Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum

Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.

samherji
Auglýsing

Frétt af afsögnum þeirra Bern­hardt Esau, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­­mála­ráð­herra lands­ins, er nú komin á vef New York Times en þar er vísað í frétt Reuters um mál­ið. Þar er talað um að afsagn­irnar teng­ist meintri mútu­þægni sem teng­ist íslenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja.

Ráð­herr­arnir sögðu af sér í kjöl­far þess að Hage Gein­­gob, for­­seti Namib­­íu, lýsti því yfir að hann ætl­­aði sér að reka þá úr rík­is­stjórn­inni. Frá þessu var greint á namibíska frétta­mið­l­inum Namibian Sun.

Í gær­­kvöldi var opin­ber­að, í ítar­­legri umfjöll­un, að hópur sem inn­­i­heldur meðal ann­­­ars Shangala og Esau hefðu fengið 1,4 millj­­arða króna hið minnsta greidda frá Sam­herja á und­an­­­förnum árum. Auk þess hefði ráð­herra í Angóla fengið greiðsl­­­ur.

Auglýsing

Í sér­­­­­stökum tvö­­­­­földum Kveiks-­þætti sem sýndur var á RÚV í gær­­kvöld kom fram að vís­bend­ingar væru um að þarna væri um mút­­u­greiðslur að ræða til að kom­­­ast yfir kvóta í land­inu með sem ódýrustum hætti. Umfjöll­unin var unnin í sam­­­starfi Kveiks, Stund­­­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wik­i­­­leaks.

Erlendir fjölmiðlar í dag og í gær Mynd: Samsett

Einnig var fjallað um Sam­herj­a­málið í miðlum í Nor­egi og Sví­þjóð í dag og gær þar sem málið er reif­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent