Engin formleg gögn til um afhendingu skýrslu til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins

Kjarninn falaðist eftir því að fá gögn um samskipti starfsmanna ráðuneytis við blaðamenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins vegna skýrslu sem þessir miðlar fengu afhenta en Kjarnanum var synjað um. Engin formleg gögn eru til, segir ráðuneytið.

Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 12. maí. Hér sjást Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi 12. maí. Hér sjást Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Engin form­leg gögn eru til í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu um sam­skipti starfs­manna ráðu­neyt­is­ins við Morg­un­blaðið og Frétta­blaðið vegna skýrslu sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra kynnti fyrr í mán­uð­in­um. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem lögð var fram í ljósi þess að blaða­maður Kjarn­ans fékk skýrsl­una ekki afhenta þrátt fyrir að hafa óskað sér­stak­lega eftir henni.

Beiðni Kjarn­ans afhend­ingu skýrsl­unnar barst til ráðu­neyt­is­ins degi fyrir kynn­ingu efnis hennar og var hafn­að, en umfjall­anir voru þó um efni skýrsl­unnar bæði í Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu degi síð­ar, sama dag og hún var tekin til kynn­ing­ar.

Skýrslan fjallar um stöðu og horfur í íslenskum sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi og var hennar getið í dag­skrá rík­is­stjórn­ar­fundar þriðju­dag­inn 11. maí. Kjarn­inn fal­að­ist í kjöl­farið eftir því að fá skýrsl­una afhenta, en fékk neit­un, sem áður seg­ir.

Mis­skiln­ingur og mis­tök

„Mis­skiln­ingur olli því að Kjarn­inn fékk skýrsl­una afhenta sól­ar­hring seinna en aðrir miðl­ar. Þegar ljóst var að mis­tök höfðu verið gerð var ákveðið að senda skýrsl­una út fyrir fund­inn og [gera] aðgengi­lega á vef ráðu­neyt­is­ins,“ ­segir í svari ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans, en þar er einnig rifjað upp að Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra baðst afsök­unar á því hvernig skýrslan fór í dreif­ingu, á blaða­manna­fundi sem hann hélt um efni hennar 12. maí.

Auglýsing

„Áður en við byrjum fund­inn þá vil ég geta þess hér að það voru mis­tök gerð við birt­ingu skýrsl­unnar sem mér þykir afskap­lega leitt því að inni­hald og efn­is­tök skýrsl­unnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla og því betur sem að hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðj­ast afsök­unar á þessum leiðu mis­tökum og vona að við drögum lær­dóm af þeim,“ sagði Krist­ján Þór.

Kjarn­inn óskaði eftir því að fá afhent öll sam­skipti starfs­manna ráðu­neyt­is­ins við blaða­menn Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins frá rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dags­morgni fram til mið­nættis þann sama dag. Þarna var átt við sím­töl, tölvu­póst­sam­skipti og eftir atvikum sam­skipti á öðrum mögu­legum miðl­um, eins og sam­skiptar­ásum sam­fé­lags­miðla.

Svar ráðu­neyt­is­ins er sem áður seg­ir, að engin form­leg gögn séu til í ráðu­neyt­inu um sam­skipti við blaða­menn þess­ara miðla önnur en boð á blaða­manna­fund, sem sent var á flesta fjöl­miðla. Það liggur því ekki ljóst fyrir í hverju þau „mi­s­tök“ sem ráðu­neytið játar að hafi verið gerð við birt­ingu skýrsl­unnar fel­ast nákvæm­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent