Norrænu ráðuneytin svara því ekki hvað þeim þótti um afstöðu Íslands

Kjarninn er búinn að fá svör frá fjármálaráðuneytum Finnlands, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs vegna máls Þorvaldar Gylfasonar, sem íslenska ráðuneytið sagði að væri of virkur í pólitík til að viðeigandi væri að hann ritstýrði fræðatímariti.

Norðurlöndin Mynd: Johannes Jansson/Norden.org
Auglýsing

Full­trúar hvorki norska né danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem eiga sæti í stýri­hópi nor­ræna fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew, vilja svara því hvað þeim hafi þótt um þá afstöðu sem íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið setti fram gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni, þegar hann til kom til tals sem mögu­legur næsti rit­stjóri tíma­rits­ins.

Sænska ráðu­neytið svarar því heldur ekki með beinum hætti, en í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Jonas Norlin full­trúi þess þó að fyrir sænska ráðu­neytið hafi akademískur bak­grunnur og getan til þess að standa sig vel í starfi verið það sem skipti máli við val á nýjum rit­stjóra.

Einnig, segir sænski ráðu­neyt­is­mað­ur­inn, var horft til praktískra atriða eins og þess hvar ein­stak­lingar væru búsett­ir, með til­liti til mögu­leika þeirra á að ferð­ast á milli nor­rænu land­anna vegna starfs­ins.

Full­trúi norska ráðu­neyt­is­ins, Nathalie Berner Sør­haug, segir það eitt í svari til Kjarn­ans að norska ráðu­neytið hafi ekki haft athuga­semdir við það að Þor­valdur Gylfa­son yrði rit­stjóri NEPR. „Við höfum ekk­ert meira að segja um þetta mál,“ bætir hún við.

„Ein­hvers­konar mis­skiln­ing­ur“ að Dan­mörk hafi lagst gegn Þor­valdi

Starfs­maður danska ráðu­neyt­is­ins, Morten Kræg­pøth, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að danska fjár­mála­ráðu­neytið hafi ekki tekið neina afstöðu hvorki með að á móti Þor­valdi, heldur hafi hann ein­fald­lega lýst því yfir þegar afstaða Íslands lá ljós fyrir að best væri að finna kandídat í starfið sem öll löndin gætu fellt sig við. 

Auglýsing

Hann segir það „ein­hvers­konar mis­skiln­ing“ að Dan­mörk hafi lagst sér­stak­lega á sveif með Íslandi innan nor­ræna stýri­hóps­ins í afstöðu til Þor­valds, en það sagði Lars Calm­fors hag­fræði­pró­fessor og fyrr­ver­andi rit­stjóri fræða­tíma­rits­ins, sem átti sem slíkur sæti í stýri­hópn­um, í svari sínu til Kjarn­ans í síð­ustu viku.

Þá hafði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lýst því yfir á Face­book-­síðu sinni að Ísland hefði ekki verið eina landið innan stýri­hóps­ins sem studdi ekki að Þor­valdur yrði rit­stjóri þegar til kast­anna kom. Danski full­trú­inn segir þvert á móti að Dan­mörk hafi ekki tekið sér­staka afstöðu gegn neinum kandídat í starfið nema þegar sam­þykkt var að ráða sænska pró­fess­or­inn Harry Flam, sem að lokum var feng­inn til þess að rit­stýra tíma­rit­inu.

Finnar hleypa stjórn­mála­mönnum ekki nærri

Þegar hefur verið fjallað um afstöðu finnska ráðu­neyt­is­ins til máls­ins. Markku Sten­borg, full­trúi Finn­lands í stýri­hópn­um, sagði við Kjarn­ann að hann myndi ekki leyfa stjórn­mála­mönnum að hafa nokkur áhrif á stjórn tíma­rits­ins, en hann er með það verk­efni á sinni könnu í finnska ráðu­neyt­inu. Hann sagði að hann per­sónu­lega myndi aldrei mis­muna neinum á grund­velli póli­tískra skoð­ana eða ann­arra skoð­ana.

„Að mínu mati er helsta hæfn­is­við­miðið að rit­­stjór­inn sé fær um að finna réttu rann­­sóknateymin og leiða skrif þeirra, svo úr verði hágæða gagn­­reyndar greinar sem geti nýst við stefn­u­­mót­un,“ sagði Sten­­borg og kom því jafn­­framt á fram­færi að Þor­­valdur hefði litið út fyrir að vera mjög hæfur kandídat í starf­ið.

Kjarn­inn spurði öll nor­rænu ráðu­neytin að því hvernig þau hefðu brugð­ist við afstöð­unni sem Íslands setti fram í tölvu­póst­sam­skiptum innan nefnd­ar­innar og einnig hvort ráðu­neytin myndu taka stjórn­mála­skoð­anir eða -þátt­töku fræði­manna inn í mynd­ina þegar þau væru að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvort ein­hver væri heppi­legur í starfið eður eig­i. 

Finnska ráðu­neytið sagði skýrt að það yrði ekki gert þar í landi, full­trúi þess sænska þuldi upp þá mats­þætti sem það horfði til og stjórn­mála­skoð­anir eða -þátt­taka var ekki þar á með­al, en hvorki danska né norska ráðu­neytið svar­aði spurn­ing­unni.

Calm­fors sagði hrein­skiptar umræður hafa farið fram

Lars Calm­fors hag­fræði­pró­fessor hefur verið ómyrkur í máli um hvað honum þótti um þá afstöðu sem íslenska ráðu­neytið setti fram innan nefnd­ar­innar og sagði hann í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að hrein­skiptar umræður hefðu farið fram innan nefnd­ar­innar eftir að afstaða Íslands varð ljós, þar sem hann sjálfur hefði komið því skýrt á fram­færi að það væri óboð­legt að taka hvers konar póli­tískar rök­semdir með í reikn­ing­inn þegar verið væri að velja rit­stjóra. Einnig hefðu full­trúar ann­arra ríkja, sem hann til­tók ekki, lýst yfir óánægju með afstöð­una.

Auglýsing


Við sænska blaðið Dag­ens Nyheter sagði hann svo einnig að póli­tísk afskipti af stjórn tíma­rits­ins gætu rýrt trú­verð­ug­leika þess, en NEPR er rit­rýnt fræða­tíma­rit og hefur tekið fram á síðum sínum að þrátt fyrir að til þess hafi verið stofnað af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni séu efn­is­tök þess ekki endi­lega end­ur­speglun á „­skoð­un­um, álit­um, við­horfum eða með­­­mæl­um“ Nor­rænu ráð­herra­nefnd­­ar­inn­­ar. ­Með öðrum orð­um, að það sé óháð tíma­rit, þrátt fyrir að nor­ræni stýri­hóp­ur­inn ákveði í sam­ráði við rit­stjóra hvaða þema eigi að taka fyrir á hverju ári. 

Þetta rímar illa við orð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem hefur sagt að ekki sé hægt að líta á NEPR sem óháð fræða­tíma­rit, heldur sé rit­inu ætlað að styðja við stefnu­mótun nor­rænu ríkj­anna í efna­hags­mál­u­m. 

Hann sagði í Face­book-­færslu í síð­ustu viku að hann teldi að „­sýn og áhersl­ur“ Þor­valds Gylfa­sonar í efna­hags­málum gætu engan veg­inn stutt við stefnu­mótun ráðu­neytis sem hann stýrði.

Eng­inn virð­ist vita eða vilja segja af hverju Þor­valdi var boðið starfið

Kjarn­inn leit­aði eftir útskýr­ingum á því af hverju Þor­valdi Gylfa­syni var veitt starfstil­boð af hálfu And­ers Hed­berg, starfs­manns Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, sem Þor­valdur sjálfur segir að hafi verið án allra fyr­ir­vara.

Eins og fram hefur komið sagði þessi starfs­maður nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar við Kjarn­ann að öllum fyr­ir­spurnum vegna máls­ins ætti að beina til nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna, en frá þeim fást heldur ekki skýr svör þrátt fyrir til­raunir blaða­manns. 

Ráðu­neytin virð­ast þó ekki standa í þeirri mein­ingu að starfstil­boðið hafi verið fyr­ir­vara­laust. Finnski full­trú­inn sagð­ist hafa tekið því þannig að hann teldi starfstil­boðið hafa verið lagt fram með fyr­ir­vara um sam­hljóða sam­þykki og íslensku og dönsku ráðu­neytin segja það hrein­lega mis­skiln­ing að Þor­valdur hafi verið ráð­inn.

Sænski full­trú­inn svarar því til að það hafi ekk­ert haft með stjórn­sýsl­una í kringum starfstil­boðin að gera og það norska svarar ekki spurn­ing­unni, frekar en öðr­um.

Lars Calm­fors, sem sjálfur lagði Þor­vald til í starf­ið, sagði við Kjarn­ann að hann teldi að starfs­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar hefði veitt Þor­valdi til­boð um að taka að sér starf­ið, áður en form­leg ákvörðun hefði verið tekin í stýri­hópn­um, „með þær skilj­an­­legu vænt­ingar að allir yrðu ánægðir með það.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar