Samverjar

Húbert Nói Jóhannesson fjallar um sjávarútvegsmál og Samherja í aðsendri grein.

Auglýsing

Tveir bræður föður míns lét­ust við sjó­sókn. Einn við það að tog­vír slitn­aði sem klippti á líf tveggja skip­verja, hinn frændi minn fórst í ofsa­veðri. Afi minn var kall­aður til þegar lík rak á land í kjöl­far strands til að sjá hvort hann bæri þar kennsl á son sinn. Hann taldi svo vera en gat þó ekki sagt með fullri vissu. Hinn sjó­rekni hvílir nú í Foss­vogs­kirkju­garði við minn­is­merki óþekkta sjó­manns­ins.

Svona sögur eru til í flestum ef ekki öllum fjöl­skyldum á Íslandi. Sögur sem sýna að öll þjóðin lagði sitt af mörkum oft með átak­an­legum hætti við að finna út hvers­konar útgerð væri hent­ug­ust og hvað þyrfti til í umgengni við þessi oft óblíðu nátt­úru­öfl.

Bar­áttan við að draga afla úr sjó upp á líf og dauða var má segja okkar frels­is­stríð þar sem sókn í sam­eig­in­leg fiski­mið fólks­ins í land­inu gerði kleift að byggja upp sam­fé­lagið sem tók örum fram­förum fyrir verð­mæti auð­linda hafs­ins.

Auglýsing

Skatt­tekjur sem runnu í sam­eig­in­lega sjóði lands­manna gerðu mögu­legt að mennta og manna öfl­uga veð­ur­stofu, land­helg­is­gæslu og haf­rann­sókn­ar­stofu sem sam­eig­in­lega tryggðu frekara öryggi sjó­manna og vernd­uðu fiski­mið­in.

Sú verndun kall­aði á land­helg­is­stríð fleiri en tvö og allur sá rekstur kost­aður úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna.

Sú bar­átta var ekki hugsuð til að afhenda fáum fjöl­skyldum meiri auð­æfi en þeim er hollt og ægi­vald yfir sjáv­ar­plássum og gjald­fella þau og þá sem þar búa sýnd­ist þeim svo.

Þjóð­ar­eign er orð sem menn hrasa um vilj­andi þegar hentar þeirra hags­mun­um.

Það á líka við um stjórn­mála­flokka sem sumir skilja setn­ing­una – auð­lind í þjóð­ar­eign – eins og ber að skilja hana fyrir kosn­ingar en þegar þeir setj­ast í ráð­herra­stóla verður stafaröðin – í þjóð­ar­eign – þeim svo loðin og óskIlj­an­leg að kalla þarf til fjölda sér­fræð­inga til að flækja hana enn frek­ar.

Þjóð er það mengi fólks sem að lang­feðra­tali hefur verið saman á afmörk­uðu svæði með sam­eig­in­leg mark­mið, yfir­leitt skil­greint með landa­mærum, innan sömu landamæra geta þó rúm­ast mis­mun­andi þjóðir sem má skil­greina erfða­fræði­lega, menn­ing­ar­legra eða út frá tungu­máli.

Á Íslandi býr eins­leit þjóð, hvað svo sem verða kann, og hún svo afmörkuð og skráð að það skóp hug­mynd að einu fram­sækn­asta fyr­ir­tæki ver­aldar á sviði erfða­vís­inda. Þessi þjóðar gen hafa borgað tíund og skatt svo lengi sem þau muna og eru þær greiðslur eflaust enn til ein­hvers staðar skjal­fest­ar.

Þar sem íslensk þjóð hefur lagt til fé og séð um að gæta og í seinni tíð rækta með veiði­tak­mörk­unum auð­lindir sjávar er það sam­kvæmt öllum mæli­kvörðum eign þess­arar Þjóð­ar. Sam­eig­in­legir sjóðir hafa verið not­aðir til að halda utan um og varð­veita þessa þjóð­ar­auð­lind.

Auð­linda­gjald fyrir veiði­rétt, á for­sendum eig­enda, er sjálf­sagt í þessu ljósi þar sem þjóðin á auð­lind­ina og þar með hlut­deild í afla­verð­mæti auk­in­heldur sem sam­eig­in­legir sjóðir kosta alla umsýslu varð­andi eft­ir­lit og rann­sóknir sem og öryggi sjó­far­enda.

Með kvóta­kerf­inu hefur fyr­ir­tækjum verið feng­inn veiði­réttur á fisk.

Öll hafa þau aug­ljós­lega hagn­ast vel og dafn­að.

Þrátt fyrir þessa vel­gengni hafa sum þess­ara fyr­ir­tækja lent í sið­ferði­legum haf­villum og í örvænt­ingu vill­unnar eru farin að vega að sam­fé­lags­sátt­mál­an­um, sið­aðra manna sam­komu­lagi, með afsið­andi vinnu­brögðum til að rétt­læta sinn kúrs. Um þetta má lesa í fréttum og enn bætir í.

Það er skylda full­trúa þjóð­ar­innar á Alþingi þar sem þeir úthluta kvót­anum og sjá um það reglu­verk allt, að bregð­ast við með við­eig­andi hætti.

Það er eðli­legt að eig­endur auð­lind­ar­inn­ar, við þjóð­in, veltum því fyrir okkur hvort veiði­rétt­ur­inn sé ekki betur kom­inn hjá aðilum sem telja sig vera hluta af sam­fé­lag­inu vilja því vel og stuðla að frek­ari fram­förum í þágu allra.

Afl stjórn­mála­flokka er ekki fólgið í frekju­hundum sem setja fé í kosn­inga­sjóði, aflið kemur frá kjós­endum sem geta sam­svarað sig við­kom­andi flokk. Á sama hátt er afl fyr­ir­tækis fólgið í þeim fjölda sem vill eiga við það við­skipti.

Margur dugn­að­ar­fork­ur­inn væri nú með skip sitt og áhöfn á hafs­botni – sama hversu mikið væri spítt á kað­al­inn – ef ekki hefðu verið til­tæk kort, vit­ar, veð­ur­spár og strand­gæsla að styðja sig við á sigl­ingum um úfið haf umhverfis land­ið.

Yfir­læti á hér ekki heima frekar en ann­ars staðar og sókn í sam­eig­in­lega auð­lind sjávar er sam­starfs­verk­efni.

Íslensk þjóð þarf ekki og á ekki að sætta sig við yfir­gang sem er drifin áfram af arði frá hennar eigin auð­lindum sem hún er fjár­hags­lega og til­finn­inga­lega sam­of­in.

Höf­undur er mynd­list­ar­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar