Varafréttastjóri RÚV gerir athugasemdir við afsökunarbeiðni Samherja

Heiðar Örn Sigurfinnsson segir það ekki vera mjög skýrt hver innan Samherja hafi verið að biðjast afsökunar né á hverju. Þá liggi ekki fyrir hvern sé verið að biðja afsökunar.

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu RÚV:
Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu RÚV:
Auglýsing

Heiðar Örn Sig­ur­finns­son, vara­f­rétta­stjóri frétta­stofu RÚV, segir að með afsök­un­ar­beiðni Sam­herja, sem birt var í gær, kveði við nýjan tón og vonar að það verði fram­hald þar á. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hann þó ýmis­legt við afsök­un­ar­beiðn­ina trufl­a. 

Athuga­semdir Heið­ars eru aðal­lega, en þó ekki ein­göngu, þrjár.

Í stöðu­upp­færsl­unni skrifar hann: „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðj­ast afsök­un­ar. Það er eng­inn skrif­aður fyrir þess­ari afsök­un­ar­beiðni - ein­ungis sagt að Sam­herji vilji biðj­ast afsök­unar á fram­göngu ótil­greindra stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Hvers vegna eru það ekki stjórn­end­urnir sjálfir sem biðj­ast afsök­unar á fram­göngu sinni?

Í öðru lagi er ekki mjög skýrt á hverju er beðist afsök­un­ar. Þar segir ein­göngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harka­legum við­brögðum við „nei­kvæðri umfjöllun" og á þeirri fram­göngu vilji fyr­ir­tækið biðj­ast afsök­un­ar. Hvaða harka­legu við­brögð er átt við? Eru það mynd­böndin sem fram­leidd voru þar sem frétta­menn Kveiks voru meðal ann­ars sak­aðir um að falsa skjöl til stuðn­ings umfjöllun sinni? Eru til­raunir til að hafa af fjöl­miðla­fólki æruna? Er það „spæj­ar­inn" sem elti Helga Seljan á rönd­um, sat fyrir honum á kaffi­húsi og sendi ógn­andi sms? Eru það njósnir um aðra fjöl­miðla­menn og lista­menn? Er það kannski allt þetta eða eitt­hvað annað sem ekki hefur komið fram í opin­berri umræðu?

Auglýsing
Í þriðja lagi er ekki mjög skýrt hvern er verið að biðja afsök­unar þar sem það er óljóst á hverju er beðist afsök­un­ar. Er verið að biðja Helga Seljan afsök­un­ar? Eða allan almenn­ing? Eða kannski bara starfs­fólk Sam­herja?

Kannski hefði þessi afsök­un­ar­beiðni verið betri ef það væri skýr­ara hver væri að biðja hvern afsök­unar og á hverju. Eins og fram kom í frétt RÚV í kvöld þá vildi for­stjóri Sam­herja ekki veita við­tal til að skýra það. Ekki frekar en hann hefur viljað veita við­töl til að svara þeim ásök­unum sem settar hafa verið fram.“

Með afsök­un­ar­beiðni Sam­herja kveður við nýjan tón úr þeirri átt­inni og það er gott, von­andi verður fram­hald þar á. Það...

Posted by Heiðar Örn Sig­ur­finns­son on Sunday, May 30, 2021

Sam­herji sagði stjórn­endur hafa gengið „of langt“

Sam­herji birti yfir­lýs­ingu á vef fyr­ir­tæk­is­ins í gær þar sem sagði meðal ann­ars að ljóst sé að stjórn­endur félags­ins hafi gengið „of langt“ í við­brögðum við „nei­kvæðri umfjöllun um félag­ið“.

„Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­ast afsök­unar á þeirri fram­göng­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en ekki er útskýrt í frek­ari smá­at­riðum að hvaða leyti gengið hafi verið of langt eða nákvæm­lega hverju verið sé að biðj­ast afsök­unar á.

Í yfir­lýs­ing­unni sagði einnig að stjórn­endum og starfs­fólki Sam­herja hafi þótt umfjöllun og umræða um fyr­ir­tækið á und­an­förnum árum „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um.“ Þegar svo sé – og „vegið að starfs­heiðri með ósann­gjörnum hætti á opin­berum vett­vangi“ – geti reynst erfitt að bregð­ast ekki við.

Umræða „skæru­liða­deild­ar­inn­ar“ hafi verið „óheppi­leg“

Sam­herji vís­aði til fjöl­miðlaum­fjöll­unar um þau sam­skipta­gögn fyr­ir­tæk­is­ins sem Kjarn­inn og Stundin hafa undir höndum og hafa fjallað um und­an­farna viku í fréttum og frétta­skýr­ing­um. Fyr­ir­tækið sagði að „þau orð“ og „sú umræða sem þar var við­höfð“ hafi verið „óheppi­leg“.

„Þarna var um að ræða per­sónu­leg sam­skipti á milli starfs­fé­laga og vina sem eng­inn gerði ráð fyrir að yrðu opin­ber,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja, en fyr­ir­tækið hafn­aði því að svara spurn­ingum Kjarn­ans um það sem kemur fram í gögn­unum á þeim grund­velli að gögn­unum hefði verið stolið.

Í svari sem Arnar Þór Stef­áns­son, lög­maður á Lex, sendi fyrir hönd Sam­herja síð­degis fimmtu­dag­inn 20. maí kom fram að fyrir lægi að þau gögn sem umfjöllun Kjarn­ans byggði á hefðu feng­ist með inn­broti í síma og tölvu Páls Stein­gríms­son­ar, starfs­manns Sam­herja.

Páll hefði kært inn­brotið og með­ferð gagn­anna til lög­reglu og það biði lög­reglu­rann­sókn­ar. „Hvorki Sam­herji hf. né fyr­ir­svars­menn félags­ins munu fjalla um inn­tak gagna sem aflað hefur verið með refsi­verðum hætti. Með því væri verið að ljá umfjöllun vægi sem hún á ekki skil­ið. Fyr­ir­spurnum yðar verður því ekki svar­að,“ sagði í svari lög­manns­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent