Þorsteinn Már sestur aftur í stól stjórnarformanns Síldarvinnslunnar

Forstjóri Samherja steig til hliðar sem formaður stjórnar Síldarvinnslunnar, sem Samherjasamstæðan á 49,9 prósent hlut í, eftir að Samherjamálið var opinberað í nóvember 2019. Hann er nú tekinn aftur við því starfi.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Þorsteinn Már Baldvinsson er tekinn aftur við sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi hennar um miðjan síðasta mánuð og var nýverið tilkynnt til fyrirtækjaskrár Skattsins. 

Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem formaður stjórnar fyrirtækisins 18. nóvember í fyrra. Skömmu áður hafði hann líka hætt sem forstjóri Samherja. Hann settist aftur í þann stól 27. mars síðastliðinn. 

Ástæður þess að Þorsteinn Már steig til hliðar voru þær að Kveik­­­ur, Stund­in, Wikileaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göngu. Í umfjöll­un­inni steig fram upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður Sam­herja í Namib­­íu, sem sagði að öll ætluð mút­u­brot Sam­herja í land­inu hefði verið fram­­kvæmd með vit­und og vilja for­­stjór­ans, Þor­steins Más.

Auglýsing
Samherji á, beint og óbeint, 49,9 prósent hlut í Síldarvinnslunni. Lög skilgreina aðila í sjávarútvegi ekki tengda nema einn eigi meirihluta í öðrum. Því eru Samherji og Síldarvinnslan ekki skilgreind sem tengdir aðilar.Hér má sjá þær breytingar sem orðið hafa á stjórn Síldarvinnslunnar síðastliðið tæpt ár.

Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu 20. nóvember 2019 að þegar Samherji kynnti samstæðu sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Þetta sýndu glærukynningar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wikileaks birti vegna Samherjamálsins. 

Með réttarstöðu sakbornings

Í byrjun september 2020 var greint frá því á Kjarnanum að Þorsteinn Már væri á meðal sem ein­stak­linga sem eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á starf­semi Sam­herj­a. Í mál­inu er grunur er að um mútu­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­ars til erlendra opin­berra starfs­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auðg­un­ar­brot.  

Hinir fimm sem kall­aðir hafa verið inn til til yfir­heyrslu og fengið rétt­ar­stöðu sak­born­ings við hana eru Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, Arna McClure, yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Aðal­steinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, og Jóhannes Stef­áns­son.

Auk héraðssaksóknara hefur embætti skattrannsóknarstjóra haft mál tengd Samherja til rannsóknar hérlendis. Þá eru þau einnig til rannsóknar í Namibíu og Noregi. 

Stærsta sjávarútvegsblokk Íslands

Samherjasamstæðan er sú sem heldur samanlagt á mestum kvóta á Íslandi. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Samherja hf, er með næst mesta afla­hlut­deild í íslenskri efnahagslögsögu allra sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, eða 7,02 pró­sent. ­Út­gerð­­­­­ar­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­fest­inga­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­sent hans. 

Síld­­­­­ar­vinnslan er svo með 5,2 pró­sent afla­hlut­deild og Berg­ur-Hug­inn, í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, er með 2,3 pró­sent af heild­ar­kvóta til umráða. 

Auk þess á Síldarvinnslan 75,20 prósent hlut í Runólfi Hallfreðssyni ehf., sem heldur á 0,62 prósent af úthlutuðum kvóta. Sam­an­lagt er þessi blokk að minnsta kosti 17,1 pró­sent afla­hlut­deild. 

Á annað hundrað milljarðar í eigið fé

Kjarninn greindi frá því í byrjun október að Sam­herji hf., annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, hefði hagn­aðst um 64,8 millj­ónir evra, um níu millj­arða króna á með­al­gengi árs­ins 2019, í fyrra. Það er mjög svip­aður hagn­aður og var af starf­sem­inni árið 2018, þegar hagn­að­ur­inn var 63,7 millj­ónir evra. Um er að ræða þann hluta sem heldur utan um þorra inn­lendrar starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unnar og starf­semi hennar í Fær­eyj­um.

Stærsti eig­andi Sam­herja hf. í dag er félagið K&B ehf., sem er í 2,1 pró­sent eigu Þor­steins Más, for­stjóra Sam­herja, 49 pró­sent eigu Bald­vins Þor­steins­son­ar, sonar hans, og 48,9 pró­sent eigu Kötlu Þor­steins­dótt­ur, dóttur Þor­steins Más. Það á 43,1 pró­sent í félag­inu. Þar á eftir kemur Krist­ján Vil­helms­son með 28,3 pró­sent hluti. Þar á eftir kemur félagið Bliki ehf. með 11,9 pró­sent hlut. Fram­In­vest Sp/f er skráð fyrir 27,5 pró­­senta hlut í Blika. Það félag er skráð í Fær­eyj­­um. Þor­­steinn Már er helsti skráði stjórn­­andi þess félags.

Eigið fé Samherja hf. er 451,9 millj­ónir evra, tæp­lega 63 millj­arðar króna. 

Sam­herji Hold­ing, hinn helm­ingur sam­stæð­unn­ar, hefur ekki skilað inn árs­reikn­ingi. Sam­herj­a-­sam­stæðan átti eigið fé upp á 110,7 millj­arða króna í lok árs 2018.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent