Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi

Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra upp­lýsti Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um það í júlí­mán­uði 2020 að fyrr í þeim sama mán­uði hefði yfir­stjórn ráðu­neytis hans borist ábend­ing um sam­skipti skrif­stofu­stjóra sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis í ráðu­neyt­inu við Stjórn­ar­tíð­ind­i. Umrætt mál verður tekið til umræðu í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis á næst­unni, en það stað­festir Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata og for­maður nefnd­ar­innar í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing


Stundin hefur verið að fjalla um málið frá ýmsum hliðum frá því í síð­ustu viku. Þá greindi blaðið frá því að umræddur þáver­andi skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyt­inu, Jóhann Guð­munds­son, hefði beðið Stjórn­ar­tíð­indi um að birt­ingu og þar með gild­is­töku nýrra laga um lax­eldi yrði frestað um þrjá daga í júlí árið 2019 – frá 15. júlí til 18. júlí. Greint var frá því að umbeðin frestun hefði snert hags­muni þriggja lax­eld­is­fyr­ir­tækja, sem voru með frest hjá Skipu­lags­stofnun til 17. júlí þess að skila inn gögnum varð­andi lax­eld­is­á­form.Fyrir utan það að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra lét for­sæt­is­ráð­herra vita af sam­skipt­unum var for­sæt­is­ráðu­neyt­inu að öðru leyti ekki gert sér­stak­lega kunn­ugt um mál­ið, sam­kvæmt svari þess til Kjarn­ans um þetta mál, en ráðu­neytið seg­ist jafn­framt ekki hafa upp­lýs­ingar um önnur ein­stök til­vik þar sem seink­unar á birt­ingu laga í Stjórn­ar­tíð­indum hafi verið ósk­að.Ráðu­neytið bendir á að „slík beiðni um skamm­vinna seinkun getur í ein­staka til­vikum talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg vegna fram­kvæmdar þeirra laga sem um ræð­ir, t.a.m. í til­fellum þar sem stilla þarf saman birt­ingu reglu­gerðar og nýrra laga.“Kjarn­inn hefur beint annarri spurn­ingu til ráðu­neyt­is­ins, um hvort sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi upp­lýst for­sæt­is­ráð­herra um hvort sein­kunin hefði talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg í þessu til­viki, en eins og rakið hefur verið í fréttum Stund­ar­innar af mál­inu lét skrif­stofu­stjór­inn fresta gild­is­töku lag­anna að eigin frum­kvæði og fékk að sögn ráðu­neyt­is­ins engin fyr­ir­mæli frá yfir­boð­urum sínum um slíkt. Settur í leyfi en ráðu­neytið segir ekki af hverjuHann var settur í ótíma­bundið leyfi þegar atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu varð kunn­ugt um málið í júlí á þessu ári og starfar ekki lengur í ráðu­neyt­inu. Ráðu­neytið vill ekki segja frá því af hverju starfs­mað­ur­inn var sendur í leyfi, sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar í gær. Hann er sagður hafa misst starf sitt í nýlegum skipu­lags­breyt­ingum þar inn­an­húss og ekki út af þessu máli, en eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega hafa þrír nýir skrif­stofu­stjórar verið ráðnir inn í ráðu­neyti Krist­jáns Þórs. Þeirra á meðal Kol­beinn Árna­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍU og SFS, sem einmitt mun taka við mál­efnum fisk­eldis í ráðu­neyt­in­u. Sam­kvæmt ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar um málið fól þessi þriggja daga frestun á gild­is­töku lag­anna í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tækin Arctic Sea Farm, Arn­ar­lax og Fisk­eldi Aust­fjarða gátu skilað inn frum­mats­skýrslu um lax­eld­is­á­form sín til Skipu­lags­stofn­unar á grund­velli eldri laga um lax­eldi og þar með fengið rekstr­ar­leyfi á grund­velli eldri lag­anna en ekki þeirra nýju, sem var fyr­ir­tækj­unum í hag. Ekki fæst séð að það hafi verið vilji Alþingis að eldri lög­gjöf myndi gilda um þessi til­teknu áform fyr­ir­tækj­anna.Til stendur að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ræði mál­ið, en Andrés Ingi Jóns­son þing­maður utan flokka óskaði eftir því. Jón Þór Ólafs­son for­maður nefnd­ar­innar segir við Kjarn­ann að mögu­lega verði þetta mál, sem vakið hefur upp ýmsar spurn­ing­ar, á dag­skrá nefnd­ar­innar á fundi á mið­viku­dag­inn í næstu viku.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent