Að vakna með lokuð augu

Svavar Guðmundsson segir óperusöng um hækkun atvinnuleysisbóta glymja allan daginn í fjölmiðlum á meðan enginn minnist á að bæta kjör öryrkja. Hann segir öryrkja geta dregið lærdóm af baráttu samkynhneigðra.

Auglýsing

Á vor­dögum skrif­uðu sam­tök launa­fólks og Öryrkja­banda­lagið með við­höfn undir bar­áttu­samn­ing til handa öryrkjum sem bar yfir­skrift­ina „Sam­staða um bætt lífs­kjör“.

Hvað hefur gerst síð­an, svona af því sem við höfum heyrt í fjöl­miðlum frá verka­lýðs­for­yst­unni, jú hækkum atvinnu­leys­is­bætur en eng­inn minnst orði á að bæta kjör öryrkja. 



Þessi óperu­söngur um hækkun atvinnu­leys­is­bóta glymur allan dag­inn í fjöl­miðlum og hefur gert svo und­an­farna mán­uði. Einnig hefur lit­ríka stjórna­and­staðan hafið kosn­inga­bar­áttu sína fyrir alþing­is­kosn­ingar á næsta ári með aug­lýs­inga­her­ferð­inni „hækkum atvinnu­leys­is­bæt­ur“. 

Auglýsing

Það er lífs­ins ómögu­legt að ætla stjórn og stjórna­and­stöðu að geta komið sér saman um hvernig veðrið sé úti þá stund­ina stand­andi öll undir sömu regn­hlíf­inni, því minni­hlut­inn lofar betra veðri ef keyptar verða stærri regn­hlífar handa útvöld­um. Það er með hreinum ólík­indum hvað mörg þeirra eru illa áttuð á þeirri stað­reynd að það var ekki til nein upp­skrift né eitt­hvað hund­gam­alt minn­is­blað um hvernig ætti að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar heims­far­ald­urs. Mér sýn­ist rík­is­stjórnin vera leysa málin nokkuð vel dag frá degi því vanda­málið er á fleygi­ferð ólíkt stjórn­ar­and­stöð­unni sem getur varla tal­ast við innan flokka um hvað eigi að vera með síð­deg­is­kaff­inu svo­lítið er við að vera hjá þeim, nema að vera á móti öllu sem gert er. Til ein­föld­unar má segja að skútan liggi við akk­eri, í vari, stjórn­ar­and­staðan er í landi meðan rík­is­stjórnin er um borð að ausa á fullu og af bestu yfirsýn. Skútan fagra gæti heitið Stubbur RE 2020.



Nú er því svo farið að atvinnu­leys­is­bætur eru hæstu mán­að­ar­legu fram­færslu­bætur sem greiddar eru hér­lend­is. Fullar atvinnu­leys­is­bætur að fyrstu þrem tekju­tengdu mán­uðum liðnum eru um 290.000 krónur á mán­uði. Fullar örorku­bætur eru um 245.000 krónur og elli­líf­eyrir eitt­hvað örfáum krónum lægri á mán­uði.

Þannig að atvinnu­leys­is­bætur eru tæp 20% hærri en aðrar til­teknar bæt­ur.

Einn stór­kost­legan kost hafa atvinnu­leys­is­bætur umfram örorku­bæt­ur, hann er sá að ef sá hinn atvinnu­lausi fær atvinnu þá þarf hann ekki að end­ur­greiða hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið ólíkt öryrkj­anum sem þarf að end­ur­greiða stóran hluta þeirra bóta sem hann hefur fengið innan árs­ins, ef hann fær atvinnu. Já köld eru öryrkj­ans kjör. Sann­girni gagn­vart hinum minnstu borg­urum sem eru sam­ferða­menn þínir á okkar stutta ævi­skeiði er lítil og í senn fjand­sam­leg.



Það að tala ein­ungis um hækkun atvinnu­leys­is­bóta sem er eins og áður sagði hæstar allra mán­að­ar­legra bóta­greiðslna er afar ósann­gjarnt með til­liti til ann­arra bóta­þega í land­inu.

Atvinnu­leys­is­bætur eiga ekki að vera fram­færslu­bætur til langs tíma. Tví­tug mann­eskja er með hærri upp­hæð í vas­ann en 45 ára öryrki sem þarf að standa straum af húsa­leigu, lyfja og hjálp­ar­tækja­kostn­aði meðan hinn tví­tugi býr enn í föð­ur­túnum með báðar skóreimar laus­ar.





Öryrkjar geta lært margt af bar­áttu hinsegin fólks



Af hverju skyldi staða öryrkja lítið hafa breyst sl. ára­tug og lengur er varðar upp­hæð mán­að­ar­legra bóta­greiðslna og hafa nú allir flokkar verið í rík­i­s­tjórn hægri vinstri á þessu tíma­bili. Ég tel að for­ysta öryrkja í land­inu þurfi að vera mun sýni­legri og láta meira til sín taka til efl­ing­ar, mennt­unnar og stuðn­ings til sjálf­stæðis fyrir sitt fólk.

Nú væri t.a.m. lag fyrir ÖBÍ sem fær stóran hluta af Lottópen­ing­unum okkar að láta í sér heyra sem aldrei fyrr til mót­vægis við allt tæki­fær­is­gjam­mið í sam­fé­lag­inu um hækkun atvinnu­leys­is­bóta. Her­ferðin gæti hljóma eitt­hvað í þessum dúr:



1. Ég nota hjóla­stól til allra minna ferða, hækkum örorku­bætur til jafns við atvinnu­leys­is­bæt­ur.

2. Ég nota blindra­staf til allra minna ferða, hækkum örorku­bætur til jafns við atvinnu­leys­is­bæt­ur.

3. Ég nota göngu­grind til allra minna ferða, hækkum örorku­bætur til jafns við atvinnu­leys­is­bæt­ur.

4. Við erum ekki laumu­far­þegar í okkar sam­fé­lagi, hækkum örorku­bætur til jafns við atvinnu­leys­is­bætur



Sýni­legur ósýni­leiki

Mörg aðild­ar­fé­lög ÖBÍ hafa verið alger­lega ósýni­leg nema þegar kemur að sölu happa­drætt­is­miða þeirra. Í raun þyrfti að skylda öll sér­hags­muna­sam­tök ólíkra öryrkja­hópa til þess að birta árs­reikn­ing sinn opin­ber­lega svo almenn­ingur sjái í hvað pen­ingar þeirra fara. Ég þekki t.a.m til eins félags þar sem launa­kostn­aður fram­kvæmda­stjóra og for­manns í hluta­starfi er rétt tæpar 20 millj­ónir á ári sem er ekk­ert nema galið í ljósi þess að félagið reiðir sig á happa­drætt­is­sölu og vel­vilja almenn­ings. 

Ég lít svo á að fram­an­greindir pen­ingar séu verð­mæt­ari en aðrir í ljósi þess hvernig þeirra er aflað, þ.e.a.s. með vel­vilja almenn­ings og því eigi að nýta þá betur fötl­uðum til betra lífs.

 Það er eins og æði margir séu í „þægi­legu“ starfi við að gera sem allra minnst í því að setja sig í spor sinna minnstu bræðra. Vissu­lega hefur ýmis­legt verið gert í aðgeng­is­málum bæði í tækni og umferl­is­málum en öryrkjar lifa ekki á því né borða út á það. Og ef öryrkja líður stöðugt illa yfir fátækt sinni þá skiptir aðgengið litlu sem engu og öryrk­inn ein­angr­ast, fátækt­ar­mein er ein­semd­ar­mein.





Til að auka bar­áttu­and­ann og berja sér hug­rekki í brjóst ættu öryrkjar að eiga eins og eina götu eyrna­merkta mál­staðnum niðri í miðbæ til að auka sýni­leika sinn, og koma þar reglu­lega sam­an. Ef rétt­inda­bar­átta öryrkja og aldr­aðra væri á pari við stöðu sam­kyn­hneigðra hér­lendis væri kaup og kjör þeirra mun betri. Auk þess fengju öryrkjar og aldr­aðir að mála myndir af hjálp­ar­tækj­unum sínum á helstu göngu­götur borg­ar­inn­ar. Síðan er nauð­syn­legt að fá helstu fyr­ir­tæki í land­inu í lið með sér líkt og hinsegin fólk ger­ir.



Gaman væri ef t.d. fólk breytti prófíl­mynd sinni á sam­fé­lags­miðlum líkt og þeir gera reglu­lega fyrir sam­kyn­hneigða og hengdu mynd af helstu hjálp­ar­tækjum um háls­inn á sér. Og Kaup­höllin myndi lýsa upp helstu hjálp­ar­tæki öryrkja á bygg­ing­unni líkt og þeir gera með regn­bog­ann fyrir sam­kyn­hneigða. Þeir gætu jafn­vel látið slag­orðið fylgja með mynd af hjálp­ar­tækj­unum „átt þú svona dót“.

Það þarf alveg nýja hugsun í rétt­inda­bar­áttu öryrkja og það þarf ekki að upp­hefja aðra bóta­hópa umfram aðra í sam­fé­lag­inu, með því er um leið verið að van­virða og níð­ast á hinum sbr. öryrkja og eldri borg­ara.



Sam­tök launa­fólks vilja tæma alla spari­bauka rík­is­sjóðs og skuld­setja hann enn meira strax, sem hefur aldrei verið skyn­sam­legt og allra síst í þeirri stöðu sem uppi er nú. Það má ekki nota Covid sem hækju fyrir allt sem miður fer í stað þess að finna skap­andi lausn­ir. 

Rík­is­sjóður er ekki fljót­andi gullæð og það mun mest bitna á far­sæld minni­hluta­hópa á kom­andi tímum ef fjár­laga­holan verði það djúp að manns­höndin nær ekki ofan í hana sökum bráð­lætis sér­hags­muna­hópa. Á þetta hefur verið ítrekað bent í öllum sögu­bókum og eru þær til á bóka­safni sann­leik­ans og ASÍ.

Stjórn­mála­menn margir hverjir eru með meist­ara­próf úr Eft­ir­hermu­skól­anum því þeir staggl­ast ítrekað á fra­s­anum „for­dóma­lausar aðstæð­ur“ með hendur í vösum og stíg­andi á skóreimar sínar líkt og ung­ling­ur­inn í föð­ur­tún­um. Á sama tíma eru flestir öryrkjar með meist­ara­próf í umburð­ar­lynd­is­stjórnun og því er þeirra frasi, „for­dóm­arnir eru all­stað­ar“ og skiln­ing­ur­inn eftir því.





Það er ömur­leg stað­reynd engu að síður að margur öryrk­inn og eldri borg­ar­inn upp­lifa sig einskis virði í sam­fé­lag­inu sem er nap­ur­legt fyrir okkar lægstu bræður og syst­ur. Mátum skó hinna þjáðu áður en við byrjum að níða hann af þeim. Jöfnum bóta­kerfið í stað þess að breikka bil óham­ingj­unar innan þess. Og nú þegar hægt hefur á efna­hags­líf­inu þá er allt hægt í jákvæðri merk­ingu þess síð­asta orðs. Virkjum okkar dýr­mætasta afl, ímynd­un­ar­aflið til góðra verka, sköp­unar og ekki síst sam­kenndar og sam­líð­un­ar.



Til að tryggja að lífið verði aldrei verð­laust né óþarfa rugl­ings­legt er lífs­nauð­syn að skapa sér góða yfir­sýn. Í því sam­bandi er nauð­syn­legt að þeir sem taka til máls í umræð­unni um fram­an­ritað fækki blind­götu­ferð­unum og staldri við með bæði augun opin á stóru umferð­ar­eyj­unum lýðnum til heilla í stað þess að ala á mis­skipt­ingu. Og að lokum er gott að hafa í huga að þegar gleðin býr í hjartslætt­inum er lífs­gangan létt og spenn­andi með eða án hjálp­ar­tækja.



Höf­undur er sjáv­ar­út­vegs­fræð­ingur sem stefnir á dokt­ors­nám í umburð­ar­lynd­is­stjórn­un.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar