Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum

Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Gyfli Zoega hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, segir að góður árangur hér­lendis í að sporna gegn áhrifum kór­ónu­veirunnar sé að hluta til vegna þess að Ísland er eyja þar sem spill­ing er ekki talin mikil og byggð er til­tölu­lega dreifð, miðað við önnur lönd. Einnig kallar hann eftir „ákveðni“ stjórn­valda í sótt­varn­ar­málum í yfir­stand­andi bylgju veirunn­ar, þar sem strangar sótt­varnir í öðrum löndum hafi borið árang­ur.Í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar ber Gylfi saman fjölda sýk­inga og dauðs­falla af völdum veirunnar í 166 löndum um allan heim. Einnig reynir hann að meta hvaða þættir nái best að útskýra mis­góðan árangur land­anna í að bregð­ast við far­sótt­inni með línu­legri aðhvarfs­grein­ing­u. 

Auglýsing

Mörg smit en fá dauðs­föll

Sam­kvæmt honum kemur Ísland vel út þegar dauðs­föll af völdum veirunnar á höfða­tölu eru skoð­uð, þrátt fyrir að mörg smit hafa greinst hér miðað við í öðrum lönd­um, ef tekið er til­lit til mann­fjölda. Meðal þeirra landa sem koma verst út á heims­vísu yfir dauðs­föll á hvern íbúa er Belgía, Brasilía og Banda­rík­in. Í Banda­ríkj­unum láta 23 lífið fyrir hvern Íslend­ing sem læst af völdum COVID-19.

Ísland með for­skot

Nið­ur­stöður aðhvarfs­grein­ingar Gylfa benda til þess að þétt­býli, spill­ing, tekjur og land­fræði­leg lega útskýri meira en þriðj­ung af mis­miklum fjölda smita á milli landa. Þannig eru færri smit í eyríkj­um, en fleiri smit í þétt­býlum lönd­um. Auk þess virð­ast færri smit vera í löndum þar sem stjórn­völdum er treyst.

Gylfi segir að Ísland njóti góðs af þessu í bar­átt­unni gegn veirunni, en hér sé traust til stjórn­valda til­tölu­lega mikið í sam­an­burði við önnur lönd. Einnig sé byggð strjál­býl í land­inu þótt að stór meiri­hluti lands­manna búi í þétt­býli, sökum þess hversu dreifð byggð sé í Reykja­vík. 

Stjórn­ar­far virð­ist einnig útskýra stóran hluta af mis­góðum árangri landa í bar­átt­unni gegn veirunni, en að mati Gylfa gæti það verið vegna þess að lýð­ræð­is­lega kjörnum stjórn­völdum reyn­ist erf­ið­ara að taka óvin­sælar ákvarð­anir í sótt­vörn­um. 

Stjórn­völd sýni ákveðni

Gylfi bætir einnig við að eyríkjum sem hafa strangar sótt­varnir á landa­mærum sín­um, líkt og Ástr­alíu og Nýja-­Sjá­landi, gengur tölu­vert betur en öðrum löndum í að bregð­ast gegn áhrifum veirunn­ar, þrátt fyrir að tekið sé til­lit til allra ann­arra áður­greindra þátta. 

Sam­kvæmt honum er senni­legt að fleiri líti til þess­ara landa í yfir­stand­andi bylgju far­ald­urs­ins svo að hægt verði að ná far­aldr­inum niður fyrir jól. „Lík­legt er að Íslend­ingar væru því fylgj­andi að gripið verði til harka­legri aðgerða til skamms tíma innan lands...til þess að skóla­hald geti aftur orðið eðli­legt, fjöl­skyldur og vinir hist að nýju, verslun eflst fyrir jólin og lands­menn haldið gleði­leg jól,“ skrifar Gylfi í grein­inni sinni. „Von­andi geta okkar lýð­ræð­is­lega kjörnu stjórn­völd sýnt ákveðni svo okkur geti aftur farið að líða vel.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi Vís­bend­ingar með því að smella hér

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent