Samherji vill ekki svara spurningum um starfsemi „skæruliðadeildarinnar“

Kjarninn sendi ítarlega fyrirspurn til stjórnenda Samherja vegna gagna sem sýna fram á baktjaldamakk starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins, í samstarfi við stjórnendur. Samherji vill ekki svara spurningunum.

Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Auglýsing

Síð­ustu daga hefur Kjarn­inn fjallað ítar­lega um gögn sem sem sýna meðal ann­ars tölvu­póst­sam­skipti og sam­töl milli ein­stak­linga í spjall­for­riti þar sem rætt er um hvernig varn­ar­bar­átta Sam­herja hefur þró­ast frá því að opin­berun fjöl­miðla á hinu svo­kall­aða Namib­íu­máli – þar sem grunur er um mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti – varð í nóv­em­ber 2019.

Gögnin sýna að margir ein­stak­lingar innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar koma beint að öllum við­brögðum við þeim frétta­flutn­ingi og öðrum sem fylgt hafa í kjöl­far­ið. 

Þar ber að nefna Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, útgerð­ar­stjór­ann Krist­ján Vil­helms­son, Bald­vin Þor­steins­son, for­stjóra Sam­herja í Evr­ópu, son Þor­steins Más og einn helsta eig­andi Sam­herja á Íslandi, Björgólf Jóhanns­son, sem sett­ist um tíma í for­stjóra­stól Sam­herja eftir að Namib­íu­málið kom upp, Örnu Bryn­dísi McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herja til margra ára, og Óskar Magn­ús­son, sem situr í stjórn Sam­herja og hefur verið náinn ráð­gjafi Þor­steins Más árum sam­an. 

Auglýsing

Ráð­gjaf­inn og einka­spæj­ar­inn Jón Óttar Ólafs­son leikur stórt hlut­verk á bak­við tjöldin og það gerir Þor­björn Þórð­ar­son, lög­maður og ráð­gjafi, einnig ásamt skip­stjór­arnum Páli Stein­gríms­syni.

Fyr­ir­spurn í níu liðum

Í aðdrag­anda þess að Kjarn­inn hóf birt­ingu á umfjöllun sinni sem byggir á gögn­unum var send ítar­leg fyr­ir­spurn til helstu stjórn­enda Sam­herja. Þeirri fyr­ir­spurn var beint til Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, Björg­ólfs Jóhanns­sonar og Eiríks Jóhanns­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sam­herja.

Í fyr­ir­spurn­inni stóð: 

  • Af hverju er Sam­herji að setja fram greinar og sam­fé­lags­miðlaum­mæli í nafni ein­stak­lings þegar fyrir liggur að annar hópur á vegum fyr­ir­tæk­is­ins semur grein­arnar og ummæl­in?
  • Í gögn­unum kemur einnig fram að starfs­menn og ráð­gjafar Sam­herja hafi safnað upp­lýs­ingum um blaða­menn, lista­menn, stjórn­mála­menn og aðra sem hópur innan fyr­ir­tæk­is­ins telur sér óvin­veitta. Það á til að mynda við um upp­lýs­ingar um bif­reiða­eign rit­höf­und­ar, tengsl ýmissa blaða­manna sem starfa á mis­mun­andi miðlum og fjöl­skyldu­tengsl stjórn­mála­manna við fólk sem starfar innan fjöl­miðla­fyr­ir­tækja.
  • Af hverju eru starfs­menn Sam­herja að safna slíkum upp­lýs­ingum um fólk sem tjáir sig um fyr­ir­tæk­ið, annað hvort vinnu­tengt eða með því að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt á sam­fé­lags­miðl­um, með þessum hætti?

  • Hvernig vistar Sam­herji þessar upp­lýs­ing­ar? Eru þær t.d. vistaðar á mið­lægan hátt þannig að margir geti nálg­ast þær?
  • Í sam­tölum sem koma fram í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum kemur fram að ráð­gjafar og starfs­menn Sam­herja reyndu að hafa áhrif á nið­ur­stöðu for­manns­kjörs í stétt­ar-og fag­fé­lagi blaða­manna sem fram fór í lok síð­asta mán­að­ar. Í þeim sam­tölum var lögð áhersla á að það mætti alls ekki spyrj­ast út að Sam­herji eða ráð­gjafar fyr­ir­tæk­is­ins væru að beita sér fyrir því að nið­ur­staða kjörs­ins færi á ákveð­inn veg. Af hverju eru laun­aðir ráð­gjafar og starfs­menn Sam­herja að reyna að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar- og fag­fé­lagi sem eng­inn þeirra á aðild að og teng­ist starf­semi Sam­herja ekki á nokkurn hátt? 
  • Í gögn­unum er að finna mikið magn upp­lýs­inga um þann hóp sem vinnur að því að rétta hlut Sam­herja í því sem hluti hóps­ins skil­greinir sjálfur sem „stríð“. Er hægt að fá upp­lýs­ingar um hversu miklum fjár­munum Sam­herji hefur kostað til vegna starfa þessa hóps frá því í nóv­em­ber 2019?  Til frek­ari glöggv­unar þá sýna gögnin að  þeir sem vinna mestu vinn­una í hópnum vera Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafi Sam­herja, Arna Bryn­dís McClure, yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja, Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, og Jón Óttar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja. Auk þess virð­ast Björgólfur Jóhanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja og núver­andi ráð­gjafi fyr­ir­tæk­is­ins, og Óskar Magn­ús­son, stjórn­ar­maður í Sam­herja, leika lyk­il­hlut­verk í umræddu „stríð­i“. 
  • Í gögn­unum er að finna upp­lýs­ingar um sam­skipti Sam­herja við fær­eyskan fjöl­miðil þar sem rætt er um að grafa undan þeim frétta­mönnum sem unnu nýlega sjón­varps­þætti sem fjöll­uðu um starf­semi Sam­herja í Fær­eyj­u­m. Af hverju er Sam­herji að fal­ast eftir því að afhenda fjöl­miðli í Fær­eyjum gögn sem eiga að draga úr trú­verð­ug­leika ann­arra frétta­manna þar í landi?

  • Sam­kvæmt gögn­unum sagði Jón Óttar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja, frá því í byrjun febr­úar í sam­tali við aðra innan fyr­ir­tæk­is­ins að verið væri að skoða hvort Helgi Selj­an, blaða­maður Kveiks, væri staddur í Namib­íu. Hvernig fór sú „skoð­un“ fram?
  • Björgólfur Jóhanns­son hefur verið kjör­inn sem for­maður hlít­ing­ar­nefndar Sam­herja sem á að hafa yfir­um­sjón með reglu­vörslu og stjórn­ar­háttum innan sam­stæðu Sam­herja. Hvernig sam­ræm­ist sú staða þeirri hátt­semi sem hann virð­ist taka þátt í að skipu­leggja sem fyrr­ver­andi for­stjóri og ráð­gjafi?

Vilja ekki ljá umfjöllun vægi sem hún eigi ekki skilið

Í svari sem Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður á Lex, sendi fyrir hönd Sam­herja síð­degis á fimmtu­dag kom fram að fyrir lægi að þau gögn sem umfjöllun Kjarn­ans byggir á hafi feng­ist með inn­broti í síma og tölvu Páls Stein­gríms­son­ar, starfs­manns Sam­herja. Páll hafi kært inn­brotið og með­ferð gagn­anna til lög­reglu fyrir fáeinum dögum þar sem málið bíði lög­reglu­rann­sókn­ar. „Hvorki Sam­herji hf. né fyr­ir­svars­menn félags­ins munu fjalla um inn­tak gagna sem aflað hefur verið með refsi­verðum hætti. Með því væri verið að ljá umfjöllun vægi sem hún á ekki skil­ið. Fyr­ir­spurnum yðar verður því ekki svar­að.“

Í svari Arn­ars Þórs er þó til­tekið að rétt sé að fram komi að „starfs­fólk Sam­herja hf. hefur fullar heim­ildir til að ráða ráðum sínum um sam­eig­in­leg mál­efni sín og félags­ins og ekk­ert óeðli­legt við það, sér í lagi þegar þeir og félagið sæta slíkum árásum sem á þeim hafa dunið að und­an­förnu af hálfu fjöl­miðla.“

Ábyrgð­ar­menn Kjarn­ans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grund­völlur umfjöll­unar mið­ils­ins bár­ust frá þriðja aðila. Starfs­fólk Kjarn­ans hefur engin lög­brot framið og fjöldi for­dæma eru fyrir því hér­lendis sem erlendis að fjöl­miðlar birti gögn sem eiga erindi við almenn­ing án þess að hafa upp­lýs­ingar um hvernig þeirra var afl­að. Það var skýr nið­ur­staða ábyrgð­ar­manna Kjarn­ans að hluti gagn­anna ætti sterkt erindi og því eru almanna­hags­munir af því að fjalla um þau með ábyrgum hætti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent