Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum

Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.

samherji
Auglýsing

Frétt af afsögnum þeirra Bern­hardt Esau, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­­mála­ráð­herra lands­ins, er nú komin á vef New York Times en þar er vísað í frétt Reuters um mál­ið. Þar er talað um að afsagn­irnar teng­ist meintri mútu­þægni sem teng­ist íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja.

Ráð­herr­arnir sögðu af sér í kjöl­far þess að Hage Gein­­gob, for­­seti Namib­­íu, lýsti því yfir að hann ætl­­aði sér að reka þá úr rík­is­stjórn­inni. Frá þessu var greint á namibíska frétta­mið­l­inum Namibian Sun.

Í gær­­kvöldi var opin­ber­að, í ítar­­legri umfjöll­un, að hópur sem inn­­i­heldur meðal ann­­­ars Shangala og Esau hefðu fengið 1,4 millj­­arða króna hið minnsta greidda frá Sam­herja á und­an­­­förnum árum. Auk þess hefði ráð­herra í Angóla fengið greiðsl­­­ur.

Auglýsing

Í sér­­­­­stökum tvö­­­­­földum Kveiks-­þætti sem sýndur var á RÚV í gær­­kvöld kom fram að vís­bend­ingar væru um að þarna væri um mút­­u­greiðslur að ræða til að kom­­­ast yfir kvóta í land­inu með sem ódýrustum hætti. Umfjöll­unin var unnin í sam­­­starfi Kveiks, Stund­­­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wik­i­­­leaks.

Erlendir fjölmiðlar í dag og í gær Mynd: Samsett

Einnig var fjallað um Sam­herj­a­málið í miðlum í Nor­egi og Sví­þjóð í dag og gær þar sem málið er reif­að.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent