Vilji Bjarna að hvorki tilnefna né samþykkja Þorvald Gylfason sem ritstjóra

Bjarni Benediktsson segir að hann beri ábyrgð á því að Þorvaldur Gylfason hafi ekki verið tilnefndur né samþykktur sem ritstjóri hagfræðisrits. Sýn og áherslur Þorvalds í efnahagsmálum styðji ekki við stefnumótun ráðuneytis sem hann stýri.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að þegar hann hafi heyrt stungið upp á því að Þor­valdur Gylfa­son, pró­fessor í hag­fræði, yrði gerður að rit­stjóra rits­ins Nor­dic Economic Policy Review þá hefði hann verið afar skýr um að hann kæmi ekki til greina. Hann telji enda að „sýn og áherslur Þor­valdar Gylfa­sonar í efna­hags­málum geti engan veg­inn stutt við stefnu­mótun ráðu­neytis sem ég stýri.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Bjarni birti á Face­book. 

Þar segir Bjarni enn fremur að starfs­menn ráðu­neyta starfi í umboði og á ábyrgð ráð­herra. „Þótt ekki séu öll sam­skipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu til­viki end­ur­spegl­ast vilji minn um að til­nefna hvorki né sam­þykkja Þor­vald Gylfa­son til þess­ara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá mögu­leiki og eng­inn nefnt hann við mig.“

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að starfs­­maður fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins hefði komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­mála­ráðu­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­nefnd­­ar­innar að ráðu­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­valdur Gylfa­­son, hag­fræð­i­­pró­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­stjóri nor­ræna fræða­­tíma­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Ástæðan sem ráðu­­neytið gaf upp var sú að Þor­­valdur hefði verið og væri enn, sam­­kvæmt bestu vit­­neskju ráðu­­neyt­is­ins, for­­maður stjórn­­­mála­afls. Hann væri því of póli­­tískt virkur til þess að ráðu­­neytið gæti stutt að hann yrði rit­­stjóri fræða­­tíma­­rits­ins. 

Auglýsing
Í því svari studd­ist ráðu­neytið við rangar upp­­lýs­ing­­ar, sem það segir að hafi verið að finna á Wikiped­i­a-­­síðu um Þor­­vald. Ráðu­neytið hefur beðist vel­virð­ingar á því og leið­rétti rang­­færsl­­urnar um pró­­fess­or­inn í tölvu­­pósti, sem sendur var á þá sem fengu upp­­runa­­lega póst­­inn, 29. nóv­­em­ber.

Segir nafn­grein­ingu starfs­manns ósmekk­lega

Í gær nafn­greindu nokkrir fjöl­miðlar starfs­mann ráðu­neyt­is­ins sem sendi póst­inn þar sem afstaða íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins var komið á fram­færi. Bjarni segir í stöðu­upp­færsl­uni  að starfs­mað­ur­inn hafi verið settur í for­grunn og nafn­greindur á mjög ósmekk­legan hátt vegna ákvörð­unar sem var ekki á nokkurn hátt hans. 

Hann segir að um ákvörð­un­ina sé fjallað í starfs­hópi sér­fræð­inga í fjár­mála­ráðu­neytum Norð­ur­land­anna. „Starfið er ekki aug­lýst, heldur fer fram umræða í hópnum um þá ein­stak­linga sem hvert ráðu­neyti leggur til. Engar sér­stakar hæfn­is­kröfur eru gerðar aðrar en þær að við­kom­andi njóti trausts allra sem að val­inu koma. Full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins lagði fyrir mína hönd til konu sem hefur mikla reynslu af störf­um, rann­sóknum og skrifum á þessu fræða­sviði. Til vara voru tvö önn­ur. Hvor­ugt þeirra var Þor­valdur Gylfa­son.“

Bjarni leggur áherslu á að ákvörðun um ráðn­ingu sé tekin sam­hljóða og að kraf­ist sé sam­sinnis allra fyrir ráðn­ingu. „Ekk­ert slíkt sam­þykki lá fyrir þann 1. nóv­em­ber sl., þegar Þor­valdi á að hafa verið boðin vinn­an, sem var áður en nafn hans hafði nokkurn tím­ann verið nefnt við full­trúa fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri upp­á­stungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þor­valdar Gylfa­sonar í efna­hags­málum geti engan veg­inn stutt við stefnu­mótun ráðu­neytis sem ég stýri.“

Sjálf­sagt að mæta fyrir þing­nefnd

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hefur farið fram á að Bjarni mæti fyrir nefnd­ina og rök­styðji þar af hverju Þor­valdur hafi ekki fengið starf­ið. Bjarni segir það meira en sjálf­sagt að mæta og rekja sín sjón­ar­mið nán­ar. „Þá gefst mögu­lega tæki­færi til að fara nánar ofan í saumana á því hvers vegna ég tel Þor­vald Gylfa­son tæp­lega eiga sam­leið með mínu ráðu­neyti í þessu verk­efni eða yfir­höfuð um önnur stefnu­mark­andi mál. Það verður þá í fyrsta sinn sem ég ræði um mögu­legt sam­starf við Þor­vald Gylfa­son en ekki þarf að leggj­ast í mikla rann­sókn­ar­vinnu til að finna út hvaða hug Þor­valdur hefur borið til þeirra rík­is­stjórna sem ég hef setið í und­an­farin ár. Ef þörf krefur skal farið betur yfir það fyrir þing­nefnd.

Ég mun þá einnig kalla eftir því hvernig full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar telur það óeðli­leg afskipti af ráðn­ingu rit­stjóra Nor­dic Economic Policy Review að fjár­mála­ráðu­neytið sam­þykki ekki umyrða­laust hug­mynd­ina um Þor­vald Gylfa­son. Ekki að ég efist um að hæfn­is­nefnd Sam­fylk­ing­ar­innar hafi borið Þor­vald saman við aðra til­nefnda, en dugar það eitt og sér? Og hvers eiga aðrir þeir sem óform­leg til­laga var gerð um að gjalda?“

Ísland ekki eina ríkið sem ekki féllst á til­lög­una

Bjarni segir að lokum að þegar til kast­anna hafi komið hafi Ís­land ekki verið eina ríkið sem ekki féllst á til­lögu um ráðn­ingu Þor­valdar Gylfa­son­ar. 

Um það hefðu starfs­menn nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar upp­lýst Þor­vald. „En telji hann sig eiga eitt­hvað inni vegna óupp­fylltra vænt­inga þarf hann að reka þau mál við þann sem sendi honum þetta meinta atvinnu­til­boð, - í full­komnu heim­ild­ar- og umboðs­leysi. Mögu­lega mun hann njóta full­tingis ein­hverra þing­manna Sam­fylk­ing­ar, jafn­vel Pírata, á þeirri leið. Spurn­ing er bara hvort það væru ekki óeðli­leg afskipti af þeirra hálfu af ráðn­ingu í starf sem aldrei hefur verið aug­lýst.“

Það er senni­lega til vitnis um það að allt er að kom­ast í sitt fyrra horf, þegar atvinnu­mál hag­fræð­ings og fyrr­ver­and­i...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Thurs­day, June 11, 2020

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent