Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar

Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir að henni hafi, líkt og öll­um, verið veru­lega brugðið við frétta­flutn­ing Kveiks og Stund­ar­innar af Sam­herja. Hún segir að eðli­lega verði þetta stór­mál rann­sakað og að gefa verði þartil­gerðum aðilum gott svig­rúm til þess. Hún sé hins vegar á sama tíma þeirrar skoð­unar að ekki megi leyfa „öld­unum að lægja“ án þess að nokkur breyt­ing eigi sér stað. Þetta kemur fram í stöðu­færslu Þor­gerðar Katrínar á Face­book. 

Grímu­laus sér­hags­muna­gæsla rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Þor­gerður Katrín segir að þing­menn verði að spyrja sig hvað þeir geti gert til gera leik­regl­urnar gegn­særri og skýr­ari í þágu almanna­hags­muna, ekki sér­hags­muna. 

„Við höfum upp­lifað grímu­lausa sér­hags­muna­gæslu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á þessu kjör­tíma­bil­i,“ segir Þor­gerður Katrín og bætir því við að það sé engin til­viljun að rík­is­stjórnin hafi beitt sér fyrir millj­arða lækkun á veiði­gjald­i. 

Auglýsing

Hún segir jafn­framt að drög að stjórn­ar­skrár­á­kvæð­i um auð­lindir sem for­sæt­is­ráð­herra hafi sett fram í sam­ráðs­gátt séu ákveðin von­brigð­i. „Ég ótt­ast að verði þetta ákvæði að veru­leika, eins og það er sett fram í dag af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar og ef tíma­bundnir samn­ingar verði ekki inn­leiddir sam­hliða að nið­ur­staðan verði sú að kvót­inn verði til var­an­legrar nýt­ingar og að end­ingu alfarið í eig­u ­út­gerð­ar­manna. Í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir Þor­gerður Katrín. 

90 pró­sent af styrkjum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Enn fremur veltir Þor­gerður Katrín upp þeirri spurn­ingu um hvort greiðslur lög­að­ila til­ ­stjórn­mála­flokka eigi að vera heim­il­aðar yfir­höf­uð. „Það teikn­ast að minnsta kosti upp ansi ó­þægi­leg ­mynd þegar veru­leik­inn er sá að 90% af styrkjum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi í dag runnu til rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja á síð­asta ári,“ segir Þor­gerður Katrín. 

Eins og öllum er mér veru­lega brugðið við frétta­flutn­ing Kveiks og Stund­ar­innar af Sam­herja. Eðli­lega verður þetta...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 13, 2019

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent