Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum

Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Auglýsing

Upp­boð á afla­heim­ildum til að veiða meðal ann­ars hrossa­makríl í Namibíu fór mun verr en stjórn­völd þar höfðu lagt upp með. Þegar þær voru boðnar út í ágúst síð­ast­liðnum var greint frá því að þær myndu skila 628 millj­ónum namibískra dala, um 5,8 millj­arða króna, í tekjur fyrir namibísk stjórn­völd. 

Nið­ur­staðan varð hins vegar sú að ein­ungis fimm bjóð­endur greiddu fyrir þann kvóta sem þeir skráðu sig fyrir og 1,3 pró­sent af ætl­aðri upp­hæð skil­aði sér í rík­is­kass­ann hjá namibískum stjórn­völd­um, eða um 78 millj­ónir króna. Frá þessu var greint nýverið í dag­blað­inu Namibian

Kjarn­inn greindi frá því í júní að stjórn­­völd í Namibíu stefndu að upp­­­boði afla­heim­ilda, meðal ann­­ars hrossa­­makríl­skvóta, sem áður var á hendi dótt­­ur­­fé­lags Sam­herja í land­inu. Sá kvóti var svo boð­inn upp í ferli sem hófst um miðjan ágúst og lauk í byrjun sept­em­ber. 

Þetta var í fyrsta sinn sem namibíska ríkið bauð upp kvóta á mark­aði, en árum saman hefur stórum hluta afla­heim­ilda verið úthlutað til rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor, sem sá svo um að úthluta kvót­­anum áfram.

Auglýsing
Samkvæmt frétt Namibian þá telja stjórn­völd í Namibíu að skemmd­ar­verk hafi verið unnin á upp­boðs­ferl­inu. Nú lægi þó fyr­ir, í ljósi þess að áhuga­samir hefðu boðið 628 millj­ónir namibískra dala í heim­ild­irn­ar, hvers virði þær væru, að mati sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins, Albert Kawana. 

Fjár­mála­ráð­herra Namib­íu,  Lip­umbu Shiimi, sagði að stjórn­völd teldu enn að upp­boð á kvóta væri rétta leiðin til að fá sann­virði fyrir auð­lind­irn­ar. Þetta hafi verið í fyrsta sinn sem upp­boð hafi verið haldið og að undir eðli­legum kring­um­stæðum hefðu stjórn­völd getað fengið tvö­falda þá upp­hæðar sem var greidd hefði verið fyrir kvót­ann ef hann hefði ekki verið boð­inn upp. 

Af þeim 111 sem buðu í kvót­ann í fyrstu umferð þá náðu ein­ungis 33 bjóð­endur inn á loka­lista stjórn­valda yfir kaup­end­ur. Af þeim þá gátu ein­ungis fimm greitt það sem þeir buðu innan þess tíma sem stjórn­völd höfðu gefið þeim. 

Þá var ráð­ist í aðra umferð og til­boðum tekið í kvóta upp á 464 millj­ónir namibískra dala frá alls 18 manns. Af þeim 18 borg­uðu ein­ungis þrír innan til­skil­ins tíma. Í frétt Namibian sgir að flestir þeirra sem buðu hafi ekki átt skip til að veiða kvót­ann og að þeir leik­endur í sjáv­ar­út­vegi sem eigi slík hafi ákveðið að taka ekki þátt.

Namibíska ríkið er nú í veru­­legum efna­hag­skröggum og þarf nauð­­syn­­lega á gjald­eyri að halda til þess að geta orðið sér úti um nauð­­synjar til að fást við COVID-19 far­ald­­ur­inn í land­inu.

Í júlí­mán­uði leit­aði ríkið eftir neyð­­ar­láni frá Alþjóða gjald­eyr­is­­sjóðn­­um að and­virði tæp­­lega 35 millj­­arða íslenskra króna til þess að fást við far­ald­­ur­inn og afleið­ingar hans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent