Fréttamenn Kveiks koma af fjöllum

Annar forstjóri Samherja segir það útúrsnúninga og eftiráskýringar að ásakanir sem Samherji telur að hafi komið fram í Kveiksþætti í nóvember í fyrra, hafi ekki komið þar fram.

Auglýsing

Hún var athygl­is­verð fréttin sem birt­ist í Kjarn­anum 8. sept­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem kom fram að Sam­herji hefði, með sjón­varps­þætti sínum um Cape Cod, leið­rétt ásak­anir úr Kveik sem aldrei hefðu verið settar fram. 

Mér var bent á að frétta­menn Kveiks hefðu deilt þess­ari frétt á sam­fé­lags­miðlum og þannig lýst vel­þóknun sinni á efni henn­ar. Í þætti Sam­herja voru dregnar saman þrjár helstu ásak­an­irnar úr þætti Kveiks frá 26. nóv­em­ber 2019 og þeim svar­að. Í fyrsta lagi að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod. Í öðru lagi að pen­ingar frá Namibíu hafi streymt til Cape Cod og þeir verið „þvegn­ir“ og í þriðja lagi að DNB hafi á end­anum fund­ist þetta óþægi­legt og lokað á við­skipti Cape Cod. 

Frétta­menn Kveiks full­yrða nú að þeir hafi aldrei sett þessar ásak­anir fram. Það er með nokkrum ólík­ind­um. Var þá upp­lifun okk­ar, stjórn­enda og starfs­fólks Sam­herja og fjöl­margra ann­arra sem horfðu á Kveik, bara ein­tómir hug­ar­ór­ar? Vorum við ímynda okkur það sem við sáum og heyrð­um? Þá er ekki nema von að menn spyrji, um hvað var eig­in­lega þessi Kveiks­þátt­ur, þar sem fjallað var um Cape Cod, ef hann fjall­aði ekki um þau atriði sem Sam­herji vildi leið­rétta?  

Útúr­snún­ingar og eft­irá­skýr­ingar

Þegar grannt er skoðað er ljóst að það eru útúr­snún­ingar og eft­irá­skýr­ingar að halda því fram að áður­nefndar ásak­anir hafi ekki komið fram í Kveik.

Á tveimur stöðum í þætt­inum er ýjað sterk­lega að því eða sagt beint út að Sam­herji hafi verið tal­inn eig­andi félags­ins Cape Cod, sem hann er ekki og hefur aldrei ver­ið, enda er félagið í eigu þýsku starfs­manna­leig­unnar JPC Shipmana­gement. 

Á mín­útu 18:05 í þætti Kveiks kemur þetta fram: „Horft er á það sem virð­ast vera veikar varnir og aðgerðir norska rík­is­bank­ans DNB við pen­inga­þvætt­i.“ Alls kemur orðið „pen­inga­þvætti“ fjórum sinnum fyrir í þeim hluta þátt­ar­ins þar sem Cape Cod er til umfjöll­un­ar. 

Í þætt­inum er fjallað um athugun sem norski bank­inn DNB gerði á móð­ur­fé­lagi Cape Cod. Á mín­útu 19:18 er eft­ir­far­andi full­yrt: „Gögnin benda til að eftir þessa skoðun hafi bank­inn áfram leyft millj­örðum að flæða um reikn­inga félag­anna tveggja.“ 

Auglýsing
Strax í næstu setn­ingu þar á eftir er fjallað um að DNB hafi ekki brugð­ist við stöð­unni. Svo er eft­ir­far­andi full­yrt: „Vís­bend­ingar eru um að greiðslur hafi farið til Banda­ríkj­anna fyrir mis­tök, jafn­vel þó að starfs­menn bank­ans vissu að það ætti ekki að afgreiða þær. Allt er þetta þvert á mark­mið með eft­ir­liti um pen­inga­þvætti sem á að fara fram innan fjár­mála­stofn­ana.“

Á mín­útu 21:28 er Aðal­steinn Kjart­ans­son, frétta­mað­ur, í mynd og segir eft­ir­far­andi: „Yf­ir­lit yfir banka­við­skipti Sam­herja sýna að millj­arðar flæddu frá félögum tengdum útgerð­ar­ris­anum til Cape Cod. Og, ekki bara til félags­ins til að standa straum af launa­greiðsl­um, heldur hafa fjár­munir einnig borist Sam­herj­a­fé­lög­unum frá Cape Cod.“

Strax á eftir koma fram full­yrð­ingar um greiðslur frá félögum Sam­herja á Kýpur til Cape Cod og norska bank­anum DNB hafi „þótt þetta óþægi­legt“ og lokað reikn­ingum Cape Cod af þeim sök­um. Þess var hvergi getið í Kveik að norski bank­inn DNB hafi gert áður­nefnda athugun vegna milli­færslna til Rúss­lands og Úkra­ínu, til að greiða þar­lendum skip­verjum sem störf­uðu í útgerð­inni í Namib­íu, því á þessum tíma var Rúss­land á válista. Þetta kom ekki fram í Kveik því Aðal­steinn Kjart­ans­son sleit upp­lýs­ingar í skjal­inu frá DNB úr sam­hengi og birti aðeins þær upp­lýs­ing­ar, hluta úr setn­ingu, sem þjón­uðu sög­unni. Ég veit auð­vitað ekki hvers vegna fram­setn­ingin var með þessum hætti en eins og ég nefndi í þætt­inum okkar þá kemur tvennt til greina, ill­vilji eða yfir­sjón. 

Þætt­inum afneitað

Í ljósi fram­an­greindra atriða velti ég því fyrir mér hvort blaða­maður Kjarn­ans hafi yfir höfuð horft á Kveiks­þátt­inn frá 26. nóv­em­ber 2019 og þátt Sam­herja eða hvort hann hafi verið sof­andi þegar hann gerði það. 

Það sem stendur eftir er að Aðal­steinn Kjart­ans­son, frétta­maður Rík­is­út­varps­ins, hefur núna tví­vegis á innan við ári dregið í land eða hrein­lega afneitað þeim full­yrð­ingum sem hann setti fram í Kveik. Menn hljóta eðli­lega að spyrja sig hvort hann standi í dag við eitt­hvað af því sem sagt var í þætt­in­um.

Er ekki eðli­leg krafa að Aðal­steinn geri nýjan þátt þar sem hann á skýran hátt setur fram þær ásak­anir sem mjög margir töldu vera í Kveik en var greini­lega byggt á mis­skiln­ingi?

Höf­undur er for­stjóri Sam­herja hf. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar