Samfelld heilbrigðisþjónusta: Jafnt aðgengi óháð efnahag

Heilbrigðisráðherra segir að það sé ekki raunhæft að semja við sérfræðilækna á sömu forsendum og áður. Það sé þó fjarri lagi að sú afstaða sé skref í átt að skapa tvöfalt heilbrigðiskerfi.

Auglýsing

Heil­brigð­is­stefna til 2030 var sam­þykkt mót­at­kvæða­laust á Alþingi 2019. Í stefn­unni er m.a. fjallað um mik­il­vægi þess að veita rétta þjón­ustu á réttum stað. Þar er heil­brigð­is­þjón­ustu skipt í fyrsta stigs heil­brigð­is­þjón­ustu, heilsu­gæsl­una, ann­ars stigs þjón­ustu sem er veitt á sjúkra­húsum um allt land en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu einnig af sér­fræð­ingum á einka­reknum starfs­stofum og þriðja stigs þjón­ustu sem er veitt af Land­spít­ala og sjúkra­hús­inu á Akur­eyri. Í heil­brigð­is­stefnu er tekið fram að heilsu­gæsl­unni er ætlað veiga­mikið hlut­verk sem fyrsti við­komu­staður fólks inn í heil­brigð­is­kerf­ið. Á kjör­tíma­bil­inu hefur verið unnið að því í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála að styrkja heil­brigð­is­kerfið og hefur þar sér­stak­lega verið kapp­kostað að fylgja heil­brigð­is­stefn­u. 

Skil­greint magn, skýr gæði og jafnt aðgengi

Í heil­brigð­is­stefnu er fjallað um þjón­ustu sér­greina­lækna í einka­rekstri og að tekið sé til­lit til athuga­semda sem gerðar hafa verið við fyr­ir­komu­lag þeirrar þjón­ustu. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar (RE) um Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) sem kaup­anda heil­brigð­is­þjón­ustu (2018) eru rakin dæmi um að kaup á þjón­ustu hafi ekki stuðst við full­nægj­andi grein­ingu á þörfum sjúkra­tryggðra. Þá hafi verið gerðir samn­ingar um kaup á heil­brigð­is­þjón­ustu sem séu ekki í sam­ræmi við ákvæði laga um sjúkra­trygg­ingar um skil­greint magn, skýr gæði eða jafnt aðgengi.

Auglýsing
RE hefur einnig bent á, í skýrsl­unni Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (2017), að vegna nær óhefts aðgengis sjúk­linga að þjón­ustu sér­greina­lækna skap­ist hætta á ofnotkun heil­brigð­is­þjón­ustu. Bent er á að sér­greina­læknar fái greitt eftir afköstum og samn­ing­arnir feli í sér fjár­hags­lega hvata til að veita þjón­ustu sem oft­ast. Sama gagn­rýni kemur fram í skýrslu McK­insey, Lyk­ill að full­nýt­ingu tæki­færa Land­spít­al­ans (2016), þar sem fjallað er um skort á magn­stýr­ingu af hálfu kaup­anda þjón­ust­unn­ar, skort á eft­ir­liti og auð­velt aðgengi sjúk­linga að sér­fræði­lækn­is­þjón­ustu án hlið­vörslu af hálfu heilsu­gæsl­unn­ar. Árið 2017 voru inn­leiddar til­vís­anir heilsu­gæslu- og heim­il­is­lækna vegna sér­hæfðrar heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir börn með það að mark­miði að veita þjón­ust­una á við­eig­andi þjón­ustu­stigi og að heilsu­gæslan sé fyrsti við­komu­stað­ur­inn. RE hefur hvatt til þess að áfram verði haldið vinnu við að greina hvaða þjón­usta sér­greina­lækna ætti að vera háð til­vís­un.

Mik­il­vægt að samn­ingar náist

Það er minn skýri vilji að samn­ingar náist um þjón­ustu sér­greina­lækna og SÍ hafa um ára­bil haldið uppi samn­inga­um­leit­unum en án árang­urs. Lækna­fé­lag Reykja­víkur (LR) fer með samn­ings­um­boð fyrir alla sér­greina­lækna sem þýðir að ríkið getur ekki for­gangs­raðað hvaða þjón­ustu það vill kaupa heldur ræðst fram­boðið af fjölda sér­greina­lækna innan hverrar sér­grein­ar. Í heil­brigð­is­stefnu er lögð áhersla á að heil­brigð­is­þjón­usta sé veitt af þeim sem geta boðið upp á heild­stæða þjón­ustu með teym­is­vinnu starfs­stétta. Það er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir sjúk­linga með lang­vinna sjúk­dóma, sem ann­ars geta þurft að leita þjón­ustu hjá mörgum aðilum eða í versta falli vera án þjón­ust­unn­ar. 

Margir sér­greina­læknar hafa tekið upp á því að láta sjúk­linga greiða umtals­vert auka­gjald. Látið hefur verið að því liggja að þessu megi auð­veld­lega koma í lag með því að ríkið semji við LR á þessum nót­um. Með þessu vill LR raun­veru­lega meina að það sé á valdi lækna að ákveða ein­hliða um gjald­töku fyrir þjón­ust­una. Aug­ljóst er að slík nálgun getur ekki geng­ið.

Skil­greina þarf hvaða þjón­ustu ríkið ætlar að kaupa af sér­greina­lækn­um. Einnig þarf að skil­greina hvaða þjón­usta sér­greina­lækna skuli veitt inni á háskóla­sjúkra­húsi. Hlut­verk LSH og SAK hefur nú verið skil­greint í reglu­gerð sem byggir á lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu sem hefur verið breytt til sam­ræmis við heil­brigð­is­stefnu, þannig að þeim beri m.a. að sjá heil­brigð­is­stofn­unum lands­ins fyrir þjón­ustu sér­greina­lækna í sam­vinnu við og sam­kvæmt samn­ingi við heil­brigð­is­stofn­an­ir. Æski­legt væri að sér­greina­læknar á einka­reknum stofum kæmu að þess­ari þjón­ustu en for­senda þess er að samn­ingar séu fyrir hendi og að þjón­ustan sé skipu­lögð út frá þörfum íbú­anna. 

Rétt þjón­usta á réttum stað

LR hefur sagt að félagið sé reiðu­búið að ganga til samn­inga á sömu for­sendum og áður og að gjald­skrá þeirra verði upp­færð til móts við þau auka­gjöld sem þeir leggja á sjúk­linga sína í dag. Hlut­verk heil­brigð­is­ráð­herra er að fylgja heil­brigð­is­stefnu sem hefur verið sam­þykkt á Alþingi og því er ljóst að ekki er raun­hæft að semja á sömu for­sendum og áður. Því er haldið fram að þetta sé skref í þá átt að skapa tvö­falt heil­brigð­is­kerfi. Ekk­ert er jafn fjarri lagi.

Mark­miðið er þvert á móti að skapa heil­brigð­is­þjón­ustu, þar sem rétt þjón­usta er veitt á réttum stað og er aðgengi­leg óháð efna­hag. Þjón­usta sér­greina­lækna á einka­reknum stofum er vissu­lega mik­il­vægur þáttur í okkar heil­brigð­is­kerfi en hún er þó aðeins 6-7% af heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Með auknu aðgengi að heilsu­gæslu og auk­inni dag- og göngu­deild­ar­starf­semi sjúkra­húsa mun draga úr þörf fyrir þjón­ustu stofulækna. Ungir læknar í dag kjósa í vax­andi mæli að starfa með öðrum fag­stéttum í teym­is­vinnu. Mark­miðið með núver­andi heil­brigð­is­stefnu er að þetta verði orðið að veru­leika í síð­asta lagi árið 2030. Hlut­verk mitt er að fylgja mark­aðri stefnu, heil­brigð­is­stefnu, og það geri ég og mun gera áfram.  

Höf­undur er heil­brigð­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar