Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar

Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir að henni hafi, líkt og öll­um, verið veru­lega brugðið við frétta­flutn­ing Kveiks og Stund­ar­innar af Sam­herja. Hún segir að eðli­lega verði þetta stór­mál rann­sakað og að gefa verði þartil­gerðum aðilum gott svig­rúm til þess. Hún sé hins vegar á sama tíma þeirrar skoð­unar að ekki megi leyfa „öld­unum að lægja“ án þess að nokkur breyt­ing eigi sér stað. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Þor­gerðar Katrínar á Face­book. 

Grímu­laus sér­hags­muna­gæsla rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Þor­gerður Katrín segir að þing­menn verði að spyrja sig hvað þeir geti gert til gera leik­regl­urnar gegn­særri og skýr­ari í þágu almanna­hags­muna, ekki sér­hags­muna. 

„Við höfum upp­lifað grímu­lausa sér­hags­muna­gæslu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á þessu kjör­tíma­bil­i,“ segir Þor­gerður Katrín og bætir því við að það sé engin til­viljun að rík­is­stjórnin hafi beitt sér fyrir millj­arða lækkun á veiði­gjald­i. 

Auglýsing

Hún segir jafn­framt að drög að stjórn­ar­skrár­á­kvæð­i um auð­lindir sem for­sæt­is­ráð­herra hafi sett fram í sam­ráðs­gátt séu ákveðin von­brigð­i. „Ég ótt­ast að verði þetta ákvæði að veru­leika, eins og það er sett fram í dag af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar og ef tíma­bundnir samn­ingar verði ekki inn­leiddir sam­hliða að nið­ur­staðan verði sú að kvót­inn verði til var­an­legrar nýt­ingar og að end­ingu alfarið í eig­u ­út­gerð­ar­manna. Í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir Þor­gerður Katrín. 

90 pró­sent af styrkjum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Enn fremur veltir Þor­gerður Katrín upp þeirri spurn­ingu um hvort greiðslur lög­að­ila til­ ­stjórn­mála­flokka eigi að vera heim­il­aðar yfir­höf­uð. „Það teikn­ast að minnsta kosti upp ansi ó­þægi­leg ­mynd þegar veru­leik­inn er sá að 90% af styrkjum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi í dag runnu til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja á síð­asta ári,“ segir Þor­gerður Katrín. 

Eins og öllum er mér veru­lega brugðið við frétta­flutn­ing Kveiks og Stund­ar­innar af Sam­herja. Eðli­lega verður þetta...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 13, 2019

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent