Samfelld heilbrigðisþjónusta: Jafnt aðgengi óháð efnahag

Heilbrigðisráðherra segir að það sé ekki raunhæft að semja við sérfræðilækna á sömu forsendum og áður. Það sé þó fjarri lagi að sú afstaða sé skref í átt að skapa tvöfalt heilbrigðiskerfi.

Auglýsing

Heilbrigðisstefna til 2030 var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2019. Í stefnunni er m.a. fjallað um mikilvægi þess að veita rétta þjónustu á réttum stað. Þar er heilbrigðisþjónustu skipt í fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu, heilsugæsluna, annars stigs þjónustu sem er veitt á sjúkrahúsum um allt land en á höfuðborgarsvæðinu einnig af sérfræðingum á einkareknum starfsstofum og þriðja stigs þjónustu sem er veitt af Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri. Í heilbrigðisstefnu er tekið fram að heilsugæslunni er ætlað veigamikið hlutverk sem fyrsti viðkomustaður fólks inn í heilbrigðiskerfið. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið að því í samræmi við stjórnarsáttmála að styrkja heilbrigðiskerfið og hefur þar sérstaklega verið kappkostað að fylgja heilbrigðisstefnu. 

Skilgreint magn, skýr gæði og jafnt aðgengi

Í heilbrigðisstefnu er fjallað um þjónustu sérgreinalækna í einkarekstri og að tekið sé tillit til athugasemda sem gerðar hafa verið við fyrirkomulag þeirrar þjónustu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar (RE) um Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem kaupanda heilbrigðisþjónustu (2018) eru rakin dæmi um að kaup á þjónustu hafi ekki stuðst við fullnægjandi greiningu á þörfum sjúkratryggðra. Þá hafi verið gerðir samningar um kaup á heilbrigðisþjónustu sem séu ekki í samræmi við ákvæði laga um sjúkratryggingar um skilgreint magn, skýr gæði eða jafnt aðgengi.

Auglýsing
RE hefur einnig bent á, í skýrslunni Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (2017), að vegna nær óhefts aðgengis sjúklinga að þjónustu sérgreinalækna skapist hætta á ofnotkun heilbrigðisþjónustu. Bent er á að sérgreinalæknar fái greitt eftir afköstum og samningarnir feli í sér fjárhagslega hvata til að veita þjónustu sem oftast. Sama gagnrýni kemur fram í skýrslu McKinsey, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans (2016), þar sem fjallað er um skort á magnstýringu af hálfu kaupanda þjónustunnar, skort á eftirliti og auðvelt aðgengi sjúklinga að sérfræðilæknisþjónustu án hliðvörslu af hálfu heilsugæslunnar. Árið 2017 voru innleiddar tilvísanir heilsugæslu- og heimilislækna vegna sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir börn með það að markmiði að veita þjónustuna á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaðurinn. RE hefur hvatt til þess að áfram verði haldið vinnu við að greina hvaða þjónusta sérgreinalækna ætti að vera háð tilvísun.

Mikilvægt að samningar náist

Það er minn skýri vilji að samningar náist um þjónustu sérgreinalækna og SÍ hafa um árabil haldið uppi samningaumleitunum en án árangurs. Læknafélag Reykjavíkur (LR) fer með samningsumboð fyrir alla sérgreinalækna sem þýðir að ríkið getur ekki forgangsraðað hvaða þjónustu það vill kaupa heldur ræðst framboðið af fjölda sérgreinalækna innan hverrar sérgreinar. Í heilbrigðisstefnu er lögð áhersla á að heilbrigðisþjónusta sé veitt af þeim sem geta boðið upp á heildstæða þjónustu með teymisvinnu starfsstétta. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir sjúklinga með langvinna sjúkdóma, sem annars geta þurft að leita þjónustu hjá mörgum aðilum eða í versta falli vera án þjónustunnar. 

Margir sérgreinalæknar hafa tekið upp á því að láta sjúklinga greiða umtalsvert aukagjald. Látið hefur verið að því liggja að þessu megi auðveldlega koma í lag með því að ríkið semji við LR á þessum nótum. Með þessu vill LR raunverulega meina að það sé á valdi lækna að ákveða einhliða um gjaldtöku fyrir þjónustuna. Augljóst er að slík nálgun getur ekki gengið.

Skilgreina þarf hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa af sérgreinalæknum. Einnig þarf að skilgreina hvaða þjónusta sérgreinalækna skuli veitt inni á háskólasjúkrahúsi. Hlutverk LSH og SAK hefur nú verið skilgreint í reglugerð sem byggir á lögum um heilbrigðisþjónustu sem hefur verið breytt til samræmis við heilbrigðisstefnu, þannig að þeim beri m.a. að sjá heilbrigðisstofnunum landsins fyrir þjónustu sérgreinalækna í samvinnu við og samkvæmt samningi við heilbrigðisstofnanir. Æskilegt væri að sérgreinalæknar á einkareknum stofum kæmu að þessari þjónustu en forsenda þess er að samningar séu fyrir hendi og að þjónustan sé skipulögð út frá þörfum íbúanna. 

Rétt þjónusta á réttum stað

LR hefur sagt að félagið sé reiðubúið að ganga til samninga á sömu forsendum og áður og að gjaldskrá þeirra verði uppfærð til móts við þau aukagjöld sem þeir leggja á sjúklinga sína í dag. Hlutverk heilbrigðisráðherra er að fylgja heilbrigðisstefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi og því er ljóst að ekki er raunhæft að semja á sömu forsendum og áður. Því er haldið fram að þetta sé skref í þá átt að skapa tvöfalt heilbrigðiskerfi. Ekkert er jafn fjarri lagi.

Markmiðið er þvert á móti að skapa heilbrigðisþjónustu, þar sem rétt þjónusta er veitt á réttum stað og er aðgengileg óháð efnahag. Þjónusta sérgreinalækna á einkareknum stofum er vissulega mikilvægur þáttur í okkar heilbrigðiskerfi en hún er þó aðeins 6-7% af heilbrigðisþjónustunni. Með auknu aðgengi að heilsugæslu og aukinni dag- og göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsa mun draga úr þörf fyrir þjónustu stofulækna. Ungir læknar í dag kjósa í vaxandi mæli að starfa með öðrum fagstéttum í teymisvinnu. Markmiðið með núverandi heilbrigðisstefnu er að þetta verði orðið að veruleika í síðasta lagi árið 2030. Hlutverk mitt er að fylgja markaðri stefnu, heilbrigðisstefnu, og það geri ég og mun gera áfram.  

Höfundur er heilbrigðisráðherra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar