Fyrsta lota Borgarlínu skili 25,6 milljarða samfélagsábata á næstu 30 árum

Borgarlína er þjóðhagslega arðbært verkefni sem áætlað er að skili miklum samfélagslegum ábata næstu 30 árin, helst í formi styttri ferðatíma með almenningssamgöngum, samkvæmt nýrri félagshagfræðilegri greiningu frá COWI og Mannviti.

Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Auglýsing

Borg­ar­lína er þjóð­hags­lega arð­bært verk­efni og er áætlað að fyrsta lota hennar skili 25,6 millj­arða sam­fé­lags­legum ábata á næstu 30 árum, umfram stofn- og rekstr­ar­kostn­að. Þetta kemur fram í skýrslu frá dönsku verk­fræði­stof­unni COWI og verk­fræði­stof­unni Mann­viti, sem kynnt var í dag. 

Um er að ræða svo­kall­aða félags­hag­fræði­lega grein­ingu, sem hefur ekki verið beitt á almenn­ings­sam­göngu­verk­efni hér á landi áður.  Not­ast er við sömu aðferða­fræði og hefur verið notuð við grein­ingu á sam­göngu­fram­kvæmdum erlend­is, t.d. Metro í Kaup­manna­höfn og létt­lest­ar­kerfum í Óðins­véum og Árós­um­.

Í skýrsl­unni er lagt mat á sam­fé­lags­legan ábata og kostnað vegna fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem skipt­ist í þrjá áfanga. Fyrsti áfang­inn nær frá Hamra­borg að Ártúns­höfða, sá annar frá Hamra­borg að Lindum í Kópa­vogi og sá þriðji frá Voga­byggð að Mjódd. Alls er þetta um 25 kíló­metrar af innviðum fyrir svo­kallað BRT-hrað­vagna­kerfi, stræt­is­vagna í sér­rými.

Sam­an­lagður kostn­aður við þessar fram­kvæmdir er met­inn á 25,37 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2020, en við þá útreikn­inga er stuðst við kostn­að­ar­mat Mann­vits frá árinu 2017 sem hefur verið rýnt af starfs­mönnum Verk­efna­stofu Borg­ar­línu. Sú tala er með 30 pró­sent óvissu­á­lagi inni­földu.

Enn er þó gert ráð fyrir 50 pró­sent óvissu­á­lagi ofan á fram­kvæmd­ina og færi heild­ar­fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn þá upp í 38,05 millj­arða króna. Við útreikn­inga á sam­fé­lags­lega ábat­anum er áætlað að fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn fari upp í þak þessa óvissu­á­lags.

Auglýsing

Lilja G. Karls­dóttir sam­göngu­verk­fræð­ingur hjá Verk­efna­stofu Borg­ar­línu sagði í sam­tali við Kjarn­ann í sumar að ákjós­an­leg­ast væri að vera kom­inn með með óvissu­pró­sent­una niður í um það bil 10 pró­sent þegar fram­kvæmdir væru að hefj­ast.

Heild­ar­á­bat­inn met­inn 93,6 millj­arðar

Sam­fé­lags­legi ábat­inn af fyrstu lotu Borg­ar­línu er met­inn á alls 93,6 millj­arða króna í skýrslu COWI og Mann­vits og skýrist hann aðal­lega af þeim mikla ábata sem áætlað er að fram­kvæmdin muni skila far­þegum sem nota almenn­ings­sam­göng­ur, bæði þeim sem þær nota í dag og þeim sem munu byrja að nota þær á tíma­bil­inu. Sér­stak­lega skýrist þessi ábati af tíma­sparn­aði far­þega, bæði hvað varðar ferða­tíma og bið­tíma. 

Búist er við að þessi tíma­sparn­aður í kerf­inu muni leiða til þess að hlut­deild þeirra sem noti almenn­ings­sam­göngur vaxi og það hafi þau áhrif tekjur Strætó muni vaxa um 9,6 millj­arða króna á öllu 30 mats­tíma­bil­inu.

Á móti er áætlað að árlegur rekstr­ar­kostn­aður Strætó muni aukast um 2 millj­arða króna vegna Borg­ar­línu, en í félags­hag­fræði­legu grein­ing­unni er gert ráð fyrir því að heild­ar­á­hrif Borg­ar­línu á rekstr­ar­kostnað Strætó verði nei­kvæð um 17,1 millj­arð króna.

Bíla­um­ferð verði fyrir nei­kvæðum áhrifum

Á móti kemur þó að fram­kvæmdin er talin hafa nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér fyrir umferð bíla, sendi­bíla og þunga­flutn­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er sam­an­legt tap af þessum völdum verð­metið á 19,4 millj­arða króna til næstu 30 ára og skýrist það að miklu leyti af auknum tíma á bak við stýrið með til­komu Borg­ar­línu.

Gert er ráð fyrir því í skýrsl­unni að dag­legum bíl­ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni fækka lít­il­lega á tíma­bil­inu, úr um það bil 1.205.000 ferðum niður í 1.196.000 ferðir og að sökum þess að færri muni velja bíl­inn sem far­ar­máta muni umferð­ar­tafir heilt yfir verða minni.

Þrátt fyrir það verði hver og einn bíl­stjóri oftar fyrir umferð­artöf­um, en að sá heild­ar­tími sem varið er í umferð­ar­tafir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yrði minni en ef Borg­ar­lína yrði ekki byggð.

Fýsi­leiki helst við­kvæmur fyrir því að ferða­tími minnki ekki eins og stefnt er að

Félags­hag­fræði­lega grein­ingin styðst við fjölda for­sendna og að þeim öllum gefnum er verk­efnið þjóð­hags­lega arð­bært og sam­fé­lags­á­bat­inn met­inn 25,6 millj­arðar til 30 ára sem áður seg­ir.

Í grein­ingu COWI og Mann­vits var þó líka gerð svokölluð næmni­grein­ing, þar sem óvissu­þættir eða for­sendur eru skoð­aðar og metið hvort verk­efnið verði enn þjóð­hags­lega arð­bært og fýsi­legt ef veru­legar breyt­ingar yrðu á for­send­un­um.

Verk­efnið stenst þessa næmni­grein­ingu vel, sam­kvæmt skýrsl­unni. Borg­ar­lína yrði til dæmis enn þjóð­hags­lega arð­bær þrátt fyrir að fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn yrði 25 pró­sentum hærri en gert er ráð fyr­ir. 

Þannig er búið að slá í raun þre­faldan varnagla ofan á að þjóð­hags­lega hag­kvæmni verk­efn­is­ins með til­liti til kostn­að­ar, því þessi 25 pró­sent kostn­að­ar­aukn­ing leggst ofan á 30 pró­sent óvissu sem er í kostn­að­ar­á­ætlun eins og hún er í dag og 50 pró­sent óvissu sem bætt var ofan á þá tölu í félags­hag­fræði­legu grein­ing­unni.

Einnig yrði Borg­ar­lína enn þjóð­hags­lega arð­bær og fýsi­leg þrátt fyrir að rekstr­ar­kostn­að­ur­inn yrði 50 pró­sentum hærri en ráð­gert er.

Það sem helst ógnar fýsi­leika Borg­ar­línu, sam­kvæmt skýrsl­unni, er að eitt­hvað verði til þess að ferða­tíma­sparn­aður far­þega í almenn­ings­sam­göngum verði ekki jafn mik­ill og lagt er upp með.

Í hina átt­ina eru líka ákveðnir óvissu­þættir sem gætu stór­aukið ábatann af Borg­ar­línu. Þar ber helst að að nefna minnk­andi einka­bíla­eigu almenn­ings, en sam­kvæmt útreikn­ingum COWI og Mann­vits gæti sam­fé­lags­legi heild­ar­á­bat­inn af Borg­ar­línu rokið upp í 67,1 millj­arð króna á þessu 30 ára tíma­bili ef svo fer að bíla­eign þeirra sem búa í fjöl­býl­is­húsum drag­ist saman um 5,3 pró­sent og bíla­eign þeirra sem búa í ein­býl­is­húsum um drag­ist saman um 1,3 pró­sent með til­komu Borg­ar­línu.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin hefur verið leið­rétt. Áður sagði að félags­hag­fræði­leg grein­ing sem þessi hefði aldrei verið fram­kvæmd í tengslum við stórt sam­göngu­fram­kvæmda­verk­efni á Íslandi, en það er rangt. Slíkar hafa verið fram­kvæmdar m.a. vegna fram­tíð­ar­stað­setn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vallar og í tengslum við svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, flug­völl í Hvassa­hrauni og Ásvalla­braut í Hafn­ar­firði.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent