Áreiti tilkynnt til héraðssaksóknara

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari í Samherjamálinu tilkynnti áreiti af hendi Jóns Óttars Ólafssonar til embættis héraðssóknara í nóvember síðastliðnum.

Jóhannes Stefánsson
Jóhannes Stefánsson
Auglýsing

Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herj­a­mál­inu í Namibíu og fyrr­ver­andi starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins, til­kynnti áreiti af hendi Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, sem starfað hefur fyrir Sam­herja sem ráð­gjafi, til emb­ættis hér­aðs­sókn­ara í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Stundin greinir frá.

Jóhannes segir í sam­tali við Stund­ina að hann hafi verið að koma af fundi með vini sínum þegar hann hafi rek­ist á Jón Ótt­ar. Hann segir að þeir hafi tekið tal saman sem hafi endað með því að Jón Óttar hafi byrjað að taka upp mynd­band af honum á sím­ann sinn og að hann hafi svo elt sig. „Mað­ur­inn elti mig að bílnum mín­um, opn­aði far­þega­hurð­ina að framan og tók upp mynd­band af mér. Þetta er bara klikk­un,“ segir Jóhann­es.

Auglýsing

Ekki um eig­in­lega kæru að ræða

Jóhannes segir að hann hafi til­kynnt málið strax í kjöl­farið til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara til að emb­ættið hefði það á skrá í kerfum sínum þar sem mik­il­vægt væri að til væru skráðar upp­lýs­ingar um slíkt áreiti ef það myndi halda áfram eða áger­ast. Hann segir að sér hafi fund­ist fram­koma Jóns Ótt­ars vera ógn­andi.

Í frétt Stund­ar­innar um málið segir að ekki hafi verið um eig­in­lega kæru að ræða sem fór í form­legt ferli innan emb­ætt­is­ins heldur til­kynn­ingu um málið þar sem Jóhannes hafi viljað að emb­ættið vissi af þessu. „Einnig skal tekið fram að Jón Óttar hót­aði Jóhann­esi ekki með beinum hætti þó hann hafi elt hann og opnað hurð­ina að bíl hans,“ segir í frétt­inni. Jón Óttar vildi ekki tjá sig um málið við Stund­ina. 

Neitar ásök­unum

Í frétt DV um málið segir að Jón Óttar neiti ásök­unum Jóhann­esar alfarið og að í raun hafi Jóhannes verið að ásækja sig. Hann segir að Jóhannes hafi nú um mán­aða skeið setið um hús sitt. Jón full­yrðir einnig að aðrir starfs­menn Sam­herja hafi orðið vitni að grun­sam­legum ferðum Jóhann­es­ar.

„Ég hlakka til að láta lög­regl­una vita af þessu,“ segir Jón Óttar í sam­tali við DV. Hann seg­ist einnig spenntur að sjá hvort að hann verði kærður af Jóhann­esi. „Ég hef ekk­ert skipt mér af þessum mann­i.“

Ítrekað áreiti Jóns Ótt­ars

Kjarn­inn greindi frá því fyrir helgi að Jón Óttar hefði ítrekað áreitt Helga Selj­an, blaða­mann á RÚV, síðan umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar birt­ist í nóv­em­ber síð­ast­liðnum um umsvif Sam­herja í Namib­íu.

Helgi sagði í sam­tali við Kjarn­ann að Jón Óttar hefði margoft átt við hann orða­stað á þessum tíma. „Þegar ég hef verið á Kaffi­fé­lag­inu þá hefur hann komið inn og spjallað við mig. Fyrst til að byrja með spjall­aði ég við hann og var að reyna að átta mig á því hvað hann væri að gera. Síðan verður þetta mikið skrítn­ara og það tók eig­in­lega stein­inn úr þegar hann kom þangað eftir að ég var í við­tali á Rás 2 ein­hvern morg­un­inn og til­kynnti mér það að hann vissi hvert Jóhannes væri flutt­ur.“

Þarna átti Helgi við fyrr­nefndan Jóhannes Stef­áns­son. Hann sagði að sér hefði fund­ist þessi orða­skipti vera skrít­in. „Ég átti vænt­an­lega að koma þessum upp­lýs­ingum til Jóhann­esar sem átti að verða ótta­sleg­inn, eða eitt­hvað. Það er nátt­úru­lega alveg hægt að kom­ast að því hvar Jóhannes býr en hann var nýfluttur svo það var mjög sér­stakt að hann hafi verið með þetta allt á hreinu. Hann telur sig ein­hvern veg­inn vera að feta ein­stigi milli þess að vera ógn­andi og bögg­and­i.“

Sam­kvæmt Helga höfðu þessi sam­skipti verið til­kynnt til hér­aðs­sak­sókn­ara sem nú rann­sakar umsvif Sam­herja í Namib­íu. „Þarna er maður sem teng­ist mál­inu beint að koma með eitt­hvað sem verður ekki skilið öðru­vísi en sem dul­búin hót­un,“ sagði hann í sam­tali við Kjarn­ann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent