Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi

Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra upp­lýsti Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um það í júlí­mán­uði 2020 að fyrr í þeim sama mán­uði hefði yfir­stjórn ráðu­neytis hans borist ábend­ing um sam­skipti skrif­stofu­stjóra sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis í ráðu­neyt­inu við Stjórn­ar­tíð­ind­i. Umrætt mál verður tekið til umræðu í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis á næst­unni, en það stað­festir Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata og for­maður nefnd­ar­innar í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing


Stundin hefur verið að fjalla um málið frá ýmsum hliðum frá því í síð­ustu viku. Þá greindi blaðið frá því að umræddur þáver­andi skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyt­inu, Jóhann Guð­munds­son, hefði beðið Stjórn­ar­tíð­indi um að birt­ingu og þar með gild­is­töku nýrra laga um lax­eldi yrði frestað um þrjá daga í júlí árið 2019 – frá 15. júlí til 18. júlí. Greint var frá því að umbeðin frestun hefði snert hags­muni þriggja lax­eld­is­fyr­ir­tækja, sem voru með frest hjá Skipu­lags­stofnun til 17. júlí þess að skila inn gögnum varð­andi lax­eld­is­á­form.Fyrir utan það að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra lét for­sæt­is­ráð­herra vita af sam­skipt­unum var for­sæt­is­ráðu­neyt­inu að öðru leyti ekki gert sér­stak­lega kunn­ugt um mál­ið, sam­kvæmt svari þess til Kjarn­ans um þetta mál, en ráðu­neytið seg­ist jafn­framt ekki hafa upp­lýs­ingar um önnur ein­stök til­vik þar sem seink­unar á birt­ingu laga í Stjórn­ar­tíð­indum hafi verið ósk­að.Ráðu­neytið bendir á að „slík beiðni um skamm­vinna seinkun getur í ein­staka til­vikum talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg vegna fram­kvæmdar þeirra laga sem um ræð­ir, t.a.m. í til­fellum þar sem stilla þarf saman birt­ingu reglu­gerðar og nýrra laga.“Kjarn­inn hefur beint annarri spurn­ingu til ráðu­neyt­is­ins, um hvort sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi upp­lýst for­sæt­is­ráð­herra um hvort sein­kunin hefði talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg í þessu til­viki, en eins og rakið hefur verið í fréttum Stund­ar­innar af mál­inu lét skrif­stofu­stjór­inn fresta gild­is­töku lag­anna að eigin frum­kvæði og fékk að sögn ráðu­neyt­is­ins engin fyr­ir­mæli frá yfir­boð­urum sínum um slíkt. Settur í leyfi en ráðu­neytið segir ekki af hverjuHann var settur í ótíma­bundið leyfi þegar atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu varð kunn­ugt um málið í júlí á þessu ári og starfar ekki lengur í ráðu­neyt­inu. Ráðu­neytið vill ekki segja frá því af hverju starfs­mað­ur­inn var sendur í leyfi, sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar í gær. Hann er sagður hafa misst starf sitt í nýlegum skipu­lags­breyt­ingum þar inn­an­húss og ekki út af þessu máli, en eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega hafa þrír nýir skrif­stofu­stjórar verið ráðnir inn í ráðu­neyti Krist­jáns Þórs. Þeirra á meðal Kol­beinn Árna­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍU og SFS, sem einmitt mun taka við mál­efnum fisk­eldis í ráðu­neyt­in­u. Sam­kvæmt ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar um málið fól þessi þriggja daga frestun á gild­is­töku lag­anna í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tækin Arctic Sea Farm, Arn­ar­lax og Fisk­eldi Aust­fjarða gátu skilað inn frum­mats­skýrslu um lax­eld­is­á­form sín til Skipu­lags­stofn­unar á grund­velli eldri laga um lax­eldi og þar með fengið rekstr­ar­leyfi á grund­velli eldri lag­anna en ekki þeirra nýju, sem var fyr­ir­tækj­unum í hag. Ekki fæst séð að það hafi verið vilji Alþingis að eldri lög­gjöf myndi gilda um þessi til­teknu áform fyr­ir­tækj­anna.Til stendur að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ræði mál­ið, en Andrés Ingi Jóns­son þing­maður utan flokka óskaði eftir því. Jón Þór Ólafs­son for­maður nefnd­ar­innar segir við Kjarn­ann að mögu­lega verði þetta mál, sem vakið hefur upp ýmsar spurn­ing­ar, á dag­skrá nefnd­ar­innar á fundi á mið­viku­dag­inn í næstu viku.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent