Danska stjórnin skipti um skoðun eftir gagnrýni ferðaþjónustunnar

Þeim ferðamönnum sem verður leyft að fara til Danmerkur á annað borð frá og með mánudeginum verður nú einnig heimilt að gista í Kaupmannahöfn. Danska ríkisstjórnin hlustaði á háværar gagnrýnisraddir ferðaþjónustunnar.

Ferðamenn mega bóka sér gistingu í Kaupmannahöfn á mánudaginn.
Ferðamenn mega bóka sér gistingu í Kaupmannahöfn á mánudaginn.
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin skipti um skoðun og nú mega Íslend­ingar og aðrir ferða­menn sem hyggja á för til Dan­merkur eftir að ríkið opnar landa­mæri sín fyrir þeim á mánu­dag gista í Kaup­manna­höfn. Frá þessu er greint á vef danska rík­is­út­varps­ins DR.

Dóms­mála­ráð­herra lands­ins, Nick Hækk­er­up, greindi frá þessu á blaða­manna­fundi í dag. Ennþá verður þó sú regla í gildi að sá sem ætlar að fara til Dan­merkur þarf að sýna fram á að hann ætli sér að gista í land­inu í alla­vega sex næt­ur.

Danir ætlar að opna landa­mæri sín afar var­færn­is­lega, en frá og með 15. júní mega ein­ungis ferða­menn frá Íslandi, Nor­egi og Þýska­landi koma til lands­ins. Þegar þetta var kynnt fyrir tveimur vikum síðan var þó lagt blátt bann við því að ferða­menn gistu í Kaup­manna­höfn, sökum þess að þar væru flest virk kór­ónu­veirusmit.

Auglýsing

Ferða­þjón­ustan í höf­uð­borg­inni var þó allt annað en sátt með áætlað fyr­ir­komu­lag og mik­ill póli­tískur þrýst­ingur hefur verið á rík­is­stjórn­ina um að leyfa ferða­mönnum að bóka sér gisti­heim­ili, hótel eða íbúðir í Kaup­manna­höfn. 

Fáir túristar frá lönd­unum þremur heim­sækja Kaup­manna­höfn

Í frétt DR segir að Kaup­manna­höfn fái alla jafna tæp­lega annan hvern túrista sem kemur til Dan­merk­ur, en þeir ferða­manna­hópar sem nú fá leyfi til að sækja landið heim frá og með mánu­deg­inum eru þó ekki gjarnir á að dvelja í Kaup­manna­höfn.

Í fyrra komu sam­an­lagt um það bil tæp ein og hálf milljón ferða­manna frá Þýska­landi, Nor­egi og Íslandi til Dan­merk­ur, en um það bil 1,3 millj­ónir þeirra fara ekki til Kaup­manna­hafnar á ferð sinni um land­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent