Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar

Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir að henni hafi, líkt og öll­um, verið veru­lega brugðið við frétta­flutn­ing Kveiks og Stund­ar­innar af Sam­herja. Hún segir að eðli­lega verði þetta stór­mál rann­sakað og að gefa verði þartil­gerðum aðilum gott svig­rúm til þess. Hún sé hins vegar á sama tíma þeirrar skoð­unar að ekki megi leyfa „öld­unum að lægja“ án þess að nokkur breyt­ing eigi sér stað. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Þor­gerðar Katrínar á Face­book. 

Grímu­laus sér­hags­muna­gæsla rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Þor­gerður Katrín segir að þing­menn verði að spyrja sig hvað þeir geti gert til gera leik­regl­urnar gegn­særri og skýr­ari í þágu almanna­hags­muna, ekki sér­hags­muna. 

„Við höfum upp­lifað grímu­lausa sér­hags­muna­gæslu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á þessu kjör­tíma­bil­i,“ segir Þor­gerður Katrín og bætir því við að það sé engin til­viljun að rík­is­stjórnin hafi beitt sér fyrir millj­arða lækkun á veiði­gjald­i. 

Auglýsing

Hún segir jafn­framt að drög að stjórn­ar­skrár­á­kvæð­i um auð­lindir sem for­sæt­is­ráð­herra hafi sett fram í sam­ráðs­gátt séu ákveðin von­brigð­i. „Ég ótt­ast að verði þetta ákvæði að veru­leika, eins og það er sett fram í dag af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar og ef tíma­bundnir samn­ingar verði ekki inn­leiddir sam­hliða að nið­ur­staðan verði sú að kvót­inn verði til var­an­legrar nýt­ingar og að end­ingu alfarið í eig­u ­út­gerð­ar­manna. Í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir Þor­gerður Katrín. 

90 pró­sent af styrkjum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Enn fremur veltir Þor­gerður Katrín upp þeirri spurn­ingu um hvort greiðslur lög­að­ila til­ ­stjórn­mála­flokka eigi að vera heim­il­aðar yfir­höf­uð. „Það teikn­ast að minnsta kosti upp ansi ó­þægi­leg ­mynd þegar veru­leik­inn er sá að 90% af styrkjum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi í dag runnu til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja á síð­asta ári,“ segir Þor­gerður Katrín. 

Eins og öllum er mér veru­lega brugðið við frétta­flutn­ing Kveiks og Stund­ar­innar af Sam­herja. Eðli­lega verður þetta...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 13, 2019

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent