Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd

Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Auglýsing

Joe Biden, nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hefur til­nefnt Janet Yellen, fyrrum seðla­banka­stjóra Banda­ríkj­anna, sem fjár­mála­ráð­herra og John Kerry, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra, sem sér­stakan sendi­herra lofts­lags­mála. Til­nefn­ing­arnar voru form­lega kynntar á blaða­manna­fundi fyrr í dag, en fjöl­miðlar vest­an­hafs stað­festu þær í gær. 

Ferlið form­lega hafið

Rúmum tveimur vikum eftir að helstu fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum lýstu Joe Biden sig­ur­veg­ara for­seta­kosn­ing­anna þar í landi geta valda­skiptin form­lega haf­ist eftir að Stoð­þjón­usta Banda­ríkj­anna (e. General Services Administration) við­ur­kenndi úrslitin síð­ast­lið­inn mánu­dag. 

Yfir­lýs­ing Stoð­þjón­ust­unnar er seinni á ferð­inni en vana­lega, en sein­kun­ina má rekja til tregðu frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, Don­ald Trump, við að við­ur­kenna kosn­inga­úr­slit­in. Trump hefur efnt til fjölda mál­sókna vegna meintra kosn­inga­svika í mörgum ríkjum Banda­ríkj­anna og kraf­ist end­ur­taln­ingar á atkvæð­un­um. Enn hafa mál­sókn­irnar og end­ur­taln­ing­arnar ekki breytt úrslit­unum að neinu ráð­i. 

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt New York Times um málið lýsti Emily W. Murp­hy, for­stjóri Stoð­þjón­ust­unn­ar, yfir sigri Biden á mánu­dag­inn eftir að þing­menn úr röðum repúblik­ana og áhrifa­fólk í við­skipta­líf­inu höfðu for­dæmt seina­gang­inn í að hefja form­leg valda­skipti. Sjálfur hefur Biden og helstu aðstoð­ar­menn hans hans haldið því fram að þessi seinkun ógni þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna og getu nýju rík­is­stjórn­ar­innar til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um.

Þrátt fyrir að hafa ekki enn við­ur­kennt ósigur í kosn­ing­unum lagði Trump þó blessun sína yfir ákvörðun Murphy í Twitt­er-­færslu sem birt­ist í gær­kvöldi og sjá má hér að neð­an. Í henni lof­samar frá­far­andi for­set­inn störf hennar hjá Stoð­þjón­ust­unni og segir bar­áttu sinni hvergi nær lok­ið. 

 

Starfs­hópur undir Biden sem sér um valda­skiptin fagn­aði svo ákvörðun Murphy í frétta­til­kynn­ingu sem send var út í gær­kvöldi, en sam­kvæmt henni var ákvörð­unin „nauð­syn­legt skref til að byrja að takast á við áskor­an­irnar sem þjóðin okkar stendur fyr­ir, að ná stjórn á far­aldr­inum og koma hag­kerf­inu aftur á rétta braut“.

Janet Yellen sem fjár­mála­ráð­herra

Sem liður í valda­skipt­unum hefur starfs­hópur Joe Biden stað­fest til­nefn­ingar til  ráð­herra í verð­andi rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna. Sem fjár­mála­ráð­herra ætlar Biden að til­nefna Janet Yellen, fyrrum aðal­hag­fræð­ing seðla­banka Banda­ríkj­anna, seðla­banka­stjóra og aðal­hag­fræð­ing fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Yellen er sér­fræð­ingur í vinnu­mark­aðs­hag­fræði, en hún hefur kennt við háskól­ana Berkel­ey, Harvard og London School of Economics. Hún var seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna á árunum 2014 til 2018 og sá þar um að vinda ofan af umfangs­mik­illi pen­inga­prentun sem bank­inn hafði ráð­ist í í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar árið 2008. Yellen, sem er 74 ára, var fyrsta konan til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra, en ef öld­unga­deild Banda­ríkja­þings stað­festir til­nefn­ingu Biden mun hún einnig verða fyrsti kven­kyns fjár­mála­ráð­herra lands­ins í 231 árs sögu emb­ætt­is­ins.

John Kerry sem sendi­herra lofts­lags­mála

Fjöl­miðlar vest­an­hafs hafa einnig stað­fest að Biden muni til­nefna John Kerry, fyrrum  for­seta­fram­bjóð­anda og utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sem sér­stakan sendi­herra lofts­lags­mála. 

Kerry, sem er 76 ára, var mót­fram­bjóð­andi George Bush yngri í for­seta­kosn­ing­unum árið 2004 og tap­aði þar með 251 kjör­manni gegn 286. Hann gegndi svo emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Baracks Obama á seinna kjör­tíma­bili hans árin 2013-2017. Sem utan­rík­is­ráð­herra skrif­aði hann undir Par­ís­ar­sátt­mál­ann fyrir hönd Banda­ríkj­anna árið 2016. 

Ólafur Ragnar Gríms­son fyrrum for­seti Íslands fagn­aði til­nefn­ingu Kerrys með Twitt­er-­færslu í gær, sem sjá má hér að neð­an. Í færsl­unni, sem skrifuð er á ensku, kallar Ólafur til­nefn­ing­una sögu­lega, auk þess sem hann deilir mynd­bandi af ræðu Kerry á ráð­stefnu Hring­borðs Norð­ur­slóða í fyrra. 

 

Fimm aðrir stað­festir

Til við­bótar við Yellen og Kerry hafa fjöl­miðlar stað­fest fimm aðra kandídata í verð­andi rík­is­stjórn Bidens. Alej­andro Mayorkas, sem var aðstoð­ar­for­stjóri inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á tíma­bil­inu 2013-2016, verður til­nefndur sem inn­an­rík­is­ráð­herra, en hann yrði fyrsti Banda­ríkja­mað­ur­inn af rómönskum upp­runa sem hefði umsjón yfir mál­efnum inn­flytj­enda þar í land­i. 

Sem utan­rík­is­ráð­herra hyggst Biden til­nefna Ant­ony J. Blin­ken, en sam­kvæmt breska blað­inu The Guar­dian er hann um margt frá­brugð­inn frá­far­andi utan­rík­is­ráð­herra, Mike Pompeo. Blin­ken, sem ólst að hluta til upp í Frakk­landi, hefur verið yfir­lýstur stuðn­ings­maður auk­innar sam­vinnu Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­landa. 

Þar að auki mun Biden til­nefna Avril D. Haines sem yfir­mann grein­ing­ar­deildar banda­rískra stjórn­valda (e. Director of National Intelli­g­ence) og yrði hún fyrst kvenna til að gegna því hlut­verki. Einnig er búist við því að fyrrum þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Bidens þegar hann gegndi emb­ætti vara­for­seta, Jake Sulli­van, verði til­nefndur þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi, auk þess sem Linda Thom­a­s-Green­fi­eld verði til­nefnd sem sendi­herra Banda­ríkj­anna við Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar