Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd

Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Auglýsing

Joe Biden, nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hefur til­nefnt Janet Yellen, fyrrum seðla­banka­stjóra Banda­ríkj­anna, sem fjár­mála­ráð­herra og John Kerry, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra, sem sér­stakan sendi­herra lofts­lags­mála. Til­nefn­ing­arnar voru form­lega kynntar á blaða­manna­fundi fyrr í dag, en fjöl­miðlar vest­an­hafs stað­festu þær í gær. 

Ferlið form­lega hafið

Rúmum tveimur vikum eftir að helstu fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum lýstu Joe Biden sig­ur­veg­ara for­seta­kosn­ing­anna þar í landi geta valda­skiptin form­lega haf­ist eftir að Stoð­þjón­usta Banda­ríkj­anna (e. General Services Administration) við­ur­kenndi úrslitin síð­ast­lið­inn mánu­dag. 

Yfir­lýs­ing Stoð­þjón­ust­unnar er seinni á ferð­inni en vana­lega, en sein­kun­ina má rekja til tregðu frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, Don­ald Trump, við að við­ur­kenna kosn­inga­úr­slit­in. Trump hefur efnt til fjölda mál­sókna vegna meintra kosn­inga­svika í mörgum ríkjum Banda­ríkj­anna og kraf­ist end­ur­taln­ingar á atkvæð­un­um. Enn hafa mál­sókn­irnar og end­ur­taln­ing­arnar ekki breytt úrslit­unum að neinu ráð­i. 

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt New York Times um málið lýsti Emily W. Murp­hy, for­stjóri Stoð­þjón­ust­unn­ar, yfir sigri Biden á mánu­dag­inn eftir að þing­menn úr röðum repúblik­ana og áhrifa­fólk í við­skipta­líf­inu höfðu for­dæmt seina­gang­inn í að hefja form­leg valda­skipti. Sjálfur hefur Biden og helstu aðstoð­ar­menn hans hans haldið því fram að þessi seinkun ógni þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna og getu nýju rík­is­stjórn­ar­innar til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um.

Þrátt fyrir að hafa ekki enn við­ur­kennt ósigur í kosn­ing­unum lagði Trump þó blessun sína yfir ákvörðun Murphy í Twitt­er-­færslu sem birt­ist í gær­kvöldi og sjá má hér að neð­an. Í henni lof­samar frá­far­andi for­set­inn störf hennar hjá Stoð­þjón­ust­unni og segir bar­áttu sinni hvergi nær lok­ið. 

 

Starfs­hópur undir Biden sem sér um valda­skiptin fagn­aði svo ákvörðun Murphy í frétta­til­kynn­ingu sem send var út í gær­kvöldi, en sam­kvæmt henni var ákvörð­unin „nauð­syn­legt skref til að byrja að takast á við áskor­an­irnar sem þjóðin okkar stendur fyr­ir, að ná stjórn á far­aldr­inum og koma hag­kerf­inu aftur á rétta braut“.

Janet Yellen sem fjár­mála­ráð­herra

Sem liður í valda­skipt­unum hefur starfs­hópur Joe Biden stað­fest til­nefn­ingar til  ráð­herra í verð­andi rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna. Sem fjár­mála­ráð­herra ætlar Biden að til­nefna Janet Yellen, fyrrum aðal­hag­fræð­ing seðla­banka Banda­ríkj­anna, seðla­banka­stjóra og aðal­hag­fræð­ing fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Yellen er sér­fræð­ingur í vinnu­mark­aðs­hag­fræði, en hún hefur kennt við háskól­ana Berkel­ey, Harvard og London School of Economics. Hún var seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna á árunum 2014 til 2018 og sá þar um að vinda ofan af umfangs­mik­illi pen­inga­prentun sem bank­inn hafði ráð­ist í í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar árið 2008. Yellen, sem er 74 ára, var fyrsta konan til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra, en ef öld­unga­deild Banda­ríkja­þings stað­festir til­nefn­ingu Biden mun hún einnig verða fyrsti kven­kyns fjár­mála­ráð­herra lands­ins í 231 árs sögu emb­ætt­is­ins.

John Kerry sem sendi­herra lofts­lags­mála

Fjöl­miðlar vest­an­hafs hafa einnig stað­fest að Biden muni til­nefna John Kerry, fyrrum  for­seta­fram­bjóð­anda og utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sem sér­stakan sendi­herra lofts­lags­mála. 

Kerry, sem er 76 ára, var mót­fram­bjóð­andi George Bush yngri í for­seta­kosn­ing­unum árið 2004 og tap­aði þar með 251 kjör­manni gegn 286. Hann gegndi svo emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Baracks Obama á seinna kjör­tíma­bili hans árin 2013-2017. Sem utan­rík­is­ráð­herra skrif­aði hann undir Par­ís­ar­sátt­mál­ann fyrir hönd Banda­ríkj­anna árið 2016. 

Ólafur Ragnar Gríms­son fyrrum for­seti Íslands fagn­aði til­nefn­ingu Kerrys með Twitt­er-­færslu í gær, sem sjá má hér að neð­an. Í færsl­unni, sem skrifuð er á ensku, kallar Ólafur til­nefn­ing­una sögu­lega, auk þess sem hann deilir mynd­bandi af ræðu Kerry á ráð­stefnu Hring­borðs Norð­ur­slóða í fyrra. 

 

Fimm aðrir stað­festir

Til við­bótar við Yellen og Kerry hafa fjöl­miðlar stað­fest fimm aðra kandídata í verð­andi rík­is­stjórn Bidens. Alej­andro Mayorkas, sem var aðstoð­ar­for­stjóri inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á tíma­bil­inu 2013-2016, verður til­nefndur sem inn­an­rík­is­ráð­herra, en hann yrði fyrsti Banda­ríkja­mað­ur­inn af rómönskum upp­runa sem hefði umsjón yfir mál­efnum inn­flytj­enda þar í land­i. 

Sem utan­rík­is­ráð­herra hyggst Biden til­nefna Ant­ony J. Blin­ken, en sam­kvæmt breska blað­inu The Guar­dian er hann um margt frá­brugð­inn frá­far­andi utan­rík­is­ráð­herra, Mike Pompeo. Blin­ken, sem ólst að hluta til upp í Frakk­landi, hefur verið yfir­lýstur stuðn­ings­maður auk­innar sam­vinnu Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­landa. 

Þar að auki mun Biden til­nefna Avril D. Haines sem yfir­mann grein­ing­ar­deildar banda­rískra stjórn­valda (e. Director of National Intelli­g­ence) og yrði hún fyrst kvenna til að gegna því hlut­verki. Einnig er búist við því að fyrrum þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Bidens þegar hann gegndi emb­ætti vara­for­seta, Jake Sulli­van, verði til­nefndur þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi, auk þess sem Linda Thom­a­s-Green­fi­eld verði til­nefnd sem sendi­herra Banda­ríkj­anna við Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar