Norrænu ráðuneytin svara því ekki hvað þeim þótti um afstöðu Íslands

Kjarninn er búinn að fá svör frá fjármálaráðuneytum Finnlands, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs vegna máls Þorvaldar Gylfasonar, sem íslenska ráðuneytið sagði að væri of virkur í pólitík til að viðeigandi væri að hann ritstýrði fræðatímariti.

Norðurlöndin Mynd: Johannes Jansson/Norden.org
Auglýsing

Full­trúar hvorki norska né danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem eiga sæti í stýri­hópi nor­ræna fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew, vilja svara því hvað þeim hafi þótt um þá afstöðu sem íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið setti fram gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni, þegar hann til kom til tals sem mögu­legur næsti rit­stjóri tíma­rits­ins.

Sænska ráðu­neytið svarar því heldur ekki með beinum hætti, en í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Jonas Norlin full­trúi þess þó að fyrir sænska ráðu­neytið hafi akademískur bak­grunnur og getan til þess að standa sig vel í starfi verið það sem skipti máli við val á nýjum rit­stjóra.

Einnig, segir sænski ráðu­neyt­is­mað­ur­inn, var horft til praktískra atriða eins og þess hvar ein­stak­lingar væru búsett­ir, með til­liti til mögu­leika þeirra á að ferð­ast á milli nor­rænu land­anna vegna starfs­ins.

Full­trúi norska ráðu­neyt­is­ins, Nathalie Berner Sør­haug, segir það eitt í svari til Kjarn­ans að norska ráðu­neytið hafi ekki haft athuga­semdir við það að Þor­valdur Gylfa­son yrði rit­stjóri NEPR. „Við höfum ekk­ert meira að segja um þetta mál,“ bætir hún við.

„Ein­hvers­konar mis­skiln­ing­ur“ að Dan­mörk hafi lagst gegn Þor­valdi

Starfs­maður danska ráðu­neyt­is­ins, Morten Kræg­pøth, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að danska fjár­mála­ráðu­neytið hafi ekki tekið neina afstöðu hvorki með að á móti Þor­valdi, heldur hafi hann ein­fald­lega lýst því yfir þegar afstaða Íslands lá ljós fyrir að best væri að finna kandídat í starfið sem öll löndin gætu fellt sig við. 

Auglýsing

Hann segir það „ein­hvers­konar mis­skiln­ing“ að Dan­mörk hafi lagst sér­stak­lega á sveif með Íslandi innan nor­ræna stýri­hóps­ins í afstöðu til Þor­valds, en það sagði Lars Calm­fors hag­fræði­pró­fessor og fyrr­ver­andi rit­stjóri fræða­tíma­rits­ins, sem átti sem slíkur sæti í stýri­hópn­um, í svari sínu til Kjarn­ans í síð­ustu viku.

Þá hafði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lýst því yfir á Face­book-­síðu sinni að Ísland hefði ekki verið eina landið innan stýri­hóps­ins sem studdi ekki að Þor­valdur yrði rit­stjóri þegar til kast­anna kom. Danski full­trú­inn segir þvert á móti að Dan­mörk hafi ekki tekið sér­staka afstöðu gegn neinum kandídat í starfið nema þegar sam­þykkt var að ráða sænska pró­fess­or­inn Harry Flam, sem að lokum var feng­inn til þess að rit­stýra tíma­rit­inu.

Finnar hleypa stjórn­mála­mönnum ekki nærri

Þegar hefur verið fjallað um afstöðu finnska ráðu­neyt­is­ins til máls­ins. Markku Sten­borg, full­trúi Finn­lands í stýri­hópn­um, sagði við Kjarn­ann að hann myndi ekki leyfa stjórn­mála­mönnum að hafa nokkur áhrif á stjórn tíma­rits­ins, en hann er með það verk­efni á sinni könnu í finnska ráðu­neyt­inu. Hann sagði að hann per­sónu­lega myndi aldrei mis­muna neinum á grund­velli póli­tískra skoð­ana eða ann­arra skoð­ana.

„Að mínu mati er helsta hæfn­is­við­miðið að rit­­stjór­inn sé fær um að finna réttu rann­­sóknateymin og leiða skrif þeirra, svo úr verði hágæða gagn­­reyndar greinar sem geti nýst við stefn­u­­mót­un,“ sagði Sten­­borg og kom því jafn­­framt á fram­færi að Þor­­valdur hefði litið út fyrir að vera mjög hæfur kandídat í starf­ið.

Kjarn­inn spurði öll nor­rænu ráðu­neytin að því hvernig þau hefðu brugð­ist við afstöð­unni sem Íslands setti fram í tölvu­póst­sam­skiptum innan nefnd­ar­innar og einnig hvort ráðu­neytin myndu taka stjórn­mála­skoð­anir eða -þátt­töku fræði­manna inn í mynd­ina þegar þau væru að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort ein­hver væri heppi­legur í starfið eður eig­i. 

Finnska ráðu­neytið sagði skýrt að það yrði ekki gert þar í landi, full­trúi þess sænska þuldi upp þá mats­þætti sem það horfði til og stjórn­mála­skoð­anir eða -þátt­taka var ekki þar á með­al, en hvorki danska né norska ráðu­neytið svar­aði spurn­ing­unni.

Calm­fors sagði hrein­skiptar umræður hafa farið fram

Lars Calm­fors hag­fræði­pró­fessor hefur verið ómyrkur í máli um hvað honum þótti um þá afstöðu sem íslenska ráðu­neytið setti fram innan nefnd­ar­innar og sagði hann í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að hrein­skiptar umræður hefðu farið fram innan nefnd­ar­innar eftir að afstaða Íslands varð ljós, þar sem hann sjálfur hefði komið því skýrt á fram­færi að það væri óboð­legt að taka hvers konar póli­tískar rök­semdir með í reikn­ing­inn þegar verið væri að velja rit­stjóra. Einnig hefðu full­trúar ann­arra ríkja, sem hann til­tók ekki, lýst yfir óánægju með afstöð­una.

Auglýsing


Við sænska blaðið Dag­ens Nyheter sagði hann svo einnig að póli­tísk afskipti af stjórn tíma­rits­ins gætu rýrt trú­verð­ug­leika þess, en NEPR er rit­rýnt fræða­tíma­rit og hefur tekið fram á síðum sínum að þrátt fyrir að til þess hafi verið stofnað af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni séu efn­is­tök þess ekki endi­lega end­ur­speglun á „­skoð­un­um, álit­um, við­horfum eða með­­­mæl­um“ Nor­rænu ráð­herra­nefnd­­ar­inn­­ar. ­Með öðrum orð­um, að það sé óháð tíma­rit, þrátt fyrir að nor­ræni stýri­hóp­ur­inn ákveði í sam­ráði við rit­stjóra hvaða þema eigi að taka fyrir á hverju ári. 

Þetta rímar illa við orð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem hefur sagt að ekki sé hægt að líta á NEPR sem óháð fræða­tíma­rit, heldur sé rit­inu ætlað að styðja við stefnu­mótun nor­rænu ríkj­anna í efna­hags­mál­u­m. 

Hann sagði í Face­book-­færslu í síð­ustu viku að hann teldi að „­sýn og áhersl­ur“ Þor­valds Gylfa­sonar í efna­hags­málum gætu engan veg­inn stutt við stefnu­mótun ráðu­neytis sem hann stýrði.

Eng­inn virð­ist vita eða vilja segja af hverju Þor­valdi var boðið starfið

Kjarn­inn leit­aði eftir útskýr­ingum á því af hverju Þor­valdi Gylfa­syni var veitt starfstil­boð af hálfu And­ers Hed­berg, starfs­manns Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, sem Þor­valdur sjálfur segir að hafi verið án allra fyr­ir­vara.

Eins og fram hefur komið sagði þessi starfs­maður nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar við Kjarn­ann að öllum fyr­ir­spurnum vegna máls­ins ætti að beina til nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna, en frá þeim fást heldur ekki skýr svör þrátt fyrir til­raunir blaða­manns. 

Ráðu­neytin virð­ast þó ekki standa í þeirri mein­ingu að starfstil­boðið hafi verið fyr­ir­vara­laust. Finnski full­trú­inn sagð­ist hafa tekið því þannig að hann teldi starfstil­boðið hafa verið lagt fram með fyr­ir­vara um sam­hljóða sam­þykki og íslensku og dönsku ráðu­neytin segja það hrein­lega mis­skiln­ing að Þor­valdur hafi verið ráð­inn.

Sænski full­trú­inn svarar því til að það hafi ekk­ert haft með stjórn­sýsl­una í kringum starfstil­boðin að gera og það norska svarar ekki spurn­ing­unni, frekar en öðr­um.

Lars Calm­fors, sem sjálfur lagði Þor­vald til í starf­ið, sagði við Kjarn­ann að hann teldi að starfs­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar hefði veitt Þor­valdi til­boð um að taka að sér starf­ið, áður en form­leg ákvörðun hefði verið tekin í stýri­hópn­um, „með þær skilj­an­­legu vænt­ingar að allir yrðu ánægðir með það.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar