Finnski fulltrúinn í stýrihópnum myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum nærri NEPR

Markku Stenborg, sem er fulltrúi finnska fjármálaráðuneytisins í stýrihópi vegna útgáfu fræðiritsins Nordic Economic Policy Review, segir að hann myndi ekki leyfa stjórnmálamönnum að hafa afskipti af stjórnun ritsins.

Í finnska fjármálaráðuneytinu er Markku Stenborg fulltrúi í stýrihópi sem sér um útgáfu ritsins NEPR. Hann myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum þar nærri.
Í finnska fjármálaráðuneytinu er Markku Stenborg fulltrúi í stýrihópi sem sér um útgáfu ritsins NEPR. Hann myndi ekki hleypa stjórnmálamönnum þar nærri.
Auglýsing

Sér­fræð­ingur finnska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem situr fyrir hönd þess í nor­rænum stýri­hópi vegna útgáfu fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Review (NEPR), segir að hann myndi ekki leyfa stjórn­mála­mönnum að hafa afskipti af stjórnun rits­ins.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svörum Finn­ans, Markku Sten­borg, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans sem einnig hefur verið send á full­trúa hinna Norð­ur­land­anna í stýri­hópn­um.

Hann seg­ist einn vera í for­svari fyrir Finn­land á þessum vett­vangi og að hann upp­lifi það sem svo að dóm­greind hans sé treyst innan ráðu­neyt­is­ins og hann vilji ekki „angra neinn“ annan í ráðu­neyt­inu með verk­efn­unum sem honum eru fal­in.

„Ég myndi heldur ekki láta stjórn­mála­menn­ina skipta sér af (e. inter­fere with) stjórnun NEPR. Þeir geta sagt sitt álit á ýmsum póli­tískum vett­vangi, eða mögu­lega í nefnd­inni sem starfar fyrir ofan NEPR,“ segir Sten­borg.

Auglýsing

„Ég per­sónu­lega myndi aldrei mis­muna neinum á grund­velli hans eða hennar póli­tísku eða ann­arra sam­bæri­legra skoð­ana. Að mínu mati er helsta hæfn­is­við­miðið að rit­stjór­inn sé fær um að finna réttu rann­sóknateymin og leiða skrif þeirra, svo úr verði hágæða gagn­reyndar greinar sem geti nýst við stefnu­mót­un,“ segir Sten­borg, sem segir jafn­framt að Þor­valdur Gylfa­son hag­fræði­pró­fessor hafi litið út fyrir að vera mjög hæfur kandídat í starf­ið.

Seg­ist ekki enn vita af hverju Ísland lagð­ist gegn Þor­valdi

Blaða­maður spurði hvað honum þætti um þá afstöðu sem Ísland setti fram innan stýri­hóps­ins til mögu­legrar ráðn­ingar Þor­valds í stöð­una. ­Markku seg­ist ekki enn vita af hverju Ísland hafi lagst gegn ráðn­ingu hans.

„Ég vil ekki geta mér til um það sem lá að baki. Ég man að þau nefndu að hann væri virkur í stjórn­ar­and­stöðu og hefði eitt sinn leitt stjórn­mála­flokk.“

Markku segir að honum rámi líka í umræður í stýri­hópn­um, þar sem fall­ist hafi verið á að „virkur stjórn­mála­maður væri ef til vill ekki best til þess fall­inn að vera rit­stjóri,“ í ljósi þess að rit­inu sé ætlað að dreifa og túlka fræði­legar greinar á sviði rann­sókna og stefnu­mót­un­ar.

„Í umræð­unum tókum við skýrt fram að við myndum ekki mis­muna neinum á grund­velli, t.d., hans eða hennar póli­tísku við­horf­um. Á hinn bog­inn, þá vildum við ná sam­hljóða ákvörð­un, ef það væri mögu­leg­t,“ ­segir Sten­borg.

Ísland lagði til konu í starf­ið 

Blaða­maður spurði hann einnig að því hvort það væri rétt að full­trúar íslenskar ráðu­neyt­is­ins hefðu lagt fram til­lögu um að ráða konu í stöð­una, eins og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði á fimmtu­dag. Það segir hann alveg hár­rétt.

„Ís­lensk kona sem starfar í Banda­ríkj­unum var um stund til umhugs­un­ar, en við töldum hana ekki full­kom­inn kandídat þar sem hún býr langt í burtu og er senni­lega ekki með næga þekk­ingu á nor­ræna rann­sókna­svið­inu, er með fremur þrönga fræð­a­r­eynslu og stuttan lista rit­rýndra greina,“ segir Sten­borg.

Telur fyr­ir­vara um sam­þykki hafa verið á starfstil­boði til Þor­valds

Í lokin þá svarar hann spurn­ingu blaða­manns um það af hverju hann telji að Þor­valdi Gylfa­syni hafi verið boðið starf rit­stjóra, áður en sam­þykki stýri­hóps­ins lá fyr­ir.

Sten­borg segir að hann hafi ekki túlkað það svo að Þor­valdur hafi fengið fyr­ir­vara­laust starfstil­boð, heldur hafi hann tekið því sem svo, er hann heyrði af því að Þor­valdur væri til í taka að sér starf­ið, að til­boðið til hans verið háð sam­þykki stýri­hóps­ins.

Sten­borg fékk meld­ingu frá And­ers Hed­berg, starfs­manni Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, um að Þor­valdur væri klár í að taka að sér starfið og bað Hed­berg finnska ráðu­neyt­is­mann­inn um að koma þeim boðum áfram til stýri­hóps­ins, sem hann gerði svo.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent