EPA

Trump heldur fyrsta fundinn á slóðum fjöldamorðs

Donald Trump heldur í dag sinn fyrsta kosningafund frá því að faraldur kórónuveirunnar braust út. Fundurinn fer fram í borg sem á sér blóðuga fortíð er farið hefur hljótt í að verða heila öld.

Hann hefur boðað til kosn­inga­fundar í íþrótta­höll og boðið þangað tæp­lega 20 þús­und manns á tímum far­sóttar. Hann hefur boðað til kosn­inga­fundar í borg þar sem framið var fjöldamorð á svörtu fólki við upp­haf þriðja ára­tugar síð­ustu ald­ar. Hann hefur boðað til fund­ar­ins á sama tíma og enda­loka þræla­halds í Banda­ríkj­unum er minnst í flestum ríkjum lands­ins. 

Hann er Don­ald Trump. Borgin er Tulsa í Okla­hom­a-­ríki. Fjöldamorðið, sem í ára­tugi var talað um sem „kynn­þátta­ó­eirð­ir“, hófst að kvöldi 31. maí árið 1921. Um ódæð­ið, sem er eitt það mann­skæð­asta í sögu ofbeldis gegn svörtum í Banda­ríkj­un­um, hefur ekki verið mikið fjallað í sögu­bókum og fjöl­miðl­u­m. 

Þar til nú. Er Don­ald Trump, sem sæk­ist eftir end­ur­kjöri sem for­seti Banda­ríkj­anna, ákveður að halda sinn fyrsta kosn­inga­fund frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hóf­st, aðeins nokkrum götum frá þeim stað þar sem um 300 manns voru drepin á aðeins átján klukku­tím­um.Auglýsing

Það er ekki aðeins ótt­inn við að upp blossi hópsmit á fund­ar­staðnum sem hefur gert vart við sig heldur einnig við að fund­ur­inn eigi eftir að magna enn frekar upp spennu í sam­fé­lag­inu sem þegar hefur verið mikil eftir morðið á George Floyd. 

En ákvörðun for­set­ans hefur einnig blásið lífi í kröfur um rétt­læti vegna fjöldamorðs­ins sem framið var í hinu blóm­lega Greenwood-hverfi sem oft var kallað „svarta Wall Street“.

Eftir fyrri heims­styrj­öld­ina, þegar aðskiln­að­ar­stefna var enn við lýði víðs­vegar um Banda­rík­in, óx sam­tökum hvítra þjóð­ern­is­sinna, m.a. Ku Klux Klan, fiskur um hrygg á ný. Árásir á svarta og skemmd­ar­verk á eigum þeirra voru tíð­ar. Við upp­haf þriðja ára­tugar síð­ustu aldar ein­kennd­ist borgin Tulsa af upp­gangi vegna olíu­gróða. Þar bjuggu yfir hund­rað þús­und manns. Aðskiln­aður ríkti og flestir svartir íbúar borg­ar­inn­ar, um 10 þús­und tals­ins, bjuggu í Greenwood og þar stund­uðu margir þeirra blóm­leg við­skipti í hag­kerfi sem var nær lokað vegna aðskiln­að­ar­ins. 

Í lyft­unni

Þann 30. maí árið 1921 var svartur piltur á tán­ings­aldri, Dick Rowland, í vinn­unni í mið­borg Tulsa en þurfti að fara á sal­ernið í öðru húsi þar sem vinnu­veit­andi hans hafði ekki kló­sett fyrir svarta líkt og reglur gerðu ráð fyr­ir. Hann fór því í Drex­el-­bygg­ing­una og þar inn í lyftu. Lyftu­vörð­ur­inn Sarah Page, sem var einnig ung­lingur en hvít á hör­und, er sögð hafa sakað Rowland um áreitni í lyft­unni. Sumar fréttir þess tíma segja að hún hafi sakað hann um kyn­ferð­is­of­beldi og slógu fjöl­miðlar því upp á for­síðu. Lög­reglan var kölluð til og að morgni 31. maí hand­tók hún Rowland.  Fréttin sem varð til þess að múgurinn fór að dómshúsinu.
Tulsa Tribune

Um kvöldið hafði múgur hvítra manna safn­ast saman fyrir utan dóms­húsið þar sem Rowland var í haldi. Krafð­ist fólkið þess að lög­reglu­stjór­inn afhenti pilt­inn. Því var neitað og vegna æsings­ins úti fyrir gættu margir lög­reglu­menn Rowlands á efstu hæð húss­ins. Seinna um kvöldið mætti hópur svartra manna á vett­vang í þeim til­gangi að bjóða aðstoð við að gæta ung­lings­pilts­ins. Lög­reglan vís­aði þeim hins vegar frá. Síðar um kvöldið kom hóp­ur­inn aftur að dóms­hús­inu þar sem enn var ótt­ast að æstur múg­ur­inn myndi ná til Rowlands og taka hann af lífi án dóms og laga. 

Fyrir slíku voru mörg for­dæmi. 

Svörtu menn­irnir voru innan við hund­rað. Heim­ildir herma að hinir hvítu hafi verið um 1.500. Í báðum hópum voru vopn­aðir menn. Skotum var hleypt af og ringul­reið ríkti. Ekki leið á löngu þar til þeir svörtu hörf­uðu inn í hverfið sitt, Greenwood. 

Sú saga var á kreiki um kvöldið að svartir íbúar Tulsa ætl­uðu sér að safna liði frá nágranna­borgum og bæj­um. Við­brögðin voru eftir því. Næstu klukku­stund­irnar komu margir hópar hvítra inn í hverf­ið. Þeir höfðu m.a. fengið vopn hjá yfir­völd­um. Þar gengu þeir ber­serks­gang og frömdu fjöl­mörg ofbeld­is­verk. Forsíða Tulsa World í kjölfar ódæðisverkanna.

Í dögun þann 1. júní höfðu þús­undir hvítra streymt inn í Greenwood. Þeir rændu versl­anir og heim­ili og brenndu bygg­ingar á stóru svæði. Slökkvi­liðs­menn sem komu á vett­vang greindu síðar frá því að þeim hafi verið hótað og byssum miðað á þá svo þeir urðu frá að hverfa. 

Í nýlegri skýrslu sem unnin var af Rauða kross­inum kemur fram að kveikt hafi verið í 1.256 húsum og 215 til við­bótar voru rænd. Meðal þeirra bygg­inga sem voru eyði­lagðar voru skrif­stofur tveggja dag­blaða, skóli, bóka­safn, spít­ali, kirkjur og hót­el. Heim­ildir benda til þess að flug­vélum hafi verið flogið yfir svæðið og úr þeim skotið og jafn­vel sprengjum varp­að.

Þjóð­varð­lið var hvatt á vett­vang en er það kom var upp­þotið að mestu yfir­stað­ið. Um 6.000 manns voru hneppt í varð­hald í búðum sem komið var upp í sam­komu­hús­um.

Seinna þann 1. júní hafði lög­reglan tekið ákvörðun um að ákæra ekki Dick Rowland. Lík­leg­ast þótti að hann hefði hrasað eða stigið á fót lyftu­varð­ar­ins Page. Honum var sleppt úr haldi, hann yfir­gaf Tulsa og hermt er að hann hafi aldrei snúið þangað aft­ur. Lík á götu í Greenwood-hverfinu.

Fyrsta opin­bera talan um mann­fallið var 36. Þar af hefðu tíu hvítir fall­ið. Þetta var mikið van­mat og mögu­lega vilj­andi blekk­ing. Í dag er talið að allt að 300 hafi fall­ið, aðal­lega svart­ir. 

Fjöldamorðið í Tulsa var hvorki upp­haf né endir ofbeldis gegn svörtum í Okla­hom­a-­ríki. Þar átti enn eftir að herða á aðskiln­aði og styrkur Ku Klux Klan óx á sama tíma. Þó að kveikj­una megi rekja til máls Dicks Rowlands var það ekki síður fyr­ir­litn­ing hvítra á batn­andi lífs­kjörum svartra í Greenwood sem var orsök upp­þots­ins. 

Í ára­tugi var fjöldamorðs­ins vart minnst. Engar minn­ing­ar­at­hafnir voru haldnar og í raun var atvikið vís­vit­andi þaggað niður opin­ber­lega. 

Tulsa Tri­bune, dag­blaðið sem að morgni 31. maí 1921 sló því upp á for­síðu að svartur piltur hefði beitt hvíta stúlku kyn­ferð­is­of­beldi, fjar­lægði for­síð­una úr gagna­söfnum sín­um. Er sagn­fræð­ingar ætl­uðu að kynna sér gögn borg­ar­yf­ir­valda og lög­regl­unnar um málið kom í ljós að þau var hvergi að finna. Haugur af myndum sem lög­reglan hafði viðað að sér á sínum tíma var sömu­leiðis gufaður upp.Auglýsing

Það var ekki fyrr en á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar, fimm­tíu árum eftir atburð­ina, að fræði­menn fóru að graf­ast fyrir um hvað í raun og veru hafði gerst. Árið 1996 var í fyrsta skipti haldin opin­ber minn­ing­ar­at­höfn um fórn­ar­lömbin og minn­ing­ar­reitur í Greenwood afhjúp­að­ur. Þetta sama ár var sett á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd á vegum Okla­hom­a-­ríkis til að fara í saumana á mál­inu. Átti nefnd­in, sam­kvæmt skip­un­ar­bréfi, að rann­saka „kyn­þátta­á­tökin í Tulsa“ eins og atburð­ur­inn var þá ætíð kall­að­ur. Fjórum árum síðar skil­aði nefndin skýrslu og í henni kom fram að á bil­inu 100-300 manns hefðu fallið og að yfir átta þús­und hefðu misst heim­ili sín á þeim átján klukku­stundum sem árásin stóð yfir.  Frá árinu 2000 hefur skólum í Okla­homa verið upp­álagt að fræða nem­endur um atburð­ina og árið 2004 var öllum skólum lands­ins gert að gera það. Í dag er talað um fjöldamorðið í Tulsa – ekki kyn­þátta­á­tök­in.Greenwood brennur morguninn eftir ódæðið.

COVID-19, sjúk­dóm­ur­inn sem kór­ónu­veiran veld­ur, er útbreiddur í Tulsa. Ný til­felli í Tulsa-­sýslu voru í gær hvergi fleiri hlut­falls­lega í öllu Okla­hom­a-­ríki. Far­ald­ur­inn er enn í hámarki á þessum slóð­um. Heil­brigð­is­yf­ir­völd í borg­inni hafa þess vegna biðlað til for­set­ans að fresta kosn­inga­fund­in­um. Á þá bón hefur ekki verið hlust­að. Hins vegar munu allir þeir sem mæta á kosn­inga­fund­inn skrifa undir skjal og stað­festa að þeir fari ekki í mál við kosn­ingateymi Trumps smit­ist þeir á fund­in­um.

Trump og stuðn­ings­menn hans munu í dag standa á þeim slóðum þar sem fjöldamorðið var framið. Allt umhverfis íþrótta­höll­ina þar sem for­set­inn mun flytja ræðu og fá lófa­klapp, áttu hræði­legir atburðir sér stað. Þar er m.a. að finna ómerktar graf­ir. Þar voru svartir hund­eltir af hvítum æstum múg fyrir 99 árum, drepnir og líkin flutt í haugum í burtu áður en fjölda­grafir voru tekn­ar. Sumum þeirra skol­aði upp að árbökkum dag­ana á eft­ir.Auglýsing

Eng­inn var, hvorki fyrr né síð­ar, ákærður fyrir ofbeld­is­verk­in. Eng­inn hef­ur, hvorki fyrr né síð­ar, verið dreg­inn til ábyrgð­ar. Ekki einu sinni borg­ar­yf­ir­völd sem sannað þykir að hafi afhent múgnum vopn og litið svo undan á meðan blóðsút­hell­ing­arnar áttu sér stað.

En þetta kann að breyt­ast. Á næsta ári verður öld liðin frá fjöldamorð­inu. Og borg­ar­yf­ir­völd eru far­in, að minnsta kosti að ein­hverju leyti, að horfast í augu við for­tíð­ina. Rann­sókn­ar­hópur hefur verið settur á stofn sem á að finna grafir fórn­ar­lambanna og reyna að bera kennsl á þau. Þetta verk­efni átti að hefj­ast fyrir nokkru en hefur frest­ast vegna far­ald­urs­ins. 

Kevin Stitt, repúblikani og rík­is­stjóri Okla­homa, hefur boðið Trump í skoð­un­ar­ferð um Greenwood áður en að kosn­inga­fund­ur­inn hefst. Það hefur lagst illa í marga íbú­ana. Er mót­mæli brut­ust út eftir morðið á George Floyd í Minn­ea­polis vildi hann senda her­inn á vett­vang. Hann hefur svo ekki bein­línis tekið undir kröfur minni­hluta­hópa í land­inu frá því hann varð for­seti.Mótmæli vegna valdníðslu lögreglunnar gagnvart svörtum standa enn í Bandaríkjunum.
EPA

Það er ólík­legt að til­viljun hafi ráðið því að Trump heldur sinn fyrsta kosn­inga­fund í hund­rað daga í Tulsa þar sem hund­rað ár verða senn liðin frá blóð­baði. Hann hefur áður valið sér svið á stöðum sem vakið hafa sam­bæri­leg hug­hrif. Í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2016 hélt hann fund í Milwaukee stuttu eftir að lög­reglu­maður hafði skotið svartan mann í bakið með þeim afleið­ingum að hann lést. Í kjöl­farið var mót­mælt harð­lega. „Of­beld­ið, óeirð­irnar og eyði­legg­ingin sem hafa átt sér stað í Milwaukee er árás á rétt allra borg­ara til að búa við öryggi og til að búa við frið,“ sagði Trump af þessu til­efni, skammt frá þeim stað þar sem skotárásin var gerð. 

„Við höfum áhyggjur af öllum þessu fólki sem er að koma til rík­is­ins og einnig af þeim sem verður fylgt inn í sam­fé­lagið okkar til að heim­sækja menn­ing­ar­mið­stöð­ina í Greenwood. Það er eins og að bjóða þeim heim til okk­ar,“ hefur BBC eftir Ther­ese Adun­is. Afi hennar og amma lifðu ódæðin í Tulsa af og faðir hennar fædd­ist nokkrum mán­uðum eftir þau.

For­stöðu­maður menn­ing­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar, Mechelle Brown, segir að Greenwood og nágrenni sé heil­agur staður í hugum margra. Brown átti einnig sæti í rann­sókn­ar­nefnd­inni sem skil­aði skýrslu sinni um fjöldamorðin árið 2001. „Það er móðgun að [Trump] sé að koma hing­að. Sér­stak­lega til staðar þar sem mögu­lega má finna fjölda­grafir og þar sem svartir flúðu á hlaupum til að reyna að bjarga lífi sín­u.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent