Styrkir til langtímaatvinnulausra, útvíkkun viðspyrnustyrkja og önnur ferðagjöf

Ríkisstjórnin kynnti í dag nokkur ný úrræði til að bregðast við áhrifum faraldursins á fólk og fyrirtæki. Einnig er eldri úrræðum breytt og sum þeirra framlengd. Þau sem hafa verið atvinnulaus í 14 mánuði geta fengið allt að 100 þúsund króna eingreiðslu.

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðir stjórnvalda eftir ríkisstjórnarfund í dag. Mynd úr safni.
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðir stjórnvalda eftir ríkisstjórnarfund í dag. Mynd úr safni.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti í dag að hún ætl­aði að ráð­ast í enn frek­ari aðgerðir til þess að bregð­ast við áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Á meðal þess sem nú er kynnt eru fjög­urra mán­aða styrkir til fyr­ir­tækja til þess að ráða fólk sem hefur verið á hluta­bótum aftur í sama starfs­hlut­fall og það var í. Einnig sér­stakir styrkir til þeirra sem hafa verið atvinnu­lausir í 14 mán­uði sam­fellt um kom­andi mán­aða­mót. Þeir eiga geta numið allt að 100 þús­und krón­um.

Sum úrræðin eru ný, eins og þau tvö sem hér eru áður nefnd, en önnur er verið að fram­lengja. Til dæmis verður réttur til greiðslu tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta í sex mán­uði í stað þriggja fram­lengdur til 1. febr­úar 2022.

Einnig verður greiddur út sér­stakur 30 þús­und króna barna­bóta­auki með hverju barni við álagn­ingu opin­berra gjalda í lok maí 2021.

Þær munu þó ekki fara út til for­eldra óháð tekjum eins og sér­stakar barna­bætur sem voru greiddar út vegna COVID-að­gerða stjórn­valda síð­asta vor, heldur rennur barna­bóta­auk­inn ein­ungis til þeirra sem fá greiddar tekju­tengdar barna­bæt­ur.

Bjarni segir að kostn­að­ur­inn komi til baka

Er Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var beð­inn um að verð­meta heild­ar­kostnað við aðgerð­irn­ar, í hádeg­is­fréttum Rík­is­út­varps­ins, sagði hann ljóst að heild­ar­um­fangið næmi millj­örðum króna en nefndi þó enga ákveðna tölu.

„Við erum að setja krónur út til heim­il­anna og til fyr­ir­tækj­anna til að hag­kerfið allt verði í sterk­ari stöðu og fái við­spyrnu. Þannig fáum við þetta allt til baka. Val­kost­ur­inn að gera ekki neitt er ekki í boði, hann hefði kostað meira. Þetta er góð fjár­fest­ing í hag­kerf­inu okk­ar,“ sagði fjár­mála­ráð­herra við RÚV.

Lok­un­ar­styrkir og við­spyrnu­styrkir fram­lengdir og stækk­aðir

Til stendur að fram­lengja lok­un­ar­styrki út árið 2021 og hækka hámarks­fjár­hæð þeirra. Einnig stendur til að við­spyrnu­styrkja­úr­ræðið verði fram­lengt út nóv­em­ber 2021 og ný tekju­falls­við­mið verði búin til, fyrir fyr­ir­tæki sem eru með tekju­fall sem nemur 40-60 pró­sent­um. Í dag þarf tekju­fall að vera yfir 60 pró­sent m.v. fyrra ár til að fyr­ir­tæki geti fengið við­spyrnu­styrki.

Auglýsing

Fyrir þau fyr­ir­tæki sem eru með 40-60 pró­sent tekju­fall verður mán­að­ar­legur við­spyrnu­styrkur á hvert stöðu­gildir 300 þús­und krónur á mán­uði. Mán­að­ar­legir styrkir eiga áfram að nema 400 þús­und krónum á stöðu­gildi fyrir tekju­fall á bil­inu 60-80 pró­sent og 500 þús­und krónum í til­felli 80-100 pró­sent tekju­falls.

Þessi breyt­ing, sem verður í vænt­an­legu frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­herra, á að gilda um tíma­bilið nóv­em­ber 2020 og út nóv­em­ber 2021.

Einnig er lagt til að hámark styrks verði 260 millj­ónir króna og það verði „sam­eig­in­legt hámark fyrir lok­un­ar­styrki frá sept­em­ber 2020, tekju­falls­styrki, við­spyrnu­styrki og ferða­gjaf­ir.“

Hægt að dreifa frest­uðum skatt­greiðslum á allt að fjögur ár

Í sam­an­tekt á vef stjórn­ar­ráðs­ins um boð­aðar aðgerðir kemur einnig fram að fjár­mála- og efn­hags­ráð­herra sé þegar búinn að birta reglu­gerð sem heim­ilar lána­stofn­unum að hliðra end­ur­greiðslu­tíma stuðn­ings­lána í allt að 12 mán­uði til við­bót­ar.

Einnig stendur til að fram­lengja frest fyr­ir­tækja til þess að greiða stað­greiðslu og trygg­inga­gjald árs­ins 2020, en fyr­ir­tækjum var í fyrra boðið að fresta slíkum greiðslum til þessa árs.

Fyr­ir­tæki sem eru með gjald­daga í júní, júlí og ágúst 2021 eiga nú bráðum að geta sótt um að dreifa þeim greiðslum niður í allt að 48 jafn­háar mán­að­ar­legar greiðslur með fyrsta gjald­daga 1. júlí 2022. Því verður hægt að borga skatt­inn fyrir árið 2020 með afborg­unum fram á mitt ár 2026.

Ný ferða­gjöf og 6 pró­sent álag á grunn­fram­færslu sumra náms­manna

Á meðal þeirra aðgerða sem rík­is­stjórnin kynnir í dag kennir ýmissa grasa. Meðal ann­ars á að gefa lands­mönnum aðra ferða­gjöf. Hún á að vera með sama sniði og í fyrra og skapa hvata til þess að fólk nýti sér inn­lenda ferða­þjón­ustu.

Einnig verður 600 millj­ónum króna veitt til geð­heil­brigð­is­mála fyrir börn og ung­menni til að mæta auk­inni þörf sem sögð er til staðar í þeim mála­flokki vegna COVID-19.

Þá er boð­aður stuðn­ingur við náms­menn, sem munu geta sótt um við­bót­ar­lán fyrir skóla­árið 2021-2022 sem á að geta numið 6 pró­sent álagi ofan á grunn­fram­færslu náms­manna, ef þeir eru með áætl­aðar tekjur undir heim­il­uðu frí­tekju­marki, sem hljóðar upp á er 1.410.000 kr. árs­tekj­ur.

Einnig geta náms­menn fengið sam­bæri­leg sum­ar­lán frá Mennta­sjóði náms­manna í ár og eins og í fyrra, en þá var lánað niður í allt að 1 ECT­S-ein­ingu. Einnig verður áfram gert ráð fyrir því að náms­menn sem sækja um náms­lán og koma beint af vinnu­mark­aði fái fimm­falt frí­tekju­mark til lækk­unar á launa­tekj­um, sem ann­ars hefðu skert lán­ið.

Rík­is­stjórnin segir að mark­mið aðgerð­anna sem kynntar eru í dag sé að „styðja áfram við heim­ili og fyr­ir­tæki á loka­metrum bar­átt­unnar við heims­far­ald­ur­inn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent