Samherji vill ekki svara spurningum um starfsemi „skæruliðadeildarinnar“

Kjarninn sendi ítarlega fyrirspurn til stjórnenda Samherja vegna gagna sem sýna fram á baktjaldamakk starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins, í samstarfi við stjórnendur. Samherji vill ekki svara spurningunum.

Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Auglýsing

Síð­ustu daga hefur Kjarn­inn fjallað ítar­lega um gögn sem sem sýna meðal ann­ars tölvu­póst­sam­skipti og sam­töl milli ein­stak­linga í spjall­for­riti þar sem rætt er um hvernig varn­ar­bar­átta Sam­herja hefur þró­ast frá því að opin­berun fjöl­miðla á hinu svo­kall­aða Namib­íu­máli – þar sem grunur er um mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti – varð í nóv­em­ber 2019.

Gögnin sýna að margir ein­stak­lingar innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar koma beint að öllum við­brögðum við þeim frétta­flutn­ingi og öðrum sem fylgt hafa í kjöl­far­ið. 

Þar ber að nefna Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, útgerð­ar­stjór­ann Krist­ján Vil­helms­son, Bald­vin Þor­steins­son, for­stjóra Sam­herja í Evr­ópu, son Þor­steins Más og einn helsta eig­andi Sam­herja á Íslandi, Björgólf Jóhanns­son, sem sett­ist um tíma í for­stjóra­stól Sam­herja eftir að Namib­íu­málið kom upp, Örnu Bryn­dísi McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herja til margra ára, og Óskar Magn­ús­son, sem situr í stjórn Sam­herja og hefur verið náinn ráð­gjafi Þor­steins Más árum sam­an. 

Auglýsing

Ráð­gjaf­inn og einka­spæj­ar­inn Jón Óttar Ólafs­son leikur stórt hlut­verk á bak­við tjöldin og það gerir Þor­björn Þórð­ar­son, lög­maður og ráð­gjafi, einnig ásamt skip­stjór­arnum Páli Stein­gríms­syni.

Fyr­ir­spurn í níu liðum

Í aðdrag­anda þess að Kjarn­inn hóf birt­ingu á umfjöllun sinni sem byggir á gögn­unum var send ítar­leg fyr­ir­spurn til helstu stjórn­enda Sam­herja. Þeirri fyr­ir­spurn var beint til Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, Björg­ólfs Jóhanns­sonar og Eiríks Jóhanns­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sam­herja.

Í fyr­ir­spurn­inni stóð: 

  • Af hverju er Sam­herji að setja fram greinar og sam­fé­lags­miðlaum­mæli í nafni ein­stak­lings þegar fyrir liggur að annar hópur á vegum fyr­ir­tæk­is­ins semur grein­arnar og ummæl­in?
  • Í gögn­unum kemur einnig fram að starfs­menn og ráð­gjafar Sam­herja hafi safnað upp­lýs­ingum um blaða­menn, lista­menn, stjórn­mála­menn og aðra sem hópur innan fyr­ir­tæk­is­ins telur sér óvin­veitta. Það á til að mynda við um upp­lýs­ingar um bif­reiða­eign rit­höf­und­ar, tengsl ýmissa blaða­manna sem starfa á mis­mun­andi miðlum og fjöl­skyldu­tengsl stjórn­mála­manna við fólk sem starfar innan fjöl­miðla­fyr­ir­tækja.
  • Af hverju eru starfs­menn Sam­herja að safna slíkum upp­lýs­ingum um fólk sem tjáir sig um fyr­ir­tæk­ið, annað hvort vinnu­tengt eða með því að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt á sam­fé­lags­miðl­um, með þessum hætti?

  • Hvernig vistar Sam­herji þessar upp­lýs­ing­ar? Eru þær t.d. vistaðar á mið­lægan hátt þannig að margir geti nálg­ast þær?
  • Í sam­tölum sem koma fram í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum kemur fram að ráð­gjafar og starfs­menn Sam­herja reyndu að hafa áhrif á nið­ur­stöðu for­manns­kjörs í stétt­ar-og fag­fé­lagi blaða­manna sem fram fór í lok síð­asta mán­að­ar. Í þeim sam­tölum var lögð áhersla á að það mætti alls ekki spyrj­ast út að Sam­herji eða ráð­gjafar fyr­ir­tæk­is­ins væru að beita sér fyrir því að nið­ur­staða kjörs­ins færi á ákveð­inn veg. Af hverju eru laun­aðir ráð­gjafar og starfs­menn Sam­herja að reyna að hafa áhrif á nið­ur­stöðu í for­manns­kjöri í stétt­ar- og fag­fé­lagi sem eng­inn þeirra á aðild að og teng­ist starf­semi Sam­herja ekki á nokkurn hátt? 
  • Í gögn­unum er að finna mikið magn upp­lýs­inga um þann hóp sem vinnur að því að rétta hlut Sam­herja í því sem hluti hóps­ins skil­greinir sjálfur sem „stríð“. Er hægt að fá upp­lýs­ingar um hversu miklum fjár­munum Sam­herji hefur kostað til vegna starfa þessa hóps frá því í nóv­em­ber 2019?  Til frek­ari glöggv­unar þá sýna gögnin að  þeir sem vinna mestu vinn­una í hópnum vera Þor­björn Þórð­ar­son, ráð­gjafi Sam­herja, Arna Bryn­dís McClure, yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja, Páll Stein­gríms­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, og Jón Óttar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja. Auk þess virð­ast Björgólfur Jóhanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja og núver­andi ráð­gjafi fyr­ir­tæk­is­ins, og Óskar Magn­ús­son, stjórn­ar­maður í Sam­herja, leika lyk­il­hlut­verk í umræddu „stríð­i“. 
  • Í gögn­unum er að finna upp­lýs­ingar um sam­skipti Sam­herja við fær­eyskan fjöl­miðil þar sem rætt er um að grafa undan þeim frétta­mönnum sem unnu nýlega sjón­varps­þætti sem fjöll­uðu um starf­semi Sam­herja í Fær­eyj­u­m. Af hverju er Sam­herji að fal­ast eftir því að afhenda fjöl­miðli í Fær­eyjum gögn sem eiga að draga úr trú­verð­ug­leika ann­arra frétta­manna þar í landi?

  • Sam­kvæmt gögn­unum sagði Jón Óttar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja, frá því í byrjun febr­úar í sam­tali við aðra innan fyr­ir­tæk­is­ins að verið væri að skoða hvort Helgi Selj­an, blaða­maður Kveiks, væri staddur í Namib­íu. Hvernig fór sú „skoð­un“ fram?
  • Björgólfur Jóhanns­son hefur verið kjör­inn sem for­maður hlít­ing­ar­nefndar Sam­herja sem á að hafa yfir­um­sjón með reglu­vörslu og stjórn­ar­háttum innan sam­stæðu Sam­herja. Hvernig sam­ræm­ist sú staða þeirri hátt­semi sem hann virð­ist taka þátt í að skipu­leggja sem fyrr­ver­andi for­stjóri og ráð­gjafi?

Vilja ekki ljá umfjöllun vægi sem hún eigi ekki skilið

Í svari sem Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður á Lex, sendi fyrir hönd Sam­herja síð­degis á fimmtu­dag kom fram að fyrir lægi að þau gögn sem umfjöllun Kjarn­ans byggir á hafi feng­ist með inn­broti í síma og tölvu Páls Stein­gríms­son­ar, starfs­manns Sam­herja. Páll hafi kært inn­brotið og með­ferð gagn­anna til lög­reglu fyrir fáeinum dögum þar sem málið bíði lög­reglu­rann­sókn­ar. „Hvorki Sam­herji hf. né fyr­ir­svars­menn félags­ins munu fjalla um inn­tak gagna sem aflað hefur verið með refsi­verðum hætti. Með því væri verið að ljá umfjöllun vægi sem hún á ekki skil­ið. Fyr­ir­spurnum yðar verður því ekki svar­að.“

Í svari Arn­ars Þórs er þó til­tekið að rétt sé að fram komi að „starfs­fólk Sam­herja hf. hefur fullar heim­ildir til að ráða ráðum sínum um sam­eig­in­leg mál­efni sín og félags­ins og ekk­ert óeðli­legt við það, sér í lagi þegar þeir og félagið sæta slíkum árásum sem á þeim hafa dunið að und­an­förnu af hálfu fjöl­miðla.“

Ábyrgð­ar­menn Kjarn­ans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grund­völlur umfjöll­unar mið­ils­ins bár­ust frá þriðja aðila. Starfs­fólk Kjarn­ans hefur engin lög­brot framið og fjöldi for­dæma eru fyrir því hér­lendis sem erlendis að fjöl­miðlar birti gögn sem eiga erindi við almenn­ing án þess að hafa upp­lýs­ingar um hvernig þeirra var afl­að. Það var skýr nið­ur­staða ábyrgð­ar­manna Kjarn­ans að hluti gagn­anna ætti sterkt erindi og því eru almanna­hags­munir af því að fjalla um þau með ábyrgum hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent