Félag prófessora ætlar að ræða mál Þorvalds á næsta stjórnarfundi

Félag prófessora við ríkisháskóla ætlar að ræða íhlutun fjármála- og efnaráðuneytisins í ráðningarferli Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors í ritstjórastöðu á samnorrænum vettvangi á stjórnarfundi sínum í næstu viku.

haskoli-islands_14524139113_o.jpg
Auglýsing

Félag pró­fess­ora við rík­is­há­skóla (FPR) mun ræða rang­færslur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um Þor­vald Gylfa­son hag­fræði­pró­fessor og þá afstöðu ráðu­neyt­is­ins að hann þætti of póli­tískur til að Ísland gæti stutt að hann fengi ráðn­ingu í starf rit­stjóra nor­ræns fræða­tíma­rits, á næsta stjórn­ar­fundi sínum 16. jún­í.

Þetta segir Rúnar Vil­hjálms­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands og for­maður FPR, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Hann segir málið ekki verða sér­stakan fund­ar­lið á vænt­an­legum stjórn­ar­fundi, en segir að það verði rætt meðal ann­arra mála og bætir við að um nið­ur­stöðu þeirrar umræðu sé ekk­ert hægt að segja á þessu stig­i. 

Félag pró­fess­ora við rík­is­há­skóla hefur meðal ann­ars það skil­greinda hlut­verk að vera málsvari félags­manna gagn­vart yfir­völdum háskól­anna og öðrum stjórn­völdum og sneri fyr­ir­spurn Kjarn­ans að því hvaða augum FPR liti mál Þor­valds.

Auglýsing

Þónokkrir íslenskir fræði­menn inn­an­lands og erlendis hafa gagn­rýnt fram­göngu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni í þessu máli.

Ólafur Mar­geirs­son, doktor í hag­fræði sem starfar í Sviss, sagði til dæmis á Face­book í gær að hann hefði sjaldan verið eins feg­inn að vera óháður íslenskum stjórn­mála­mönnum um atvinnu sér til lifi­brauðs.

Sjaldan hef ég verið eins feg­inn að vera óháður íslenskum stjórn­mála­mönnum um atvinnu mér til lifi­brauðs eins og ég er í dag. Bar­áttu­kveðjur til Þor­valdur Gylfa­son (ef.)!

Posted by Ólafur Mar­geirs­son on Tues­day, June 9, 2020

Þá rit­aði Gauti B. Egg­erts­son, hag­fræði­pró­fessor við Brown-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, að frá­sögnin af máli Þor­valds rifj­aði upp fyrir honum þá  „köfn­un­ar­til­finn­ingu“ sem hann hafði stundum er hann bjó á Íslandi fyrir rúmum tveimur ára­tugum „og horfði uppá hvernig ráðið var í hinar ýmsu stöður í þjóð­fé­lag­in­u.“

Bjarni Már Magn­ús­son laga­pró­fessor við Háskól­ann í Reykja­vík deildi einnig fyrstu frétt Kjarn­ans af mál­inu á Twitter í gær og sagði að fyr­ir­sögnin á henni mætti vera: „St­urlun í Stjórn­ar­ráð­in­u“.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent