Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum

Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.

samherji
Auglýsing

Frétt af afsögnum þeirra Bern­hardt Esau, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­­mála­ráð­herra lands­ins, er nú komin á vef New York Times en þar er vísað í frétt Reuters um mál­ið. Þar er talað um að afsagn­irnar teng­ist meintri mútu­þægni sem teng­ist íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja.

Ráð­herr­arnir sögðu af sér í kjöl­far þess að Hage Gein­­gob, for­­seti Namib­­íu, lýsti því yfir að hann ætl­­aði sér að reka þá úr rík­is­stjórn­inni. Frá þessu var greint á namibíska frétta­mið­l­inum Namibian Sun.

Í gær­­kvöldi var opin­ber­að, í ítar­­legri umfjöll­un, að hópur sem inn­­i­heldur meðal ann­­­ars Shangala og Esau hefðu fengið 1,4 millj­­arða króna hið minnsta greidda frá Sam­herja á und­an­­­förnum árum. Auk þess hefði ráð­herra í Angóla fengið greiðsl­­­ur.

Auglýsing

Í sér­­­­­stökum tvö­­­­­földum Kveiks-­þætti sem sýndur var á RÚV í gær­­kvöld kom fram að vís­bend­ingar væru um að þarna væri um mút­­u­greiðslur að ræða til að kom­­­ast yfir kvóta í land­inu með sem ódýrustum hætti. Umfjöll­unin var unnin í sam­­­starfi Kveiks, Stund­­­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wik­i­­­leaks.

Erlendir fjölmiðlar í dag og í gær Mynd: Samsett

Einnig var fjallað um Sam­herj­a­málið í miðlum í Nor­egi og Sví­þjóð í dag og gær þar sem málið er reif­að.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent