að fá styrk upp á 400 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert stöðugildi og ef það er 70 til 100 prósent er hægt að fá 500 þúsund króna styrk á stöðugildi á mánuði á meðan að úrræðið er í gildi. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að allir sem hefðu orðið fyrir 50 prósent eða meira tekjufalli gætu fengið allt að 400 þúsund krónur í styrk á hvert stöðugildi.

Þá er tímabilið sem úrræðið gildir fyrir lengt úr sex mánuðum í sjö, frá 1. apríl og út október. Hámarksstyrkur samkvæmt þessu verður 17,5 milljónir króna á hvern rekstraraðila.

Þá mun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggja fram frumvarp sem nú er í undirbúningi um nýtt úrræði, viðspyrnustyrki, sem gert er ráð fyrir að verði veittir í framhaldi af tekjufallstyrkjum og fram á næsta ár. 

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að úrræðinu sé ætlað tryggja að fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónaveirufaraldursins geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist. „Um viðspyrnustyrki munu gilda sambærileg skilyrði og eiga við um tekjufallsstyrki og verða þeir veittir með reglulegum greiðslum yfir a.m.k. sex mánaða tímabil eða allt fram á mitt næsta ár.“

Þá ræddi ríkisstjórnin í morgun um mögulega framlengingu hlutabótaleiðarinnar sem rennur út nú um áramót. Þegar er til meðferðar á Alþingi frumvarp um framhald á svokölluðum lokunarstyrkjum. Þeir yrðu greiddir til fyrirtækja sem eru skylduð til þess að loka dyrum sínum núna í þriðju bylgju far­ald­urs­ins vegna sóttvarnareglna. Slík fyrirtæki munu geta sótt um 600 þús­und krónur í lok­un­ar­styrk með hverjum starfs­manni á mán­að­ar­grund­velli. Alls geta styrkirnir numið 120 millj­ónum króna að hámarki á hvert fyr­ir­tæki. Það þýðir að stór fyr­ir­tæki á borð við lík­ams­rækt­ar­keðjur sem hafa þurft að loka dyrum sínum vegna sótt­varn­ar­ráð­staf­ana geta fengið mikið tjón bætt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent