Dregið úr grímuskyldu og fjöldatakmarkanir færðar upp í 150 manns

Ný reglugerð tekur gildi á þriðjudag þar sem samkomutakmarkanir verða rýmkaðar. Fallið verður frá áformum um litakóðunarkerfi á landamærum og komufarþegum frá hááhættusvæðum verður ekki skylt að dvelja í sóttvarnahúsi.

Um miðjan júní er gert ráð fyrir að 60% þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólusetningar.
Um miðjan júní er gert ráð fyrir að 60% þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólusetningar.
Auglýsing

Á þriðjudaginn mun heilbrigðisráðherra setja nýja reglugerð þar sem dregið verður úr grímuskyldu og létt verður á samkomutakmörkunum þannig að 150 manns munu mega koma saman í stað 50. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en sóttvarnaaðgerðir voru meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að framlengja reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin til 15 júní næstkomandi. „Á þeim tíma er gert ráð fyrir að a.m.k. 60% þjóðarinnar, sem jafngildir 75% af þeim sem áætlað er að bjóða í bólusetningu, hafi fengið a.m.k. fyrri skammt bólusetningar. Með þessu er tekið undir sjónarmið sóttvarnalæknis um að skynsamlegt sé að halda sýnatöku á landamærum óbreyttri um sinn í því skyni að geta hafið afléttingu sýnatöku á landamærum um miðjan júní,“ segir í tilkynningunni.

Ekki skylda að dvelja í sóttvarnahúsi

Reglugerðin mun engu að síður taka einhverjum breytingum. Þannig verður skyldudvöl í sóttvarnahúsi vegna komu frá hááhættusvæði felld úr gildi. Sóttvarnahúsin verða enn notuð en notkunin færist í fyrra horf. Þau verða því í notkun fyrir einstaklinga sem gert er að sæta sóttkví og eiga ekki samastað hér á landi eða geta af öðrum sökum ekki eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum.

Auglýsing

Þar kemur einnig fram að reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum áhættusvæðum vegna COVID-19 muni falla úr gildi 1. júní næstkomandi.

Þá var á ríkisstjórnarfundinum ákveðið að litakóðakerfi á landamærunum muni ekki taka gildi. Nú sé stefnt að því að aflétta aðgerðum á landamærunum hraðar gagnvart öllum löndum, óháð stöðu faraldursins í þeim vegna þess að fjöldi bólusettra eykst hröðum skrefum, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Við slíkar aðstæður er enginn ávinningur í því að taka upp litakóðakerfi í skamman tíma.“

Það er bjartur maídagur í dag og það birtir til í samfélaginu öllu. Á þriðjudaginn mun heilbrigðisráðherra setja nýja...

Posted by Katrín Jakobsdóttir on Friday, May 21, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent