Fríhöfnin segir upp 62 starfsmönnum

Dótturfélag Isavia hefur sagt upp 62 starfsmönnum. Framkvæmdastjórinn segir að mikil óvissa sé framundan og að staðan verði endurskoðuð reglulega.

Leifsstöð
Auglýsing

Vegna mik­ils sam­dráttar í rekstri og óvissu vegna áhrifa COVID-19 heims­far­ald­urs­ins hefur Frí­höfnin ehf, dótt­ur­fé­lag Isa­via ohf, sagt upp 62 starfs­mönnum í dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Isa­via í dag.  

„Frá því áhrifa far­ald­urs­ins fór að gæta hér á landi hefur stöðu­gildum hjá fyr­ir­tæk­inu fækkað um tæp 60 pró­sent og gripið hefur verið til ýmissa ann­arra hag­ræð­ing­ar­að­gerða sem snerta öll svið Frí­hafn­ar­inn­ar,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Þor­gerður Þrá­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar, segir að því miður sé staðan þannig að fækkun starfs­fólks sé óhjá­kvæmi­leg. „Út­lit er fyrir að ferða­menn sem koma til lands­ins verði afar fáir næstu miss­erin og erfitt að spá fyrir um hvenær fer að horfa til betri veg­ar. Við hjá Frí­höfn­inni höfum gripið til ýmissa hag­ræð­ing­ar­að­gerða frá því að heims­far­ald­ur­inn hófst en því miður er staðan og útlitið verra en spáð var á fyrstu stig­um.“

Þor­gerður segir að mikil óvissa sé framundan og að staðan verði end­ur­skoðuð reglu­lega.

Isa­via greindi frá því á föstu­dag­inn fyrir helgi að fyr­ir­tækið hefði sagt upp 133 starfs­­mönnum og sett tólf til við­­bótar í lægra starfs­hlut­­fall. Aðgerð­­irnar koma til við­­bótar því að 101 starfs­­manni var sagt upp í lok mars. Isa­via, sem rekur meðal ann­­ars Kefla­vík­­­ur­flug­­völl, hefur því sagt upp 234 manns frá því að COVID-19 far­ald­­ur­inn skall á Íslandi. Frá því far­ald­­ur­inn hófst hefur stöð­u­­gildum hjá móð­­ur­­fé­lagi Isa­via nú fækkað um 40 pró­­sent. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent