Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum

Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Gyfli Zoega hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, segir að góður árangur hér­lendis í að sporna gegn áhrifum kór­ónu­veirunnar sé að hluta til vegna þess að Ísland er eyja þar sem spill­ing er ekki talin mikil og byggð er til­tölu­lega dreifð, miðað við önnur lönd. Einnig kallar hann eftir „ákveðni“ stjórn­valda í sótt­varn­ar­málum í yfir­stand­andi bylgju veirunn­ar, þar sem strangar sótt­varnir í öðrum löndum hafi borið árang­ur.Í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar ber Gylfi saman fjölda sýk­inga og dauðs­falla af völdum veirunnar í 166 löndum um allan heim. Einnig reynir hann að meta hvaða þættir nái best að útskýra mis­góðan árangur land­anna í að bregð­ast við far­sótt­inni með línu­legri aðhvarfs­grein­ing­u. 

Auglýsing

Mörg smit en fá dauðs­föll

Sam­kvæmt honum kemur Ísland vel út þegar dauðs­föll af völdum veirunnar á höfða­tölu eru skoð­uð, þrátt fyrir að mörg smit hafa greinst hér miðað við í öðrum lönd­um, ef tekið er til­lit til mann­fjölda. Meðal þeirra landa sem koma verst út á heims­vísu yfir dauðs­föll á hvern íbúa er Belgía, Brasilía og Banda­rík­in. Í Banda­ríkj­unum láta 23 lífið fyrir hvern Íslend­ing sem læst af völdum COVID-19.

Ísland með for­skot

Nið­ur­stöður aðhvarfs­grein­ingar Gylfa benda til þess að þétt­býli, spill­ing, tekjur og land­fræði­leg lega útskýri meira en þriðj­ung af mis­miklum fjölda smita á milli landa. Þannig eru færri smit í eyríkj­um, en fleiri smit í þétt­býlum lönd­um. Auk þess virð­ast færri smit vera í löndum þar sem stjórn­völdum er treyst.

Gylfi segir að Ísland njóti góðs af þessu í bar­átt­unni gegn veirunni, en hér sé traust til stjórn­valda til­tölu­lega mikið í sam­an­burði við önnur lönd. Einnig sé byggð strjál­býl í land­inu þótt að stór meiri­hluti lands­manna búi í þétt­býli, sökum þess hversu dreifð byggð sé í Reykja­vík. 

Stjórn­ar­far virð­ist einnig útskýra stóran hluta af mis­góðum árangri landa í bar­átt­unni gegn veirunni, en að mati Gylfa gæti það verið vegna þess að lýð­ræð­is­lega kjörnum stjórn­völdum reyn­ist erf­ið­ara að taka óvin­sælar ákvarð­anir í sótt­vörn­um. 

Stjórn­völd sýni ákveðni

Gylfi bætir einnig við að eyríkjum sem hafa strangar sótt­varnir á landa­mærum sín­um, líkt og Ástr­alíu og Nýja-­Sjá­landi, gengur tölu­vert betur en öðrum löndum í að bregð­ast gegn áhrifum veirunn­ar, þrátt fyrir að tekið sé til­lit til allra ann­arra áður­greindra þátta. 

Sam­kvæmt honum er senni­legt að fleiri líti til þess­ara landa í yfir­stand­andi bylgju far­ald­urs­ins svo að hægt verði að ná far­aldr­inum niður fyrir jól. „Lík­legt er að Íslend­ingar væru því fylgj­andi að gripið verði til harka­legri aðgerða til skamms tíma innan lands...til þess að skóla­hald geti aftur orðið eðli­legt, fjöl­skyldur og vinir hist að nýju, verslun eflst fyrir jólin og lands­menn haldið gleði­leg jól,“ skrifar Gylfi í grein­inni sinni. „Von­andi geta okkar lýð­ræð­is­lega kjörnu stjórn­völd sýnt ákveðni svo okkur geti aftur farið að líða vel.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi Vís­bend­ingar með því að smella hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent