Dregið úr grímuskyldu og fjöldatakmarkanir færðar upp í 150 manns

Ný reglugerð tekur gildi á þriðjudag þar sem samkomutakmarkanir verða rýmkaðar. Fallið verður frá áformum um litakóðunarkerfi á landamærum og komufarþegum frá hááhættusvæðum verður ekki skylt að dvelja í sóttvarnahúsi.

Um miðjan júní er gert ráð fyrir að 60% þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólusetningar.
Um miðjan júní er gert ráð fyrir að 60% þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólusetningar.
Auglýsing

Á þriðju­dag­inn mun heil­brigð­is­ráð­herra setja nýja reglu­gerð þar sem dregið verður úr grímu­skyldu og létt verður á sam­komu­tak­mörk­unum þannig að 150 manns munu mega koma saman í stað 50. Þetta kemur fram í Face­book-­færslu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, en sótt­varna­að­gerðir voru meðal þess sem rætt var á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins hefur heil­brigð­is­ráð­herra ákveðið að fram­lengja reglu­gerð um sótt­kví og ein­angrun og sýna­töku við landa­mærin til 15 júní næst­kom­andi. „Á þeim tíma er gert ráð fyrir að a.m.k. 60% þjóð­ar­inn­ar, sem jafn­gildir 75% af þeim sem áætlað er að bjóða í bólu­setn­ingu, hafi fengið a.m.k. fyrri skammt bólu­setn­ing­ar. Með þessu er tekið undir sjón­ar­mið sótt­varna­læknis um að skyn­sam­legt sé að halda sýna­töku á landa­mærum óbreyttri um sinn í því skyni að geta hafið aflétt­ingu sýna­töku á landa­mærum um miðjan jún­í,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ekki skylda að dvelja í sótt­varna­húsi

Reglu­gerðin mun engu að síður taka ein­hverjum breyt­ing­um. Þannig verður skyldu­dvöl í sótt­varna­húsi vegna komu frá háá­hættu­svæði felld úr gildi. Sótt­varna­húsin verða enn notuð en notk­unin fær­ist í fyrra horf. Þau verða því í notkun fyrir ein­stak­linga sem gert er að sæta sótt­kví og eiga ekki sama­stað hér á landi eða geta af öðrum sökum ekki eða vilja ekki ein­angra sig í hús­næði á eigin veg­um.

Auglýsing

Þar kemur einnig fram að reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra um bann við ónauð­syn­legum ferða­lögum frá skil­greindum áhættu­svæðum vegna COVID-19 muni falla úr gildi 1. júní næst­kom­andi.

Þá var á rík­is­stjórn­ar­fund­inum ákveðið að lita­kóða­kerfi á landa­mær­unum muni ekki taka gildi. Nú sé stefnt að því að aflétta aðgerðum á landa­mær­unum hraðar gagn­vart öllum lönd­um, óháð stöðu far­ald­urs­ins í þeim vegna þess að fjöldi bólu­settra eykst hröðum skref­um, eins og það er orðað í til­kynn­ing­unni. „Við slíkar aðstæður er eng­inn ávinn­ingur í því að taka upp lita­kóða­kerfi í skamman tíma.“

Það er bjartur maí­dagur í dag og það birtir til í sam­fé­lag­inu öllu. Á þriðju­dag­inn mun heil­brigð­is­ráð­herra setja nýja...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Fri­day, May 21, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent