Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda

Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.

Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Auglýsing

Tveir stjórn­ar­þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Sig­ríður Á. And­er­sen og Brynjar Níels­son, hafa talað með afger­andi hætti gegn sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum stjórn­valda und­an­far­ið. Þau eru á meðal hóps fólks sem skrif­aði undir yfir­lýs­ingu sem ber yfir­skrift­ina „Út úr kóf­in­u!“ og er birt á heima­síð­unni kofid.is

Í yfir­lýs­ingu þrýsti­hóps­ins segir meðal ann­ars að þeir sem skrifi undir hana telji að ef „haldið er áfram á sömu braut og nú verði skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19.  Skað­inn mun leggj­ast af miklum þunga á yngri kyn­slóð­ir, tekju­lága, og jað­ar­setta hópa sam­fé­lags­ins. Við teljum nauð­syn­legt að dýpka umræðu um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og við­brögð við hon­um. Stefnan nú virð­ist vera að stöðva veiruna hvað sem það kostar og bíða eftir bólu­efni. Við teljum þetta ekki vera góða nálg­un.“

Sig­ríður hefur í nokkurn tíma lýst því yfir opin­ber­lega að hún hafi áhyggjur af því að opin­berar sótt­varna­ráð­staf­anir gangi of langt og hafi skað­­leg áhrif, jafn­­vel áhrif sem eru skað­­legri en far­ald­­ur­inn sjálfur auk mik­illa skerð­inga á borg­­ara­­legum rétt­indum fólks í för með sér. Þann 6. októ­ber síð­­ast­lið­inn fjall­aði hún um hina svoköll­uðu Great Barr­ington-­yf­­ir­lýs­ingu. Þegar talið víkur að hjarð­ó­­næmi er það útbreiddur mis­­skiln­ingur að með því sé verið að boða að “ekk­ert sé gert”. Það er hins vegar fjarri lagi. Heldur er mark­miðið að verja þá við­­kvæmu,“ skrif­aði Sig­ríður á Face­book og vís­aði til við­tals við þre­­menn­ing­anna sem settu yfir­­lýs­ing­una sam­an­. Hún var svo í hópi þeirra sem settu hóp­inn sem stendur að „Út úr kóf­in­u!“ yfir­lýs­ing­unni sam­an. 

Brynjar sagði í grein sem hann birti á Vísi 9. nóv­em­ber að hann væri „sann­­færð­­ari en áður að við og flest önnur ríki höfum ekki brugð­ist rétt við í bar­átt­unni við veiruna“ og gagn­rýndi það sem hann kall­aði „al­ræði sótt­varna“ á Íslandi. Nú væri svo komið að með­virkni hans með sótt­varn­ar­að­gerðum væri lok­ið. 

Brynjar var svo gestur Kast­ljóss í fyrra­kvöld. Þar ítrek­aði hann afstöðu sína og sagði að það væri hlut­verk stjórn­mála­manna að efast. 

Lands­menn treysta upp­lýs­ingum fjöl­miðla

Í yfir­lýs­ingu þrýsti­hóps­ins sem Sig­ríður og Brynjar skrif­uðu undir segir einnig að „hræðslu­á­róður í fjöl­miðlum styður ekki við upp­lýsta og skyn­sam­lega ákvarð­ana­töku. Upp­lýs­ingar opin­berra aðila snú­ast að mestu leyti um sjúk­dóm­inn og beinar afleið­ingar hans, en mun minna fer fyrir umfjöllun um stór­felldar efna­hags­legar og heilsu­fars­legar afleið­ingar aðgerða gegn hon­um, sem verða verri og verri eftir því sem far­ald­ur­inn dregst á lang­inn.“

Auglýsing
Í tveimur könn­unum sem Mask­ína gerði í júní og ágúst kom fram að yfir 82 pró­sent lands­manna treysti íslenskum fjöl­miðlum til að miðla áreið­an­­legum upp­­lýs­ingum um kór­ón­u­veiruna og sjúk­­dóm­inn COVID-19. Til sam­an­burðar má nefna að í könnun sem Reuters Institute við Oxfor­d-há­­skóla í Bret­landi gerði mæld­ist traust til fjöl­miðla 60 pró­­sent í Bret­landi, 52 pró­­sent í Banda­­ríkj­un­um, 58 pró­­sent í Þýska­landi, 51 pró­­sent á Spáni, 67 pró­­sent í Suð­­ur­-Kóreu og 63 pró­­sent í Argent­ín­u. 

Íslend­ingar telja sig líka vel upp­­lýsta um veiruna og sjúk­­dóm­inn sem hún veld­­ur, en um og yfir 80 pró­­sent sögð­ust telja sig vel upp­­lýsta í könn­unum Mask­ínu, en í sam­an­­burði sögð­ust 58 pró­­sent Banda­­ríkja­­manna vera vel upp­­lýstir um kór­ón­u­veiruna í könnun sem Gallup fram­­kvæmdi þar í landi.

Eiga mestan hljóm­grunn hjá minni­hluta kjós­enda Mið­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks

Gallup hefur frá upp­hafi far­ald­urs­ins fram­kvæmd reglu­legar kann­anir þar sem afstaða lands­manna til ýmissa hliða hans er mæld, og sú afstaða fram­sett á grunni ýmissa bak­grunns­breyta. Í nið­ur­stöðum Gallup er meðal ann­ars hægt að sjá hjá hverjum mála­til­bún­aður Sig­ríðar og Brynjars gæti fundið sér hljóm­grunn. 

Í könn­unum Gallup kemur til að mynda fram að 93 pró­sent lands­manna treysta almanna­vörnum og heil­brigð­is­yf­ir­völdum til að takast á við COVID-19. Í byrjun apr­íl, þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins stóð sem hæst hér­lend­is, var það hlut­fall aðeins hærra eða 96,4 pró­sent og þegar sótt­varna­að­gerðir voru hertar um síð­ustu mán­aða­mót var það aðeins lægra, eða 92,5 pró­sent. Þeir lands­menn sem treysta almanna­vörnum og heil­brigð­is­yf­ir­völdum verst er ann­ars vegar að finna á meðal kjós­enda Mið­flokks­ins (níu pró­sent segj­ast treysta þeim illa) og Sjálf­stæð­is­flokks (sex pró­sent segj­ast treysta þeim illa). 

Þá telja níu af hverjum tíu lands­mönnum að hæfi­lega mikil eða of lítið sé gert úr þeirri heilsu­fars­legu hættu sem stafi af COVID-19, en tíu pró­sent telja að of mikið sé gert úr henni. Þar skera kjós­endur Mið­flokks­ins (17 pró­sent telja að of mikið sé gert úr hætt­unni) og Sjálf­stæð­is­flokks­ins (16 pró­sent telja að of mikið sér gert úr hætt­unni) sig aftur úr. 

Þegar spurt er að hvort almanna­varnir séu að gera nægi­lega mikið til að takast á við far­ald­ur­inn segja 91 pró­sent lands­manna að þær séu að gera hæfi­lega mikið eða að þær ættu að gera meira. Ein­ungis níu pró­sent telja að það ætti að gera minna. Þar eru það kjós­endur Við­reisnar sem eru helst á því að yfir­völd séu að gera of mikið (16 pró­sent) en kjós­end­ur­Mið­flokks­ins (15 pró­sent) og Sjálf­stæð­is­flokks (13 pró­sent) eru ekki langt und­an.

Mið­flokks­fólk hefur mestu efna­hags­legu áhyggj­urnar

Þrýsti­hóp­ur­inn sem stendur að kofid.is hefur einnig áhyggjur að því að sjónum sé ekki beint nægj­an­lega að efna­hags­legum afleið­ingum far­ald­urs­ins. 

Í nýj­ustu könnun Gallup kemur fram að það eru kjós­endur Mið­flokks­ins sem hafa mestar áhyggjur af efna­hags­legum áhrifum COVID-19, en 81 pró­sent þeirra hafa slíkar áhyggj­ur. Kjós­endur Pírata eru lík­leg­astir til að hafa litlar áhyggjur af efna­hags­legu áhrif­un­um, en 16 pró­sent þeirra eru á þeirri skoð­un.  

Traust á íslensku rík­is­stjórn­ina til að takast á við efna­hags­leg áhrif COVID-19 hefur hald­ist nokkuð stöðugt í gegnum far­ald­ur­inn. Í dag segj­ast um 67 pró­sent treysta henni full­kom­lega eða vel til að gera það, 16 pró­sent hvorki né og 17 pró­sent alls ekki eða illa. 

Hlut­fall þeirra sem treystu henni full­kom­lega eða vel var 73,9 pró­sent í byrjun apr­íl, 64,7 pró­sent um miðjan sept­em­ber. 

Það kemur kannski ekki á óvart að kjós­endur stjórn­ar­flokk­anna þriggja treysta rík­is­stjórn­inni best 83-86 pró­sent, Kjós­endur Mið­flokks­ins (31 pró­sent treysta rík­is­stjórn­inni illa) og Píratar (26 pró­sent treysta rík­is­stjórn­inni illa) treysta henni hins vegar minnst til að takast á við efna­hags­legu áhrif­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar