Fyrsta lota Borgarlínu skili 25,6 milljarða samfélagsábata á næstu 30 árum

Borgarlína er þjóðhagslega arðbært verkefni sem áætlað er að skili miklum samfélagslegum ábata næstu 30 árin, helst í formi styttri ferðatíma með almenningssamgöngum, samkvæmt nýrri félagshagfræðilegri greiningu frá COWI og Mannviti.

Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Borgarlínukerfið eins og ráðgert er að það verði orðið árið 2034. Í þessu félagshagfræðilega mati er þó einungis fyrsta lota Borgarlínu undir.
Auglýsing

Borg­ar­lína er þjóð­hags­lega arð­bært verk­efni og er áætlað að fyrsta lota hennar skili 25,6 millj­arða sam­fé­lags­legum ábata á næstu 30 árum, umfram stofn- og rekstr­ar­kostn­að. Þetta kemur fram í skýrslu frá dönsku verk­fræði­stof­unni COWI og verk­fræði­stof­unni Mann­viti, sem kynnt var í dag. 

Um er að ræða svo­kall­aða félags­hag­fræði­lega grein­ingu, sem hefur ekki verið beitt á almenn­ings­sam­göngu­verk­efni hér á landi áður.  Not­ast er við sömu aðferða­fræði og hefur verið notuð við grein­ingu á sam­göngu­fram­kvæmdum erlend­is, t.d. Metro í Kaup­manna­höfn og létt­lest­ar­kerfum í Óðins­véum og Árós­um­.

Í skýrsl­unni er lagt mat á sam­fé­lags­legan ábata og kostnað vegna fyrstu lotu Borg­ar­línu, sem skipt­ist í þrjá áfanga. Fyrsti áfang­inn nær frá Hamra­borg að Ártúns­höfða, sá annar frá Hamra­borg að Lindum í Kópa­vogi og sá þriðji frá Voga­byggð að Mjódd. Alls er þetta um 25 kíló­metrar af innviðum fyrir svo­kallað BRT-hrað­vagna­kerfi, stræt­is­vagna í sér­rými.

Sam­an­lagður kostn­aður við þessar fram­kvæmdir er met­inn á 25,37 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2020, en við þá útreikn­inga er stuðst við kostn­að­ar­mat Mann­vits frá árinu 2017 sem hefur verið rýnt af starfs­mönnum Verk­efna­stofu Borg­ar­línu. Sú tala er með 30 pró­sent óvissu­á­lagi inni­földu.

Enn er þó gert ráð fyrir 50 pró­sent óvissu­á­lagi ofan á fram­kvæmd­ina og færi heild­ar­fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn þá upp í 38,05 millj­arða króna. Við útreikn­inga á sam­fé­lags­lega ábat­anum er áætlað að fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn fari upp í þak þessa óvissu­á­lags.

Auglýsing

Lilja G. Karls­dóttir sam­göngu­verk­fræð­ingur hjá Verk­efna­stofu Borg­ar­línu sagði í sam­tali við Kjarn­ann í sumar að ákjós­an­leg­ast væri að vera kom­inn með með óvissu­pró­sent­una niður í um það bil 10 pró­sent þegar fram­kvæmdir væru að hefj­ast.

Heild­ar­á­bat­inn met­inn 93,6 millj­arðar

Sam­fé­lags­legi ábat­inn af fyrstu lotu Borg­ar­línu er met­inn á alls 93,6 millj­arða króna í skýrslu COWI og Mann­vits og skýrist hann aðal­lega af þeim mikla ábata sem áætlað er að fram­kvæmdin muni skila far­þegum sem nota almenn­ings­sam­göng­ur, bæði þeim sem þær nota í dag og þeim sem munu byrja að nota þær á tíma­bil­inu. Sér­stak­lega skýrist þessi ábati af tíma­sparn­aði far­þega, bæði hvað varðar ferða­tíma og bið­tíma. 

Búist er við að þessi tíma­sparn­aður í kerf­inu muni leiða til þess að hlut­deild þeirra sem noti almenn­ings­sam­göngur vaxi og það hafi þau áhrif tekjur Strætó muni vaxa um 9,6 millj­arða króna á öllu 30 mats­tíma­bil­inu.

Á móti er áætlað að árlegur rekstr­ar­kostn­aður Strætó muni aukast um 2 millj­arða króna vegna Borg­ar­línu, en í félags­hag­fræði­legu grein­ing­unni er gert ráð fyrir því að heild­ar­á­hrif Borg­ar­línu á rekstr­ar­kostnað Strætó verði nei­kvæð um 17,1 millj­arð króna.

Bíla­um­ferð verði fyrir nei­kvæðum áhrifum

Á móti kemur þó að fram­kvæmdin er talin hafa nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér fyrir umferð bíla, sendi­bíla og þunga­flutn­inga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er sam­an­legt tap af þessum völdum verð­metið á 19,4 millj­arða króna til næstu 30 ára og skýrist það að miklu leyti af auknum tíma á bak við stýrið með til­komu Borg­ar­línu.

Gert er ráð fyrir því í skýrsl­unni að dag­legum bíl­ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni fækka lít­il­lega á tíma­bil­inu, úr um það bil 1.205.000 ferðum niður í 1.196.000 ferðir og að sökum þess að færri muni velja bíl­inn sem far­ar­máta muni umferð­ar­tafir heilt yfir verða minni.

Þrátt fyrir það verði hver og einn bíl­stjóri oftar fyrir umferð­artöf­um, en að sá heild­ar­tími sem varið er í umferð­ar­tafir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yrði minni en ef Borg­ar­lína yrði ekki byggð.

Fýsi­leiki helst við­kvæmur fyrir því að ferða­tími minnki ekki eins og stefnt er að

Félags­hag­fræði­lega grein­ingin styðst við fjölda for­sendna og að þeim öllum gefnum er verk­efnið þjóð­hags­lega arð­bært og sam­fé­lags­á­bat­inn met­inn 25,6 millj­arðar til 30 ára sem áður seg­ir.

Í grein­ingu COWI og Mann­vits var þó líka gerð svokölluð næmni­grein­ing, þar sem óvissu­þættir eða for­sendur eru skoð­aðar og metið hvort verk­efnið verði enn þjóð­hags­lega arð­bært og fýsi­legt ef veru­legar breyt­ingar yrðu á for­send­un­um.

Verk­efnið stenst þessa næmni­grein­ingu vel, sam­kvæmt skýrsl­unni. Borg­ar­lína yrði til dæmis enn þjóð­hags­lega arð­bær þrátt fyrir að fram­kvæmda­kostn­að­ur­inn yrði 25 pró­sentum hærri en gert er ráð fyr­ir. 

Þannig er búið að slá í raun þre­faldan varnagla ofan á að þjóð­hags­lega hag­kvæmni verk­efn­is­ins með til­liti til kostn­að­ar, því þessi 25 pró­sent kostn­að­ar­aukn­ing leggst ofan á 30 pró­sent óvissu sem er í kostn­að­ar­á­ætlun eins og hún er í dag og 50 pró­sent óvissu sem bætt var ofan á þá tölu í félags­hag­fræði­legu grein­ing­unni.

Einnig yrði Borg­ar­lína enn þjóð­hags­lega arð­bær og fýsi­leg þrátt fyrir að rekstr­ar­kostn­að­ur­inn yrði 50 pró­sentum hærri en ráð­gert er.

Það sem helst ógnar fýsi­leika Borg­ar­línu, sam­kvæmt skýrsl­unni, er að eitt­hvað verði til þess að ferða­tíma­sparn­aður far­þega í almenn­ings­sam­göngum verði ekki jafn mik­ill og lagt er upp með.

Í hina átt­ina eru líka ákveðnir óvissu­þættir sem gætu stór­aukið ábatann af Borg­ar­línu. Þar ber helst að að nefna minnk­andi einka­bíla­eigu almenn­ings, en sam­kvæmt útreikn­ingum COWI og Mann­vits gæti sam­fé­lags­legi heild­ar­á­bat­inn af Borg­ar­línu rokið upp í 67,1 millj­arð króna á þessu 30 ára tíma­bili ef svo fer að bíla­eign þeirra sem búa í fjöl­býl­is­húsum drag­ist saman um 5,3 pró­sent og bíla­eign þeirra sem búa í ein­býl­is­húsum um drag­ist saman um 1,3 pró­sent með til­komu Borg­ar­línu.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin hefur verið leið­rétt. Áður sagði að félags­hag­fræði­leg grein­ing sem þessi hefði aldrei verið fram­kvæmd í tengslum við stórt sam­göngu­fram­kvæmda­verk­efni á Íslandi, en það er rangt. Slíkar hafa verið fram­kvæmdar m.a. vegna fram­tíð­ar­stað­setn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vallar og í tengslum við svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, flug­völl í Hvassa­hrauni og Ásvalla­braut í Hafn­ar­firði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent