Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi

Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upplýsti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um það í júlímánuði 2020 að fyrr í þeim sama mánuði hefði yfirstjórn ráðuneytis hans borist ábending um samskipti skrifstofustjóra sjávarútvegs og fiskeldis í ráðuneytinu við Stjórnartíðindi. 


Umrætt mál verður tekið til umræðu í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á næstunni, en það staðfestir Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar í samtali við Kjarnann.

Auglýsing

Stundin hefur verið að fjalla um málið frá ýmsum hliðum frá því í síðustu viku. Þá greindi blaðið frá því að umræddur þáverandi skrifstofustjóri í ráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, hefði beðið Stjórnartíðindi um að birtingu og þar með gildistöku nýrra laga um laxeldi yrði frestað um þrjá daga í júlí árið 2019 – frá 15. júlí til 18. júlí. Greint var frá því að umbeðin frestun hefði snert hagsmuni þriggja laxeldisfyrirtækja, sem voru með frest hjá Skipulagsstofnun til 17. júlí þess að skila inn gögnum varðandi laxeldisáform.


Fyrir utan það að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét forsætisráðherra vita af samskiptunum var forsætisráðuneytinu að öðru leyti ekki gert sérstaklega kunnugt um málið, samkvæmt svari þess til Kjarnans um þetta mál, en ráðuneytið segist jafnframt ekki hafa upplýsingar um önnur einstök tilvik þar sem seinkunar á birtingu laga í Stjórnartíðindum hafi verið óskað.


Ráðuneytið bendir á að „slík beiðni um skammvinna seinkun getur í einstaka tilvikum talist málefnaleg eða nauðsynleg vegna framkvæmdar þeirra laga sem um ræðir, t.a.m. í tilfellum þar sem stilla þarf saman birtingu reglugerðar og nýrra laga.“


Kjarninn hefur beint annarri spurningu til ráðuneytisins, um hvort sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi upplýst forsætisráðherra um hvort seinkunin hefði talist málefnaleg eða nauðsynleg í þessu tilviki, en eins og rakið hefur verið í fréttum Stundarinnar af málinu lét skrifstofustjórinn fresta gildistöku laganna að eigin frumkvæði og fékk að sögn ráðuneytisins engin fyrirmæli frá yfirboðurum sínum um slíkt. 


Settur í leyfi en ráðuneytið segir ekki af hverju


Hann var settur í ótímabundið leyfi þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varð kunnugt um málið í júlí á þessu ári og starfar ekki lengur í ráðuneytinu. Ráðuneytið vill ekki segja frá því af hverju starfsmaðurinn var sendur í leyfi, samkvæmt frétt Stundarinnar í gær. 


Hann er sagður hafa misst starf sitt í nýlegum skipulagsbreytingum þar innanhúss og ekki út af þessu máli, en eins og Kjarninn sagði frá nýlega hafa þrír nýir skrifstofustjórar verið ráðnir inn í ráðuneyti Kristjáns Þórs. Þeirra á meðal Kolbeinn Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍU og SFS, sem einmitt mun taka við málefnum fiskeldis í ráðuneytinu. 


Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um málið fól þessi þriggja daga frestun á gildistöku laganna í sér að laxeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða gátu skilað inn frummatsskýrslu um laxeldisáform sín til Skipulagsstofnunar á grundvelli eldri laga um laxeldi og þar með fengið rekstrarleyfi á grundvelli eldri laganna en ekki þeirra nýju, sem var fyrirtækjunum í hag. Ekki fæst séð að það hafi verið vilji Alþingis að eldri löggjöf myndi gilda um þessi tilteknu áform fyrirtækjanna.


Til stendur að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ræði málið, en Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka óskaði eftir því. Jón Þór Ólafsson formaður nefndarinnar segir við Kjarnann að mögulega verði þetta mál, sem vakið hefur upp ýmsar spurningar, á dagskrá nefndarinnar á fundi á miðvikudaginn í næstu viku.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent