Bjarni mætir á opinn nefndarfund á mánudag til að ræða mál Þorvalds Gylfasonar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála fjármála- og efnahagsráðuneytisins mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á mánudag.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Tómas Brynj­ólfs­son skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu efna­hags­mála fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins munu mæta á opinn fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á mánu­dag, 15. júní. Á dag­skrá fund­ar­ins er að ræða verk­lag ráð­herr­ans við til­nefn­ingar í stöð­ur. 

Guð­­mundur Andri Thor­s­­son, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­innar og nefnd­­ar­­maður í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd, hafði farið fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd­ina og rök­­styddi þar af hverju Þor­­valdur Gylfa­son, pró­fessor í hag­fræði, hefði ekki fengið starf ­rit­­stjóra rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Bjarni sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær að það væri meira en sjálf­­sagt að mæta og rekja sín sjón­­­ar­mið nán­­ar. „Þá gefst mög­u­­lega tæki­­færi til að fara nánar ofan í saumana á því hvers vegna ég tel Þor­­vald Gylfa­­son tæp­­lega eiga sam­­leið með mínu ráðu­­neyti í þessu verk­efni eða yfir­­höfuð um önnur stefn­u­­mark­andi mál. Það verður þá í fyrsta sinn sem ég ræði um mög­u­­legt sam­­starf við Þor­­vald Gylfa­­son en ekki þarf að leggj­­ast í mikla rann­­sókn­­ar­vinnu til að finna út hvaða hug Þor­­valdur hefur borið til þeirra rík­­is­­stjórna sem ég hef setið í und­an­farin ár. Ef þörf krefur skal farið betur yfir það fyrir þing­­nefnd.“

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að starfs­­­maður fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­­­mála­ráðu­­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­­nefnd­­­ar­innar að ráðu­­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­­valdur Gylfa­­­son, hag­fræð­i­­­pró­­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­­stjóri nor­ræna fræða­­­tíma­­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Ástæðan sem ráðu­­­neytið gaf upp var sú að Þor­­­valdur hefði verið og væri enn, sam­­­kvæmt bestu vit­­­neskju ráðu­­­neyt­is­ins, for­­­maður stjórn­­­­­mála­afls. Hann væri því of póli­­­tískt virkur til þess að ráðu­­­neytið gæti stutt að hann yrði rit­­­stjóri fræða­­­tíma­­­rits­ins. 

Í því svari studd­ist ráðu­­neytið við rangar upp­­­lýs­ing­­­ar, sem það segir að hafi verið að finna á Wikiped­i­a-­­­síðu um Þor­­­vald. Ráðu­­neytið hefur beðist vel­virð­ingar á því og leið­rétti rang­­­færsl­­­urnar um pró­­­fess­or­inn í tölvu­­­pósti, sem sendur var á þá sem fengu upp­­­runa­­­lega póst­­­inn, 29. nóv­­­em­ber.

Í stöðu­upp­færsl­unni í gær lagði Bjarni áherslu á að ákvörðun um ráðn­­ingu sé tekin sam­hljóða og að kraf­ist sé sam­­sinnis allra fyrir ráðn­­ingu. „Ekk­ert slíkt sam­­þykki lá fyrir þann 1. nóv­­em­ber sl., þegar Þor­­valdi á að hafa verið boðin vinn­an, sem var áður en nafn hans hafði nokkurn tím­ann verið nefnt við full­­trúa fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins. Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri upp­­á­s­tungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þor­­valdar Gylfa­­sonar í efna­hags­­málum geti engan veg­inn stutt við stefn­u­­mótun ráðu­­neytis sem ég stýri.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent