Heimsóknir til helvítis

Ástþrúður Kristín Jónsdóttir lýsir reynslu sinni af heilbrigðiskerfinu og býður ráðamönnum með sér í nokkra daga heimsókn til helvítis svona til umhugsunar.

Auglýsing

Með þessum skrifum lang­aði mig að bjóða ráða­mönnum með mér í nokkra daga heim­sókn til hel­vítis svona til umhugs­unar á meðan blekið er rétt að þorna í ný útprent­uðu Excel-skjali. Það lítur allt svo vel út á pappír og glæru­kynn­ing­arnar eru hverri annarri glæsi­legri í Hörpu þar sem þau mæra sig í hástert af afrekum sínum korter í kosn­ing­ar.

Fyrir nokkrum vikum lenti ég í nokkuð alvar­legu slysi, hélt ég. Hver dæmir fyrir sig en eftir fag­mann­lega aðkomu sjúkra­flutn­inga­manna og ferða­lag á gler­harðri upp­blás­inni grjóna­dýnu til að tryggja stabíla og vel skorð­aða ferð á bráða­mót­töku ligg ég ennþá sjö tím­um, nokkrum mor­fín­gjöf­um, blóðprufum og mynd­ar­tökum seinna á sömu dýnu. Fæ ég þær upp­lýs­ingar að ég sé með inn­vortis blæð­ingar og marg­brot­inn hrygg, þar af eitt ósta­bílt brot. Spyr ég hvort það þýði að ég eigi aldrei eftir að ganga framar og var fátt um svör og er mér tjáð að bækl­un­ar­læknar séu að bera saman bækur sínar og aðgerð vænt­an­leg.

Þarna hélt ég að verið væri að kalla út sér­fræð­inga og und­ir­búa skurð­stofu en svo var ekki. Ég á að bíða hreyf­ing­ar­laus í sömu stell­ingu til að ekki sé áhætta á löm­un, eftir skipu­lögðum aðgerð­ar­degi sér­fræð­ings­ins á næst­kom­andi mið­viku­dag. Slysið á sér stað á mánu­degi og eftir hádegi á mið­viku­degi í beinu fram­haldi af annarri löngu fyr­ir­fram skipu­lagðri aðgerð sér­fræð­ings­ins um morg­un­inn fer ég í aðgerð­ina.

Auglýsing

Mynd: Aðsend

Að svo búnu taka við fjórir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, setja upp þvag­legg þó ekki án vand­kvæða og nokk­urra til­rauna, koma mér með tólum og tækjum yfir í rúm með sér­stakri dýnu með litlum hreyf­an­legum loft­hólfum sem gerði lífið örlítið bæri­legra. Trúið mér þarna verða sek­úndur af klukku­stund­um, klukku­stundir að dög­um, dagar að mán­uðum í þessum vít­iskvöl­um. Bað ég um svæf­ingu fram að aðgerð en var svarað neit­andi. Nefni þá hvort ekki yrði laumað að mér töflum svo ég fengi hrein­lega að sofna svefn­inum langa, því það væri tölu­vert mann­úð­legra. Það var ein­fald­lega óyf­ir­stíg­an­legt verk­efni að eiga lifa af tvo daga í hel­víti.

Aðfara­nótt aðgerðar fæ ég alveg tryllt ofsa­kvíða­kast og áður óþekkta inni­lok­un­ar­kennd. Hef ég þá áður farið nær dauða en lífi í gegnum bráða­að­gerð á Land­spít­al­an­um. Þarna þarf ég hins vegar að taka á öllum mínum vilja­styrk til að hreyfa mig ekki þar sem ég er með ósta­bílt brot hárs­breidd frá mænu­skaða. Kemur starfs­maður og strýkur rólega á mér hönd­ina og talar fal­lega til mín til að róa mig og verður mér út um róandi lyf. Í kjöl­farið á minni dvöl var ljósið kveikt og opinn hurð sem þýddi sárs­auka­full hróp frá ein­mana kvöldum manni á c.a. níræðis aldri allar nætur kallandi eftir mömmu sinni. Hann rétt eins og ég og fleiri liggj­andi, ósjálf­bjarga bíð­andi eftir aðgerð­ar­tíma. Loks­ins, eftir lengstu og kvala­fyllstu daga í mínu lífi, er mér er rúllað upp á skurð­stofu. Þar er klipptur utan af mér fatn­að­ur­inn þar sem sand­ur, drulla og litlir steinar tog­ast undan mér í leið­inni. Var ég svæfð strax til að frelsa mig úr þessu víti þar sem hver löng sek­únda skiptir öllu máli. Þegar ég vakna eftir speng­ingu á tveimur stöðum í gegnum 6 hryggjar­liði leið mér mun betur þrátt fyrir þetta stóra inn­grip.

Þarna var ljóst að ég get staðið í lapp­irnar og er ég ein­stak­lega þakk­lát færum skurð­lækni ásamt til­heyr­andi teymi fyrir það krafta­verk að geta notað tvær jafn­fljótar og gengið um með hjálp kærastans (göngu­grind með raf­magns­pumpu) stút­full af lækna­stáli. Í kjöl­far aðgerð­ar, þó svo að fag­mann­lega var gætt að öllum lífs­mörkum reglu­lega með enda­lausum spraut­um, blóðpruf­um, lyfja­gjöfum í æð og til­heyr­andi, kemur í ljós að blóð­þrýst­ing­ur­inn er orð­inn of lágur þannig ekki verður hjá blóð­gjöf kom­ist. Er ég þarna komin með hita og maga­starf­semin í lama­sessi eins og getur verið algengur fylgi­kvilli eftir svæf­ingu og sterkar lyfja­gjaf­ir.

Ég verð bara veik­ari og veik­ari, æli kröft­ug­lega í tíma og ótíma yfir mig alla og í rúm­ið. Það þurfti að skipta á rúm­inu og fatn­aði nokkrum sinnum á sól­ar­hring þar sem þræða þurfti nálar og slöngur í gegnum ermar og skálmar með mig skjálf­andi eins og hríslu gjör­sam­lega búin á því. Þetta ástand skild­ist mér að væri að öllum líkum hægt að skrifa á þessa bið á eftir aðgerð­inni þar sem þekkt auka­verkun af svæf­ingu, mor­fíns, vöðva­slak­andi og róandi er verk­fall á melt­ing­ar­kerf­inu. Það kom til tals hvort hugs­an­lega væri um var­an­leg lömun í görn­unum að ræða. Ég er einnig komin með algjört mor­fín­óþol eða í mínum huga eitrun og harð­neita ég að taka inn eða fá í æð þessi efni sem gerðu slæmt ástand verra.

Þá tók við hefð­bundin verkja­lyf og harkan sex, maginn ennþá lamað­ur. Lít ég út eins og sex mán­aða gengin með tví­bura með til­heyr­andi þrýst­ing á alla áverka og óbæri­legum kvöl­um. Hérna hefst nýtt ferða­lag til hel­vítis sem varir í nokkra daga. Verður mér til happs á sjö­unda degi frá slysi að ungur og stað­fastur hjúkr­un­ar­fræð­ingur ætlar sér að fara með mér í gegnum þessa erf­iðu fæð­ingu eins og hún kall­aði það. Hang­andi á kærast­an­um, skrölt­andi um ganga deild­ar­innar öllum tímum sól­ar­hrings í sárum kvölum gjör­sam­lega útkeyrð og örvænt­ing­ar­full að reyna koma kerf­inu af stað. Ég spyr hvort maginn gæti hrein­lega sprung­ið. Ég fékk í kjöl­farið heim­sókn af lækni og var gefin öll þau lax­er­andi meðul sem til eru í bók­inni í alla enda. Tæpum sól­ar­hring seinna, ekki búin að hafa hægðir í 8 daga frá slysi fer loks­ins eitt­hvað af stað. Þessir hressi­legu maga­krampar voru svona rétt til að toppa þetta allt saman á milli sal­ern­is­heim­sókna með félags­skap af ungum sjúkra­liða af hinu kyn­inu til að taka niður um mig buxur og bleyju, til­bú­inn að skeina mér eftir þörfum en sú per­sónu­lega geta var ekki fyrir hendi. Þó svo þessi bar­átta hefði átt sér stað á miðjum velli á leik Manchester United og Liver­pool með til­heyr­andi áhorf­endum þá hefði mér ekki getað staðið meira á sama.

Mynd: Aðsend

Bíð ég nú eftir svörum frá hár­beittum pennum og ráða­mönnum sem mæra þetta heil­brigð­is­kerfi á heimsklassa því aldrei hefur meiru verið varið í mála­flokk­inn. Ég kalla alla­vega eftir skýr­ingu hvað þarf til í dag til þess að áverkar kall­ist bráða­á­stand og með­höndl­aðir sem slík­ir. Eða til­heyrir bara mín upp­lifum heimsklassa heil­brigð­is­kerfi? Ég er ekki að hnýta í fag­kunn­áttu heil­brigð­is­starfs­fólks­ins sem ég per­sónu­lega tel að flest séu að gera sitt besta í erf­iðum aðstæð­um. Eru okkar sér­fræð­ingar dag­lega að velja á milli pestar og kól­eru og því mennskan á algjöru und­an­haldi vegna álags og anna? Á meðan COVID-test og hótel eru nið­ur­greidd fyrir ferða­menn með skattfé land­ans í heims­far­aldri gekk allt út á það á sama tíma að koma mér stórslas­aði og veikri heim sem allra fyrst með kvíð­ann einn í fartesk­inu. Ég var ekki sér­lega von­góð um að vera sjálf­bær þegar sá dagur rynni upp að ég kæm­ist upp úr rúm­inu, hvað þá á sal­ernið sjálf. Er ríkið til­búið að greiða lög­fræð­ing fleiri hund­ruð þús­unda króna til að verja mín mann­rétt­indi rétt eins og ferða­manna sem ekki vildu á hótel í sótt­kví?

Var ég í fram­haldi send á Reykja­lund, óhags­muna­drifna sjálfs­eign­ar­stofn­un. Þar tóku við mér bæði ynd­is­legt og hlý­legt starfs­fólk.

Er ég í dag föst í viðjum martraða og vakna sveitt á næt­urnar og æði um gólf að reyna ná stjórn á nýtil­kominni inni­lok­un­ark­end og kvíða. Sam­trygg­ingin sem tekur við mér þennan mán­uð­inn þar sem ég að öllu óvinnu­fær hljómar upp á heilar 57.780 krónur á mán­uði það sem eftir er árs frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins eftir margra ára­tuga greiðslu í skatta og gjöld. Eftir skerð­ingu er líf­eyr­is­sjóðs­greiðsla rúm­lega 160.000 krónur – sam­tals 220.000 krónur í ráð­stöf­un­ar­fé. Sem ein­stæð móðir 18 og 20 ára barna minna verða þau sem ígildi maka í nafni lag­anna og skerða fram­færslu um tæpar 60.000 krónur á mán­uði. Nor­ræna vel­ferð­ar­kerfið og jöfn­uður sem við þekktum fyrir tíð sjálfa­kandi ráða­manna sem kepp­ast við að rík­is­styrkja elítu auðróna ofan á arð­greiðslur þeirra er bara gömul stað­reynd og löngu liðin tíð.

Vil ég nýta tæki­færið að biðja kjós­endur um að hafa það hug­fast í kjör­klef­anum í haust að allir geta lent í slysi eða misst heils­una. Viljum við virki­lega svo fjársvelt heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfi, gjör­sam­lega holað að innan bara til þess að greiða fyrir einka­væð­ingu? Á arður fárra útvaldra að skipta öllu máli? Á rík­is­styrkta elítan og auðrón­arnir með sínu feitu arð­greiðslur og aflands­reikn­inga að geta keypt sér for­gang í röð­inni?

Gengur und­ir­rituð frá og með núna með hálft glas af svefn­töflum í vas­anum svona ef ske kynni að hún skyldi lenda vel strik­a­merkt og algjör­lega ósjálf­bjarga í þriðju heim­sókn til hel­vít­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar