Samverjar

Húbert Nói Jóhannesson fjallar um sjávarútvegsmál og Samherja í aðsendri grein.

Auglýsing

Tveir bræður föður míns lét­ust við sjó­sókn. Einn við það að tog­vír slitn­aði sem klippti á líf tveggja skip­verja, hinn frændi minn fórst í ofsa­veðri. Afi minn var kall­aður til þegar lík rak á land í kjöl­far strands til að sjá hvort hann bæri þar kennsl á son sinn. Hann taldi svo vera en gat þó ekki sagt með fullri vissu. Hinn sjó­rekni hvílir nú í Foss­vogs­kirkju­garði við minn­is­merki óþekkta sjó­manns­ins.

Svona sögur eru til í flestum ef ekki öllum fjöl­skyldum á Íslandi. Sögur sem sýna að öll þjóðin lagði sitt af mörkum oft með átak­an­legum hætti við að finna út hvers­konar útgerð væri hent­ug­ust og hvað þyrfti til í umgengni við þessi oft óblíðu nátt­úru­öfl.

Bar­áttan við að draga afla úr sjó upp á líf og dauða var má segja okkar frels­is­stríð þar sem sókn í sam­eig­in­leg fiski­mið fólks­ins í land­inu gerði kleift að byggja upp sam­fé­lagið sem tók örum fram­förum fyrir verð­mæti auð­linda hafs­ins.

Auglýsing

Skatt­tekjur sem runnu í sam­eig­in­lega sjóði lands­manna gerðu mögu­legt að mennta og manna öfl­uga veð­ur­stofu, land­helg­is­gæslu og haf­rann­sókn­ar­stofu sem sam­eig­in­lega tryggðu frekara öryggi sjó­manna og vernd­uðu fiski­mið­in.

Sú verndun kall­aði á land­helg­is­stríð fleiri en tvö og allur sá rekstur kost­aður úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna.

Sú bar­átta var ekki hugsuð til að afhenda fáum fjöl­skyldum meiri auð­æfi en þeim er hollt og ægi­vald yfir sjáv­ar­plássum og gjald­fella þau og þá sem þar búa sýnd­ist þeim svo.

Þjóð­ar­eign er orð sem menn hrasa um vilj­andi þegar hentar þeirra hags­mun­um.

Það á líka við um stjórn­mála­flokka sem sumir skilja setn­ing­una – auð­lind í þjóð­ar­eign – eins og ber að skilja hana fyrir kosn­ingar en þegar þeir setj­ast í ráð­herra­stóla verður stafaröðin – í þjóð­ar­eign – þeim svo loðin og óskIlj­an­leg að kalla þarf til fjölda sér­fræð­inga til að flækja hana enn frek­ar.

Þjóð er það mengi fólks sem að lang­feðra­tali hefur verið saman á afmörk­uðu svæði með sam­eig­in­leg mark­mið, yfir­leitt skil­greint með landa­mærum, innan sömu landamæra geta þó rúm­ast mis­mun­andi þjóðir sem má skil­greina erfða­fræði­lega, menn­ing­ar­legra eða út frá tungu­máli.

Á Íslandi býr eins­leit þjóð, hvað svo sem verða kann, og hún svo afmörkuð og skráð að það skóp hug­mynd að einu fram­sækn­asta fyr­ir­tæki ver­aldar á sviði erfða­vís­inda. Þessi þjóðar gen hafa borgað tíund og skatt svo lengi sem þau muna og eru þær greiðslur eflaust enn til ein­hvers staðar skjal­fest­ar.

Þar sem íslensk þjóð hefur lagt til fé og séð um að gæta og í seinni tíð rækta með veiði­tak­mörk­unum auð­lindir sjávar er það sam­kvæmt öllum mæli­kvörðum eign þess­arar Þjóð­ar. Sam­eig­in­legir sjóðir hafa verið not­aðir til að halda utan um og varð­veita þessa þjóð­ar­auð­lind.

Auð­linda­gjald fyrir veiði­rétt, á for­sendum eig­enda, er sjálf­sagt í þessu ljósi þar sem þjóðin á auð­lind­ina og þar með hlut­deild í afla­verð­mæti auk­in­heldur sem sam­eig­in­legir sjóðir kosta alla umsýslu varð­andi eft­ir­lit og rann­sóknir sem og öryggi sjó­far­enda.

Með kvóta­kerf­inu hefur fyr­ir­tækjum verið feng­inn veiði­réttur á fisk.

Öll hafa þau aug­ljós­lega hagn­ast vel og dafn­að.

Þrátt fyrir þessa vel­gengni hafa sum þess­ara fyr­ir­tækja lent í sið­ferði­legum haf­villum og í örvænt­ingu vill­unnar eru farin að vega að sam­fé­lags­sátt­mál­an­um, sið­aðra manna sam­komu­lagi, með afsið­andi vinnu­brögðum til að rétt­læta sinn kúrs. Um þetta má lesa í fréttum og enn bætir í.

Það er skylda full­trúa þjóð­ar­innar á Alþingi þar sem þeir úthluta kvót­anum og sjá um það reglu­verk allt, að bregð­ast við með við­eig­andi hætti.

Það er eðli­legt að eig­endur auð­lind­ar­inn­ar, við þjóð­in, veltum því fyrir okkur hvort veiði­rétt­ur­inn sé ekki betur kom­inn hjá aðilum sem telja sig vera hluta af sam­fé­lag­inu vilja því vel og stuðla að frek­ari fram­förum í þágu allra.

Afl stjórn­mála­flokka er ekki fólgið í frekju­hundum sem setja fé í kosn­inga­sjóði, aflið kemur frá kjós­endum sem geta sam­svarað sig við­kom­andi flokk. Á sama hátt er afl fyr­ir­tækis fólgið í þeim fjölda sem vill eiga við það við­skipti.

Margur dugn­að­ar­fork­ur­inn væri nú með skip sitt og áhöfn á hafs­botni – sama hversu mikið væri spítt á kað­al­inn – ef ekki hefðu verið til­tæk kort, vit­ar, veð­ur­spár og strand­gæsla að styðja sig við á sigl­ingum um úfið haf umhverfis land­ið.

Yfir­læti á hér ekki heima frekar en ann­ars staðar og sókn í sam­eig­in­lega auð­lind sjávar er sam­starfs­verk­efni.

Íslensk þjóð þarf ekki og á ekki að sætta sig við yfir­gang sem er drifin áfram af arði frá hennar eigin auð­lindum sem hún er fjár­hags­lega og til­finn­inga­lega sam­of­in.

Höf­undur er mynd­list­ar­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar