Félag prófessora ætlar að ræða mál Þorvalds á næsta stjórnarfundi

Félag prófessora við ríkisháskóla ætlar að ræða íhlutun fjármála- og efnaráðuneytisins í ráðningarferli Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors í ritstjórastöðu á samnorrænum vettvangi á stjórnarfundi sínum í næstu viku.

haskoli-islands_14524139113_o.jpg
Auglýsing

Félag pró­fess­ora við rík­is­há­skóla (FPR) mun ræða rang­færslur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um Þor­vald Gylfa­son hag­fræði­pró­fessor og þá afstöðu ráðu­neyt­is­ins að hann þætti of póli­tískur til að Ísland gæti stutt að hann fengi ráðn­ingu í starf rit­stjóra nor­ræns fræða­tíma­rits, á næsta stjórn­ar­fundi sínum 16. jún­í.

Þetta segir Rúnar Vil­hjálms­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands og for­maður FPR, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Hann segir málið ekki verða sér­stakan fund­ar­lið á vænt­an­legum stjórn­ar­fundi, en segir að það verði rætt meðal ann­arra mála og bætir við að um nið­ur­stöðu þeirrar umræðu sé ekk­ert hægt að segja á þessu stig­i. 

Félag pró­fess­ora við rík­is­há­skóla hefur meðal ann­ars það skil­greinda hlut­verk að vera málsvari félags­manna gagn­vart yfir­völdum háskól­anna og öðrum stjórn­völdum og sneri fyr­ir­spurn Kjarn­ans að því hvaða augum FPR liti mál Þor­valds.

Auglýsing

Þónokkrir íslenskir fræði­menn inn­an­lands og erlendis hafa gagn­rýnt fram­göngu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni í þessu máli.

Ólafur Mar­geirs­son, doktor í hag­fræði sem starfar í Sviss, sagði til dæmis á Face­book í gær að hann hefði sjaldan verið eins feg­inn að vera óháður íslenskum stjórn­mála­mönnum um atvinnu sér til lifi­brauðs.

Sjaldan hef ég verið eins feg­inn að vera óháður íslenskum stjórn­mála­mönnum um atvinnu mér til lifi­brauðs eins og ég er í dag. Bar­áttu­kveðjur til Þor­valdur Gylfa­son (ef.)!

Posted by Ólafur Mar­geirs­son on Tues­day, June 9, 2020

Þá rit­aði Gauti B. Egg­erts­son, hag­fræði­pró­fessor við Brown-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, að frá­sögnin af máli Þor­valds rifj­aði upp fyrir honum þá  „köfn­un­ar­til­finn­ingu“ sem hann hafði stundum er hann bjó á Íslandi fyrir rúmum tveimur ára­tugum „og horfði uppá hvernig ráðið var í hinar ýmsu stöður í þjóð­fé­lag­in­u.“

Bjarni Már Magn­ús­son laga­pró­fessor við Háskól­ann í Reykja­vík deildi einnig fyrstu frétt Kjarn­ans af mál­inu á Twitter í gær og sagði að fyr­ir­sögnin á henni mætti vera: „St­urlun í Stjórn­ar­ráð­in­u“.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent