Fréttamenn Kveiks koma af fjöllum

Annar forstjóri Samherja segir það útúrsnúninga og eftiráskýringar að ásakanir sem Samherji telur að hafi komið fram í Kveiksþætti í nóvember í fyrra, hafi ekki komið þar fram.

Auglýsing

Hún var athygl­is­verð fréttin sem birt­ist í Kjarn­anum 8. sept­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem kom fram að Sam­herji hefði, með sjón­varps­þætti sínum um Cape Cod, leið­rétt ásak­anir úr Kveik sem aldrei hefðu verið settar fram. 

Mér var bent á að frétta­menn Kveiks hefðu deilt þess­ari frétt á sam­fé­lags­miðlum og þannig lýst vel­þóknun sinni á efni henn­ar. Í þætti Sam­herja voru dregnar saman þrjár helstu ásak­an­irnar úr þætti Kveiks frá 26. nóv­em­ber 2019 og þeim svar­að. Í fyrsta lagi að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod. Í öðru lagi að pen­ingar frá Namibíu hafi streymt til Cape Cod og þeir verið „þvegn­ir“ og í þriðja lagi að DNB hafi á end­anum fund­ist þetta óþægi­legt og lokað á við­skipti Cape Cod. 

Frétta­menn Kveiks full­yrða nú að þeir hafi aldrei sett þessar ásak­anir fram. Það er með nokkrum ólík­ind­um. Var þá upp­lifun okk­ar, stjórn­enda og starfs­fólks Sam­herja og fjöl­margra ann­arra sem horfðu á Kveik, bara ein­tómir hug­ar­ór­ar? Vorum við ímynda okkur það sem við sáum og heyrð­um? Þá er ekki nema von að menn spyrji, um hvað var eig­in­lega þessi Kveiks­þátt­ur, þar sem fjallað var um Cape Cod, ef hann fjall­aði ekki um þau atriði sem Sam­herji vildi leið­rétta?  

Útúr­snún­ingar og eft­irá­skýr­ingar

Þegar grannt er skoðað er ljóst að það eru útúr­snún­ingar og eft­irá­skýr­ingar að halda því fram að áður­nefndar ásak­anir hafi ekki komið fram í Kveik.

Á tveimur stöðum í þætt­inum er ýjað sterk­lega að því eða sagt beint út að Sam­herji hafi verið tal­inn eig­andi félags­ins Cape Cod, sem hann er ekki og hefur aldrei ver­ið, enda er félagið í eigu þýsku starfs­manna­leig­unnar JPC Shipmana­gement. 

Á mín­útu 18:05 í þætti Kveiks kemur þetta fram: „Horft er á það sem virð­ast vera veikar varnir og aðgerðir norska rík­is­bank­ans DNB við pen­inga­þvætt­i.“ Alls kemur orðið „pen­inga­þvætti“ fjórum sinnum fyrir í þeim hluta þátt­ar­ins þar sem Cape Cod er til umfjöll­un­ar. 

Í þætt­inum er fjallað um athugun sem norski bank­inn DNB gerði á móð­ur­fé­lagi Cape Cod. Á mín­útu 19:18 er eft­ir­far­andi full­yrt: „Gögnin benda til að eftir þessa skoðun hafi bank­inn áfram leyft millj­örðum að flæða um reikn­inga félag­anna tveggja.“ 

Auglýsing
Strax í næstu setn­ingu þar á eftir er fjallað um að DNB hafi ekki brugð­ist við stöð­unni. Svo er eft­ir­far­andi full­yrt: „Vís­bend­ingar eru um að greiðslur hafi farið til Banda­ríkj­anna fyrir mis­tök, jafn­vel þó að starfs­menn bank­ans vissu að það ætti ekki að afgreiða þær. Allt er þetta þvert á mark­mið með eft­ir­liti um pen­inga­þvætti sem á að fara fram innan fjár­mála­stofn­ana.“

Á mín­útu 21:28 er Aðal­steinn Kjart­ans­son, frétta­mað­ur, í mynd og segir eft­ir­far­andi: „Yf­ir­lit yfir banka­við­skipti Sam­herja sýna að millj­arðar flæddu frá félögum tengdum útgerð­ar­ris­anum til Cape Cod. Og, ekki bara til félags­ins til að standa straum af launa­greiðsl­um, heldur hafa fjár­munir einnig borist Sam­herj­a­fé­lög­unum frá Cape Cod.“

Strax á eftir koma fram full­yrð­ingar um greiðslur frá félögum Sam­herja á Kýpur til Cape Cod og norska bank­anum DNB hafi „þótt þetta óþægi­legt“ og lokað reikn­ingum Cape Cod af þeim sök­um. Þess var hvergi getið í Kveik að norski bank­inn DNB hafi gert áður­nefnda athugun vegna milli­færslna til Rúss­lands og Úkra­ínu, til að greiða þar­lendum skip­verjum sem störf­uðu í útgerð­inni í Namib­íu, því á þessum tíma var Rúss­land á válista. Þetta kom ekki fram í Kveik því Aðal­steinn Kjart­ans­son sleit upp­lýs­ingar í skjal­inu frá DNB úr sam­hengi og birti aðeins þær upp­lýs­ing­ar, hluta úr setn­ingu, sem þjón­uðu sög­unni. Ég veit auð­vitað ekki hvers vegna fram­setn­ingin var með þessum hætti en eins og ég nefndi í þætt­inum okkar þá kemur tvennt til greina, ill­vilji eða yfir­sjón. 

Þætt­inum afneitað

Í ljósi fram­an­greindra atriða velti ég því fyrir mér hvort blaða­maður Kjarn­ans hafi yfir höfuð horft á Kveiks­þátt­inn frá 26. nóv­em­ber 2019 og þátt Sam­herja eða hvort hann hafi verið sof­andi þegar hann gerði það. 

Það sem stendur eftir er að Aðal­steinn Kjart­ans­son, frétta­maður Rík­is­út­varps­ins, hefur núna tví­vegis á innan við ári dregið í land eða hrein­lega afneitað þeim full­yrð­ingum sem hann setti fram í Kveik. Menn hljóta eðli­lega að spyrja sig hvort hann standi í dag við eitt­hvað af því sem sagt var í þætt­in­um.

Er ekki eðli­leg krafa að Aðal­steinn geri nýjan þátt þar sem hann á skýran hátt setur fram þær ásak­anir sem mjög margir töldu vera í Kveik en var greini­lega byggt á mis­skiln­ingi?

Höf­undur er for­stjóri Sam­herja hf. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar