Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum

Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Auglýsing

Uppboð á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl í Namibíu fór mun verr en stjórnvöld þar höfðu lagt upp með. Þegar þær voru boðnar út í ágúst síðastliðnum var greint frá því að þær myndu skila 628 milljónum namibískra dala, um 5,8 milljarða króna, í tekjur fyrir namibísk stjórnvöld. 

Niðurstaðan varð hins vegar sú að einungis fimm bjóðendur greiddu fyrir þann kvóta sem þeir skráðu sig fyrir og 1,3 prósent af ætlaðri upphæð skilaði sér í ríkiskassann hjá namibískum stjórnvöldum, eða um 78 milljónir króna. Frá þessu var greint nýverið í dagblaðinu Namibian

Kjarninn greindi frá því í júní að stjórn­völd í Namibíu stefndu að upp­boði afla­heim­ilda, meðal ann­ars hrossa­makríl­skvóta, sem áður var á hendi dótt­ur­fé­lags Sam­herja í land­inu. Sá kvóti var svo boðinn upp í ferli sem hófst um miðjan ágúst og lauk í byrjun september. 

Þetta var í fyrsta sinn sem namibíska ríkið bauð upp kvóta á mark­aði, en árum saman hefur stórum hluta afla­heim­ilda verið úthlutað til rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Fishcor, sem sá svo um að úthluta kvót­anum áfram.

Auglýsing
Samkvæmt frétt Namibian þá telja stjórnvöld í Namibíu að skemmdarverk hafi verið unnin á uppboðsferlinu. Nú lægi þó fyrir, í ljósi þess að áhugasamir hefðu boðið 628 milljónir namibískra dala í heimildirnar, hvers virði þær væru, að mati sjávarútvegsráðherra landsins, Albert Kawana. 

Fjármálaráðherra Namibíu,  Lipumbu Shiimi, sagði að stjórnvöld teldu enn að uppboð á kvóta væri rétta leiðin til að fá sannvirði fyrir auðlindirnar. Þetta hafi verið í fyrsta sinn sem uppboð hafi verið haldið og að undir eðlilegum kringumstæðum hefðu stjórnvöld getað fengið tvöfalda þá upphæðar sem var greidd hefði verið fyrir kvótann ef hann hefði ekki verið boðinn upp. 

Af þeim 111 sem buðu í kvótann í fyrstu umferð þá náðu einungis 33 bjóðendur inn á lokalista stjórnvalda yfir kaupendur. Af þeim þá gátu einungis fimm greitt það sem þeir buðu innan þess tíma sem stjórnvöld höfðu gefið þeim. 

Þá var ráðist í aðra umferð og tilboðum tekið í kvóta upp á 464 milljónir namibískra dala frá alls 18 manns. Af þeim 18 borguðu einungis þrír innan tilskilins tíma. Í frétt Namibian sgir að flestir þeirra sem buðu hafi ekki átt skip til að veiða kvótann og að þeir leikendur í sjávarútvegi sem eigi slík hafi ákveðið að taka ekki þátt.

Namibíska ríkið er nú í veru­legum efna­hag­skröggum og þarf nauð­syn­lega á gjald­eyri að halda til þess að geta orðið sér úti um nauð­synjar til að fást við COVID-19 far­ald­ur­inn í land­inu.

Í júlí­mán­uði leit­aði ríkið eftir neyð­ar­láni frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðn­um að and­virði tæp­lega 35 millj­arða íslenskra króna til þess að fást við far­ald­ur­inn og afleið­ingar hans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent