Namibísk yfirvöld ætla að bjóða upp kvótann sem áður fór til Fishcor

Namibíska ríkisstjórnin ætlar sér að setja þann kvóta sem áður var úthlutað til ríkisútgerðarinnar Fishcor á uppboð. Þetta er gert til að fá auknar tekjur af aflaheimildunum og auka gagnsæi, segir sjávarútvegsráðherra landsins.

Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Auglýsing

Namibíska rík­is­stjórnin ætlar að byrja að bjóða upp afla­heim­ildir sem áður var úthlutað til rík­is­út­gerð­ar­innar Fis­hcor. Þetta er haft eftir Albert Kawana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins í dag­blað­inu Namibian í dag.

Kawana segir að upp­boðs­leiðin sem namibísk yfir­völd ætla að fara muni tryggja rík­inu auknar tekjur til þess að fjár­magna sam­fé­lags­leg verk­efni og auka gagn­sæi við úthlutun afla­heim­ilda.

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins, sem nú situr ásamt sex öðrum í gæslu­varð­haldi vegna ásak­ana um spill­ingu og mútu­þægni í tengslum við úthlutun kvóta, kom fyrra fyr­ir­komu­lagi á árið 2014. Alls úthlut­aði ráð­herr­ann 360 þús­und tonnum af hrossa­makríl­kvóta til Fis­hcor frá 2014 og fram á síð­asta ár.

Auglýsing

Hluti þessa kvóta var seldur til félags í eigu Sam­herja og grunur leikur á að íslenska fyr­ir­tækið hafi greitt mútur til að fá þann kvóta á frá Fis­hcor á lægra verði en eðli­legt hefði ver­ið, eins og fram kom í umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um Sam­herj­a­skjölin í nóv­em­ber í fyrra.

Með Esau í gæslu­varð­haldi er meðal ann­ars James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Fis­hcor. ­Sam­an­lagt eru þeir sjö sem hand­teknir hafa verið vegna máls­ins ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­ónir namibískra doll­ara, jafn­virði yfir 800 millj­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að hafa tryggt félögum tengdum Sam­herja umræddan hrossa­makríl­skvóta.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent