Reykjavíkurborg innheimti 22 milljarða króna í fasteignaskatta í fyrra

Þrátt fyrir að íbúðaverð hafi hækkað umtalsvert í Reykjavík í fyrra þá stóðu tekjur borgarinnar vegna fasteignaskatta nánast í stað. Ástæðan er meðal annars frestur sem borgin gaf á greiðslu fasteignaskatta.

Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Auglýsing

Tekjur Reykjavíkurborgar vegna innheimtra fasteignaskatta námu 22 milljörðum króna í fyrra. Þær hækkuðu alls um 813 milljónir króna á milli ára sem var 483 milljónum krónum minna en fjárhagsáætlun borgarinnar hafði gert ráð fyrir. Alls er hækkunin á tekjustoðinni 3,8 prósent.

Þetta kemur fram í skýrslu fjármála- og áhættustýringasviðs Reykjavíkurborgar sem fylgdi með ársreikningi hennar.

Það þarf að leita langt aftur til að finna jafn litla hækkun á innheimtum fasteignasköttum og á síðasta ár, en tekjustofninn hækkaði um 2,9 milljarða króna milli 2018 og 2019 og um þrjá milljarða króna milli 2017 og 2018. 

Það var 2,9 milljörðum krónum meira en borgin innheimti í slíka skatta árið áður og 5,9 milljörðum krónum meira en árið 2017, þegar tekjur hennar vegna þeirra námu námu 15,1 milljarði króna. 

Miklar hækkanir á fasteignaverði skýra auknar tekjur

Sveit­­ar­­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­­tekju­­stofna. Ann­­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­­ar­­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­­eigna­skatt.

Slík gjöld eru aðal­­­lega tvenns kon­­ar. Ann­­ars vegar er fast­­eigna­skattur og hins vegar lóð­­ar­­leiga. Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­­hirð­u­­gjald og gjald vegna end­­ur­vinnslu­­stöðva sem hluta af fast­­eigna­­gjöldum sín­­um.

Tekjur Reykjavíkurborgar vegna fasteignaskatta næstum tvöfölduðust frá árinu 2013 og fram til loka árs 2019, en á tímabilinu fóru þær úr 11,6 milljörðum króna í 21,1 milljarð króna. 

Auglýsing
Ástæðan er sú að fasteignaverð í höfuðborginni hækkaði mikið á umræddu tímabili. Á íbúðarhúsnæði hækkaði það til að mynda um 81 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frá byrjuð árs í fyrra hefur íbúðaverð áfram hækkað stöðugt á svæðinu, eða alls um 12,7 prósent.

Fast­eigna­skattur á íbúð­ar­hús­næði var lækk­aður um tíu pró­sent á árinu 2017 úr 0,20 í 0,18 pró­sent. Þannig er hann enn. Auk þess voru afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum aukn­ir.

Á meðal þeirra aðgerða til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna efnahagslegra áhrifa útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, og borgarráð samþykkti í lok mars 2020, var frestur á greiðslu allt að þriggja gjald­daga fast­­eigna­skatta á árinu 2020. Það úrræði hefur áhrif á tekjur vegna fasteignaskatta í fyrra. 

Þótt borgarráð hafi  á sama tíma ákveðið að flýta áformum sínum um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65 í 1,60 prósent þá tók sú breyting ekki  gildi fyrr en um síðustu áramót.

Tæplega sex milljarða tap á A-hlutanum

Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fyrir borgarráð á fimmtudag. Þar kom fram að sá hluti rekstrar hennar sem fjármagnaður er með skatttekjum, svokallaður A-hluti, skilaði 5,8 milljarða króna tapi í fyrra. 

Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 1,5 milljarða króna. Því var afkoma A-hlutans 7,3 milljörðum króna undir áætlun. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna þessa sagði að rekstrarniðurstaða A-hlutans skýrist einkum af áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Sala byggingarréttar var ofáætluð um 3,2 milljarða króna, skatttekjur voru 2,7 milljörðum króna undir áætlun, launakostnaður var 1,7 milljarði króna yfir áætlun og annar ósundurliðaður rekstrarkostnaður var tæplega 1,2 milljörðum króna yfir áætlun. 

Hinn hlutinn í rekstri borgarinnar, B-hlutinn, nær yfir afkomu þeirra fyrirtækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­ur, Faxa­flóa­hafnir sf., Félags­bú­staðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóðarleikvangs ehf.

Rekstur þess hluta var líka töluvert undir áætlun í fyrra, en hann var þó jákvæður um alls þrjá milljarða króna. Sömu skýringar eru gefnar á þeirri stöðu, áhrif faraldursins höfðu neikvæð áhrif á til dæmis tekjur Faxaflóahafna, Strætó bs og Sorpu. Þá hafði veiking krónunnar umtalsverð áhrif á erlend lán Orkuveitu. 

Samanlagt nam því tap A- og B-hluta Reykjavíkurborgar alls 2,8 milljörðum króna í fyrra. Áætlun hafði gert ráð fyrir hagnaði upp á 11,9 milljarða króna. Því nemur viðsnúningurinn frá áætlun að veruleika alls 14,7 milljörðum króna.

Eignir samstæðunnar voru metnar á 730,4 milljarða króna í lok síðast árs og hækkuðu um 41,5 milljarða króna í fyrra. Skuldir hækkuðu að sama skapi um 40,9 milljarða króna og stóðu í 385,8 milljörðum króna um áramót. Eiginfjárhlutfall Reykjavíkurborgar er nú 47,2 prósent en var 49,9 prósent í lok árs 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent