Mynd: Skjáskot/RÚV

Ráðuneytið lét héraðssaksóknara vita af eigendabreytingum hjá Samherja

Samherji sendi upphaflega tilkynningu um eignarhald erlends aðila í félaginu á rangan ráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Erlendi aðilinn, Baldvin Þorsteinsson, á 20,5 prósent beinan hlut í Samherja, sem hann eignaðist þegar 164 milljónir hluta í Samherja skiptu um hendur. Héraðssaksóknari var látinn vita af eigendabreytingunum í ljósi þess að aðaleigandi Samherja og forstjóri væru „til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara.“

Starfs­maður atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins hringdi tví­vegis í Ólaf Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ara, ann­ars vegar 18. des­em­ber og hins vegar 20. des­em­ber 2019, til að gera honum við­vart um að ráðu­neyt­inu hefði borist til­kynn­ing um að erlendur aðili hefði keypt alls 20,5 pró­sent hlut í Sam­herja hf. 

Í skjali um sam­skiptin sem Kjarn­inn hefur fengið afhent frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu kemur fram að ástæða þess að haft var sam­band við við hér­aðs­sak­sókn­ara var að ráðu­neyt­inu væri „kunn­ugt um að það félag sem til­kynn­ingin við­kemur og aðal­eig­andi þess og for­stjóri eru til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara.“

Þar segir enn fremur að efni til­kynn­ing­ar­innar sé til þess fallið að „geta haft áhrif á rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara en ráðu­neytið getur ekki gert sér grein fyrir því að hve miklu leyti eða hvaða þýð­ingu hún kunni að hafa. Efni hennar er þó slíkt að rétt er talið að gera hér­aðs­sak­sókn­ara grein fyrir því.“

Fjár­fest­ing félags sem Bald­vin á 49 pró­sent í, K&B ehf., í Sam­herja var til­kynnt til atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins átta dögum áður en að Kveik­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera opin­ber­uðu margra mán­aða rann­sókn­ar­vinnu sem sýndi fram á meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar í tengslum við veiðar hennar í Namib­íu. 

Auglýsing

Í umfjöllun Kveiks, sem sýnd var 12. nóv­em­ber 2019, kom fram að frétta­­skýr­inga­þátt­­ur­inn leit­aði til Þor­­steins Más um við­­tal vegna umfjöll­unar þátt­­ar­ins um meintar mút­u­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu Sam­herja í Namibíu 15. októ­ber, tæpum þremur vikum áður en til­kynnt var um að hlut­ur­inn í Sam­herja hefði verið seldur til K&B ehf. 

Þor­steinn Már hafn­aði að mæta í við­tal en fékk svo skrif­­lega beiðni tíu dögum síð­­­ar, 25. októ­ber eða níu dögum áður en atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu var til­kynnt um að 43 pró­sent hlut­ur­inn í Sam­herja hefði verið seldur til barna aðal­eig­enda félags­ins, þar sem Kveikur greindi honum frá því í smá­at­riðum hvað var verið að fjalla um. 

Í til­kynn­ingu sem lög­maður á vegum Sam­herja sendi fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins í gær var því hafnað að tengsl væru á milli þess að til­kynnt væri um eig­enda­breyt­ing­arnar og umfjöll­unar um athæfi Sam­herja í Namib­íu. ­Þrátt fyrir það fannst atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu við­eig­andi að láta hér­aðs­sak­sókn­ara vita af þeim.

Stenst lög um erlenda fjár­fest­ingu

Kjarn­inn greindi frá því í gær að þann 4. nóv­em­ber 2019 hefði atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu borist til­kynn­ing um að félag í eigu ein­stak­lings sem er skil­greindur erlendur sam­kvæmt íslenskum lögum ætti 49 pró­sent hlut í félagi, sem hefði eign­ast stóran hlut í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja hf. Um var að ræða Bald­vin sem er með lög­heim­ili í Hollandi og telst því erlendur aðili í skiln­ingi íslenskra laga. Um eign­ar­hald slíkra þarf að til­kynna til atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins sam­kvæmt lög­um, enda erlendum aðilum settar miklar skorður þegar kemur að því að eiga hlut í íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­u­m. 

Bald­vin á 49 pró­sent í félag­inu K&B ehf.. Aðrir eig­endur þess eru systir hans Katla, sem á 48,9 pró­sent, og faðir hans, sem á 2,1 pró­sent. 

Lög­maður Sam­herja sendi til­kynn­ing­una upp­haf­lega til Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Það átti hins vegar ekki að senda hana þang­að, heldur til hins ráð­herr­ans í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu, Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar, sem fer með for­ræði laga um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri. 

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að Sam­herja hefði verið greint frá því með bréfi þann 1. nóv­em­ber 2019 að einn af hlut­höfum félags­ins, Eign­ar­halds­fé­lagið Steinn, í eigu Þor­steins Más og Helgu, hefði selt alls 163,8 millj­ónir hluti í Sam­herja til K&B ehf. sem hefði fyrir vikið eign­ast 43 pró­sent hlut í Sam­herj­a. 

Við með­ferð máls­ins varð það nið­ur­staða ráðu­neyt­is­ins að eign erlenda aðil­ans, Bald­vins, á Sam­herja bryti ekki í bága við lög um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri. Bein eign hans í Sam­herja væri til að mynda 20,5 pró­sent sem þýddi að erlent eign­ar­hald væri undir því 25 pró­sent hámarki sem til­greint er í lög­um. 

Rúmt hálft ár þangað til að breyt­ingar voru opin­ber­aðar

Opin­ber­lega var ekki sagt frá því að eig­enda­skipti væru að eiga sér stað hjá Sam­herja fyrr en 15. maí 2020. Þá birt­ist til­kynn­ing á heima­síðu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar um að Þor­steinn Már, Helga og Krist­ján Vil­helms­son væru að færa næstum allt eign­ar­hald á Sam­herja hf., sem er eign­ar­halds­fé­lag utan um þorra starf­semi sam­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, til barna sinna. Þau halda hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­sem­inni, og halda á stórum hlut í Eim­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í öðru eign­ar­halds­fé­lagi, Sam­herja Hold­ing ehf. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kom fram að Bald­vin og Katla myndu eign­ast 43 pró­sent í Sam­herja hf. Sam­hliða var greint frá því að Dagný Linda, Hall­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín, börn Krist­jáns Vil­helms­son­ar, myndu fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­­sent hluta­fjár. Í til­kynn­ing­unni sagði að með þessum hætti „vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­skyld­u­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­steinn í rekstr­in­­um.“ Þar kom einnig fram að und­ir­bún­ingur breyt­ing­anna á eign­ar­hald­inu hafi staðið und­an­farin tvö ár en áformin og fram­kvæmd þeirra voru form­lega kynnt í stjórn félags­ins á miðju ári 2019.

Fram­sal og arfur

Í maí, þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um með hvaða hætti fram­sal hluta­bréfa for­eldra til barna hefði átt sér stað, feng­ust þau svör hjá Björgólfi Jóhanns­syni, ann­ars for­stjóra Sam­herja, að ann­ars vegar hefðu börnin fengið fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar væri um sölu milli félaga að ræða. 

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar hjá Sam­herja um virði þess hlutar sem til­kynnt var um að færður hefði verið á milli kyn­slóða né hvernig til­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu. Engin skjöl hafa heldur verið send inn til fyr­ir­tækja­skrár vegna við­skipt­anna enn sem komið er. Einu upp­lýs­ing­arnar sem þar er að finna um K&B ehf., fyrir utan eign­ar­haldið á félag­inu og að það hafi verið stofnað í apríl 2019, er að hlutafé þess var aukið um 100 millj­ónir króna seint í sept­em­ber í fyrra.

Eigið fé Sam­herja hf. var 446,7 millj­ónir evra í árs­lok 2018, en árs­reikn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins fyrir árið 2019 hefur ekki verið skilað til fyr­ir­tækja­skrár, enda frestur til slíks ekki útrunn­inn. Á gengi þess tíma var eigið féð um 60 millj­arðar króna. 

Bald­vin heldur á svipað miklum kvóta og Ísfé­lagið

Í til­kynn­ingu Sam­herja til atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins segir að Sam­herji hf. stundi „hvorki fisk­veiðar í efna­hags­lög­sögu Íslands né rekur fyr­ir­tæki til vinnslu sjáv­ar­af­urða hér á landi í eigin nafni en á að fullu eða að hluta fyr­ir­tæki í slíkri starf­sem­i.“ 

Þetta er rétt. Sam­herji hf. á þó sann­ar­lega dótt­ur­fé­lög sem það ger­a. 

Auglýsing

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­deild í íslenskri efna­hags­lög­sögu allra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­sent. ­Út­­­gerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­sent hans. Síld­­­­­­ar­vinnslan, sem Sam­herji á beint og óbeint 49,9 pró­­sent hlut í, er svo með 5,2 pró­­sent afla­hlut­­deild og Berg­­ur-Hug­inn, í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, er með 2,3 pró­­sent af heild­­ar­kvóta til umráða. Auk þess á Síld­ar­vinnslan 75,20 pró­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt er þessi blokk að minnsta kosti 17,1 pró­­sent afla­hlut­­deild. 

Bald­vin á því hlut í félagi, sem á hlut í félagi sem á félög, að hluta eða öllu leyti, sem halda saman á stærri hluta af úthlut­uðum kvóta í íslenskri efna­hags­lög­sögu en nokkur önnur sjáv­ar­út­vegs­sam­stæða. Bein hlutur Bald­vins í úthlut­uðum kvóta­heim­ildum er því um 3,5 pró­sent. Til sam­an­burðar nemur held­ar­kvóti Ísfé­lags Vest­manna­eyja 3,7 pró­sentum og Vísir í Grinda­vík heldur á 3,65 pró­sent úthlut­aðra afla­heim­ilda.

Lestu meira:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar