Spá því að útflutningsverðmæti sjávarútvegs og fiskeldis nánast tvöfaldist til 2030

Árið 2019 var útflutningsverðmæti sjávarútvegs, fiskeldis og öðrum tengdum greinum 332 milljarðar króna. Virði þessara greina gæti aukist í 615 milljarða króna innan áratugar, eða um 85 prósent.

Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við kynningu á henni í dag.
Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við kynningu á henni í dag.
Auglýsing

Virði fram­leiðslu sjáv­ar­út­vegs, fisk­eldis og tengdra greina gæti auk­ist um 85 pró­sent frá því sem hún var árið 2019 og fram til árs­ins 2030, ef ýmsar for­sendur ganga eft­ir. 

Útflutn­ings­verð­mæti grein­anna var 332 millj­arðar króna í byrjun þessa tíma­bils sem spáð er að það gæti orðið 440 millj­arðar króna árið 2025 og 615 millj­arðar króna árið 2030. 

Þetta kemur fram í ítar­legri skýrslu sem unnin var að beiðni Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og birt var opin­ber­lega fyrr í dag .

Rit­stjóri hennar var Sveinn Agn­ars­son, pró­fessor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands. Í skýrsl­unni er að finna ítar­lega umfjöllun um núver­andi stöðu sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis og áskor­anir og tæki­færi til fram­tíð.

Spáin um aukin útflutn­ings­verð­mæti byggir meðal ann­ars á því að verð­mæti hrá­efnis auk­ist um 24 pró­sent á tíu ára tíma­bili, en gerir ekki ráð fyrir miklum breyt­ingum í aflasam­setn­ingu eða aukn­ingu í afla. Þessi aukn­ing myndi skila því að verð­mæti hrá­efnis í sjáv­ar­út­vegi færi úr 145 millj­örðum króna í 180 millj­arða króna á ell­efu ára tíma­bil­i. 

Þá gerir spáin ráð fyrir að verð­mæti vinnslu geti auk­ist um 48 pró­sent og fari í 170 millj­arða króna næsta tæpa ára­tug­inn. Það myndi þýða að verð­mæti vinnslu myndi aukast um 55 millj­arða króna á tíma­bil­inu sem spáin nær yfir­.  

Auglýsing
Mesta aukn­ingin í útflutn­ings­verð­mætum á hins vegar að verða í fisk­eldi. Útflutn­ings­verð­mæti þeirrar greinar hefur auk­ist mikið á síð­ustu árum sam­hliða því að fram­leiðsla hennar átt­fald­að­ist á ára­tug. Árið 2019 var verð­mæti fisk­eld­is­af­urða 25 millj­arðar króna en í spá skýrslu­höf­unda er gert ráð fyrir að það auk­ist um 100 millj­arða króna á næsta tæpa ára­tug, og verði 125 millj­arðar króna. Gangi sú spá eftir mun umfang fisk­eldis mælt í útflutn­ings­verð­mætum fimm­fald­ast á ára­tug.

Þá er búist við að líf­tækni, betri bún­aður og þekk­ing, nýt­ing hlið­ar­af­urða og vöxtur í tekjum af þör­ungum og örþör­ungum fari úr því að vera metið á 47 millj­arða króna árið 2019 í að vera metið á 140 millj­arða króna árið 2030.

Segja auð­linda­gjaldið til marks um styrk grein­ar­innar

Skýrslan er umfangs­mik­il, alls 270 blað­síð­ur, og í henni er rakin jafnt, saga, umfang og mögu­leikar sjáv­ar­út­vegs, fisk­eldis og tengdra greina. 

Þar er íslenskur sjáv­ar­út­vegur meðal ann­ars borin saman við ýmis lönd OECD og á það bent að á meðal sam­an­burð­ar­land sé Ísland það eina þar sem ekki sé hreinn stuðn­ingur við sjáv­ar­út­veg. Þess í stað greiði atvinnu­veg­ur­inn veiði­gjald fyrir aðgengi að auð­lind­inn­i. 

Í skýrsl­unni er sagt að veiði­gjald veiki sam­keppn­is­stöðu íslensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna en að það end­ur­spegli jafn­framt styrk grein­ar­inn­ar, sem byggi meðal ann­ars á því fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi sem Ísland styðst við. Mun­ur­inn á arð­greiðslum sem hlut­fall af hagn­aði var þó mjög lít­ill hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og öðrum fyr­ir­tækjum á árunum 2014-2018. 

Brim er sú útgerð sem heldur beint á mestum afla. Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og helsti eigandi Brims. Mynd: Skjáskot/RÚVs

Vert er að taka fram að mörg stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki eða í eigu fámennra hópa ein­stak­linga. Þessi fyr­ir­tæki hafa mörg hver fjár­fest í öðrum geirum án þess að hagn­aður af nýt­ingu fisk­veiði­auð­lindar sé greiddur út sem arður fyrst. Þau hafa auk þess fjár­fest í nýjum eign­um, eins og end­ur­nýjun á fisk­veiði­flot­an­um, og greitt niður skuldir á síð­ast­liðnum árum.

Fjár­fest­ing í skipum og bátum hjá íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum nam til dæmis 108 millj­örðum króna á árunum 2008-2019 og fjár­fest­ingar þeirra í fisk­vinnslu um 95 millj­örðum króna. Til sam­an­burðar nam heild­ar­fjár­fest­ing í fisk­eldi, sem er að hluta úr ranni íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, 25 millj­örðum króna á tíma­bil­in­u. 

Afkoman batni ekki nema að frek­ari sam­þjöppun sé leyfð

Í skýrsl­unni er vitn­að  í aðra úttekt þar sem bent er á að ekki megi gera ráð fyri að afkoma í sjáv­ar­út­vegi batni nema að frek­ari sam­þjöppun sé leyfð og að hlut­fall af kvóta sem hver og einn megi halda á verði leyft að verða meira en 12 pró­sent. „Þessar breyt­ingar gætu aukið hagnað í sjáv­ar­út­vegi um 9 pró­sent og aukið ábata sam­fé­lags­ins um 4-7 pró­sent, auk þess sem losna myndi um fjár­magn sem er bundið í atvinnu­grein­inni sem gæti nýst ann­ars staðar í hag­kerf­inu með arð­bær­ari hætti. Hins vegar gætu breyt­ing­arnar jafn­framt leitt til mun meiri sam­þjöpp­unar í íslenskum sjáv­ar­út­vegi og jafn­vel til þess að til­tölu­lega fá fyr­ir­tæki yrðu alls­ráð­andi í grein­inni og gengið þvert gegn byggð­ar­mark­miðum stjórnar fisk­veiða. Óvíst sé því að póli­tískur vilji væri til að ráð­ast í slíkar breyt­ing­ar.“

Kjarn­inn greindi nýverið frá því í frétta­skýr­ingu að þrjár blokkir innan íslensks sjáv­ar­út­vegs: sú sem hverf­ist í kringum Sam­herja, sú sem hverf­ist í kringum Brim og sú sem hverf­ist í kringum útgerð Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, haldi sam­tals á 45,6 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt mark­aðsvirði hans er um 544,8 millj­arðar króna miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­hlut­deildir hér­lend­is. 

Duldar og van­metnar eignir

Skýrslu­höf­undar greina frá því að eig­in­fjár­hlut­fall sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafi verið 43,2 pró­sent árið 2018, en til sam­an­burðar hafi það verið 43,2 pró­sent hjá öðrum fyr­ir­tækjum i við­skipta­hag­kerf­in­u. 

Þar er þó ekki tekið til­lit til þess að bók­fært eigið fé getur oft á tíðum verið veru­lega van­metið þar sem duldar eignir geta verið til stað­ar. Það á við í sjáv­ar­út­vegi umfram aðrar atvinnu­greinar þar sem afla­heim­ildir eru færðar á mun lægra virði en mark­aðsvirði þeirra segir til um. 

Auglýsing
Dæmi um þetta má finna í bók­haldi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem nú er á leið á mark­að. Miðað við síð­asta birta lista Fiski­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­ar­vinnslan, ásamt dótt­ur­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 7,7 pró­sent hans. 

Í októ­ber 2020 var greint frá því að útgerð­ar­fé­lagið Berg­ur-Hug­inn, að öllu leyti í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hefði keypt útgerð­ar­fé­lagið Berg ehf. í Vest­manna­eyj­um. Þegar kaupin voru opin­beruð var ekki sagt frá því hvert kaup­verðið var. Í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar fyrir síð­asta ár er kaup­verðið hins vegar til­greint. Það var tæpir 4,9 millj­arðar króna.

Miðað við það sem var greitt fyrir afla­heim­ildir Bergs ætti virði þess kvóta sem Síld­ar­vinnslan heldur á að vera um 92 millj­arðar króna. Afla­heim­ildir Síld­ar­vinnsl­unnar eru hins vegar bók­færðar á um 30 millj­arða króna. 

Heild­ar­virði afla­heim­ilda er 1.195 millj­arðar króna miðað við það sem Berg­ur-Hug­inn greiddi fyrir útgerð­ar­fé­lagið Berg í fyrra.

Ráð­herra baðst afsök­unar

Skýrslan var kynnt og birt klukkan 14 í dag. Kjarn­inn sendi upp­lýs­inga­full­trúa atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir­spurn í gær þar sem blaða­maður óskaði eftir því að fá skýrsl­una afhenda fyrir fund­inn.

Í svari ráðu­neyt­is­ins kom fram að skýrslan lægi ekki fyrir á þeim tíma­punkti en yrði aðgengi­leg eftir kynn­ing­ar­fund­inn. Óskaði blaða­maður eftir því í fram­hald­inu að fá skýrsl­una gegn lof­orði um að segja ekk­ert frá henni fyrr en að fundi lokn­um. „Mér heyr­ist ekki því mið­ur,“ var svarið frá ráðu­neyt­inu.

Umfjöllun um skýrsl­una birt­ist aftur á móti í morgun á for­síðu Morg­un­blaðs­ins og í við­skipta­kálfi Frétta­blaðs­ins. Krist­ján Þór baðst afsök­unar á því að hún hefði lekið út með þeim hætti í upp­hafi kynn­ing­ar­fund­ar­ins í dag.

Rit­stjóri skýrsl­unn­ar, Sveinn Agn­ars­son, hélt erindi á opn­um fundi Sam­­taka fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi í Sjó­minja­safn­inu í morg­un. Þar sagði hann, sam­kvæmt end­ur­sögn mbl.is, að umræða um að gera um­fangs­­mikl­ar breyt­ing­ar á fisk­veiði­stjórn­­un­­ar­­kerf­inu sem byggi al­farið á af­komu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja get­i bein­lín­is verið hætt­u­­leg fyr­ir grein­ina. Hann sagði enn fremur það vera á ábyrgð fyr­ir­tækja í grein­inni að koma fram með þeim hætti að fyrr­­nefnd umræða skap­ist ekki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar