Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum

Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Auglýsing

Upp­boð á afla­heim­ildum til að veiða meðal ann­ars hrossa­makríl í Namibíu fór mun verr en stjórn­völd þar höfðu lagt upp með. Þegar þær voru boðnar út í ágúst síð­ast­liðnum var greint frá því að þær myndu skila 628 millj­ónum namibískra dala, um 5,8 millj­arða króna, í tekjur fyrir namibísk stjórn­völd. 

Nið­ur­staðan varð hins vegar sú að ein­ungis fimm bjóð­endur greiddu fyrir þann kvóta sem þeir skráðu sig fyrir og 1,3 pró­sent af ætl­aðri upp­hæð skil­aði sér í rík­is­kass­ann hjá namibískum stjórn­völd­um, eða um 78 millj­ónir króna. Frá þessu var greint nýverið í dag­blað­inu Namibian

Kjarn­inn greindi frá því í júní að stjórn­­völd í Namibíu stefndu að upp­­­boði afla­heim­ilda, meðal ann­­ars hrossa­­makríl­skvóta, sem áður var á hendi dótt­­ur­­fé­lags Sam­herja í land­inu. Sá kvóti var svo boð­inn upp í ferli sem hófst um miðjan ágúst og lauk í byrjun sept­em­ber. 

Þetta var í fyrsta sinn sem namibíska ríkið bauð upp kvóta á mark­aði, en árum saman hefur stórum hluta afla­heim­ilda verið úthlutað til rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor, sem sá svo um að úthluta kvót­­anum áfram.

Auglýsing
Samkvæmt frétt Namibian þá telja stjórn­völd í Namibíu að skemmd­ar­verk hafi verið unnin á upp­boðs­ferl­inu. Nú lægi þó fyr­ir, í ljósi þess að áhuga­samir hefðu boðið 628 millj­ónir namibískra dala í heim­ild­irn­ar, hvers virði þær væru, að mati sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins, Albert Kawana. 

Fjár­mála­ráð­herra Namib­íu,  Lip­umbu Shiimi, sagði að stjórn­völd teldu enn að upp­boð á kvóta væri rétta leiðin til að fá sann­virði fyrir auð­lind­irn­ar. Þetta hafi verið í fyrsta sinn sem upp­boð hafi verið haldið og að undir eðli­legum kring­um­stæðum hefðu stjórn­völd getað fengið tvö­falda þá upp­hæðar sem var greidd hefði verið fyrir kvót­ann ef hann hefði ekki verið boð­inn upp. 

Af þeim 111 sem buðu í kvót­ann í fyrstu umferð þá náðu ein­ungis 33 bjóð­endur inn á loka­lista stjórn­valda yfir kaup­end­ur. Af þeim þá gátu ein­ungis fimm greitt það sem þeir buðu innan þess tíma sem stjórn­völd höfðu gefið þeim. 

Þá var ráð­ist í aðra umferð og til­boðum tekið í kvóta upp á 464 millj­ónir namibískra dala frá alls 18 manns. Af þeim 18 borg­uðu ein­ungis þrír innan til­skil­ins tíma. Í frétt Namibian sgir að flestir þeirra sem buðu hafi ekki átt skip til að veiða kvót­ann og að þeir leik­endur í sjáv­ar­út­vegi sem eigi slík hafi ákveðið að taka ekki þátt.

Namibíska ríkið er nú í veru­­legum efna­hag­skröggum og þarf nauð­­syn­­lega á gjald­eyri að halda til þess að geta orðið sér úti um nauð­­synjar til að fást við COVID-19 far­ald­­ur­inn í land­inu.

Í júlí­mán­uði leit­aði ríkið eftir neyð­­ar­láni frá Alþjóða gjald­eyr­is­­sjóðn­­um að and­virði tæp­­lega 35 millj­­arða íslenskra króna til þess að fást við far­ald­­ur­inn og afleið­ingar hans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent