Áreiti tilkynnt til héraðssaksóknara

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari í Samherjamálinu tilkynnti áreiti af hendi Jóns Óttars Ólafssonar til embættis héraðssóknara í nóvember síðastliðnum.

Jóhannes Stefánsson
Jóhannes Stefánsson
Auglýsing

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu og fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, tilkynnti áreiti af hendi Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja sem ráðgjafi, til embættis héraðssóknara í nóvember síðastliðnum. Stundin greinir frá.

Jóhannes segir í samtali við Stundina að hann hafi verið að koma af fundi með vini sínum þegar hann hafi rekist á Jón Óttar. Hann segir að þeir hafi tekið tal saman sem hafi endað með því að Jón Óttar hafi byrjað að taka upp myndband af honum á símann sinn og að hann hafi svo elt sig. „Maðurinn elti mig að bílnum mínum, opnaði farþegahurðina að framan og tók upp myndband af mér. Þetta er bara klikkun,“ segir Jóhannes.

Auglýsing

Ekki um eiginlega kæru að ræða

Jóhannes segir að hann hafi tilkynnt málið strax í kjölfarið til embættis héraðssaksóknara til að embættið hefði það á skrá í kerfum sínum þar sem mikilvægt væri að til væru skráðar upplýsingar um slíkt áreiti ef það myndi halda áfram eða ágerast. Hann segir að sér hafi fundist framkoma Jóns Óttars vera ógnandi.

Í frétt Stundarinnar um málið segir að ekki hafi verið um eiginlega kæru að ræða sem fór í formlegt ferli innan embættisins heldur tilkynningu um málið þar sem Jóhannes hafi viljað að embættið vissi af þessu. „Einnig skal tekið fram að Jón Óttar hótaði Jóhannesi ekki með beinum hætti þó hann hafi elt hann og opnað hurðina að bíl hans,“ segir í fréttinni. Jón Óttar vildi ekki tjá sig um málið við Stundina. 

Neitar ásökunum

Í frétt DV um málið segir að Jón Óttar neiti ásökunum Jóhannesar alfarið og að í raun hafi Jóhannes verið að ásækja sig. Hann segir að Jóhannes hafi nú um mánaða skeið setið um hús sitt. Jón fullyrðir einnig að aðrir starfsmenn Samherja hafi orðið vitni að grunsamlegum ferðum Jóhannesar.

„Ég hlakka til að láta lögregluna vita af þessu,“ segir Jón Óttar í samtali við DV. Hann segist einnig spenntur að sjá hvort að hann verði kærður af Jóhannesi. „Ég hef ekkert skipt mér af þessum manni.“

Ítrekað áreiti Jóns Óttars

Kjarninn greindi frá því fyrir helgi að Jón Óttar hefði ítrekað áreitt Helga Seljan, blaðamann á RÚV, síðan umfjöllun Kveiks og Stundarinnar birtist í nóvember síðastliðnum um umsvif Samherja í Namibíu.

Helgi sagði í samtali við Kjarnann að Jón Óttar hefði margoft átt við hann orðastað á þessum tíma. „Þegar ég hef verið á Kaffifélaginu þá hefur hann komið inn og spjallað við mig. Fyrst til að byrja með spjallaði ég við hann og var að reyna að átta mig á því hvað hann væri að gera. Síðan verður þetta mikið skrítnara og það tók eiginlega steininn úr þegar hann kom þangað eftir að ég var í viðtali á Rás 2 einhvern morguninn og tilkynnti mér það að hann vissi hvert Jóhannes væri fluttur.“

Þarna átti Helgi við fyrrnefndan Jóhannes Stefánsson. Hann sagði að sér hefði fundist þessi orðaskipti vera skrítin. „Ég átti væntanlega að koma þessum upplýsingum til Jóhannesar sem átti að verða óttasleginn, eða eitthvað. Það er náttúrulega alveg hægt að komast að því hvar Jóhannes býr en hann var nýfluttur svo það var mjög sérstakt að hann hafi verið með þetta allt á hreinu. Hann telur sig einhvern veginn vera að feta einstigi milli þess að vera ógnandi og böggandi.“

Samkvæmt Helga höfðu þessi samskipti verið tilkynnt til héraðssaksóknara sem nú rannsakar umsvif Samherja í Namibíu. „Þarna er maður sem tengist málinu beint að koma með eitthvað sem verður ekki skilið öðruvísi en sem dulbúin hótun,“ sagði hann í samtali við Kjarnann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent