Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist hafa verið mjög slegin yfir því sem fram kom í frétta­skýr­inga­þætti Kveiks í gær­kvöldi. Hún segir að nú blasi við að lyfta þurfi hverjum steini og að ­rann­saka þurfi þetta mál ofan í kjöl­inn. 

„Það er alveg ljóst ef þessir mála­vextir reyn­ast rétt­ir, eins og þeir voru birtir þarna, þá er þetta mál hið versta og til skammar fyrir Sam­herja og mikið áhyggju­efni fyrir íslenskan ­sjáv­ar­út­veg og ­ís­lenskt at­vinnu­líf,“ segir Katrín í hádeg­is­fréttum RÚV.

Í frétta­­skýr­inga­þætti Kveiks í gær­kvöldi kom meðal ann­­ars fram að vís­bend­ingar væru um að greiðslur upp á að minnsta kosti 1,4 millj­­­arða króna frá Sam­herja til hóps sem inn­­i­heldur meðal ann­­­ars tvo ráð­herra í Namib­­­íu, væru mút­­u­greiðslur og að við­­­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í Afr­ík­­u­land­inu væru skýr dæmi um spill­ing­u. Um­­fjöll­unin var unnin í sam­­starfi KveiksStund­­ar­innar, Al Jazeer­a og Wiki­leaks.

Auglýsing

Katrín segir að stóra málið sé að íslensk fyr­ir­tæki fylgi lög­um, bæði íslenskum lögum og lögum í þeim löndum sem þau starfa. Hún segir að fyrst og fremst þurfi að rann­saka þetta mál ofan í kjöl­inn og bendir á sú vinna sé hafin hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi jafn­framt fengið gögn frá namibískum yfir­völd­um. 

„Hins veg­ar verð ég að segja að eins og þetta mál blasti við í gær þá fannst mér það minna óþægi­lega á gam­al­dags nýlendu­herra sem eru að nýta veik­leika stjórn­kerfi við­kom­andi lands,“ ­segir Katrín. 

Hún segir jafn­framt að hennar mati muni við­eig­andi yfir­völd hér á landi þurfa að eiga í sam­starfi við yfir­völd í öðrum löndum um fram­hald máls­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent