Namibísk yfirvöld ætla að bjóða upp kvótann sem áður fór til Fishcor

Namibíska ríkisstjórnin ætlar sér að setja þann kvóta sem áður var úthlutað til ríkisútgerðarinnar Fishcor á uppboð. Þetta er gert til að fá auknar tekjur af aflaheimildunum og auka gagnsæi, segir sjávarútvegsráðherra landsins.

Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Auglýsing

Namibíska rík­is­stjórnin ætlar að byrja að bjóða upp afla­heim­ildir sem áður var úthlutað til rík­is­út­gerð­ar­innar Fis­hcor. Þetta er haft eftir Albert Kawana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins í dag­blað­inu Namibian í dag.

Kawana segir að upp­boðs­leiðin sem namibísk yfir­völd ætla að fara muni tryggja rík­inu auknar tekjur til þess að fjár­magna sam­fé­lags­leg verk­efni og auka gagn­sæi við úthlutun afla­heim­ilda.

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lands­ins, sem nú situr ásamt sex öðrum í gæslu­varð­haldi vegna ásak­ana um spill­ingu og mútu­þægni í tengslum við úthlutun kvóta, kom fyrra fyr­ir­komu­lagi á árið 2014. Alls úthlut­aði ráð­herr­ann 360 þús­und tonnum af hrossa­makríl­kvóta til Fis­hcor frá 2014 og fram á síð­asta ár.

Auglýsing

Hluti þessa kvóta var seldur til félags í eigu Sam­herja og grunur leikur á að íslenska fyr­ir­tækið hafi greitt mútur til að fá þann kvóta á frá Fis­hcor á lægra verði en eðli­legt hefði ver­ið, eins og fram kom í umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um Sam­herj­a­skjölin í nóv­em­ber í fyrra.

Með Esau í gæslu­varð­haldi er meðal ann­ars James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Fis­hcor. ­Sam­an­lagt eru þeir sjö sem hand­teknir hafa verið vegna máls­ins ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­ónir namibískra doll­ara, jafn­virði yfir 800 millj­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að hafa tryggt félögum tengdum Sam­herja umræddan hrossa­makríl­skvóta.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent