Ólína segir forstjóra Samherja hafa beitt sér fyrir því að hún fengi ekki háskólastöðu

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir í nýrri bók að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi hindrað ráðningu sína sem forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013. Hana grunar að andstaðan við sig hafi verið af pólitískum toga.

þmbolina.jpg
Auglýsing

„Það var einn kyrr­látan vetr­ar­morgun árið 2013 sem sím­inn hringdi heima hjá okkur hjónum í Mið­túni á Ísa­firði. Á lín­unni var góð­kunn­ingi okkar beggja, tengdur útgerð og sjáv­ar­út­vegi. Honum var mikið niðri fyrir og taldi nú rétt að upp­lýsa okkur um nokkuð sem hann hefði fengið vit­neskju um. Þessi kunn­ingi okkar er hinn vand­að­asti maður með hjartað á réttum stað og fleiprar ekki um hlut­ina. En nú var honum nóg boð­ið. Hann taldi sig vita með vissu að for­stjóri Sam­herja hefði bein­línis komið í veg fyrir ráðn­ingu mína sem for­seta hug og félags­vís­inda­sviðs Háskól­ans á Akur­eyri skömmu áður. Þor­steinn Már Bald­vins­son hefði ein­fald­lega hringt í háskóla­rekt­or­inn og til­kynnt honum þegar ljóst var að ég væri í hópi umsækj­enda, að „þessi kona ætti ekk­ert erindi norður yfir heið­ar­“.“

Svona hefst kafl­inn „Há­skól­inn á Akur­eyri aug­lýsir stöðu“ í nýrri bók Dr. Ólínu Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem nefn­ist „Speg­ill fyrir skugga­bald­ur. Atvinnu­bann og mis­beit­ing valds“ og kom út í gær. 

Auglýsing
Í bók­inni er fjallað um afkomu­of­beldi, spill­ingu, frænd­hygli og flokka­drætti í íslenskum stjórn­málum og atvinnu­lífi, sum­part af eigin reynslu Ólínu, sem fékk meðal ann­ars 20 millj­óna króna bóta­greiðslu frá íslenska rík­inu fyrr á þessu ári í kjöl­far þess að kær­u­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála komst að þeirri nið­ur­­­stöðu að jafn­­rétt­is­lög hefðu verið brot­in þegar gengið var fram­hjá henni við skip­an ­þjóð­garðsvarð­ar­ árið 2018. Auk eigin reynslu rekur Ólína fjöl­mörg dæmi af fólki sem telur að stjórn­mála­skoð­anir sín­ar, eða aðrar sem féllu ekki í kramið hjá áhrifa­fólki í stjórn­málum og við­skipt­um, hafi orðið til þess að það hafi verið svipt tæki­færum til að afla sér lífs­við­ur­vær­is. 

Telur rektor hafa viljað sanna holl­ustu við nýja hús­bændur

Ólína segir frá því í bók­inni að bæði háskóla­ráð og rektor Háskól­ans á Akur­eyri hafi geng­ið í ber­högg við umsögn og atkvæða­greiðslu hug- og félags­vís­inda­sviðs Háskól­ans í ofan­greindu máli, sem mælt hafði með ráðn­ingu hennar í starf­ið. 

Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, sem var metin þriðji hæf­asti umsækj­and­inn og hlaut næst fæst atkvæði að sögn Ólínu, var hins vegar ráðin í starf­ið. Hún segir að í aðdrag­anda þess hafi verið „settur upp sjón­leikur í því skyni að breyta nið­ur­stöðu hug- og félags­vís­inda­sviðs­ins“ með aðkomu ráðn­ing­ar­stof­unnar Capacent og með því voru reglur háskól­ans um ráðn­ingar af þessu tagi þver­brotnar að mati Ólínu.Spegill fyrir skuggabaldur eftir Ólínu Þorvarðardóttur kom út í gær. Mynd: Aðsend Hún vís­aði mál­inu til umboðs­manns Alþingis sem lauk því með einka­bréfi, en ekki opin­berum úrskurð­i. 

Ólína skrifar að hún hafi verið víg­móð eftir þetta at. „Ekki bætti úr skák þegar nýr rektor Háskól­ans á Akur­eyri, Eyjólfur Guð­munds­son, fyrrum göngu­fé­lagi minn á Horn­strönd­um, tók að veit­ast að mér í fjöl­miðlum eftir brott­för for­vera síns. Allt í einu skaust hann fram á sjón­ar­sviðið – ekki ósvipað Jóni sterka í Skugga-­Sveini þegar hann kom úr felum eftir átökin og sagði: „Sáuð þið hvernig ég tók hann pilt­ar!“ Eyjólf þekkti ég ekk­ert að ráði. Hann hafði enga ástæðu, mér vit­an­lega, til að senda mér sneiðar því aldrei hafði neitt skorist í odda í okkar sam­skiptum og ég vissi ekki til þess að hann hefði á nokkurn hátt verið aðili þessa ráðn­ing­ar­máls eða hlotið neina gagn­rýni af minni hálfu. Eyjólfur hafði með öðrum orðum enga ástæðu til þess að blanda sér í málið svona eftir á – nema ef vera skyldi til þess að ganga í augun á Sam­herj­a­veld­inu. Sanna holl­ustu sína við nýju hús­bænd­urna. Og það gerði hann.“ 

Auglýsing
Í bók­inni skrifar Ólína að hana gruni að and­staðan við sig hefði verið af póli­tískum toga og tengd fram­göngu hennar í umræðum um sjáv­ar­út­vegs­mál á Alþingi, en hún sat þar árin 2009-2013 og svo aftur 2015-2016. „ Sam­fylk­ing og Vinstri græn sátu að völdum á fyrra kjör­tíma­bil­inu og í stjórn­ar­sátt­mála þeirrar rík­is­stjórnar var kveðið á um breyt­ingar á núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi. Þannig vildi til að ég var á þessum tíma ötull tals­maður boð­aðra breyt­inga á kvóta­kerf­inu svo að LÍÚ og Sam­herji töldu sig hafa ríka ástæðu til að ótt­ast mál­flutn­ing minn og áhrif þar að lút­andi. Enda létu þeir óspart í ljósi andúð í minn garð og ugg gagn­vart því sem ég hafði fram að færa í umræð­unni. Dreift var róg­burði gegnum ýmsa leigupenna, einkum á síðum Morg­un­blaðs­ins og vef­miðl­inum AMX. Á fáeinum mán­uðum taldi ég níu greinar í Morg­un­blað­inu, hvar af sex höfðu nafn mitt í fyr­ir­sögnum eða fyrstu setn­ing­u.“

Krist­ján baðst vel­virð­ingar á „einni glæru of mik­ið“

Þegar eina tveggja flokka meiri­hluta­stjórn vinstri­flokka í lýð­veld­is­sög­unni sat að völdum árin 2009-2013 voru meðal ann­ars sett á veiði­gjöld. 

Hart var tek­ist á um þau, og aðrar til­raunir til að breyta fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og Ólína greinir frá því að á þessu tíma hafi full­trú­ar  stór­út­gerð­ar­innar ferð­ast um landið til að halda áróð­urs­fundi gegn þeim breyt­ing­um. „Á þeim fundum sveifl­aði Þor­steinn Már glærum um ágæti kvóta­kerf­is­ins. Hafði auk þess 1–2 við­bót­ar­glærur með sam­settum myndum af alþing­is­mann­inum Ólínu Þor­varð­ar­dóttur og háð­ug­legum ummælum um þennan óvin útgerð­ar­innar númer eitt. „Stór­hættu­legur þing­mað­ur,“ sagði einn erind­reki þeirra [Gunnar Bragi Sveins­son] um mig í þing­inu um sama leyt­i.“Kristján Vilhelmsson bað Ólínu velvirðingar á því sem hann sagði hafa verið „einni glæru of mikið“ í kynningu frænda hans og samstarfsmanns, Þorsteins Más Baldvinssonar. Ólína skrifar að hún hafi eitt sinn verið stödd á Akur­eyri og þá ákveðið að mæta á einn þess­ara funda sem hald­inn hafi verið í Hofi. Hún hafi ekki gert boð á undan sér. „Lík­lega hefur það verið þess vegna sem ég sá og heyrði sjálf niðr­anir Sam­herja­for­stjór­ans í minn garð. For­stjór­inn átt­aði sig ekki á nær­veru minni þar sem hann stóð í ræðu­stóli, en það gerðu ýmsir fund­ar­menn. Þegar glæran góða kom á skjá­inn við óminn af last­mælum Þor­steins Más fór vand­ræða­legur kliður um sal­inn og margir litu til mín. Sjálfur var hann hálf­undr­andi á svip yfir dræmu klapp­inu, sem hann hlaut, hafði lík­lega búist við hlátra­sköllum og gjall­andi lofi í lófa. En brand­arar vilja stundum detta dauðir þegar umræðu­efnið er sjálft fyrir augum til­heyr­enda, líkt og var þarna.“ 

Ólína kvaddi sér hljóðs í kjöl­far erindis Þor­steins Más og segir frá því í bók­inni að hún hafi tekið efn­is­lega skorpu á mál­inu án þess að víkja einu orði að Þor­steini per­sónu­lega. „Þetta var svo­lítil eldræða knúin fram af kappi sem hlaupið hafði í kinn undir svig­ur­mælum Sam­herja­for­stjór­ans. Þor­steinn ók sér í sæt­inu. Honum virt­ist ekki líða sér­lega vel. Frændi hans og „sam­herj­i“, Krist­ján Vil­helms­son, kom upp að mér eftir fund­inn og kvaðst vilja ræða mál­in. Hann baðst vel­virð­ingar á því sem hann sagði að hefði verið „einni glæru of mik­ið“.“

Segir háskól­ann ofur­seldan Sam­herj­a­veld­inu

Ólína segir að hún hafi vitað um andúð stór­út­gerð­ar­innar í sinn garð. Hún hafi hins vegar ekki haft hug­ar­flug né inn­ræti til að láta sér detta í hug að for­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis lands­ins – maður sem hún hafði aldrei hitt eða átt orða­stað við, utan þetta eina skipti við ræðupúlt í Hofi – myndi leggja sig niður við það að koma í veg fyrir að Háskól­inn á Akur­eyri myndi ráða hana til starfa að aflok­inni þing­mennsku. „Hef ég þó enga ástæðu til að draga í efa frá­sögn vel­unn­ara míns sem hringdi í okkur hjónin vestur á Ísa­firði síðar sama haust til að segja okkur frá því sem hann vissi. Að for­stjóri Sam­herja gat ekki lengur stillt sig um að hæl­ast af því að hafa hindrað ráðn­ingu mína sem for­seta hug- og félags­vís­inda­sviðs Háskól­ans á Akur­eyr­i.“ 

Í lok kafl­ans skrifar Ólínu að bar­áttan um kvóta­kerfið standi enn og að hún sé sam­tengd kröf­unni um nýtt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá lands­ins. „Sú bar­átta verður ekki þögguð þó að tek­ist hafi að bægja einni konu­kind frá norð­lenskum háskóla sem ofur­seldur hefur verið Sam­herj­a­veld­in­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent