Katrín: Ráðningarferlið snýst um að löndin komi sér saman og geta allir fjármálaráðherrarnir haft skoðun

Forsætisráðherra sagði á þingi í dag að stóra málið varðandi ráðningarferlið fyrir ritstjóra Nor­dic Economic Policy Revi­ew snerist um að Norðurlöndin kæmu sér saman og þar gætu allir fjármálaráðherrar ríkjanna haft skoðun á því hver yrði skipaður.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að ráðning ritstjóra tímaritsins Nor­dic Economic Policy Revi­ew, eins og svo margar fleiri sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina, færi þannig fram að löndin kæmu sér saman um einstakling í embættin og væru störfin ekki endilega auglýst – eins og við átti í þessu tiltekna tilfelli þar sem staðan var ekki auglýst.

Kjarninn greindi frá því í vikunni að starfs­maður fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­mála­ráðu­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar að ráðu­neytið gæti ekki stutt að Þor­valdur Gylfa­son, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­stjóri nor­ræna fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherrann út í málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Í ámátlegri tilraun til að verja afskipti sín í ráðningu Þorsteins Gylfasonar sem ritstjóra norræns fræðatímarits um hagfræði sem segir fjármálamálaráðherra: „Þetta er ekki óháð fræðirit heldur er því ætlað að styðja við stefnumótun norrænu ríkjanna í efnahagsmálum.“ Þessi fullyrðing er röng og ekki í samræmi við markmið blaðsins sem snýr að því að auka aðgengi að nýjum upplýsingum og rannsóknum af efnahagsmálum á Norðurlöndunum með birtingu ritrýnda fræðigreina. Í svari sínu viðurkennir ráðherra líka grímulaust að honum þyki ekkert óeðlilegt við að standa í vegi fyrir frama fræðimanns með þessum hætti af því að samfélagsþátttaka og pólitískar skoðanir mannsins eru honum ekki þóknanlegar. Fulltrúum hinna Norðurlandanna blöskraði eðlilega, enda vinnubrögðin þar vonandi betri,“ sagði hann.

Auglýsing

Stórskaðlegt fyrir samfélagið

Þá sagðist Logi ekki hirði um að telja upp þá flokksgæðinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði raðað á jötuna í gegnum árin. „Oft beinlínis vegna skoðana sinna og þó að vanhæfið hafi beinlínis lekið af þeim. Það er alvarlegt og grefur undan framgangi þeirra sem áttu störfin frekar skilið. Vont fyrir þá, stórskaðlegt fyrir samfélagið. En að beita sér gegn hæfum einstaklingi eins og gert var með þessum hætti er beinlínis óhuggulegt.“

Hann sagði að þótt forsætisráðherra bæri ekki beint ábyrgð á fjármálaráðherra hefði hún verkstjórnarvald, auk þess sem flokkur hennar bæri beina ábyrgð á setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þá sagði hann jafnframt að Katrín hefði ítrekað þurft að kyngja hneykslismálum og hagsmunaárekstrum samstarfsfélögum í Sjálfstæðisflokknum og horft fram hjá þeim eldri – og gefið þeim lögmæti.

Logi spurði hana hvort hún myndi „kyngja þessu hneykslismáli“ eða hvort það myndi hafa einhverjar afleiðingar.

Sérstaklega rætt um mikilvægi þess að ritið styddi við stefnumótun

Katrín svaraði og sagði að hún þekkti ágætlega til norræns samstarfs þar sem hún hefði gegnt embætti norræns samstarfsráðherra á árum áður og að hún hefði kynnt sér það hvernig val færi fram á ritstjóra þess tímarits sem Logi vísaði til, Nor­dic Economic Policy Revi­ew. „Þetta er rit sem er gefið út af Norrænu ráðherranefndinni. Það er fjármagnað af fjármálaráðuneytunum Norðurlandanna og það er sú ráðherranefnd sem fer með útgáfu þessa rits.

Það er svo, af því að háttvirtur þingmaður nefnir hér að þessu riti sé ekki ætlað að styðja við stefnumótun ráðuneytanna þá kemur það eigi að síður fram í fundargerð fundarstýrihóps sem fer með umsjón þessara mála að það var sérstaklega rætt um að mikilvægt væri að þetta rit styddi við stefnumótun og greinarnar sem í því birtust, svo vitnað sé til á ensku með leyfi forseta, væru policy-oriented.“

Fjármálaráðuneyti Íslands vildi sérstaklega horfa til þess að kona væri valin

„Þegar kom að vali á núverandi ritstjóra á þessum fundi sem ég vitna til var óskað eftir tillögum frá fjármálaráðuneytum Norðurlandanna og samkvæmt mínum upplýsingum vildi fjármálaráðuneyti Íslands sérstaklega horfa til þess að það væri valin kona í þetta embætti. Það kemur fram í fundargerð að stýrihópurinn hefði eingöngu rætt karla og lagt var til að einhver myndi gera atlögu að því að hugsa upp kvenkyns kandídata. Og mér skilst að slík tillaga hafi farið frá íslenska fjármálaráðuneytinu í þennan stýrihóp,“ sagði Katrín.

Hún sagði að stóra málið í þessu væri „ráðningarferlið sem um ræðir snýst um að löndin komi sér saman og þar geta allir fjármálaráðherrar Norðurlandanna haft skoðun á því hver er skipaður“.

Er vegið að akademísku frelsi

Logi kom aftur í pontu og sagði að honum heyrðist sem forsætisráðherra gerði ekki athugasemdir við þetta „inngrip fjármálaráðherra, þó svo að viðkomandi fræðimaður hefði fengið boð um vinnuna. Nú hefur hæstvirtur forsætisráðherra starfað í akademíunni og þess vegna væri ekki úr vegi að spyrja hvort henni finnist ekki vegið að akademísku frelsi með þeim skýringum sem hafa verið gefnar á fyrri stigum,“ sagði hann. 

„Það er einfaldlega ekki hægt að við tínum bara svona fallegustu berin af trjánum og sýnum þjóðinni þau og fullyrðum að hér sé allt í lagi þegar bolurinn sjálfur er fúinn. Og hæstvirtur forsætisráðherra hefur skipað merkilega nefnd um starfshóps til eflingar trausts í stjórnmálum og stjórnsýslunni sem skilaði ágætri skýrslu og þar segir meðal annars: „Stjórnvöld eru því vanbúin að bregðast við og taka á og læra af gagnrýni.“.“ Logi sagðist óttast að það væri uppi á teningnum núna.

Tekur ekki afstöðu til þess hver var ráðinn

Katrín svaraði og sagði að líklegast væri ofsagt að hún hefði starfað við akademíuna þar sem hún hefði eingöngu verið stundakennari á þeim vettvangi. „En það sem ég var að fara yfir hér, þó að háttvirtur þingmaður kjósi að bregðast við því með þeim hætti sem hann gerir, er það ferli sem er viðhaft þegar ráðið er í stöður á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar eins og til dæmis þessi tiltekna staða. Og þá má spyrja sig þegar háttvirtur þingmaður talar hér um inngrip hvort það sé inngrip þegar ráðherra sem starfar í viðkomandi ráðherraráði, sem ég hef vissulega gert sjálf sem samstarfsráðherra Norðurlandi og sem menntamálaráðherra og haft aðkomu að slíkum ákvörðunum, hvort það sé inngrip ef ráðherra eða ráðuneyti hans hefur slíka skoðun – þegar gert er ráð fyrir því í ferlinu. Það er einfaldlega það sem ég er að benda á.“

Hún sagðist ekki taka afstöðu til þess hver hefði átt að vera ráðinn ritstjóri þessa tímarits, enda heyrði það ekki undir hennar verksvið. „Ég er einfaldlega að benda háttvirtum þingmanni á að ferlið gerir ráð fyrir því að aðildarríki Norrænu ráðherranefndarinnar komi sér saman um slíka skipan og slíkt ferli þekki ég vel frá mínum fyrri embættisskyldum sem samstarfsráðherra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent