Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.

Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Þorsteinn Már Baldvinsson segir að hann vonist til þess að tímabundið brotthvarf sitt úr forstjórastóli muni róa umræðu um fyrirtækið. Þetta kemur fram í viðtali við Þorstein Má á fréttavefnum Vísi.is, en viðtalið var tekið á Dalvík, þar sem hjartað í starfsemi Samherja á Íslandi er. 

Björgólfur Jóhannsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja, eftir að Þorsteinn Már ákvað að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri. 

Samherji á fund með skattrannsóknarstjóra á mánudag, þar sem fara á yfir mál, sem meðal annars var fjallað um í Kveiki og Stundinni. Í þættinum kom fram að Samherji hefði mútað ráðamönnum í Namibíu í skiptum fyrir kvóta, og hafa bæði dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu sagt af sér.

Auglýsing

Í viðtalinu segir Þorsteinn Már að margt sem hafi fram komið í umræðum um fyrirtækið, frá því að umfjöllun starfsemi Samherja í Namibíu kom fram í fréttaskýringarþættinum Kveiki á RÚV, hafi verið rangt, en sagði að innri rannsókn Samherja væri nú hafin og hún myndi leiða í ljós ef eitthvað væri athugavert í starfseminni. 

„Mér bara blöskrar orðið umræðan. Samherji er ekki sálarlaust fyrirtæki, það eru meðal annars 800 starfsmenn á Íslandi og annað eins, meira, erlendis. Þessar árásir hér á Íslandi, á starfsfólk og fjölskyldur þeirra, mér finnst þetta orðið full langt gengið og með því að stíga til hliðar er ég að vona að sú umræða geti róast eitthvað,“ sagði Þorsteinn Már meðal annars.

Hann sagði það auk þess ekki rétt að fyrirtækið hefði flutt peninga frá Afríku, og stundað skattsvik eða peningaþvætti. Hann neitaði því alfarið, en játti því að ákveðnar greiðslur þyrfti að skoða. Þá sagði hann að Samherji hefði ekki skellt skuldinni á fyrrverandi starfsmanna Samherja, og uppljóstra Kveiks, Jóhannes Stefánsson. „Við skelltum ekkert allri skuld á Jóhannes, við vorum bara að segja það að við vékum honum úr starfi vegna þess að það voru gerðir hlutir sem við vorum ekki sammála,“ sagði Þorsteinn Már í viðtalinu.

Þá sagðist hann ekki óttast fangelsi, og að starfsemi Samherja hefði verið í takt við lög og reglur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent