Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi

Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra upp­lýsti Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um það í júlí­mán­uði 2020 að fyrr í þeim sama mán­uði hefði yfir­stjórn ráðu­neytis hans borist ábend­ing um sam­skipti skrif­stofu­stjóra sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis í ráðu­neyt­inu við Stjórn­ar­tíð­ind­i. Umrætt mál verður tekið til umræðu í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis á næst­unni, en það stað­festir Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata og for­maður nefnd­ar­innar í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing


Stundin hefur verið að fjalla um málið frá ýmsum hliðum frá því í síð­ustu viku. Þá greindi blaðið frá því að umræddur þáver­andi skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyt­inu, Jóhann Guð­munds­son, hefði beðið Stjórn­ar­tíð­indi um að birt­ingu og þar með gild­is­töku nýrra laga um lax­eldi yrði frestað um þrjá daga í júlí árið 2019 – frá 15. júlí til 18. júlí. Greint var frá því að umbeðin frestun hefði snert hags­muni þriggja lax­eld­is­fyr­ir­tækja, sem voru með frest hjá Skipu­lags­stofnun til 17. júlí þess að skila inn gögnum varð­andi lax­eld­is­á­form.Fyrir utan það að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra lét for­sæt­is­ráð­herra vita af sam­skipt­unum var for­sæt­is­ráðu­neyt­inu að öðru leyti ekki gert sér­stak­lega kunn­ugt um mál­ið, sam­kvæmt svari þess til Kjarn­ans um þetta mál, en ráðu­neytið seg­ist jafn­framt ekki hafa upp­lýs­ingar um önnur ein­stök til­vik þar sem seink­unar á birt­ingu laga í Stjórn­ar­tíð­indum hafi verið ósk­að.Ráðu­neytið bendir á að „slík beiðni um skamm­vinna seinkun getur í ein­staka til­vikum talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg vegna fram­kvæmdar þeirra laga sem um ræð­ir, t.a.m. í til­fellum þar sem stilla þarf saman birt­ingu reglu­gerðar og nýrra laga.“Kjarn­inn hefur beint annarri spurn­ingu til ráðu­neyt­is­ins, um hvort sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi upp­lýst for­sæt­is­ráð­herra um hvort sein­kunin hefði talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg í þessu til­viki, en eins og rakið hefur verið í fréttum Stund­ar­innar af mál­inu lét skrif­stofu­stjór­inn fresta gild­is­töku lag­anna að eigin frum­kvæði og fékk að sögn ráðu­neyt­is­ins engin fyr­ir­mæli frá yfir­boð­urum sínum um slíkt. Settur í leyfi en ráðu­neytið segir ekki af hverjuHann var settur í ótíma­bundið leyfi þegar atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu varð kunn­ugt um málið í júlí á þessu ári og starfar ekki lengur í ráðu­neyt­inu. Ráðu­neytið vill ekki segja frá því af hverju starfs­mað­ur­inn var sendur í leyfi, sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar í gær. Hann er sagður hafa misst starf sitt í nýlegum skipu­lags­breyt­ingum þar inn­an­húss og ekki út af þessu máli, en eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega hafa þrír nýir skrif­stofu­stjórar verið ráðnir inn í ráðu­neyti Krist­jáns Þórs. Þeirra á meðal Kol­beinn Árna­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍU og SFS, sem einmitt mun taka við mál­efnum fisk­eldis í ráðu­neyt­in­u. Sam­kvæmt ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar um málið fól þessi þriggja daga frestun á gild­is­töku lag­anna í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tækin Arctic Sea Farm, Arn­ar­lax og Fisk­eldi Aust­fjarða gátu skilað inn frum­mats­skýrslu um lax­eld­is­á­form sín til Skipu­lags­stofn­unar á grund­velli eldri laga um lax­eldi og þar með fengið rekstr­ar­leyfi á grund­velli eldri lag­anna en ekki þeirra nýju, sem var fyr­ir­tækj­unum í hag. Ekki fæst séð að það hafi verið vilji Alþingis að eldri lög­gjöf myndi gilda um þessi til­teknu áform fyr­ir­tækj­anna.Til stendur að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ræði mál­ið, en Andrés Ingi Jóns­son þing­maður utan flokka óskaði eftir því. Jón Þór Ólafs­son for­maður nefnd­ar­innar segir við Kjarn­ann að mögu­lega verði þetta mál, sem vakið hefur upp ýmsar spurn­ing­ar, á dag­skrá nefnd­ar­innar á fundi á mið­viku­dag­inn í næstu viku.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent