Svandís bíður með reglugerðarbreytingar sem banna aukagjöld sérfræðilækna

Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við SÍ hefur verið framlengd um einn mánuð. Heilbrigðisráðherra fer því ekki fram með boðaðar breytingar á reglugerðinni að sinni.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fram­lengja um einn mánuð reglu­gerð um end­ur­greiðslu kostn­aðar vegna þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna sem starfa án samn­ings við Sjúkra­trygg­ingar Íslands.

Hún frestar því þar með, að minnsta kosti um einn mán­uð, að gera breyt­ingar á reglu­gerð­inni sem félög lækna hafa lagst ein­dregið gegn, en sam­kvæmt til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins í dag mun reglu­gerðin nú gilda út maí­mánuð í óbreyttri mynd.

Boð­aðar reglu­gerð­ar­breyt­ingar voru kynntar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda fyrr í þessum mán­uði og þangað bár­ust harð­orðar umsagnir frá aðilum á borð við Lækna­fé­lag Íslands, Félag almennra lækna og einnig Lækna­fé­lagi Reykja­víkur (LR).

Reglu­gerð­ar­breyt­ing­arnar sem Svan­dís hafði lagt fram til sam­ráðs fólu meðal ann­ars í sér að læknar sem inn­heimta auka­gjöld frá sjúk­lingum sínum við Sjúkra­trygg­ingar Íslands gætu ekki lengur boðið upp á rík­is­nið­ur­greidda heil­brigð­is­þjón­ustu og virð­ast hafa verið ákveðið inn­legg í deilur um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag varð­andi kaup Sjúkra­trygg­inga á þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna.

Samn­inga­við­ræður standa þessa dag­ana yfir á milli sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna og Sjúkra­trygg­inga Íslands og hafa yfir­lýs­ingar flogið á milli aðila í fjöl­miðl­um. Sumir gagn­rýnendur heil­brigð­is­ráð­herra hafa haldið því fram að verið sé að taka skref í átt að því að gera heil­brigð­is­kerfið tvö­falt.

Ekk­ert sé „jafn fjarri lagi“

Heil­brigð­is­ráð­herra heldur því hins vegar fram að ekk­ert sé jafn fjarri lagi og að verið sé að taka skref í þá átt að skapa tvö­falt heil­brigð­is­kerfi hér á landi. Þetta kom fram í grein Svan­dísar sem birt­ist í Kjarn­anum í gær.

Þar sagði ráð­herra að sam­kvæmt heil­brigð­is­stefnu til 2030, sem sam­þykkt var mót­at­kvæða­laust á þingi árið 2019, væri ljóst að ekki væri raun­hæft að semja við Lækna­fé­lag Reykja­víkur á sömu for­sendum og áður hefur verið gert. Í heil­brigð­is­stefn­unni væri lögð áhersla á að heil­brigð­is­þjón­usta sé veitt af þeim sem geti boðið upp á heild­stæða þjón­ustu með teym­is­vinnu starfs­stétta.

Sagði LR vilja að læknar geti ákveðið gjald­töku ein­hliða

Heil­brigð­is­ráð­herra sagði enn­fremur í grein sinni að margir sér­greina­læknar hefðu tekið upp á því að láta sjúk­linga greiða umtals­vert auka­gjald og að látið hafi verið að því liggja að því megi auð­veld­lega koma í lag með því að ríkið semdi við LR á þeim sömu nót­um.

„Með þessu vill LR raun­veru­lega meina að það sé á valdi lækna að ákveða ein­hliða um gjald­töku fyrir þjón­ust­una. Aug­ljóst er að slík nálgun getur ekki geng­ið,“ skrif­aði Svan­dís.

Beinir til­mælum til sér­greina­lækna

Í til­kynn­ingu á vef ráðu­neyt­is­ins um að búið sé að fram­lengja reglu­gerð­ina í óbreyttri mynd segir að auka­gjöldin sem sér­greina­læknar hafi lagt ofan á þjón­ustu sína standi „því kerfi fyrir þrifum sem sett hefur verið upp af hinu opin­bera með hags­muni sjúk­linga að leið­ar­ljósi.“

Auglýsing

„Heil­brigð­is­ráð­herra beinir þeim til­mælum til sér­greina­lækna sem hyggj­ast hafa milli­göngu um end­ur­greiðslur sjúkra­trygg­inga á hlut sjúk­linga sinna að þeir starfi í sam­ræmi við greiðslu­þátt­töku­kerfið sem tryggir sjúk­lingum sann­gjarna greiðslu­þátt­töku,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Draga muni úr þörf fyrir þjón­ustu stofulækna

Í grein Svan­dísar í Kjarn­anum í gær kom fram að þjón­usta sér­greina­lækna á einka­reknum stofum væri mik­il­vægur þáttur í heil­brigð­is­kerf­inu, en væri þó ein­ungis 6-7 pró­sent af heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Og að það hlut­fall myndi enn lækka.

„Með auknu aðgengi að heilsu­gæslu og auk­inni dag- og göngu­deild­ar­starf­semi sjúkra­húsa mun draga úr þörf fyrir þjón­ustu stofulækna. Ungir læknar í dag kjósa í vax­andi mæli að starfa með öðrum fag­stéttum í teym­is­vinnu. Mark­miðið með núver­andi heil­brigð­is­stefnu er að þetta verði orðið að veru­leika í síð­asta lagi árið 2030. Hlut­verk mitt er að fylgja mark­aðri stefnu, heil­brigð­is­stefnu, og það geri ég og mun gera áfram,“ rit­aði Svan­dís.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins í dag segir að heil­brigð­is­ráð­herra árétti að brýnt sé að samn­ingar náist um þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­greina­lækna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent