Ávarp formanns BSRB vegna 1. maí 2021

Sonja Ýr Þorbergsdóttir spyr af hverju við borgum fólki sem passar upp á peningana okkar hærri laun en fólkinu sem menntar börnin okkar eða hugsar um foreldra okkar þegar þau komast á efri ár?

Auglýsing

Kæru félag­ar, til ham­ingju með dag­inn!

Þann 1. maí ár hvert höldum við upp á alþjóð­legan bar­áttu­dag verka­lýðs­ins. Annað árið í röð koma nauð­syn­legar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir í veg fyrir að við getum farið í kröfu­göngur og komið saman á bar­áttufund­um. Við getum ekki annað en vonað að bjart­ari tíð taki við í sumar þegar sífellt fleiri fá bólu­setn­ingu.

Að þessu sinni fögnum við líka stórum áfanga í bar­áttu BSRB fyrir stytt­ingu vinnu­vik­unnar þann 1. maí. Þann dag tekur stytt­ingin gildi hjá öllum vinnu­stöðum rík­is, sveit­ar­fé­laga og stofn­unum sem kost­aðar eru að meiri­hluta af almannafé þar sem unnið er í vakta­vinnu, en stytt­ing í dag­vinnu tók gildi síð­ustu ára­mót. 

Síð­ustu mán­uði hefur verið unnið hörðum höndum að því að und­ir­búa þessa mestu breyt­ingu á vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks í hálfa öld. Stórum breyt­ingum fylgja stórar áskor­anir enda ekki við öðru að búast þegar vinnu­tím­inn er styttur hjá svo stórum hópi sem vinnur að jafn mik­il­vægum en jafn­framt ólíkum verk­efnum og okkar fólk í almanna­þjón­ust­unni. Verk­efn­inu er ekki lokið enda veg­ferðin í átt að betri vinnu­tíma í vakta­vinnu rétt að hefj­ast. Við munum áfram vinna að því að tryggja að allir vinnu­staðir prófi sig áfram að fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lagi með virku og góðu sam­tali starfs­fólks og stjórn­enda. 

Heilt yfir hefur und­ir­bún­ingur gengið vel og er mark­miðið að þessi stóri hópur sem nú styttir vinnu­vik­una sína um fjórar til átta klukku­stundir á viku njóti auk­inna lífs­gæða til að vega á móti nei­kvæðum áhrifum vakta­vinnu á heilsu, öryggi og sam­þætt­ingu vinnu og einka­lífs. Þannig hefur verið við­ur­kennd sú krafa BSRB til margra ára að 100 pró­sent vakta­vinna jafn­gildi 80 pró­sent við­veru fyrir erf­ið­ustu vakt­irn­ar. Næstum allt starfs­fólk í hluta­starfi, sem eru einkum konur í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu, hafa nýtt tæki­færið og hækkað starfs­hlut­fall sitt og aukið þannig ævi­tekjur sín­ar. Þar með er tekið mik­il­vægt skref í átt að auknu jafn­rétti kynj­anna á vinnu­mark­að­i. 

Starfs­fólk fái álags­greiðslur eða launa­upp­bót

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hefur síður en svo verið eina stóra verk­efnið sem við höfum staðið frammi fyrir á árinu. Heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hefur haft afar alvar­legar afleið­ingar fyrir íslenskt sam­fé­lag og við hjá BSRB höfum beitt okkur af fullum þunga til að tryggja hags­muni okkar félags­manna og lands­manna almennt.

Álagið á fram­línu­fólkið okkar hefur auð­vitað verið gríð­ar­legt og við erum alls ekki búin að bíta úr nál­inni með það. Við eigum án efa eftir að sjá afleið­ing­arnar á næstu árum og jafn­vel ára­tugum en BSRB hefur beitt sér fyrir því að ekki verði gripið til nið­ur­skurð­ar­að­gerða hjá hinu opin­bera með til­heyr­andi nei­kvæðum afleið­ingum á starfs­fólk, fyrir efna­hags­batann og sam­fé­lagið allt. Mark­miðið verður að vera að vaxa út úr vand­anum og öðru fremur að jafna byrð­arnar með auk­inni skatt­heimtu á breiðu bök­in.

Íslenskt sam­fé­lag hefur einnig staðið frammi fyrir meira atvinnu­leysi en við höfum upp­lifað í síð­ari tíð. Í krepp­unni sem heims­far­ald­ur­inn hafði í för með sér hefur BSRB lagt áherslu á að afkoma fólks sem misst hefur vinn­una verði varin með hækkun atvinnu­leys­is­bóta og lengra bóta­tíma­bili. En það er ekki nóg til að koma okkar sam­fé­lagi út úr þess­ari kreppu. Til þess þurfum við að skapa störf sem standa undir góðum lífs­kjörum og auka jöfn­uð.

Auglýsing
Mikið atvinnu­leysi hægir á efna­hags­bat­anum og því hefur okkar áhersla verið að stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa fjöl­breytt störf fyrir ólíka hópa fólks. Það má gera með auk­inni opin­berri fjár­fest­ingu en þá þarf að gæta að því að skapa jafn­mörg störf fyrir konur eins og karla. Það má einnig gera með því að fjár­festa í opin­berum vinnu­mark­aði. Í heims­far­aldr­inum hefur heil­brigð­is­kerfið sann­ar­lega staðið fyrir sínu sem ein grunn­stoða sam­fé­lags­ins. Það sama má segja um mennta­kerf­ið, félags­þjón­ust­una og almanna­varn­ir. 

En okkar fólk í fram­lín­unni getur heldur ekki staðið vakt­ina enda­laust. Við höfum lagt allt okkar traust á þau í heims­far­aldr­inum og álagið hefur verið gríð­ar­legt á grunn­stoðum opin­bera kerf­is­ins. Núna er því tæki­færið til að skapa góð störf, bæði tíma­bundin og var­an­leg, í heil­brigð­is­kerf­inu, í sjúkra­flutn­ing­um, í skóla­kerf­inu, í félags- og vel­ferð­ar­þjón­ustu, í lög­gæsl­unni og víð­ar. Það verður að létta á álag­inu af starfs­fólk­inu sem hefur staðið í stafni til að forða því frá lang­tíma­af­leið­ingum streitu. Besta leiðin til að gera það er að tryggja nægi­lega mönnun til að koma í veg fyrir enn frekar fjölgi í hópi þeirra sem glíma við kulnun í starf­i. 

Allt það góða starfs­fólk sem starfar í þessum hluta almanna­þjón­ust­unnar hefur leikið lyk­il­hlut­verk í að tryggja lífs­gæði lands­manna og að hag­kerfið okkar haldi áfram að ganga. Við vitum það eflaust öll að hefði starfs­fólk í ein­hverjum öðrum greinum lent í álíka álagi við að bjarga lífum og verð­mætum hefði það fengið álags­greiðslur eða launa­upp­bót í sam­ræmi við það þrek­virki sem það hefur unn­ið. Starfs­fólk heil­brigð­is­stofn­ana fékk heldur dap­ur­legt fram­línu­á­lag í kjöl­far fyrstu bylgju far­ald­urs­ins en aðrir hópar hafa ekk­ert feng­ið. Það er löngu kom­inn tími fyrir stjórn­völd að sýna þakk­lætið í verki og veita þessum hópum sem hafa fleytt okkur í gegnum far­ald­ur­inn launa­upp­bót í sam­ræmi við álag. 

Ramm­skakkt verð­mæta­mat

Á alþjóð­legum bar­áttu­degi verka­lýðs­ins beinum við sjónum okkar að þeim sigrum sem verka­lýðs­hreyf­ingin hefur náð fram á und­an­förnum árum og ára­tug­um, en við brýnum hvert annað einnig til góðra verka í fram­tíð­inni. Eitt af stærstu bar­áttu­málum sem framundan eru hjá BSRB er að leið­rétt verði kerf­is­bundið van­mat á störfum kvenna. 

Rétt eins og heims­far­ald­ur­inn hefur varpað ljósi á mik­il­vægi almanna­þjón­ust­unnar hefur ástandið sýnt okkur í eitt skipti fyrir öll þau verð­mæti sem starfs­fólk hennar skapar sam­fé­lag­inu, í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu, skól­um, við ræst­ingar og víð­ar. 

Starfs­fólkið í þessum starfs­greinum á tvennt sam­eig­in­legt. Í fyrsta lagi er meiri­hluti þeirra sem sinnir þessum mik­il­vægu verk­efnum kon­ur. Í öðru lagi eru heild­ar­laun þess­ara starfs­stétta almennt lægri en laun sam­bæri­legra stétta þar sem karlar eru í meiri­hluta.

Þessi staða varð ekki til af sjálfu sér. Það er ákvörðun stjórn­valda, atvinnu­rek­enda og sam­fé­lags­ins í heild sinni að laun þess­ara stétta séu lægri. Að taka ekki til­lit til raun­veru­legs verð­mætis þess­ara starfa og þess til­finn­inga­lega álags sem starfs­fólkið verður fyr­ir. 

Af hverju borgum við fólki sem passar upp á pen­ing­ana okkar hærri laun en fólk­inu sem menntar börnin okkar eða hugsar um for­eldra okkar þegar þau kom­ast á efri ár? Af hverju tökum við ekki til­lit til þess til­finn­inga­lega álags sem fylgir því að vera í nánum per­sónu­legum sam­skiptum við fólk sem er sumt hvert í mjög við­kvæmum aðstæðum eða ástandi?

Skakkt verð­mæta­mat á störfum kvenna er órétt­læti sem á ekki að líð­ast og mun ekki líð­ast leng­ur. Við höfum á und­an­förnum árum náð árangri í því að tryggja konum jöfn laun fyrir sömu eða jafn­verð­mæt störf hjá sama atvinnu­rek­anda, en það er ekki nóg. Við verðum að end­ur­meta mark­visst verð­mæti starfa stórra kvenna­stétta. Slík leið­rétt­ing mun vega þyngst þegar kemur að því að eyða kyn­bundnum launa­mun.

Þetta er ekki eitt­hvað sem breyt­ist af sjálfu sér. Við þurfum að breyta þessu. Við ætlum að breyta þessu. Heims­far­ald­ur­inn varp­aði ljósi á mik­il­vægi þess­ara stétta og við hjá BSRB ætlum að taka höndum saman með öðrum sam­tökum launa­fólks og krefj­ast þess að við nýtum þetta tæki­færi til að leið­rétta þetta ramm­skakka verð­mæta­mat.

Berj­umst fyrir sann­gjörnu og öruggu sam­fé­lagi

Á alþjóð­legum bar­áttu­degi verka­lýðs­ins lítum við til sög­unn­ar. Við minn­umst sam­stöðu launa­fólks í gegnum tíð­ina og hvernig sú sam­staða hefur skilað okkur öllum mik­il­væg­ustu sigrunum í verka­lýðs­bar­átt­unni í gegnum tíð­ina. Nú þegar við sjáum fyrir end­ann á heims­far­aldr­inum þurfum við enn og aftur á sam­stöð­unni að halda. Stöndum saman í bar­átt­unni og höldum áfram að berj­ast fyrir sann­gjörnu og öruggu sam­fé­lagi fyrir alla.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar