Katrín: Ráðningarferlið snýst um að löndin komi sér saman og geta allir fjármálaráðherrarnir haft skoðun

Forsætisráðherra sagði á þingi í dag að stóra málið varðandi ráðningarferlið fyrir ritstjóra Nor­dic Economic Policy Revi­ew snerist um að Norðurlöndin kæmu sér saman og þar gætu allir fjármálaráðherrar ríkjanna haft skoðun á því hver yrði skipaður.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að ráðn­ing rit­stjóra tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew, eins og svo margar fleiri sem heyra undir Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina, færi þannig fram að löndin kæmu sér saman um ein­stak­ling í emb­ættin og væru störfin ekki endi­lega aug­lýst – eins og við átti í þessu til­tekna til­felli þar sem staðan var ekki aug­lýst.

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að starfs­­maður fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­mála­ráðu­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­nefnd­­ar­innar að ráðu­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­valdur Gylfa­­son, hag­fræð­i­­pró­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­stjóri nor­ræna fræða­­tíma­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

­Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði for­sæt­is­ráð­herr­ann út í málið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í dag. „Í ámát­legri til­raun til að verja afskipti sín í ráðn­ingu Þor­steins Gylfa­sonar sem rit­stjóra nor­ræns fræða­tíma­rits um hag­fræði sem segir fjár­mála­mála­ráð­herra: „Þetta er ekki óháð fræði­rit heldur er því ætlað að styðja við stefnu­mótun nor­rænu ríkj­anna í efna­hags­mál­u­m.“ Þessi full­yrð­ing er röng og ekki í sam­ræmi við mark­mið blaðs­ins sem snýr að því að auka aðgengi að nýjum upp­lýs­ingum og rann­sóknum af efna­hags­málum á Norð­ur­lönd­unum með birt­ingu rit­rýnda fræði­greina. Í svari sínu við­ur­kennir ráð­herra líka grímu­laust að honum þyki ekk­ert óeðli­legt við að standa í vegi fyrir frama fræði­manns með þessum hætti af því að sam­fé­lags­þátt­taka og póli­tískar skoð­anir manns­ins eru honum ekki þókn­an­leg­ar. Full­trúum hinna Norð­ur­land­anna blöskr­aði eðli­lega, enda vinnu­brögðin þar von­andi betri,“ sagði hann.

Auglýsing

Stór­skað­legt fyrir sam­fé­lagið

Þá sagð­ist Logi ekki hirði um að telja upp þá flokks­gæð­inga sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði raðað á jöt­una í gegnum árin. „Oft bein­línis vegna skoð­ana sinna og þó að van­hæfið hafi bein­línis lekið af þeim. Það er alvar­legt og grefur undan fram­gangi þeirra sem áttu störfin frekar skil­ið. Vont fyrir þá, stór­skað­legt fyrir sam­fé­lag­ið. En að beita sér gegn hæfum ein­stak­lingi eins og gert var með þessum hætti er bein­línis óhuggu­leg­t.“

Hann sagði að þótt for­sæt­is­ráð­herra bæri ekki beint ábyrgð á fjár­mála­ráð­herra hefði hún verk­stjórn­ar­vald, auk þess sem flokkur hennar bæri beina ábyrgð á setu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn. Þá sagði hann jafn­framt að Katrín hefði ítrekað þurft að kyngja hneyksl­is­málum og hags­muna­á­rekstrum sam­starfs­fé­lögum í Sjálf­stæð­is­flokknum og horft fram hjá þeim eldri – og gefið þeim lög­mæti.

Logi spurði hana hvort hún myndi „kyngja þessu hneyksl­is­máli“ eða hvort það myndi hafa ein­hverjar afleið­ing­ar.

Sér­stak­lega rætt um mik­il­vægi þess að ritið styddi við stefnu­mótun

Katrín svar­aði og sagði að hún þekkti ágæt­lega til nor­ræns sam­starfs þar sem hún hefði gegnt emb­ætti nor­ræns sam­starfs­ráð­herra á árum áður og að hún hefði kynnt sér það hvernig val færi fram á rit­stjóra þess tíma­rits sem Logi vís­aði til, Nor­dic Economic Policy Revi­ew. „Þetta er rit sem er gefið út af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni. Það er fjár­magnað af fjár­mála­ráðu­neyt­unum Norð­ur­land­anna og það er sú ráð­herra­nefnd sem fer með útgáfu þessa rits.

Það er svo, af því að hátt­virtur þing­maður nefnir hér að þessu riti sé ekki ætlað að styðja við stefnu­mótun ráðu­neyt­anna þá kemur það eigi að síður fram í fund­ar­gerð fund­ar­stýri­hóps sem fer með umsjón þess­ara mála að það var sér­stak­lega rætt um að mik­il­vægt væri að þetta rit styddi við stefnu­mótun og grein­arnar sem í því birtu­st, svo vitnað sé til á ensku með leyfi for­seta, væru policy-ori­ented.“

Fjár­mála­ráðu­neyti Íslands vildi sér­stak­lega horfa til þess að kona væri valin

„Þegar kom að vali á núver­andi rit­stjóra á þessum fundi sem ég vitna til var óskað eftir til­lögum frá fjár­mála­ráðu­neytum Norð­ur­land­anna og sam­kvæmt mínum upp­lýs­ingum vildi fjár­mála­ráðu­neyti Íslands sér­stak­lega horfa til þess að það væri valin kona í þetta emb­ætti. Það kemur fram í fund­ar­gerð að stýri­hóp­ur­inn hefði ein­göngu rætt karla og lagt var til að ein­hver myndi gera atlögu að því að hugsa upp kven­kyns kandídata. Og mér skilst að slík til­laga hafi farið frá íslenska fjár­mála­ráðu­neyt­inu í þennan stýri­hóp,“ sagði Katrín.

Hún sagði að stóra málið í þessu væri „ráðn­ing­ar­ferlið sem um ræðir snýst um að löndin komi sér saman og þar geta allir fjár­mála­ráð­herrar Norð­ur­land­anna haft skoðun á því hver er skip­að­ur“.

Er vegið að akademísku frelsi

Logi kom aftur í pontu og sagði að honum heyrð­ist sem for­sæt­is­ráð­herra gerði ekki athuga­semdir við þetta „inn­grip fjár­mála­ráð­herra, þó svo að við­kom­andi fræði­maður hefði fengið boð um vinn­una. Nú hefur hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra starfað í aka­dem­í­unni og þess vegna væri ekki úr vegi að spyrja hvort henni finn­ist ekki vegið að akademísku frelsi með þeim skýr­ingum sem hafa verið gefnar á fyrri stig­um,“ sagði hann. 

„Það er ein­fald­lega ekki hægt að við tínum bara svona fal­leg­ustu berin af trjánum og sýnum þjóð­inni þau og full­yrðum að hér sé allt í lagi þegar bol­ur­inn sjálfur er fúinn. Og hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra hefur skipað merki­lega nefnd um starfs­hóps til efl­ingar trausts í stjórn­málum og stjórn­sýsl­unni sem skil­aði ágætri skýrslu og þar segir meðal ann­ars: „Stjórn­völd eru því van­búin að bregð­ast við og taka á og læra af gagn­rýn­i.“.“ Logi sagð­ist ótt­ast að það væri uppi á ten­ingnum núna.

Tekur ekki afstöðu til þess hver var ráð­inn

Katrín svar­aði og sagði að lík­leg­ast væri ofsagt að hún hefði starfað við aka­dem­í­una þar sem hún hefði ein­göngu verið stunda­kenn­ari á þeim vett­vangi. „En það sem ég var að fara yfir hér, þó að hátt­virtur þing­maður kjósi að bregð­ast við því með þeim hætti sem hann ger­ir, er það ferli sem er við­haft þegar ráðið er í stöður á vegum Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar eins og til dæmis þessi til­tekna staða. Og þá má spyrja sig þegar hátt­virtur þing­maður talar hér um inn­grip hvort það sé inn­grip þegar ráð­herra sem starfar í við­kom­andi ráð­herra­ráði, sem ég hef vissu­lega gert sjálf sem sam­starfs­ráð­herra Norð­ur­landi og sem mennta­mála­ráð­herra og haft aðkomu að slíkum ákvörð­un­um, hvort það sé inn­grip ef ráð­herra eða ráðu­neyti hans hefur slíka skoðun – þegar gert er ráð fyrir því í ferl­inu. Það er ein­fald­lega það sem ég er að benda á.“

Hún sagð­ist ekki taka afstöðu til þess hver hefði átt að vera ráð­inn rit­stjóri þessa tíma­rits, enda heyrði það ekki undir hennar verk­svið. „Ég er ein­fald­lega að benda hátt­virtum þing­manni á að ferlið gerir ráð fyrir því að aðild­ar­ríki Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar komi sér saman um slíka skipan og slíkt ferli þekki ég vel frá mínum fyrri emb­ætt­is­skyldum sem sam­starfs­ráð­herra.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent