Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi

Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra upp­lýsti Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um það í júlí­mán­uði 2020 að fyrr í þeim sama mán­uði hefði yfir­stjórn ráðu­neytis hans borist ábend­ing um sam­skipti skrif­stofu­stjóra sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis í ráðu­neyt­inu við Stjórn­ar­tíð­ind­i. Umrætt mál verður tekið til umræðu í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis á næst­unni, en það stað­festir Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata og for­maður nefnd­ar­innar í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing


Stundin hefur verið að fjalla um málið frá ýmsum hliðum frá því í síð­ustu viku. Þá greindi blaðið frá því að umræddur þáver­andi skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyt­inu, Jóhann Guð­munds­son, hefði beðið Stjórn­ar­tíð­indi um að birt­ingu og þar með gild­is­töku nýrra laga um lax­eldi yrði frestað um þrjá daga í júlí árið 2019 – frá 15. júlí til 18. júlí. Greint var frá því að umbeðin frestun hefði snert hags­muni þriggja lax­eld­is­fyr­ir­tækja, sem voru með frest hjá Skipu­lags­stofnun til 17. júlí þess að skila inn gögnum varð­andi lax­eld­is­á­form.Fyrir utan það að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra lét for­sæt­is­ráð­herra vita af sam­skipt­unum var for­sæt­is­ráðu­neyt­inu að öðru leyti ekki gert sér­stak­lega kunn­ugt um mál­ið, sam­kvæmt svari þess til Kjarn­ans um þetta mál, en ráðu­neytið seg­ist jafn­framt ekki hafa upp­lýs­ingar um önnur ein­stök til­vik þar sem seink­unar á birt­ingu laga í Stjórn­ar­tíð­indum hafi verið ósk­að.Ráðu­neytið bendir á að „slík beiðni um skamm­vinna seinkun getur í ein­staka til­vikum talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg vegna fram­kvæmdar þeirra laga sem um ræð­ir, t.a.m. í til­fellum þar sem stilla þarf saman birt­ingu reglu­gerðar og nýrra laga.“Kjarn­inn hefur beint annarri spurn­ingu til ráðu­neyt­is­ins, um hvort sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi upp­lýst for­sæt­is­ráð­herra um hvort sein­kunin hefði talist mál­efna­leg eða nauð­syn­leg í þessu til­viki, en eins og rakið hefur verið í fréttum Stund­ar­innar af mál­inu lét skrif­stofu­stjór­inn fresta gild­is­töku lag­anna að eigin frum­kvæði og fékk að sögn ráðu­neyt­is­ins engin fyr­ir­mæli frá yfir­boð­urum sínum um slíkt. Settur í leyfi en ráðu­neytið segir ekki af hverjuHann var settur í ótíma­bundið leyfi þegar atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu varð kunn­ugt um málið í júlí á þessu ári og starfar ekki lengur í ráðu­neyt­inu. Ráðu­neytið vill ekki segja frá því af hverju starfs­mað­ur­inn var sendur í leyfi, sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar í gær. Hann er sagður hafa misst starf sitt í nýlegum skipu­lags­breyt­ingum þar inn­an­húss og ekki út af þessu máli, en eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega hafa þrír nýir skrif­stofu­stjórar verið ráðnir inn í ráðu­neyti Krist­jáns Þórs. Þeirra á meðal Kol­beinn Árna­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍU og SFS, sem einmitt mun taka við mál­efnum fisk­eldis í ráðu­neyt­in­u. Sam­kvæmt ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar um málið fól þessi þriggja daga frestun á gild­is­töku lag­anna í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tækin Arctic Sea Farm, Arn­ar­lax og Fisk­eldi Aust­fjarða gátu skilað inn frum­mats­skýrslu um lax­eld­is­á­form sín til Skipu­lags­stofn­unar á grund­velli eldri laga um lax­eldi og þar með fengið rekstr­ar­leyfi á grund­velli eldri lag­anna en ekki þeirra nýju, sem var fyr­ir­tækj­unum í hag. Ekki fæst séð að það hafi verið vilji Alþingis að eldri lög­gjöf myndi gilda um þessi til­teknu áform fyr­ir­tækj­anna.Til stendur að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ræði mál­ið, en Andrés Ingi Jóns­son þing­maður utan flokka óskaði eftir því. Jón Þór Ólafs­son for­maður nefnd­ar­innar segir við Kjarn­ann að mögu­lega verði þetta mál, sem vakið hefur upp ýmsar spurn­ing­ar, á dag­skrá nefnd­ar­innar á fundi á mið­viku­dag­inn í næstu viku.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent