Svandís bíður með reglugerðarbreytingar sem banna aukagjöld sérfræðilækna

Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við SÍ hefur verið framlengd um einn mánuð. Heilbrigðisráðherra fer því ekki fram með boðaðar breytingar á reglugerðinni að sinni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fram­lengja um einn mánuð reglu­gerð um end­ur­greiðslu kostn­aðar vegna þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna sem starfa án samn­ings við Sjúkra­trygg­ingar Íslands.

Hún frestar því þar með, að minnsta kosti um einn mán­uð, að gera breyt­ingar á reglu­gerð­inni sem félög lækna hafa lagst ein­dregið gegn, en sam­kvæmt til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins í dag mun reglu­gerðin nú gilda út maí­mánuð í óbreyttri mynd.

Boð­aðar reglu­gerð­ar­breyt­ingar voru kynntar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda fyrr í þessum mán­uði og þangað bár­ust harð­orðar umsagnir frá aðilum á borð við Lækna­fé­lag Íslands, Félag almennra lækna og einnig Lækna­fé­lagi Reykja­víkur (LR).

Reglu­gerð­ar­breyt­ing­arnar sem Svan­dís hafði lagt fram til sam­ráðs fólu meðal ann­ars í sér að læknar sem inn­heimta auka­gjöld frá sjúk­lingum sínum við Sjúkra­trygg­ingar Íslands gætu ekki lengur boðið upp á rík­is­nið­ur­greidda heil­brigð­is­þjón­ustu og virð­ast hafa verið ákveðið inn­legg í deilur um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag varð­andi kaup Sjúkra­trygg­inga á þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna.

Samn­inga­við­ræður standa þessa dag­ana yfir á milli sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna og Sjúkra­trygg­inga Íslands og hafa yfir­lýs­ingar flogið á milli aðila í fjöl­miðl­um. Sumir gagn­rýnendur heil­brigð­is­ráð­herra hafa haldið því fram að verið sé að taka skref í átt að því að gera heil­brigð­is­kerfið tvö­falt.

Ekk­ert sé „jafn fjarri lagi“

Heil­brigð­is­ráð­herra heldur því hins vegar fram að ekk­ert sé jafn fjarri lagi og að verið sé að taka skref í þá átt að skapa tvö­falt heil­brigð­is­kerfi hér á landi. Þetta kom fram í grein Svan­dísar sem birt­ist í Kjarn­anum í gær.

Þar sagði ráð­herra að sam­kvæmt heil­brigð­is­stefnu til 2030, sem sam­þykkt var mót­at­kvæða­laust á þingi árið 2019, væri ljóst að ekki væri raun­hæft að semja við Lækna­fé­lag Reykja­víkur á sömu for­sendum og áður hefur verið gert. Í heil­brigð­is­stefn­unni væri lögð áhersla á að heil­brigð­is­þjón­usta sé veitt af þeim sem geti boðið upp á heild­stæða þjón­ustu með teym­is­vinnu starfs­stétta.

Sagði LR vilja að læknar geti ákveðið gjald­töku ein­hliða

Heil­brigð­is­ráð­herra sagði enn­fremur í grein sinni að margir sér­greina­læknar hefðu tekið upp á því að láta sjúk­linga greiða umtals­vert auka­gjald og að látið hafi verið að því liggja að því megi auð­veld­lega koma í lag með því að ríkið semdi við LR á þeim sömu nót­um.

„Með þessu vill LR raun­veru­lega meina að það sé á valdi lækna að ákveða ein­hliða um gjald­töku fyrir þjón­ust­una. Aug­ljóst er að slík nálgun getur ekki geng­ið,“ skrif­aði Svan­dís.

Beinir til­mælum til sér­greina­lækna

Í til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins um að búið sé að fram­lengja reglu­gerð­ina í óbreyttri mynd segir að auka­gjöldin sem sér­greina­læknar hafi lagt ofan á þjón­ustu sína standi „því kerfi fyrir þrifum sem sett hefur verið upp af hinu opin­bera með hags­muni sjúk­linga að leið­ar­ljósi.“

Auglýsing

„Heil­brigð­is­ráð­herra beinir þeim til­mælum til sér­greina­lækna sem hyggj­ast hafa milli­göngu um end­ur­greiðslur sjúkra­trygg­inga á hlut sjúk­linga sinna að þeir starfi í sam­ræmi við greiðslu­þátt­töku­kerfið sem tryggir sjúk­lingum sann­gjarna greiðslu­þátt­töku,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Draga muni úr þörf fyrir þjón­ustu stofulækna

Í grein Svan­dísar í Kjarn­anum í gær kom fram að þjón­usta sér­greina­lækna á einka­reknum stofum væri mik­il­vægur þáttur í heil­brigð­is­kerf­inu, en væri þó ein­ungis 6-7 pró­sent af heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Og að það hlut­fall myndi enn lækka.

„Með auknu aðgengi að heilsu­gæslu og auk­inni dag- og göngu­deild­ar­starf­semi sjúkra­húsa mun draga úr þörf fyrir þjón­ustu stofulækna. Ungir læknar í dag kjósa í vax­andi mæli að starfa með öðrum fag­stéttum í teym­is­vinnu. Mark­miðið með núver­andi heil­brigð­is­stefnu er að þetta verði orðið að veru­leika í síð­asta lagi árið 2030. Hlut­verk mitt er að fylgja mark­aðri stefnu, heil­brigð­is­stefnu, og það geri ég og mun gera áfram,“ rit­aði Svan­dís.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins í dag segir að heil­brigð­is­ráð­herra árétti að brýnt sé að samn­ingar náist um þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent