Bjóða upp aflaheimildir til þess að kjást við COVID-19

Namibísk yfirvöld ætla sér að bjóða upp hluta aflaheimilda, meðal annars 60 prósent hrossamakrílskvótans sem stjórnvöld hafa til úthlutunar. Sjávarútvegsráðherra landsins segir nauðsynlegt að ná inn gjaldeyri til að fást við kórónuveirufaraldurinn.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Auglýsing

Albert Kawana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namibíu hefur sent aðilum í sjáv­ar­út­vegi þar í landi bréf og beðið þá um að búa sig undir að afla­heim­ildir fyrir þrjár fisk­teg­undir verði boðnar upp til hæst­bjóð­enda á mark­aði. Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann seg­ir, sam­kvæmt fréttum bæði Namibian og Reuters, að upp­boðs­leiðin verði farin til þess að safna erlendum gjald­eyri svo mögu­legt sé að kaupa lyf og sjúkra­gögn til þess að fást við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn.

Fyrr í sumar bár­ust fregnir frá Namibíu þess efnis að stjórn­völd stefndu að upp­boði afla­heim­ilda, meðal ann­ars hrossa­makríl­skvóta, sem áður var á hendi dótt­ur­fé­lags Sam­herja í land­inu. Sá kvóti fer nú á upp­boð, rétt eins og afla­heim­ildir í lýs­ingi og skötu­sel. 

Albert Kawana sjávarútvegsráðherra Namibíu.

Þetta er í fyrsta sinn sem namibíska ríkið býður upp kvóta á mark­aði, en árum saman hefur stórum hluta afla­heim­ilda verið úthlutað til rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor, sem sá svo um að úthluta kvót­anum áfram.

Sam­kvæmt frétt Namibían munu 60 pró­sent af hrossa­makríls- og lýs­ingskvót­anum verða seld til hæst­bjóð­anda, en 40 pró­sent munu fara til fyr­ir­tækja sem starfa í Namibíu á „mun lægri verð­um“ til þess að tryggja atvinnustig í land­inu, sam­kvæmt sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­an­um. Allur skötuselskvót­inn fer hins vegar á upp­boð.

Tor­tryggn­is­raddir heyr­ast

Ein­hverrar tor­tryggni virð­ist gæta í Namibíu vegna þess­ara áforma yfir­valda og hefur Namibian eftir ónafn­greindum aðila sem starfar í namibískum sjáv­ar­út­vegi að með þessu sé verið að opna á það að erlend skip geti fengið kvóta á kostnað heima­manna sem sitji verk­efna­lausir á með­an. Annar segir að hann bíði bara eftir því að stjórn­mála­menn fari að maka krók­inn á kvóta­út­boð­inu með ein­hverjum hætti.

Auglýsing

Kawana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra vísar þessu á bug og segir að gætt verði að gagn­sæi við upp­boðið og tekjur af kvót­anum verði birtar opin­ber­lega. Einnig segir hann að krafa verði gerð um að skip sem skrá­sett eru í Namibíu veiði kvót­ann.

Namibíska ríkið er nú í veru­legum efna­hag­skröggum og þarf nauð­syn­lega á gjald­eyri að halda til þess að geta orðið sér úti um nauð­synjar til að fást við COVID-19 far­ald­ur­inn í land­inu, en þar hafa um 3.000 sýkst og 19 lát­ist til þessa, sam­kvæmt tölum sem birtar voru á sunnu­dag.

Í júlí­mán­uði leit­aði ríkið eftir neyð­ar­láni frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðn­um að and­virði tæp­lega 35 millj­arða íslenskra króna til þess að fást við far­ald­ur­inn og afleið­ingar hans.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent