Uppboð á aflaheimildum í Namibíu mistókst og skilaði sáralitlum tekjum

Stjórnvöld í Namibíu náðu einungis að innheimta 1,3 prósent af þeirri upphæð sem þau ætluðu sér að ná í með uppboði á aflaheimildum til að veiða meðal annars hrossamakríl.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Auglýsing

Upp­boð á afla­heim­ildum til að veiða meðal ann­ars hrossa­makríl í Namibíu fór mun verr en stjórn­völd þar höfðu lagt upp með. Þegar þær voru boðnar út í ágúst síð­ast­liðnum var greint frá því að þær myndu skila 628 millj­ónum namibískra dala, um 5,8 millj­arða króna, í tekjur fyrir namibísk stjórn­völd. 

Nið­ur­staðan varð hins vegar sú að ein­ungis fimm bjóð­endur greiddu fyrir þann kvóta sem þeir skráðu sig fyrir og 1,3 pró­sent af ætl­aðri upp­hæð skil­aði sér í rík­is­kass­ann hjá namibískum stjórn­völd­um, eða um 78 millj­ónir króna. Frá þessu var greint nýverið í dag­blað­inu Namibian

Kjarn­inn greindi frá því í júní að stjórn­­völd í Namibíu stefndu að upp­­­boði afla­heim­ilda, meðal ann­­ars hrossa­­makríl­skvóta, sem áður var á hendi dótt­­ur­­fé­lags Sam­herja í land­inu. Sá kvóti var svo boð­inn upp í ferli sem hófst um miðjan ágúst og lauk í byrjun sept­em­ber. 

Þetta var í fyrsta sinn sem namibíska ríkið bauð upp kvóta á mark­aði, en árum saman hefur stórum hluta afla­heim­ilda verið úthlutað til rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor, sem sá svo um að úthluta kvót­­anum áfram.

Auglýsing
Samkvæmt frétt Namibian þá telja stjórn­völd í Namibíu að skemmd­ar­verk hafi verið unnin á upp­boðs­ferl­inu. Nú lægi þó fyr­ir, í ljósi þess að áhuga­samir hefðu boðið 628 millj­ónir namibískra dala í heim­ild­irn­ar, hvers virði þær væru, að mati sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins, Albert Kawana. 

Fjár­mála­ráð­herra Namib­íu,  Lip­umbu Shiimi, sagði að stjórn­völd teldu enn að upp­boð á kvóta væri rétta leiðin til að fá sann­virði fyrir auð­lind­irn­ar. Þetta hafi verið í fyrsta sinn sem upp­boð hafi verið haldið og að undir eðli­legum kring­um­stæðum hefðu stjórn­völd getað fengið tvö­falda þá upp­hæðar sem var greidd hefði verið fyrir kvót­ann ef hann hefði ekki verið boð­inn upp. 

Af þeim 111 sem buðu í kvót­ann í fyrstu umferð þá náðu ein­ungis 33 bjóð­endur inn á loka­lista stjórn­valda yfir kaup­end­ur. Af þeim þá gátu ein­ungis fimm greitt það sem þeir buðu innan þess tíma sem stjórn­völd höfðu gefið þeim. 

Þá var ráð­ist í aðra umferð og til­boðum tekið í kvóta upp á 464 millj­ónir namibískra dala frá alls 18 manns. Af þeim 18 borg­uðu ein­ungis þrír innan til­skil­ins tíma. Í frétt Namibian sgir að flestir þeirra sem buðu hafi ekki átt skip til að veiða kvót­ann og að þeir leik­endur í sjáv­ar­út­vegi sem eigi slík hafi ákveðið að taka ekki þátt.

Namibíska ríkið er nú í veru­­legum efna­hag­skröggum og þarf nauð­­syn­­lega á gjald­eyri að halda til þess að geta orðið sér úti um nauð­­synjar til að fást við COVID-19 far­ald­­ur­inn í land­inu.

Í júlí­mán­uði leit­aði ríkið eftir neyð­­ar­láni frá Alþjóða gjald­eyr­is­­sjóðn­­um að and­virði tæp­­lega 35 millj­­arða íslenskra króna til þess að fást við far­ald­­ur­inn og afleið­ingar hans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent