Fréttamenn Kveiks koma af fjöllum

Annar forstjóri Samherja segir það útúrsnúninga og eftiráskýringar að ásakanir sem Samherji telur að hafi komið fram í Kveiksþætti í nóvember í fyrra, hafi ekki komið þar fram.

Auglýsing

Hún var athygl­is­verð fréttin sem birt­ist í Kjarn­anum 8. sept­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem kom fram að Sam­herji hefði, með sjón­varps­þætti sínum um Cape Cod, leið­rétt ásak­anir úr Kveik sem aldrei hefðu verið settar fram. 

Mér var bent á að frétta­menn Kveiks hefðu deilt þess­ari frétt á sam­fé­lags­miðlum og þannig lýst vel­þóknun sinni á efni henn­ar. Í þætti Sam­herja voru dregnar saman þrjár helstu ásak­an­irnar úr þætti Kveiks frá 26. nóv­em­ber 2019 og þeim svar­að. Í fyrsta lagi að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod. Í öðru lagi að pen­ingar frá Namibíu hafi streymt til Cape Cod og þeir verið „þvegn­ir“ og í þriðja lagi að DNB hafi á end­anum fund­ist þetta óþægi­legt og lokað á við­skipti Cape Cod. 

Frétta­menn Kveiks full­yrða nú að þeir hafi aldrei sett þessar ásak­anir fram. Það er með nokkrum ólík­ind­um. Var þá upp­lifun okk­ar, stjórn­enda og starfs­fólks Sam­herja og fjöl­margra ann­arra sem horfðu á Kveik, bara ein­tómir hug­ar­ór­ar? Vorum við ímynda okkur það sem við sáum og heyrð­um? Þá er ekki nema von að menn spyrji, um hvað var eig­in­lega þessi Kveiks­þátt­ur, þar sem fjallað var um Cape Cod, ef hann fjall­aði ekki um þau atriði sem Sam­herji vildi leið­rétta?  

Útúr­snún­ingar og eft­irá­skýr­ingar

Þegar grannt er skoðað er ljóst að það eru útúr­snún­ingar og eft­irá­skýr­ingar að halda því fram að áður­nefndar ásak­anir hafi ekki komið fram í Kveik.

Á tveimur stöðum í þætt­inum er ýjað sterk­lega að því eða sagt beint út að Sam­herji hafi verið tal­inn eig­andi félags­ins Cape Cod, sem hann er ekki og hefur aldrei ver­ið, enda er félagið í eigu þýsku starfs­manna­leig­unnar JPC Shipmana­gement. 

Á mín­útu 18:05 í þætti Kveiks kemur þetta fram: „Horft er á það sem virð­ast vera veikar varnir og aðgerðir norska rík­is­bank­ans DNB við pen­inga­þvætt­i.“ Alls kemur orðið „pen­inga­þvætti“ fjórum sinnum fyrir í þeim hluta þátt­ar­ins þar sem Cape Cod er til umfjöll­un­ar. 

Í þætt­inum er fjallað um athugun sem norski bank­inn DNB gerði á móð­ur­fé­lagi Cape Cod. Á mín­útu 19:18 er eft­ir­far­andi full­yrt: „Gögnin benda til að eftir þessa skoðun hafi bank­inn áfram leyft millj­örðum að flæða um reikn­inga félag­anna tveggja.“ 

Auglýsing
Strax í næstu setn­ingu þar á eftir er fjallað um að DNB hafi ekki brugð­ist við stöð­unni. Svo er eft­ir­far­andi full­yrt: „Vís­bend­ingar eru um að greiðslur hafi farið til Banda­ríkj­anna fyrir mis­tök, jafn­vel þó að starfs­menn bank­ans vissu að það ætti ekki að afgreiða þær. Allt er þetta þvert á mark­mið með eft­ir­liti um pen­inga­þvætti sem á að fara fram innan fjár­mála­stofn­ana.“

Á mín­útu 21:28 er Aðal­steinn Kjart­ans­son, frétta­mað­ur, í mynd og segir eft­ir­far­andi: „Yf­ir­lit yfir banka­við­skipti Sam­herja sýna að millj­arðar flæddu frá félögum tengdum útgerð­ar­ris­anum til Cape Cod. Og, ekki bara til félags­ins til að standa straum af launa­greiðsl­um, heldur hafa fjár­munir einnig borist Sam­herj­a­fé­lög­unum frá Cape Cod.“

Strax á eftir koma fram full­yrð­ingar um greiðslur frá félögum Sam­herja á Kýpur til Cape Cod og norska bank­anum DNB hafi „þótt þetta óþægi­legt“ og lokað reikn­ingum Cape Cod af þeim sök­um. Þess var hvergi getið í Kveik að norski bank­inn DNB hafi gert áður­nefnda athugun vegna milli­færslna til Rúss­lands og Úkra­ínu, til að greiða þar­lendum skip­verjum sem störf­uðu í útgerð­inni í Namib­íu, því á þessum tíma var Rúss­land á válista. Þetta kom ekki fram í Kveik því Aðal­steinn Kjart­ans­son sleit upp­lýs­ingar í skjal­inu frá DNB úr sam­hengi og birti aðeins þær upp­lýs­ing­ar, hluta úr setn­ingu, sem þjón­uðu sög­unni. Ég veit auð­vitað ekki hvers vegna fram­setn­ingin var með þessum hætti en eins og ég nefndi í þætt­inum okkar þá kemur tvennt til greina, ill­vilji eða yfir­sjón. 

Þætt­inum afneitað

Í ljósi fram­an­greindra atriða velti ég því fyrir mér hvort blaða­maður Kjarn­ans hafi yfir höfuð horft á Kveiks­þátt­inn frá 26. nóv­em­ber 2019 og þátt Sam­herja eða hvort hann hafi verið sof­andi þegar hann gerði það. 

Það sem stendur eftir er að Aðal­steinn Kjart­ans­son, frétta­maður Rík­is­út­varps­ins, hefur núna tví­vegis á innan við ári dregið í land eða hrein­lega afneitað þeim full­yrð­ingum sem hann setti fram í Kveik. Menn hljóta eðli­lega að spyrja sig hvort hann standi í dag við eitt­hvað af því sem sagt var í þætt­in­um.

Er ekki eðli­leg krafa að Aðal­steinn geri nýjan þátt þar sem hann á skýran hátt setur fram þær ásak­anir sem mjög margir töldu vera í Kveik en var greini­lega byggt á mis­skiln­ingi?

Höf­undur er for­stjóri Sam­herja hf. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar