„Það eina sem raunverulega ógnar lífskjarasamningnum eru stjórnvöld sjálf“

Formaður VR segir að það standi ekki steinn yfir steini þegar kemur að efndum loforða stjórnvalda.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að miðað við stöð­una séu lífs­kjara­­samn­ing­­arn­ir falln­­ir. „Við mun­um ekki verja samn­ing­inn miðað við óbreytta stöð­u.“ Þetta kom fram á fundi með þjóð­hags­ráði í gær en mbl.is greinir frá. Þann 1. sept­­em­ber virkj­­ast end­­ur­­skoð­un­­ar­á­­kvæði lífs­kjara­­samn­ings­ins.

Í frétt­inni kemur fram að til­­efnið sé að rík­­is­­stjórn­­in hafi hvorki staðið við fyr­ir­heit um af­­nám 40 ára verð­tryggðra jafn­­greiðslu­lána né lof­orð um hlut­­deild­­ar­lán.

„Staða þess­­ara tveggja mála ger­ir það að verk­um að samn­ing­­arn­ir eru falln­­ir. Ábyrgðin er rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar og fjár­­­mála­ráðu­neyt­is­ins. Ég er bú­inn að hafa sam­­band við fé­laga okk­ar í Efl­ingu til að funda um stöð­una og mög­u­­leg­ar aðgerðir í haust.“

Auglýsing

Ragnar Þór segir að ræða þurfi fram­haldið og næstu skref. „Þegar traustið er ekki til staðar er ekki von á góðu. Því mið­ur. Ég skil ekki rík­­is­­stjórn­­ina að fara með verka­lýðs­hreyf­­ing­una í fang­inu inn í næstu þing­­kosn­­ing­­ar. Það er dap­­ur­­legt að horfa upp á að lífs­kjara­­samn­ing­­arn­ir skuli falla á van­efnd­um rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar sem er að leita eft­ir trausti til að vinna sig í gegn­um kór­ónu­krepp­una. Það er mjög dap­­ur­­leg nið­ur­staða.“

Hann bendir á að meðal atriða sem tek­in verða til end­­ur­­skoð­unar séu þróun kaup­mátt­ar og efnd­ir stjórn­­­valda vegna samn­ings­ins. Nóg sé að annað þess­­ara atriða hafi ekki gengið eft­ir til að fella samn­ing­inn.

Ákveðin elíta innan stjórn­kerf­is­ins lýtur allt öðrum lög­málum

Ragnar Þór tjáði sig um kjara­bar­áttu hjúkr­un­ar­fræð­inga á Face­book-­síðu sinni í vik­unni.

„Í ljósi yfir­lýs­inga stjórn­valda vegna kjara­bar­áttu hjúkr­un­ar­fræð­inga um að öll vinna sé sam­kvæmt því leið­ar­ljósi sem var markað með Lífs­kjara­samn­ingnum á sínum tíma vil ég koma eft­ir­far­andi á fram­færi,“ skrifar Ragnar þór en hann telur að stjórn­völd hafi séð til þess að ákveðin elíta innan stjórn­kerf­is­ins, þar með talið þau sjálf, lúti allt öðrum lög­málum þegar kemur að mark­miðum lífs­kjara­samn­ings­ins.

Hann segir að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hafi ekki verið samn­ingur sem átti að ganga yfir aðrar starfs­stéttir sem ekki voru hluti af hon­um. „Það hljóta all­ir, sem minnsta vit hafa á kjara­samn­inga­gerð, að gera sér grein fyrir því að við sem komum að þessum samn­ingum höfðum ekk­ert og höfum ekk­ert umboð til að semja fyrir þær starfs­stéttir sem ekki voru hluti af Lífs­kjara­samn­ingn­um.

Stjórn VR styður í einu og öllu kjara­bar­áttu hjúkr­un­ar­fræð­inga og allra stétta og gerir ekki kröfu um að aðrir fái það sama eða minna en við fengum heldur fögnum við því ef aðrir ná betri árangri sem við getum svo haft að leið­ar­ljósi í næstu samn­ing­um.“

„Það stendur ekki steinn yfir steini“

Ragnar Þór segir enn fremur að betri árangur ann­arra muni ekki hafa nokkur áhrif á end­ur­skoðun þeirra í haust.

Það sé til hábor­innar skammar að „hér séu opin­berar og sam­fé­lags­lega mik­il­vægar stéttir án kjara­samn­inga árum saman á meðan efsta lag stjórn­kerf­is­ins hefur skammtað sér krónu­tölu­hækk­anir sem jafn­gilda lág­marks­laun­um, jafn­vel marg­föld­um, fyrir 100 pró­sent vinnu­fram­lag.“

Þá segir hann að það eina sem raun­veru­lega ógni lífs­kjara­samn­ingnum séu stjórn­völd sjálf. „Það stendur ekki steinn yfir steini þegar kemur að efndum lof­orða og hefur mest allur tími og vinna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar farið í það að end­ur­semja og krefja sömu stjórn­völd um sömu hluti og samið var um og skrifað var und­ir.

Má þar nefna verð­trygg­ing­ar­málið og hús­næð­is­málin sem fjár­mála­ráðu­neytið hefur haldið í gísl­ingu mán­uðum saman og útþynnt í nán­ast ekki neitt.“

Setja sig í stell­ingar fyrir kom­andi vetur

Ragnar Þór telur fróð­legt að sjá hvernig stjórn­völdum muni ganga að fara með „verka­lýðs­hreyf­ing­una í fang­inu inn í kosn­inga­árið því eitt er víst að eins og staðan er í dag eru for­sendur lífs­kjara­samn­ings­ins brostn­ar. Og fátt sem getur komið í veg fyrir að samn­ingum verði sagt upp í haust.“

Enn fremur segir hann að þessi staða sé ekki hjúkr­un­ar­fræð­ingum að kenna. Þessi staða sé í boði stjórn­valda. „Stjórn­valda sem ekki eru orð­anna virði og lítið sem ekk­ert að marka lof­orð þeirra, öðrum sem nú eru í samn­inga­við­ræðum til varn­að­ar.

Ég vil þó taka fram að ég hef átt mjög góð sam­skipti við félags- og barna­mála­ráð­herra ásamt hús­næðis og mann­virkja­stofnun í þeirri frá­bæru vinnu sem unnin hefur verið með til­lögum í hús­næð­is­málum og enda­lausri við­leitni í að miðla málum gagn­vart for­sætis og fjár­mála­ráð­herr­um.

Við skulum setja okkur í stell­ingar fyrir kom­andi vet­ur. Ef hann verður harður verður það í boði stjórn­valda og við skulum ekki leyfa þeim að kom­ast upp með að klína þeirri ábyrgð á aðra,“ skrifar hann að lok­um.

Í ljósi yfir­lýs­inga stjórn­valda vegna kjara­bar­áttu hjúkr­un­ar­fræð­inga um að öll vinna sé sam­kvæmt því leið­ar­ljósi sem var...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, June 9, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent