„Er ríkisstjórnin hrædd við fjölmiðla eða er hún hrædd við fjármálaöflin hér á landi?“

Varaþingmaður Pírata telur að ef forsætisráðherra leggur tjáningarfrelsi stórfyrirtækis að jöfnu við frelsi fjölmiðla til að upplýsa almenning um spillingu þá þurfi að skoða gildismatið hjá ríkisstjórninni.

Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

Olga Mar­grét Cilia, vara­þing­maður Pírata, segir að fjöl­miðlar þurfi að geta gagn­rýnt, bent á spill­ingu og sýnt vald­höfum og stór­fyr­ir­tækjum virkt aðhald og spyr enn fremur hvað rík­is­stjórnin ætli að gera í því að fyr­ir­tæki, sem er falið að fara með auð­lindir þjóð­ar­inn­ar, nýti auð­lind­arent­una í her­ferðir gegn fjöl­miðlum í land­inu. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í vik­unni undir liðnum störf þings­ins.

„Her­ferð Sam­herja, sem hefur staðið síð­ustu mán­uði og nú síð­ustu vikur með ofsa­fengnum árásum að heiðri og mann­orði Helga Selj­ans, hefur haft þau áhrif að Ísland hefur færst niður um sæti á lista yfir fjöl­miðla­frelsi landa, sem sam­tökin Blaða­menn án landamæra birtu fyrir stuttu. Sam­tökin til­greina sér­stak­lega her­ferð Sam­herja gegn fjöl­miðla­fólki sem hefur fjallað um starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Sam­tökin lýsa einnig yfir áhyggjum sínum af því að van­traust til blaða- og frétta­manna hafi færst í auk­ana á heims­vís­u,“ sagði Olga Mar­grét.

Auglýsing

Var hún sam­mála orðum Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra sem hún lét falla fyrr í vik­unni að auð­vitað væri flókið að setja tján­ing­ar­frels­inu skorð­ur. Olga Mar­grét sagði aftur á móti að ef leggja ætti tján­ing­ar­frelsi stór­fyr­ir­tækis að jöfnu við frelsi fjöl­miðla til að upp­lýsa almenn­ing um spill­ingu þá þyrfti að skoða gild­is­matið hjá rík­is­stjórn­inni.

„Eða er það svo að við ætlum að virða tján­ing­ar­frelsi þeirra sem eiga pen­inga meira en þeirra sem svipta hul­unni af spill­ingu? Eru það pen­ingar sem skipta hér máli, arður sem hefur verið færður Sam­herja og öðrum stórum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum á silf­ur­fati? Er rík­is­stjórnin hrædd við fjöl­miðla eða er hún hrædd við fjár­mála­öflin hér á land­i?“ spurði hún.

Fær eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins að vaða „hér uppi með óhróð­ur“?

Jafn­framt spurði Olga Mar­grét hvort sam­trygg­ingin væri orðin slík að það væri látið við­gang­ast að eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, sem stýrði einni stærstu auð­lind þjóð­ar­inn­ar, fengi að vaða hér uppi með óhróður sem hefur þann eina til­gang að kæfa gagn­rýnar umræður og koma í veg fyrir að frétta­menn geti sinnt starfi sínu.

„Að skjóta sendi­boð­ann svo að upp­lýs­ingar skili sér ekki til almenn­ings? Auð­vitað þarf að bæta rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fjöl­miðla en van­traust á fjöl­miðlum verður ekki lag­fært með slíkum ein­földum breyt­ing­um. Ríkið og Alþingi þarf að sýna í aðgerðum og verki að við skiljum mik­il­vægi frjálsrar fjöl­miðl­unar á Íslandi, fjöl­miðla­frelsis og ekki síst tján­ing­ar­frels­is,“ sagði hún að lokum í ræðu sinni á þingi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent